Þjóðviljinn - 25.02.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.02.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 völdsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUINN \ iO . SAMVINNUBANKI ' ÍSLANDS HF. Mlðvikudagur 25. febrúar 1987 4ó. tölublað 52. árgangur Fiskvinnsla Erlent fjármagn í vinnsluna Sóphanías Cecilsson: Afleiðingþess offors sem ríkt hefur ífiskveiðistefnu undanfarið Að undanförnu hafa erlendir aðilar fjárfest í íslenskum fiskvinnslufyrirtækjum. í nýjasta tölublaði Fiskifrétta er greint frá því að skoskt og belgískt fyrirtæki hafi keypt sig inní sitthvort fyrir- tækið á Suðurnesjum, Ice-Scott Ltd. í Garði og íslenskan gæða- fisk hf. í Njarðvíkum. „Þetta er hálfgert neyðarúr- ræði hjá fiskvinnslustöðvum á Suðurnesjum til þess að fá til sín fisk og til að geta sýslað eitthvað í fiski áfram. Þeir á Suðurnesjum hafa selt skipin sín og gleymdu því að um leið og þeir misstu skipin misstu þeir aflakvótana. Þær fiskvinnslustöðvar sem verst eru staddar reyna því að bjóða erlendu fjármagni til samstarfs í þeirri von að þannig geti þær boð- ið hærra verð en aðrir og náð til sín afla til vinnslu. Það sem gerir þetta að verkum er sú fiskveiði- stefna sem hér hefur verið rekin með offorsi að undanförnu og kemur fram í mislagðri skiptingu fiskkvótans miili landshluta og báta“ sagði Sóphanías Cecilsson í Grundarfirði og formaður Sam- bands fiskvinnslustöðvanna. Sóphanías sagðist ekki telja að innreið erlends fjármagns í fisk- vinnsluna leiddi til hærra fisk- verðs. „Þrátt fyrir einhverja hækkun á fiskverði til að byrja með, bjóða þeir fiskinn niður, sbr. það að þeir voru farnir að kaupa tindabykkjuna á 12 kr. kfl- óið, en mér er sagt að hún sé komin niður í átta kr. núna“ sagði Sóphanías Cecilsson. RK. Jöklarannsóknafélagið Bræðslubor á Vatnajökli Jöklarannsóknarmenn prófa í vor nýjan bor. Katla kortlögð ísumar r Imaí eða júní verður gerð til- raun til að bora gegnum íshellu Vatnajökuls með nýjum bræðslu- bor sem enn er í smíðum á vegum Raunvísindastofnunar há- skólans. Að sögn Sveinbjörns Björns- Sambandið Tuttugu sagt upp Torginu í Austurstræti lokað í mars „Menn eru ekkert að reka verslun sem hefur ekki gengið nógu vel“ sagði Gunnar Kjart- ansson forstöðumaður fata- deildar Sambandsins í samtali við Þjóðviljann, en stjórn Sambands- ins hefur tekið þá ákvörðun að loka versluninni Torginu 20.mars næstkomandi og hefur 20 starfs- mönnum verið sagt upp vegna þess. „Verslunin hefur ekki skilað arði undanfarin ár og stjórnin á- kvað í september 1985 að taka reksturinn til endurskoðunar með það fyrir augum að athuga hvort rétt væri að hætta honum þegar leigusamningur um húsn- æðið rynni út og sú varð niður- staðan" sagði Gunnar. Að sögn Gunnars hefur öllu starfsfólkinu í Torginu verið boð- ið störf hjá Domus og á fleiri stöðum og hafa flestir fengið vinnu nú þegar. Verslunin Penninn mun taka húsnæðið á leigu og opna verslun í Austurstræti í maí. „Það eru auðvitað allir ákaf- lega sárir yfir því að þetta skuli verða að enda svona en við því er ekkert að gera þegar svona á- kvörðun er tekin“ sagði Sigurður Hannesson verslunarstjóri Torgsins í samtaii við blaðið. -vd. sonar formanns