Þjóðviljinn - 27.02.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 27.02.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Körfubikar Storsigur Framara! Þrjátíu stiga forskot Þórsara úr fyrri leiknum komst í hættu undir lokin gegn Fram í Hagaskólanum í gær- kvöldi. Fram, sem var yfir frá því snemma leiks, komst 24 stigum yfir þegar 2 mín. voru eftir en ekki lengra. Fram vann þarna sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu á sannfærandi hátt, 103-81, en Þórsarar komast eftir sem áður í undanúrslit. Þorvaldur Geirsson átti stórleik með Fram og skoraði 38 stig en Auðunn Elíasson 20. Ivar Webster skoraði 18 stiga Þórs og Konráð Óskarsson 15. -VS Úrvalsdeildin Stórkostlegur leikur! Guðni Guðnason og Pálinar Sig- urðsson áttu frábæran leik þegar Haukar sigruðu KR 105-94 í Hafnar- firði í gær. Guðni Guðnason skoraði 48 stig fyrir KR og Pálmar Sigurðsson 44 stig fyrir Hauka í þessum leik sem var einn sá besti og skemmtilegasti á þessu keppnistímabili. Haukar náðu forustunni strax í byrjun og voru yfir allan leikinn. Þó voru KR-ingar yfirleitt ekki langt undan. Munurinn var 10-17 stig í fyrri hálfleik, en í þeim síðari söxuðu KR- ingar á forskot Hauka. Minnstur varð munurinn þrjú stig, en Haukar léku af skynsemi á lokamínútunum og Knattspyrnulandsleikur Kuwait jafnaði á 92. mínútu! ísland átti stangar- og sláarskot uppskáru sigur og möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Bæði liðin léku hraðan og skemmtilegan körfubolta og hittnin var mjög góð. Haukar léku þennan leik mjög vel, vörnin sterk og mikið tekið af frá- köstum. Sóknarleikurinn var hraður og hittni mjög góð. Hjá Haukum var Pálmar í sér- flokki. Hitti ótrúlega vel og stjórnaði sóknarleik Hauka. Ólafur Rafnsson og fvar Ásgrímsson áttu einnig mjög góðan leik. Þá var Tryggvi Jónsson sterkur á lokamínútunum. KR-ingar léku mjög vel að undan- skildum fyrstu mínútunum en þá var gekk ekkert í sókninni. Þegar líða tók á leikinn komust þeir á skrið og hitt- nin batnaði. En þeim tókst ekki að íslenska landsliðið í knatt- spyrnu varð af sigri gegn Kuwait í landsleik í Arabíuríkinu í gær þegar heimamenn jöfnuðu úr víta- spyrnu á 92. mínútur, eða þegar tvær mínútur voru komnar fram- yfir venjulegan leiktíma. Boltinn hrökk í hendina á Sævari Jónssyni, en engu munaði að Bjarna Sigurðssyni tækist að verja vítaspyrnuna. Úrslit leiksins urðu 1-1, en miðað við gang hans og getu liðanna hefði Island átt að vinna 3-4 marka sigur, að sögn Guðna Kjartans- sonar, aðstoðarþjálfara liðsins. „Leikurinn var ekki sérlega góður af okkar hálfu enda eru okkar menn ekki í mikilli æfingu á þessum árstíma. ísland fékk fjölda marktækifæra í leiknum sem ekki nýttust, en annars var leikurinn svipaður og aðrir sem við höfum leikið á þessum slóð- um síðustu árin,“ sagði Guðni í samtali við Þjóðviljann. Kuwait fékk aðra vítaspyrnu snemma leiks en skotið var fram- hjá íslenska markinu. í seinni hálfleik var stórskotahríð á mark Kuwait, Sævar Jónsson átti þrumufleyg af 25 m færi í sam- skeytin og út og Pétur Pétursson skaut í stöng en áður hafði hon- um mistekist að lyfta yfir mark- vörðinn úr opnu færi. Loks á 75. mínútu komst Pétur inní send- ingu til markvarðar Kuwait og sendi á Halldór Áskelsson sem skoraði með góðu skoti, 1-0 fyrir ísland. Að sögn Guðna var dómgæsl- an heldur hagstæð Kuwait og Íægar Sigi Held landsliðsþjálfari slands var spurður eftir leikinn hver honum hafi þótt bestur í heimaliðinu svaraði hann: „Þessi svartklæddi með flautuna!" Lið íslands var þannig skipað: Bjarni Sigurðsson, Gunnar Gíslason, Agúst Már Jónsson, Viðar Þorkelsson, Ólafur Þórð- arson, Siguróli