Þjóðviljinn - 25.02.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.02.1987, Blaðsíða 2
SPURNINGIN' Telurðu að sekta beri fólk fyrir að nota ekki bílbelti? Bjarki Guðmundsson: Nei. Ég tel að bílbeltin hafi oft orðið til þess að fólk hafi ekki komist út úr bíl eftir slys. Fjölnir Bragason: Nei. Það á ekki alltaf við að nota bílbelti. Fólk á að hafa dómgreind til að geta metið það hverju sinni hvenær það notar bílbelti. Birgir Pálsson: Ef fólk ber virðingu fyrir lífi sínu á það hiklaust að nota beltin. Sigriður Gunnsteinsdóttir: Nei. Það á ekki að skylda fólk til að nota bílbelti. Það á að ráða því sjálft. Sif Erlendsdóttir: Já. Ef eitthvað kemur fyrir þá er bílbeltið þitt öryggi. Því tel ég að sekta beri fólk ef það notar ekki beltin. FRÉTTIR Grunnskólafrumvarp Sverris Stórefld miðstýring Frœðslustjórar starfsmenn menntamálaráðuneytisins Grunnskólafrumvarp Sverris Hermannssonar gerir ráð fyrir því að völd ráðuneytisins í málum grunnskólanna séu stórefld, svo og völd skólastjóranna og að sama skapi dregið úr mögu- leikum annarra, svo sem kenn- ara, skólanefnda, foreldrafélaga og foreldra, á að hafa áhrif á skólastarf. Segir í frumvarpinu um starfs- svið skólastjóra grunnskóla að hann sé „forstöðumður skóla og stjórnar starfi hans í samráði við kennara og skólanefnd undir yfir- stjórn menntamálaráðuneytis- ins.“ Þá segir í athugasemdum um einstakar greinar frumvarpsins að starfssvið skólastjóra sé skýr- greint og fækkað sé til muna þeim aðilum sem hann sé skyldur til að hafa samráð við í sínu stjórnunar- starfi, eða leita álits hjá við á- kvarðanatöku. Þá er lögð á það áhersla í frum- varpinu að nemendaráð sinni ein- göngu málefnum nemenda en samkvæmt skilningi frum- varpshöfundar eru það atriði eins og félagslíf og slíkt. Nemendaráð sé ekki að skipta sér neitt af stjórn eða starfsháttum skól- anna. Þá segir í athugasemdum að í frumvarpinu séu „tekin af öll tví- mæli um að fræðslustjórar starfi á vegum menntamálaráðuneytisins enda þiggi þeir laun úr ríkissjóði. Þeir annist, eða hafi umsjón með f.h. menntamálaráðuneytis- ins, svæðisbundna þjónustu sem eingöngu er fjármögnuð af ríkis- sjóði“. -sá. Herranótt Rómeó og Júlía Á morgun frumsýnir Herra- nótt Menntaskólans í Reykjavík leikritið Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Yfir 40 nem- endur skólans taka þátt í sýning- unni, en auk leikara kemur fram 6 manna hljómsveit og 4 dansar- ar. Leikstjóri er Þórunn Sigurð- ardóttir. Þetta er í annað skiptið sem Rómeó og Júlía eru sett á svið hér í höfuðborginni, en síð- ast var það leikið í Iðnó fyrir um það bil 30 árum. Leikmynd er eftir Karl Aspelund, tónlist stjórnar Kristín Guðmundsdóttir en Nanna Ólafsdóttir stjórnar dönsum. Þau Rómeó og Júlía eru leikin af Jóhönnu Halldórsdóttur og Thor Aspelund. Sýningar fara fram í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Ljósm. Sig. IBM-mótið Short gegn Timman Aðeins 11 jafnteflisskákir af30 hingað til Eftir frídag í gær heldur ofur- mót IBM áfram í dag á Hótel Loftlciðum, og í 6. umferð vekur mesta athygli skák efstu manna, Shorts og Timmans. Þeir Tal og Agdestein sömdu um jafntefli í biðskák sinni í fyrrakvöld án frekari tafl- mennsku, og einsog flestir bjugg- ust við varð Margeir að lúta í lægra haldi fyrir Timman. Staðan á mótinu eftir fimm umferðir af ellefu er þessi: 1. Nigel Short, 5 v. 2. Jan Timman, 4 v. 3.-6. Viktor Kortchnoi, Lajos Portisch, Lev Polugajevskí, 3 v. 7.-8. Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, 2 v. 9.-11. Ljubomir Ljubojevic, Simen Agdestein, Jóhann Hjart- arson, IV2 v. 12. Margeir Pétursson, 1/2 v. Vegleg verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin á mótinu, en að auki skiptast tólfþúsund dollarar (tæp hálf milljón íslenskar) milli meistaranna í hlutfalli við unnar skákir. í umferðunum fimm hing- að til hefur aðeins 11 skákum lok- ið með jafntefli, 19 unnist og tap- ast. Short hefur unnið 5 skákir, Timman 4, Kortchnoi 3, Portisch 2, Jóhann, Polugajevskí, Tal og Ljubojevic eina. Helgi, Margeir og Agdestein hafa enn ekki unnið skák. Sjötta umferðin hefst í dag klukkan 16.30 og tefla þá: Jón L. - Jóhann Niðurstöður úr atkvæða- greiðslu framhaldsskólakennara um hvort fara eigi í verkfall náist ekki viðunandi samningar fyrir 16. mars munu ekki liggja fyrir fyrr en um næstu helgi. Atkvæða- Margeir - Portisch Short - Timman Kortchnoi - Polugajevskí Ljubojevic - Tal Helgi - Agdestein greiðslan fór fram á laugardag og á mánudag. Næsti samningsfundur HÍK og nkisins verður á fimmtudag. -K.ÓI. HÍK Úrslit um helgina 2 SlÐA - ÞJÓÐVIUINN Miðvikudagur 25. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.