Þjóðviljinn - 27.02.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.02.1987, Blaðsíða 5
SKAK Sjöunda umferð ofurmótsins Portisch hægði á Short Grimmileg átök hjá Tal og Kortschnoi. íslensku meistararnir héldu sínu. Ljubo að spekjast Taflmennskan á IBM mótinu mótast nú nokkuð af forskoti Shorts. Hann getur nú leyft sér að leggja minna á stöður sínar en áður og semja jafntefli ef hann kærir sig um. Það er hins vegar ekki víst að það falli að skapgerð hans. 1 gær gerði hann jafntefli en bilið milli hans og næstu manna mjókkaði þó ekkert því aðrir keppendur reittu hver af öðrum. Helgi átti í höggi við Timman. Teflt var Drottningarbragð og kom upp nokkuð jöfn staða og eftir nokkur mannakaup var samið. Var það lík- lega skynsamleg ákvörðun hjá báðum eftir andbyr í síðustu umferð enda telja margir skákmeistarar heppilegt að tefla upp á jafntefli í næstu umferð eftir tap til að ná jafnvægi. Þá fóru þeir Agdestein og Ljubojevic sér hægt í sinni skák. Jón L. beitti Drottningarindverskri vörn á móti Polugajevskí. Jón flækti taflið snemma og kom upp flókin staða þar sem báðir höfðu færi. Eftir tuttugu leiki féllu kapparnir í þunga þanka, hafa líklega verið að reyna að finna út hvor stæði betur en þegar tímahrak var framundan sömdu þeir um skiptan hlut. í>ar var samið um jafntefli eftir fimmtán leiki og virðist sem Ljubojevic sé eitthvað farinn að stillast eftir æsilega taflmennsku undanfarna daga. Eins og fyrr sagði þá leyfði Short fyrsta jafnteflið í mótinu í gær en þá mætti hann Portisch með svörtu. Short beitti enn Grjótgarðinum í Hol- lensku vörninni og eftir nokkurt vopnaskak á kóngsvæng var samið jafntefli. Jóhann hafði hvítt á móti Margeiri Hrað-Skák Ekki er unnt annað en minnast á mótsblaðið, Hrað- Skák, og væri reyndar mak- legt að geta þess að góðu á hverjum degi. Jóhann Þórir ritstjóri Skákar heldur blað- inu úti af alkunnum myndar- skap og kemur það út eftir hverja umferð. Blaðið geymir allar skákirnar, flestar með skýringum, og allar prýddar mörgum stöðumyndum og einnig greinargóðar töflur um stöðuna í mótinu. í því eru auk þess greinar og hugleið- ingar um skák, stutt viðtöl við mótsgesti og síðast en ekki síst fjöldi mynda af keppendum og áhorfendum. Blaðið fæst á mótsstaðnum en einnig er unnt að fá það sent hvert á land sem er. Það er orðtak manna á Loftleiðum að IBM eigi þakkir skildar fyrir að fjármagna mótið, Skáksam- bandið fyrir framkvæmdina og þeir Hrað-Skákarmenn fyrir að festa atburðarásina alla á blað. og var byrjunin einhvers konar sam- suða úr Grunfelds vörn og Slavneskri vörn. Jóhann kom riddara sínum til c7 þar sem hann truflaði liðskipan svarts og virtist vera að kafsigla Mar- geir. Hann varðist af seiglu, skipti upp á drottningum og tókst að snúa sig út úr úlfakreppunni og vinna peð. Skákin fór í bið eftir 48 leiki í þessari stöðu: Margeir lék biðleik. Svartur á tvö frípeð en hvítur getur leitað mótfæra kóngsmegin. Framundan er peða- kapphlaup en þar sem við Þjóðvilja- menn höfum kvekkst svolítið á að spá í biðstöður undanfarið er víst örugg- ast að fullyrða ekki meira en að horf- ur Margeir séu vænlegri. Hetja umferðarinnar var eldsálin frá Riga, Mikhail Tal. Hann tefldi við gamlan og nýjan keppinaut Viktor Kortschnoi og tókist að snúa á hann í mikilli baráttuskák. Skák dagsins Hvítt: Tal Svart: Kortschnoi Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Rxe4 Kortschnoi er opna afbrigðinu trúr þótt hann sitji nú gegnt Tal sem var aðstoðarmaður Karpofs í einvígi hat- ursins á Filippseyjum 1978. Tal laumaði þar snilldarlegri hugmynd í þessari byrjun að heimsmeistaranum sem sló Kortschnoi alveg út af laginu. BRAGI JÓN HALLDÓRSSON TORFASON Hér verður því eflaust hart barist. Þeir Tal og Kortschnoi hafa teflt ara- grúa skáka síðustu þrjá áratugi og Tal farið heldur halloka þar til á allra síð- ustu árum að hann hefur heldur náð að rétta sinn hlut. 