Þjóðviljinn - 25.02.1987, Side 3

Þjóðviljinn - 25.02.1987, Side 3
FRETT1R Verslunin Misjöfn útkoma Sigurður E. Haraldsson form. Kaupmannasam - takanna: Veitekki á hverju Þjóðhagsstofnun byggirsínar tölur r Eg vcit ekki á hverju Þjóðhags- stofnun byggir sína spá um út- komu verslunar á sl. ári en það er víst að hún er mjög misjöfn og þó gangi vel í ákvcðnum greinum þá gengur illa annars staðar og þá einkum úti á landi, sagði Sigurð- ur E. Haraldsson formaður Kaupmannasamtakanna í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Sigurður sagði að endanlegar rekstrartölur fyrir verslunina á sl. ári lægju enn ekki fyrir en þó væri að heyra á ýmsum eins og t.d. stjórnarformanni Miklagarðs að þar og hjá KRON væri útkoman ekki langt yfir núllinu. - Ég held að menn geti verið sammála um að atvinnurekstur á að vera réttu megin við núllið en þar með er ekki sagt að ofsagróði eigi rétt á sér, sagði Sigurður. -lg. Alþingi Vegaáætlun samþykkt Vegaáætlun fyrir árin 1987- 1990 var samþykkt og henni vísað til fjárveitingancfndar í gær. Það kom fram í máli sam- gönguráðherra að meðal árs- bensíneyðsla bíla var árið 1970 1732 lítrar en var á síðasta ári 1260 lítrar. Það þýðir að tekjur af bensín- gjaldi sem nú er 10,49 kr. af hverjum lítra bensíns, hafa ekki aukist í jöfnu hlutfalli við gríðar- lega fjölgun bíla á tímabilinu. -sá. Hafrannsókn Mikið um skyndilokanir - Það hefur verið óvenjumikið um skyndilokanir það sem af er þessu ári eða 30 sinnum. Allt árið í fyrra var lokað veiðisvæðum 75 sinnum, - segir Sigfús Schopka fiskifræðingur hjá Hafrannsókn- arstofnun í samtali við Þjóðvilj- ann. Ástæðan fyrir þessum miklu skyndilokunum að undanförnu er að mikið af smáfiski er á mið- unum umhverfis landið en þó að- allega út af vestur-, norður- og austurlandi. Er hér um að ræða þorsk árgangana 1983 og 1984 en þeir eru stórir. Viðmiðunarmörkin sem gengið er út frá þegar ákveðin er lokun veiðisvæða er að ef í afla mælist 30% eða meir undir 55 cm að stærð. Við mælingar eftirlitsmanna um borð í togurunum hefur stundum allt að 70% af afla mælst yfir þessum viðmiðunarmörk- um. g.r.h. SVR íhaldið fækkar ferðum Strœtó á 20 mínútna fresti ístað 15. Össur Skarphéð- insson: Dœmi um uppgjöfíhaldsins. Sveinnforstjóri: Þarfekki að leiða til verri þjónustu Stjórn SVR íhugar nú að fækka grunntíðni ferða strætisvagna úr 15 mínútum niður í 20 mínútur i sumar. Sveinn Björnsson for- stjóri SVR sagði í samtali við Þjóðviljann að með því að fækka ferðum á þeim tímum þegar vagnarnir eru lítið notaðir væri ef til vill hægt að fjölga ferðum á annatímum. Hann kvað ýmislegt mæla breyttum sumaráætlunum bót. Sömuleiðis væri farþegum að fækka, og bílum hefði í fyrra ijölgað um 6000. „Það þarf að jafna framboð og eftirspurn“, sagði Sveinn. „Auðvitað leiðir þetta ekki til neins nema verri þjónustu við Reykvíkinga", sagði Össur Skarphéðinsson sem situr í stjórn SVR fyrir Guðrúnu Ágústsdótt- ur. „Og þegar haft er í huga að konur, unglingar og aldrað fólk eru þeir hópar sem mest nota SVR sést auðvitað hvar for- gangur íhaldsins liggur. Sjálf- stæðisflokkurinn virðist ekki heldur hafa áhuga eða getu til að reyna nýjar leiðir til að bæta þjónustu SVR, og þetta er enn eitt dæmið um uppgjöf þeirra." Össur sagði svo að það væri dæmigert fyrir vinnubrögðin, að undirbúningur að fækkun ferða hefði þegar verið hafin af for- stjóra SVR í samráði við stjórn- arformanninn, Sigurjón Fjeld- sted, án þess að nokkur sam- þykkt lægi fyrir af hálfu núver- andi stjómar SVR um fækkun- ina. „Þetta lið þekkir ekki orðið lýðræði,,, sagði Össur. -k.