Kristjánsson, Guðni Bergsson, Kristján Jóns- son, Halldór Áskelsson, Pétur Pétursson. Gunnar meiddist um miðjan seinni hálfleik og Loftur Ólafsson tók stöðu hans. -VS Hafnarfjöröur 26. febrúar Haukar-KR 105-94 (56-45) 5-0, 11-2, 31-19, 37-23, 49-33, 52- 35, 56-45, 62-56,68-65, 76-72,91-85, 97-92, 103-92, 105-94. Stia Hauka: Pálmar Sigurðsson 44, Ivar Ásgrímsson 20, Henning Henn- ingsson 11, Ólafur Rafnsson 9, Tryggvi Jónsson 9, Ingimar Jónsson 4, Bogi Hjálmtýsson 4, Eyþór Árnason 2 og Sveinn Steinsswon 2. Stig KR: Guðni Guönason 48, Ólafur Guðmundsson 23, Garðar Jó- hannsson 8, Þorsteinn Gunnarsson 7, Guðmundur Jóhannsson 7 og Mattías Einarsson 2. Dómarar: Sigurður Valgeirsson og Jóhann Dagur - mjög góðir. Maður lelkslns: Guðni Guðnason, KR. fHI ■ Kvennahandbolti Framsigur íslandsmeistarar Fram sigruðu Þór 32-12 í íþróttaskcmmunni á Akureyri í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 19-10, Fram í hag, og Þórsstúlkurnar, sem ekki hafa tekið þátt í íslandsmótinu í tvö ár, skoruðu aðeins tvisvar í seinni hálfieik. Leikurinn var liður í bik- arkeppni kvenna. -K&H/Akureyri Badminton Unglingar í Finnlandi Unglingalandslið íslands, 18 ára og yngri, tekur þátt í Norður- landamóti í Helsinki um helgina. í dag fer fram þriggja landa keppni á sama stað með þátttöku íslands, Finnlands og Noregs en mótið sjálft hefst á morgun. Lið fslands er þannig skipað: Ása Pálsdóttir, Guðrún Júlíus- Körfubolti A körfuboltahátíð sem fram fer í íþróttahúsinu í Keflavík á sunnudagskvöldið leikur A- landsliðið við 21-árs liðið. A- landsliðið er að búa sig undir Norðurlandamótið í apríl og Evr- ópukeppnina í haust en 21-árs lið- ið er á förum til leikja í Luxem- burg. Þjálfarar liðanna eru Einar Bollason og Gunnar Þorvarðar- son og hafa þeir valið eftirtalda leikmenn fyrir sunnudagskvöld- ið: A-landsllðlð: Valur Ingimundarson, UMFN, fyrirliði Hátíð í Keflavík Landslið gegn 21 -árs liði og ýmis atriði ,*í'X Pálmar Rinurft??«;nn Manlrnm Molni Rafnccnn I IMI Pálmar Sigurðsson, Haukum Tómas Holton, Val Sturla örlygsson, Val Leifur Gústafsson, Val Einar Ólafsson, Val Þorvaldur Geirsson, Fram Hreinn Þorkelsson, (BK Gylfi Þorkelsson, IBK Guðni Guðnason, KR Ragnar Torfason, |R Jóhannes Kristbjörnsson, UMFN 21-árs liðið: Henning Henningsson, Haukum, fyrirliði Guðjón Skúlason, ÍBK Sigurður Ingimundarson, (BK Karl Guðlaugsson, lR Hreiðar Hreiðarsson, UMFN Teitur Örlygsson, UMFN Kristinn Einarsson, UMFN Helgi Rafnsson, UMFN Guðmundur Bragason, Grindavík Konráð Óskarsson, Þór Ólafur Guðmundsson, KR Ivar Ásgrímsson, Haukum Hátíðin hefst kl. 20. Þingmenn og frambjóðendur keppa í víta- skotum, keppt verður um titilinn „troðkóngur íslands“ en hand- hafi hans er Torfi Magnússon og einnig um titilinn „þriggja stiga kóngur“. Samvinnuferðir- Landsýn styrkja hátíðina og verða með einhver atriði, með Kjartan L. Pálsson fremstan í flokki. -VS vinna upp forskot Hauka þó ekki hafi vantað mikið upp á. Guðni Guðnason var stórkostlegur og potturinn og pannan í sóknarleik KR. Þá átti Ölafur Guðmundsson mjög góðan leik. Leikinn dæmdu Jóhann Dagur og Sigurður Valgeirsson og stóðu sig mjög vel. Leyfðu leiknum að ganga og átti það stóran þátt í að gera þenn- an leik eins skemmtilegan og raun bar vitni. Með þessum sigri eiga Haukar mögu- leika á sæti í úrslitakeppninni. Þeir eru tveimur stigum á eftir KR og eiga eftir að leika gegn Val, ÍBK, og KR. KR á eftir að leika gegn Fram. Val og Haukum. -Ibe. Halldór Áskelsson skoraði mark íslands í Kuwait I gær. dóttir, Ármann Þorvaldsson, Gunnar Björgvinsson og Njáll Eysteinsson, en öll eru úr TBR. Þjálfari er Jóhann Kjartansson, fararstjóri