Jöklarannsókna- félagsins verður leiðangurinn á jökulinn óvenju fjölmennur, um 3o manns. Nýr skáli verður dreginn af snjó- bflum upp á Grímsfjall á sleða- meiðum og komið fyrir við hlið eldri skála, og auk árlegra mæl- inga í Grímsvötnum verður reynt að gera nákvæmt kort af yfirborði og botni Grímsvatna með íssjár- og endurkastsmælingum. Leiðangursmenn hyggjast mæla hreyfingar íshellunnar og jarðskjálfta við Grímsvötn, og gera tilraun til að bora í gegnum íshelluna með bræðslubornum. Að sögn Sveinbjörns tengist bortilraunin skjálftarannsóknum á Mýrdalsjökli sem Ólafur Guð- mundsson jarðeðlisfræðingur hyggst stjórna í sumar, og á að kortleggja berggrunninn undir jöklinum meðal annars til að finna rætur Kötlu. Til þess þarf að framkalla skjálfta með spreng- ingum í borholunum. „Sumir telja að Katla safni vatni í langan tíma og þannig verði til stöðuvatn sem hún hleypir frá sér við gos“ sagði Sveinbjörn. „Hinn möguleikinn er sá að Katla bræði vatnið þegar í upphafi goss en til þess að átta okkur á þessu verður að kanna landslagið undir jöklinum með ís- sjármælingum. -vd. Það var mikil spenna og eftirvænting hjá krökkunum á Tjarnarborg þegar tröllskessan ógurlega er að reyna að ná stráknum Smjörbita handa stelpunni sinni að borða. Skessa eltir Smjörbita Brúðuleikhúsið sýnir nýtt verk eftir Hallveigu Thorlacius Einu sinni var lítill strákur sem hét Smjörbiti... - Þannig byrjar nýtt verk eftir Hallveigu Thorlacius sem Brúðleikhúsið sýnir um þess- ar mundir undir nafninu Sögu-svuntan. Efnið er sótt í sögu sem Hallveig nam af ömmu sinni í bernsku. Fjallar það um strákinn Smjörbita sem býr ásamt ömmu sinni, hundinum Gullintanna og fleirum dýrum í Litla koti undir j ökli. En stór og mikil tröllskessa er á höttu- num eftir Smjörbita því hún er að leita að feitum strák handa stelpunni sinni að borða. Verður mikill hamagangur í öskjunni í þeim eltingarleik en Smjörbiti bjargast á sak- leysi sínu og með dyggri hjálp áhorfenda sem eru ósparir á að veita honum aðstoð til að sleppa undan skessunni. Fleiri koma til sögunnar s.s. álfur sem býr í jöklinum, púki í hvernum o.fl. Búningar, texti, leikmynd og raddir eru verk Hallveigar en leikstjóri er Brynja Bene- diktsdóttir. Sýningar eru tvisvar á dag á barnaheimilum og leikskólum borgarinnar og ráðgert er að sýna verkið út um land. grh ísafjarðarhöfn Sími skemmdur sjö sinnum Þessi neyðarsími á að vera ör- yggistæki þannig að þetta er vandræðaástand“ sagði Sturla Halldórsson hafnarvörður á ísa- firði í samtali við Þjóðviljann, en neyðarsíminn í Hafnarhúsinu hefur verið eyðilagður alls sjö sinnum síðustu tvö ár. Almenningssalerni á sama stað hafa einnig orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum, þau hafa ver- ið brotin og brömluð hvað eftir annað, eldur borinn að þeim og hurðir brotnar. „Við höfum grip- ið til þess að loka þessarri að- stöðu eftir böll um helgar og ætl- um að setja allt upp úr áli næst“ sagði Sturla. „Við höfum sótt um það hjá Pósti og síma að það verður sett- ur upp glersímaklefi á bersvæði við höfnina og síminn verði í beinu sambandi við lögreglu, en því hefur verið hafnað vegna pen- ingaleysis." -vd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.