Þjóðviljinn - 27.02.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.02.1987, Blaðsíða 10
HEIMURINN r<\l rmumntfi » p A AUSTRALIEN f ^5— Frá Jövu liggja leiöir, enda búa þar um 700 manns á hverjum ferkílómetra Indónesía: Mestu þjóðflutningar ip ■ ■ sogunnar Flytja á 65 miljónir manna frá Jövu til annarra eyja Indónesíu Eyjan Java er eitt þéttbýlasta svæði heims og þessvegna hefur stjórn Indónesíu gert áætlun um að flytja þaðan á næstu árum um 65 miljónir manna. Þessir gífur- legu þjóðflutningar eru mjög litn- ir hornauga bæði af ótal smáþjóð- um sem þetta mikla eyríki byggja og svo þeim, sem er eftirsjá í skóg- lendi, tiikomumikilii ósnortinni náttúru, sem nú fer undir plóginn. En fátæklingum er landnám þetta einatt eini möguleikinn til að þeir komist út úr vítahring bjargarleysis. Indónesía er um tvær miljónir ferkílómetra, sem skipt er á 13677 eyjar - alls spannar eyríkið með hafsvæðum ekki minna af jarðarkringlunni en Bandaríkin. Svo gæti virst sem landrými væri nóg fyrir 165 miljónir íbúa lands- ins. En Indónesum fjölgar mjög ört, hvað sem líður áróðursher- ferðum um takmarkanir barn- eigna - má vera að íbúar ríkisins verði orðnir meira en tvö hundr- uð miljónir. Misskipting Hér við bætist að fólki er afar misjafnlega dreift á þetta mikla ríki. Til dæmis koma ekki nema tólf manns á hvern ferkílómetra á Kalimantan (sem áður hét Born- eó), en á Jövu, fólkflestu eynni, verða sjö hundruð manns að koma sér fyrir á ferkílómetra. Þar er nu um 60% íbúanna (100 milj- ónir manna) á sjö prósent flatar- máls ríkisins. Á Jövu er að finna stærstu borgir landsins - Djakarta með sjö miljónir íbúa og Surabaja með þrjár. En það sem gerir illt verra í þéttbýlinu er að fjórir af hverjum fimm Indónesum lifa af landbúnaði, einatt sem daglauna- menn, og tekjur þeirra eru langt undir öllum útreikningum á því, sem til þarf til að komast af. Landeigendur eru aðeins helm- ingur sveitamanna, og þeir eru ekki mikið betur settir flestir en daglaunamenn - uppskipti lands milli erfingja hafa bútað landið niður í smærri einingar en lífvæn- legar megi teljast - til dæmis er meðalakur á Jövu aðeins einn tí- undi úr hektar. Náttúruauð á Indónesía mik- inn - þegar menn reikna út þekktar birgðir af sinki og báxí- tum, kopar og nikkel og hafa það í huga, að í og við strendur Indón- Suharto forseti: Búiö að flytja þrjár miljónir manna esíu er um fimmtungur allra olíu- birgða heimsins, þá geta þeir fengið það út, að Indónesía sé þriðja ríkasta land í heimi. Það breytir því svo ekki, að þriðji hver maður er bláskínandi fá- tækur - samkvæmt þeim mæli- kvarða sem þar í landi er við hafður, og hann er ekki hár. Hér er um að ræða fólk sem hefur ca. 300 krónur á mánuði að lifa af. Miklum fjölda fólks hefur ekki orðið annað til úrræða en að flýja til stórborganna, sem breiða úr sér eins og skætt krabbamein. Á INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS í 2. FL.B1985 Hínn 10. mars 1987 er þriðji fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 3 verður frá og með 10. mars nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini kr. 2.149,45 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinannafyrirtímabilið 10. september 1986 til 10. mars 1987 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. setpember 1985 til 1614 hinn 1. mars 1987. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 3 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Hafnarstræti 10, Reykjavík, og hefsthinn 10. mars n.k. Reykjavík, febrúar 1987 SEÐLABANKIISLANDS Jövu einni vaxa borgirnar um tvær miljónir íbúa á ári. Transmigrasi Til að koma í veg fyrir að þessi þróun endi í stórslysi hefur stjórn landsins byrjað á áætlun sem kall- asl „Transmigrasi“ - búferla- flutningar. Fjölskyldur og heii þorp eru fluttar til frumskóga og mýrafláka á Súmötru, Kalimant- an, Sulawsi og þó ekki síst á Irian Jaya (eða Vestur-Papúa), sem er stærsta hérað landsins og það sem minnst hefur orðið fyrir ágangi manna til þessa. Þar býr innan við eitt prósent þjóðarinnar á fimmta hluta landsins. Þegar um síðustu aldamót reyndu hollenskir nýlenduherrar að létta á Jövu með því að flytja fólk til Súmoru. En það er ekki fyrr en á síðasta áratug, að Su- harto forseti kom „transmigrasi“- áætluninni af stað svo um munar. Nú þegar hafa þrjár miljónir manna verið fluttar búferlum, og er það aðeins mjór mikils vísir. Stjórnin ætlar að flytja á næstu tuttugu árum um 65 miljónir manna og eru það mestu þjóð- flutningar sem sögur fara af. Hraðinn ræðst mjög af því, hve mikið fjármagn er til ráðstöfunar - en hver landnemi kostar stjórn- ina sem svarar hálfri miljón króna. Viðkoma er mikil: jarðnæði á kostnaö frumskóga. Menn fara ekki tilneyddir - í „transmigrasi" sjá miljónir manna einu von sína til að kom- ast yfir land sem nægði til að brauðfæða fjölskyldur þeirra. Færri komast að en vilja, og land- nemafjölskyldur verða að eiga a.m.k. tvö börn. Hver landnemi fær tvo hektara lands til umráða og venjulega verður hann sjálfur að ryðja helming þess og brjóta undir plóg. Stjórnin byggir einnig 36 fermetra hús yfir hverja fjöl- skyldu og sér landnemum fyrir nauðsynlegustu verkfærum og helstu matvælum í tólf mánuði. Landnemarnir fá að fimm árum liðnum eignarhald á landinu, en þeir mega ekki selja það. Stjórnvöld halda því fram, að ekki snúi nema eitt eða tvö prósent landnema aftur von- sviknir, en lfklegt má telja að þeir séu fleiri. Óánægja Stjórnin, sem er annað betur gefið en lýðræðislegir stjórnar- hættir, vísar eindregið frá gagnrýni á „transmisgrasi", en hún er sterk og kemur úr ýmsum áttum. Erlendis frá hafa samtök eins og umhverfisverndarmenn í „Vinir jarðar“ lýst áætlunina „róttækustu nýlenduáform“ sem sögur fara af og telja það van- sæmandi að Vesturlönd veiti þró- unaraðstoð til hennar. Enda hef- ur hún í för með sér mjög rót- tækar breytingar á lítt snortinni náttúru frumskógasvæðanna - vegir, akrar, hús éta nú á hverju ári upp 660 þúsund hektara af regnskógum landsins. I annan stað þýða þjóðflutn- ingar þessir að Javabúar flæða um allt landið og þeir geta í bók- staflegum skilningi drekkt mörg- um smáþjóðum sem fyrir eru. Því eitt geta Pólinesar, Dajakar, Kín- verjar, Molúkkar, Balímenn og Papúar verið sammála um - og það er andúð á forræði og yfir- gangi Javabúa í eyríkinu - sumir tala um að í stað hollenskrar ný- lendustefnu hafi hinar smærri þjóðir fengið yfir sig javanska heimsveldisstefnu. Svo mikið er víst að sú þróun á langt í land að hægt sé að tala um Indónesa eins og eina þjóð, eins og stjórnvöld helst vilja bræða saman. áb byggði á Spiegel Lausar stöður Nokkrarstöðurtollvarðaeru lausartil umsókn- ar. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu minni og skulu umsóknir ásamt tilskildum fylgiskjölum hafa borist mér fyrir 15. mars nk. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 23. febrúar 1987.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.