Magnús Jónsson og Reynir Þorsteinsson mun dæma á mótinu og í þriggja landa keppn- inni. -VS Guóni Guónason — 48 stig hans dugðu ekki KR gegn Haukum. UEFA Enskir enn úti Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í gær að ensk félög yrðu áfram i banni frá Evrópumótun- um á næsta keppnistímabili. Þau voru sem kunnugt er sett í ótíma- sett bann eftir óeirðirnar á Heysel-leikvanginum í Brússel vorið 1985 þegar 39 létust fyrir leik Liverpool og Juventus. Englendingar hafa gert umtals- vert átak til að koma í veg fyrir óeirðir á knattspyrnuleikjum en það sem sennilega hefur eyðilagt möguleika þeirra á að fá að vera með næsta vetur er framkoma áhangenda enskra félaga sem léku vináttuleiki á meginlandi Evrópu sl. sumar. Ferjur á leið yfir Ermarsundið voru nánast lagðar í rúst og stuðningsmenn Manchester United lentu í úti- stöðum við lögreglu í Amster- dam. -VS/Reuter Kvennakarfa Stórsigur hjá ÍBK ÍBK vann stórsigur á ÍS, 61-40, f kvennadeildinni í körfuknattleik um síðustu helgi. Annað sætið blasir því við Kefiavíkurstúlkunum. Haukar sigruðu UMFN 40-38 eftir framleng- ingu og staðan eftir leikina var þessi: KR.......... 15 14 1 802-569 28 IBK.........15 11 4 808-688 22 IS.......... 16 11 5 691-631 22 Haukar...... 15 8 7 644-679 16 IR.......... 15 5 10 600-727 10 UMFN........15 3 11 542-603 6 Grindavík.. 15 1 14 554-734 2 -VS 3. deild B-keppnin Tékkar og Rússar til Seoul Vestur-Pjóðverjar úr leik-slœmt fyrir ísland Sovétmenn og Tékkar tryggðu sér í gærkvöldi rétt til þátttöku í handknattleikskeppni Ólympíu- leikanna í Seoul 1988. Sovétmenn sigruðu Pólverja 33-27 í hreinum úrslitaleik í 1. riðli og Tékkar unnu Dani 23-20, en Vestur- Þjóðverjar hefðu komist í stað Tékka ef Danir hefðu náð jöfnu. Úrslit í lokaumferðinni í gær- kvöldi urðu þessi: 1. riðlll: Sovótríkin-Pólland..........33-27 Rúmenla-Noregur.............31-26 Italía-Frakkland............20-20 Sovétmenn fengu 10 stig, Pól- verjar 8, Rúmenar 6, Frakkar 3, Norðmenn 2 og ítalir 1 stig. 2. rlðlll: Tókkoslóvakía-Danmörk.......23-20 V.Þýskaland-Búlgaría........25-18 Sviss-Bandaríkin............26-10 Tékkar fengu 9 stig, Vestur- Þjóðverjar 8, Danir 5, Svisslend- ingar 5, Búlgarir 3 en Banda- ríkjamenn ekkert. Pólverjar, Vestur-Þjóðverjar, Danir og Rúmenar sitja allir heima þegar Ólymptuleikarnir fara fram í Seoul eftir hálft annað ár. Fjarvera Vestur-Þjóðverja er talsvert áfall fyrir undirbúning ís- lenska landsliðsins fyrir leikana, þar sem erfiðara verður fyrir landsliðsmenn okkar í Vestur- Þýskalandi að fá sig lausa. -VS/Reuter Finnland Nykanen dæmdur! Hinn heimsfrægi flnnski skíða- stökkvari Matti Nykanen var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað ásamt félaga sínum, Veli- Matti Ahonen, sem einnig er kunnur skíðastökkvari. Þeir fé- lagar brutust inní verslun og stálu sígarettum og fleiri vörum sl.sumar. Nykanen hefur undan- farin ár verið mikið vandræða- barn og oftar en einu sinni verið vísað úr finnska landsliðinu fyrir áfengisdrykkju. -VS/Reuter Handbolti IH í 3. sæti ÍH sigraði Ögra 31-18 í Hafnarfirði í fyrrakvöld þegar félögin mættust þar í 3. deildarkeppninni í handknatt- leik. ÍH er þá komið í þriðja sæti með 12 stig eftir 11 leiki. -VS Tveir í kvöld Fjórtánda umferð 1. deildar- keppni karla í handknattleik hefst í kvöld með tveimur leikjum í Laugardalshöll. Ármann og KA mætast kl. 20.15 og Valur leikur við KR kl. 21.30. í 1. deild kvenna leika á sama stað Ármann og Valur kl. 19. í 2. deild karla leika ÍA og Grótta á Akranesi kl. 20.30 og Reynir leikur við Fylki í Sandgerði kl. 20. Föstudagur 27. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.