ól Hér eru fyrstu konurnar sem kosnar hafa verið aðalmenn á Búnaðarþing: Ágústa Þorkelsdóttir á Refstað í Vopnafirði og Anna Bella Harðardóttir í Hækingsdal í Kjós. Á milli þeirra er brjóstmynd af Steingrími Steinþórssyni fyrrum búnaðarmálastjóra, gerð af Ríkharði Jónssyni. Þær stöllur kunna engan veginn illa við sig í því karlasamfélagi sem Búnaðarþing óneitanlega er en gjarnan vildu þær samt sjá fleiri konur á því þingi. (Mynd: Sig). Norðurlandaráð Samstarf um selinn Frá fréttaritara Þjóðviljans i Helsinki, Eiríki Hjálmarssyni: Norski sjávarútvegsráðher- rann Bjarne Mörk Eidem vakti máls á selamálinu á þinginu í Helsinki í gær og iagði til að hafín yrði samvinna um að rannsaka lifnaðarhætti selsins, en menn hafa ekki enn fundið viðhlítandi skýringar á „sclainnrásinni" eins- og ráðherrann orðaði það. Ennfremur vildi hann að Norð- urlöndin hæfu áróðursherferð til að hækka heimsmarkaðsverð á selskinnum. Þessari hugmynd var vel tekið af Grænlendingum og íslending- um en Guðrún Helgadóttir minnti á að samstarfsviljinn hafi ekki alltaf verið svona mikill og benti meðal annars á samninga Norðmanna við Sovétmenn um loðnuveiðar í Barentshafi þar sem ekkert samráð var haft við íslendinga. —vd/ E.Hj. Norðurlandaráðsþingið Deilt um aukiö samstarf Vinstri flokkarnir vilja aukið samstarf. Hœgri menn vilja ekki umfjöllun um utanríkismál Frá fréttaritara Þjóðviljans í Helsinki, Eiríki Hjálmarssyni: ikið hefur verið deilt um það hér í Helsinki hversu víðtækt samstarfíð milli Norðurlanda- þjóðanna skuli vcra. í þessu máli kemur hægri/vinstri-skiptingin á þinginu hvað skýrast fram. Vinstri flokkarnir vilja auka sam- starfíð og færa það út á nýjar brautir. Þetta felur meðal annars í sér að afstaðan á alþjóðavettvangi til ýmissa mála verði í auknum mæli sameiginleg. Þetta felur þó ekki í sér að tekin verði sameiginleg af- staða til öryggis-og varnarmála. Hægri flokkarnir hafa snúist gegn þessum hugmyndum á þeim grundvelli að Norðurlandaráðið skuli ekki fjalla um utannkismál. „Ef Norðurlöndin vilja hafa einhverja möguleika á að ráða sjálf sínum málum hvað varðar umhverfismál og alþjóðlegt fjár- magn sem snerta mjög daglegt líf fólks verða þau að standa saman“ sagði Guðrún Helgadóttir í sam- tali við Þjóðviljann í gær þegar hún var innt álits á þessum deilum. „Nú eru ákvarðanir í þessum málum að mestu í hönd- um samtaka á borð við Efnahags- bandalagið og EFTA og þar höf- um við engin áhrif á.“ Guðrún hefur flutt tvær til- Iögur um aukið samstarf Norður- landanna. Önnur þeirra er um umhverfisverndarmál og felur í sér stóraukna samvinnu Norður- landanna á því sviði, en öll löndin eru strandríki þannig að sam- eiginlegir hagsmunir eru þar miklir. Meðflutningsmenn til- lögunnar eru hinir meðlimir ís- lensku sendinefndarinnar hér á þinginu, auk fjölda þingmanna frá hinum Norðurlöndunum. Hin tillagan er um að stofnuð verði nefnd sérfræðinga í al- þjóðastjórnmálum og alþjóða- fjármálum sem verði Norður- landaráði og ráðherranefndinni til ráðgjafar í þessum málum. Fyrri tillagan er þegar komin til meðferðar í ráðinu. -vd/E.H(j. Alþingi Má bjóða þér beitukóng? Samþykkt tillaga AB-manna um að rannsaka botnlœg skeldýr við landið Ef til vill verða báruskeljar og ígulker verðmæt útflutnings- vara í framtíðinni, - að minnsta kosti gerir tillaga sem þingið sam- þykkti í gær ráð fyrir að þessi kykvendi og önnur botnlæg skeldýr verði rannsökuð með til- liti til nýtingar, nýtingarmögu- leika, vaxtarhraða og lífsskil- yrða. Tillöguna fluttu átta Alþýðu- bandalagsmenn og var fyrsti flutningsmaður Hjörleifur Gutt- ormsson. í greinargerð segir að nú sé rækja og hörpudiskur eink- um veiddir á grunnslóð og séu þessar tegundir taldar fullnýttar og tímabært að rannsaka önnur botndýr sem lítt eða ekki hafa verið nýtt til þessa, svo sem trjón- ukrabba, beitukóng, kúfskel, krækling, öðu, báruskeljar og íg- ulker. í kjölfarið þurfi svo að fylgja markaðsöflun og vöruþróunar- starf, en þegar er vitað að hátt verð fæst fyrir ýmsar afurðir þess- ara furðudýra, td. þykir trjónu- krabbi víða í Évrópu hinn mesti dýrindismatur og sums staðar teljast ígulkerjahrogn auka mönnum getu í bólinu og eru því rándýr. sá. Miðvlkudagur 25. febrúar 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.