Þjóðviljinn - 25.02.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 25.02.1987, Blaðsíða 13
HEIMURINN Ísrael/Palestma Líkur vænkast á friðarráðstefnu Shamir ósáttur við Kairóferð Peresar. EBE-ríkin ítreka stuðning við alþjóðaráðstefnu. Bandaríkjastjórn linast íand- stöðu Jerúsalem/Brussel... - Símon Peres utanríkisráðherra ísra- els tilkynnti í fyradag að hann ætlaði til Kairó til viðræðna við ráðamenn og yrði helsta um- ræðuefni hugmyndir um al- þjóðlega friðarráðstefnu um átökin í Miðausturlöndum. Forsætisráðherrann sem er í Bandaríkjunum hefur brugðist reiður við en segir að bera verði allar hugmyndir úr Kairó- viðræðunum undir ríkisstjórn- ina í heild, og segir stjórnarslit koma til greina. Shamir forsætisráðherra og leiðtogi hægrabandalagsins Lik- ud hefur þráfaldlega lagst gegn hugmyndum um alþjóðlega friðarráðstefnu, og sagði í síðustu viku að slíkar orðræður væru á- róðursbragð að undirlagi Sovét- manna og PLO, þjóðfrelsisfylk- inga Palestínumanna, í samráði við hörðustu Arabaríkin, til þess eins að svipta ísrael hernumdu svæðunum og koma á fót palest- ínsku ríki. Peres utanríkisráð- herra og formaður Jafnaðar- mannaflokksins hefur hinsvegar lýst fylgi við slíka ráðstefnu. Hann vill útiloka PLO frá allri þátttöku en hefur lýst sig reiðu- búinn að ræða við Palestínumenn utan samtakanna. í ísrael er við lýði samsteypu- stjórn stærstu flokkanna tveggja og skiptust þeir Shamir og Peres fyrir nokkru á ráðherrastólum, en meðan Peres var enn forsætis- ráðherra hafði hann ásamt Mu- barak Egyptalandsforseta skipað könnunarnefnd um ráðstefnu- mál. Peres segist ekki hafa til- kynnt Shamir um ferðalag sitt, og vekur athygli að ferðalagið stend- ur meðan Shamir er í Bandaríkj- unum. Shamir sagði í sjónvarps- viðtali í Los Angeles að stjórnars- lit væru hugsanleg af þessum sökum, en talsmenn hans heima- fyrir drógu síðan úr, sögðu for- sætisráðherrann í sjálfu sér ekki á móti Kairó-ferðinni, - hinsvegar yrði stjórnin öll að fjalla um hugs- anlegar niðurstöður viðræðna. Hugmyndir um alþjóðaráð- stefnu um Miðausturlönd hafa skotið upp kolli öðru hvoru en alltaf strandað á andstöðu ísra- elsstjórnar og Bandaríkjanna. Hussein Jórdaníuforseti hefur nýverið sagt að slíka ráðstefnu ætti að halda með þáttöku aðila á svæðinu og fastaríkjanna í örygg- isráði SÞ, Bretlands, Frakklands, Kína, Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna, sem þarmeð kæmu við sögu í fyrsta sinn lengi í Mið- austurlöndum. PLO-menn styðja þessa hugmynd, og í fyrradag ítrekuðu Efnahagsbandalags- löndin stuðning sinn við slíka ráð- stefnu. Athyglisverðast er þó að Bandaríkjastjórn hefur linast í andstöðu sinni við ráðstefnuhug- myndir og hvatt Shamir til að íhuga málin, til dæmis sem leið til að ná samkomulagi við Hussein í Jórdaníu. Undirmenn Peresar í utan- ríkisráðuneytinu í Jerúsalem tóku yfirlýsingu EBE-ríkjanna vel í gær, og bentu sérstaklega á að í henni væri hvergi getið um PLO-þátttöku. Ráðamenn í Efnahagsbandalaginu segja hins- vegar að yfirlýsingin sé í beinu framhaldi af fyrri ályktunum um þessi efni þarsem EBE hefur lagt áherslu á að PLO sé einn samn- ingsaðila. Líta má á yfirlýsingar Efna- hags bandalagsins sem tilraun til að ná frumkvæði í málefnum Miðausturlanda úr höndum Bandaríkjastjórnar sem uppá síðkastið getur ekki sýnt neinn árangur sem sáttasemjari og hef- ur rúist traustieftir Iransskand- alinn. Talsmaöur PLO fagnaði í gær yfirlýsingunni frá Brússel en bað EBE-ríkin að skýra hug- Norðurlönd Við drekkum minnst, eigum flesta bíla Norðurlandamenn 23 milljónir í árslok 1984 íslendingar eiga flesta bfla af Norðurlandaþjóðum, við eignumst flest börn ef Grænlend- ingum er sleppt, og við drekkum minnst þegar mælt er í hreinni vínandaneyslu. Þetta má meðal annars lesa í skýrslu frá Norrænu hagstofunni í Kaupmannahöfn sem fyrir hvert Norðurlandaráðsþing gefur út „Nordisk statistisk ársbok" og út- drátt úr henni, sem nú heitir „Norden 1985“ þarsem saman- burðartölur eru allar frá árinu 1984. Þarna kemur meðal annars fram að á þessu ári fjölgaði íbú- um á Norðurlöndum um hérum- bil 200 þúsund og urðu tæplega 23 milljónir. Þetta er hæg fjölgun, Sumir drekka oft og lítið, aðrir sjaldan og mikið... um aðeins 0,8%, og eru þó inn- flytjendur allir taldir með. Dönum fækkaði á árinu þrátt fyrir um fjögur þúsund innflytj- endur, um 1300 manns. Þeir gátu hlutfallslega afsérfæst