Þjóðviljinn - 25.02.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.02.1987, Blaðsíða 5
Loðnuvertíð Þeir standa Sá hluti hráefnisins sem er í fljótandi formi fer í skilvindur og í sem eimar mesta vatnið úr soðinu og eftir verður hreint lýsi. Ólai önnum kafinn við eiminguna. s.k. kjarnatæki lafur Baldvinsson Litast um í fiskimjöls- verksmiðjunni í Örfirisey Allir vilja vera en fáir verða. Þannig gæti yfirskrift á grein um störf starfsmanna fiskimjölsverk- smiðja hijóðað. í litlum sjávar- plássum úti á landi, þar sem at- vinnutækifæri eru fábreytt og all- ur fjöldi fölks framfieytir sér á strípuðum dagvinnutöxtunum, er ekki óalgengt yfir hábjargræðis- tímann að menn líti öfundaraug- um til bræðslumanna og þeirra uppgripa sem þeir eru sagðir njóta. í sömu mund hryllir flestum við tilhugsuninni við þeim óþægi- legheitum sem starfinu fylgja, miklu vinnuálagi og óþrifnaði. Þótt „peningalyktin", sem reykurinn frá fiskimjölsverk- smiðjunum er oft nefndur, viti á betri tíð og blóm í haga fyrir sjáv- verksmiðjunnar í Örfirsey, en þar var loðnubræðsla í fullum gangi. Leiðsögumaður okkar var Ein- ar Ingimundarson umsjónarmað- ur efnafræðistofu verksmiðjunn- ar. Hann sagði að unnið væri á tvískiptum vöktum, 12 tíma í senn. „Meðan loðnuvertíðin stendur yfir er þetta ansi mikill sprengur oft á tíðum og lítil frí. Iðulega koma þó fyrir eyður þar. sem mannskapurinn getur tekið því rólega stund og stund. Núna er óvanalega rólegt hjá okkur“ sagði Einar Ingimundarson. Að- spurður um góð laun bræðslu- manna sagði Einar að þeir væru bara á tímakaupi og með vaktaá- lag. Með mikilli vinnu og yfirlegu væru launin betri en það sem gerðist og gengur hjá venjulegu landverkafólki. -RK./Myndir: E.Ól. Stund milli stríða. Haukur Hólm leyfir sér við og við að líta í blað eða bók, þess á milli sem hann hefur gætur á suðukörunum og pressunni. Þegar hráefnið hefur farið í gegnum suðukör og mestur vökvi verið pressaður úr því, hripar það niður í þurrkarana, sem kynntir eru með olíu. arplássin, agnúast menn við öllurn þeim fnyki sem bræðsl- urnar gefa frá sér og fyllir íbúð- irnar annarlegum fnyki og gefur bleikjuðum þvotti húsmæðranna annarlegan daun. Tii að forvitnast frekar um þessa eftirsóknarverðu en illa séðu starfsemi fóru blaðamaður og ijósmyndari Þjóðviljans á stúf- ana ög litu með eigin augum starfsemi Sfldar- og fiskimjöls- Einar Ingimundarson tekur sýni af lýsinu á efnafræðistofunni og býr sig undir að athuga sýrustigið. Best er að lýsið hafi sem minnst sýrumagn, en það ræðst nokkuð af því hve gamalt hráefnið er. Einar sagði að það kæmi fyrir að þeir þyrftu að brenna lýsinu þegar hráefnið væri of gamalt og sýrumagnið of mikið. Þeir félagar Brynjar Þormóðsson t.v. og Sævar Reynisson sjá um þurkarana á sinni vakt. Oft gefst nokkuð næði til að líta í bók, þó erfitt sé að einbeita sér í hávaðanum og hitanum sem kemur frá þurkurunum. Mlðvikudagur 25. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.