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. Rb-d2 Rc5 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. Vinn. 1. Jón L. 1 0 0 1/2 1/2 1/2 1/2 3 2. Margeir 0 4 0 0 0 B 0 1/2 v2+b 3. Short 1 1 4 1 1/2 1 1 1 6V2 4. Timman 1 1 0 4 r 1 0 1/2 41 * * * * 6 7 8 9/2 5. Portisch 1/2 1 1/2 4 1/2 1 1 0 41/2 6. Jóhann Vz B 4 0 0 1/2 0 1 2+B 7. Polugajevskí 1/2 1 4 1/2 1/2 1/2 0 1/2 3Í/2 8. Tal 1/2 1 v2 4 1/2 1/2 B 1/2 31/2 +B 9. Agdestein 0 0 1/2 1/2 1/2 4 1/2 1 3 10. Ljubojevic 0 0 0 1 1/2 1/2 1/2 4 21/2 11. Kortchnoi 1 0 1 1 0 1 B 4 4+B 12. Helgi 1/2 1/2 0 1/2 1/2 1/2 0 4 2V2 Simen Agdestein hefur sótt á eftir slæma byrjun. í sjöundu umferð gerði hann jafntefli við júgóslavneska stórmeistarann Ljubojevic. 10. c3 d4 Kortschnoi lék þennan fyrstur manna gegn Karpof. Áður var leikið 10. ... Be7. 11. Bxe6 Rxe6 12. cxd4 Rcxd4 13. Re4 Be7 14. Be3 Rf5 15. Dc2 0-0 Slæmt er að leika 15. ... Rxe3 vegna 16. Dc6+ Kf8 og hvítur stend- ur betur. 16. Ha-dl ... Sterkara var sennilega að leika 16. Rf6+ Bxf617. Dxf5 Be718. Hf-dl og hvítur stendur betur. Nú nær svartur að losa aðeins um sig og tvístra peða- stöðu hvíts. 16. ... Rxe3 17. fxe3 Dc8 18. h3 Hd8 19. Rh2 Hxdl 20. Dxdl De8 21. Dh5 Rc5 Ljóst er að svartur stendur betur að vígi í endatafli og því forðast hvítur frekari mannakaup en reynir að skapa sér sóknarfæri á kóngsvæng. 22. Rg3 a5 23. Rf5 Ha6 Hrókurinn kemst í tæka tíð í vörn- ina. 24. Rg4 Hg6 Kortschnoi hefur nú jafnað taflið. 25. b3 Bd8 Góður leikur hefði svartur fylgt honum eftir á réttan hátt því að bisk- upinn hlýtur að vera sterkari en ridd- ari ef til endatafls kemur. 26. Rf2 Dc6 Sterkari leikur en 26. ... f6 með hótuninni 27. ... Hxg2+ og hvíta drottningin fellur. Hvítur getur þá leikið 27. Rg4 aftur og haft sóknar- færi. Nú hótar svatur máti á g2 og hvítur getur aðeins varist með einu móti. Áskorenda-Skák Rétt þegar blaðið var að fara í prentun komu fregnir um það frá Linares á Spáni að önnur skákin í einvígi Karpofs og Sokolofs hefði farið í bið eftir 41 leik. Karpof hafði hafnað jafnteflisboði en stað- an var talin jafnteflisleg. Fyrstu skákinni lauk með jafntefli. 27. e4 De8? Betra var að leika 27. ... Re6 og síðan 28. ... Dc5 því þá er vandséð hvernig hvítur getur varið peðin á e- línunni. 28. Ddl ... Hvítur valdar peðið óbeint og kem- ur drottningunni í gagnið með mót- færum. 28. ... Be7 29. Dd2 Bf8 30. Dxa5 Dxe5 31. Dxb5 He6 32. Db8 ... Tal hefur tekist að flækja taflið að nýju en svartur stendur samt betur ennþá. 32. ... h5 33. Dd8 g6?? Fingurbrjótur. Jafntefli eru líkleg- ustu úrslitin eftir 33. ... He8 34. Dd4 Rxe4 35. Dxe5 Hxe5. Tal gengur strax á lagið eins og honum einum er lagið sjái hann fléttu. 34. Rh6+! Kg7 35. Rf-g4!! ... Sterkara en 35. Rxf7 Df6 en ekki 35. ... Kxf7 vegna36. Rg4+ oghvítur vinnur. Framhaldið er þvingað. 35. ... hxg4 36. Hxf7+ Kxh6 37. Dxf8+ Kg5 38. h4+ Kxh4 39. Dh6+ Dh5 40. g3+ Kxg3 41. Df4+ Kh4 42. Df2+ g3 Ef 42. ... Kg5 43. Dxc5+ Kh6 44. Df8+ Kg5 45. Dd8+ Kh6 46. Dh8+ Kg5 47. Hh7 og drottningin fellur. 43. Hf4+ Kg5 44. Dxg3+ Kh6 45. Hh4 Hxe4 46. Hxh5+ Kxh5 47. Dxc7 Hér fór skákin í bið og Kortschnoi Föstudagur 27. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 5 lék biðleik. Hvítur hlýtur að vinna þessa stöðu. .ICELAND STÓRMÓT ’87 Úrslit Polugajevskí - Jón L. 1/2 - 1/2 Jóhann - Margeir - biðskák Portisch - Short 1/2 - 1/2 Timman - Helgi 1/2 - 1/2 Tal - Kortschnoi biðskák Agdestein - Ljubojevic 1/2 - 1/2 Biðskák úr 6. umferð: Margeir - Portisch 0-1 Kjallara-Skák Það er víðar teflt á Hótel Loftleiðum en í Kristalssaln- um. í kjallaranum heyja þeir Dan Hansson og Þröstur Þór- hallsson einvígi um Reykja- víkurmeistaratitilinn og er teflt sömu daga og mótið stendur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.