börn, 10,1 á þúsund íbúa. Grænlendingar eignuðust flest börn, 20 á þúsund íbúa, íslendingar næstir með 17,2, Færeyingar eignuðust flest börn, 20 á þúsund íbúa, íslend- ingar næstir með 17,2, Færeying- ar 15,3, aðrar þjóðir 11,3 til 13,6. í handbókinni eru um 200 sam- anburðartöflur og 20 kort og bor- ið saman flest milli himins og jarðar. Þar kemur fram að alstað- ar eru tekjur hæstar í aldurs- flokknum milli 35 og 49 ára, og í heildina eru karlar með helmingi hærri laun en konur. Svíar misstu forystu sína í bíla- eign til íslendinga í hittihittifyrra. Á íslandi voru 417 bílar á hverja þúsund íbúa, í Svíþjóð voru 890 símar á hverja þúsund, í Dan- mörku 719, á íslandi 580, í Finn- landi 570, í Noregi 497. Og við drekkum lítið. Græn- lendingar mestir svelgir og drakk hvert mannsbarn á þeim slóðum 21,3 lítra af hreinum vínanda árið ’84. Hver Dani drakk 12,4 lítra, en íslendingar og Norðmenn eru hófsamastir með 4,5 lítra á íbúa. Einsog vænta mátti er bjórinn helstur þáttur í vínneyslu Dana og Grænlendinga. Finnar eru aft- ur mestir sterkvínsmenn, og drakk hver Finni að meðaltali 10,1 lítra af sterku þetta ár. ís- lendingar koma næstir með 7,7 lítra, þá Færeyingar með 7,5 lítra. - n/Vi i Norden ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Spánn Óeirðum linnir Námsmenn og stjórnvöld komast að samkomulagi í fyrradag voru viðræður spænska menntamálaráðuneytis- ins og fulltrúa námsmanna leiddar til lykta og er því reiknað með að mótmælaaðgerðum skólafólks á götum Madridborgar linni eftir tveggja og hálfsmánað- ar baráttu. Hryggjarstykkið í samkomu- laginu er vilyrði ráðamanna fyrir því að skólagjöld fyrir efnaminni námsmenn verði felld niður við mennta- og háskóla. Einnig er gert ráð fyrir að opn- aðir verði fleiri framhaldsskólar, styrkveitingar verði við endur- skoðun inntökureglna háskól- anna. Stjórnin hefur lofað að verja upphæð sem jafngildir tólf milljörðum íslenskra króna til að standa straum af kostnaði við ný- breytnina. Símon Peres, á leið til Kairó, hefur hótað stjórnarslitum standi Likud- flokkurinn gegn friðartilraunum. myndir sínar nánar, tiltaka þátt- takendur, stað og tíma. Ýmis þrándur er í götu alþjóð- legrar friðarráðstefnu um mál- efni Miðausturlanda, og þeirra mestur ágreiningur um þátttöku PLO, en einnig andstaða í ísrael, - slík að margir fréttaskýrendur telja afar óvarlegt fyrir Peres að hætta á stjórnarkreppu og kosn- ingar vegna þessa. Þá er talið að Hussein í Jórdaníu muni ekki taka þátt nema nokkurnveginn sé tryggður sá árangur að Jórdanía fái aftur hertekin svæði frá ’67, - Hussein sé í raun hagstæðara að halda áfram óumsömdum friði en að gefa eftir af arabakröfum. - m Noregur Samaþing kosið ’89 Samar í Noregi kjósa sér í fyrsta sinn eigið þing eftir tvö ár samfara Stórþingskosning- um, og er sennilegast að þing- ið sitji í Karasjok í Finnmörku. Búist er við frumvarpi um þetta frá ríkisstjórninni á næstu vikum, en undirbúningur þess hefur gengið erfiðlega, ekki síst vegna deilna meðal Sama um til- högun alla. Eigið þing er gömul Samakrafa í Noregi. Slíkt þing er þegar til í Finnlandi, en sænskir Samar eru hinsvegar þinglausir. Reiknað er með að milli 40 og 50 fulltrúar sitji á Samaþinginu, kjörnir í landfræðilegum kjör- dæmum, þarsem sérstaklega verður tryggður réttur sjósama og suðursama. Upphaflega stóð til að hreindýrabændur fengju sína eigin fulltrúa án tillits til landfræðilegrar skiptingar en stjórn Brundtlands hefur fallið frá þeirri ráðagerð við mótmæli sambands hreindýrabænda sem hóta að virða þingið að vettugi. Samaþingið verður ráðgjafar- þing, að minnsta kosti í fyrstu, þangað til samið hefur verið um yfirráð Sama í héruðum sínum. Ýmsir hópar Sama hafa krafist nokkurs löggjafarvalds og neitunarvalds í sérefnum Sama, og er ekki ólíklegt að þinginu vaxi slíkur fiskur um hrygg þegar fram líða stundir. - n/Ny tid DJÚÐVIIJINN 49 68 13 33 Ttmiim « 68 18 66 t> 68 63 00 Blaðburður er BESTA TRIMMID og borgar sig Blaðbera vantar víðsvegar um borgina M $ i / - DJÓÐVIIJINN Síðumúla 6 0 68 13 33 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboöum í gatnagerð og lagnir ásamt lögn hita- veitu fyrirgatnamálastjórann í Reykjavík og Hita- veitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, gegn kr. 20 þúsund skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 10. mars n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.