Þjóðviljinn - 27.02.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.02.1987, Blaðsíða 1
Föstudagur 27. febrúar 1987 48. tölublað 52. örgangur Alþingi 7 miljarða gúmmítékki Kosningasýningaratriði ríkisstjórnarinnar greidd með 7 milljarða gúmmítékka. Svavar Gestsson: Ríkisstjórnin er dauð Til að geta gegnt skyldum sín- um við lántakendur vantar Húsnæðisstofnun minnst 2 milljarða króna. Halli ríkissjóðs er 3 milljarðar og til að vegaáætl- un, hafnaáætlun og væntanleg þingsályktun um fæðingarorlof standist á næsta ári, vantar 2 milljarða. Á sama tíma og þetta er hverj- um manni ljóst, þá rignir inn á alþingi stjómarfrumvörpum sem út af fyrir sig em mörg hver hin þörfustu mál, en engin áform eru uppi um ráðstafanir til að afla tekna í ríkissjóð til að mæta út- gjöldunum, sem þessi mál munu hafa í för með sér“, sagði Svavar Gestsson við Þjóðviljann í gær. „Þetta er nokkuð langt gengið hjá ríkisstjórninni sem þegar er dauð, en á eftir að standa uppi í tvo mánuði enn“. sagði Svavar ennfremur. Þegar litið er á „afrekaskrána" þá ber hæst húsnæðislánakerfið undir stjórn hins röggsama Alex- anders Stefánssonar, en Húsnæð- isstofnun höfðu um síðustu iia- mót borist 4626 lánsumsóknir en í áætlunum stofnunarinnar sjálfrar hafði verið gert ráð fyrir 3800 um- sóknum. Stofnunin gerir ráð fyrir því að 15% umsækjenda uppfylli ekki kröfur stofnunarinnar til lána og þá eru eftir 3900 fullgildir um- sækjendur sem eiga rétt á að meðaltali 1,6 milljónum eða alls rúmum 6,2 milljörðum. Stofnunin hefur aðeins til ráð- stöfunar 4,3 milljarða svo þar vantar tæpa 2 milljarða. Vegaáætlun til ársins 1990 var afgreidd frá alþingi í fyrradag. Til að hún standist vantar alls 4 milljarða og 180 milljónir, þar af strax á næsta ári rúmlega 1,4 milljarða. í áætluninni segir orð- rétt:„Ekki er tekin afstaða til þess, með hvaða hætti það, sem á vantar til að ná fjárhagslegum markmiðum áætlunarinnar, verður fjármagnað, en ljóst er að það verður ekki nema að hluta gert með hækkun markaðra stofna Vegagerðarinnar“. Stjórnarfrumvarp um fæðing- arorlof liggur fyrir alþingi og mun á næsta ári kosta ríkissjóð 250 milljónir og hafnaáætlun sömuleiðis 250 milljónir þannig að kosningavíxill stjórnarinnar er upp á 7 milljarða og er greiddur með innistæðulausum gúmmí- tékka. -sá. Norðurlandaráð íslendingar hvergi óhultir Frá fréttaritara Þjóðviljans í Helsinki, Eiríki Hjálmarssyni: Á sama tíma og Norðurlanda- ráðsþingið fer fram hér í finnska þinghúsinu í Helsinki halda Grænfriðungar ráðstefnu um umhverfismál einhvers staðar úti í bæ. Ekki eru þó allir Grænfrið- ungar þar því hér í þinghúsinu er dönsk stúlka frá Greenpeace- bladet í Kaupmannahöfn og er hún ótrauð í að reka áróður sam- tökunum til framdráttar. Við íslendingarnir erum hvergi í gervöllu húsinu óhultir fyrir henni, þó er þinghúsið geysilega stórt og kumbaldi mikill. Konan svífur á menn og tyllir sér niður, dregur upp upplýsingamöppu eina mikla og otar að fólki. Blaðamaður Þjóðviljans fann þó einn stað í húsinu þar sem friður fannst en það er gufubað karla hér í kjallaranum. -vd./E.Hj. Nýr heimur! Meðal efnis í fjórsíðna Heimi í dag má nefna ítarlegar greinar um gífurlega gegnd vöðusels í norðurhöfum, um þjóðflutninga í Indónesíu og um skuldabyrði ríkja í rómönsku Ameríku. Fósturskólinn Vel boðið í fóstmmar Bœjarstjórnir á landsbyggðinni senda 3. árs nemum Fósturskólans gylliboð um há laun og ódýrt húsnœði komiþeir til starfa í vor eftir útskrift Hluti af bæjarstjórn Siglufjarð- ar kom í heimsókn í skólann og hélt fund með okkur fyrir skömmu og var með freistandi til- boð um góð laun og ódýrt hús- næði, sagði Helga Björkjóhanns- dóttir 3.árs nemi í Fósturskólan- um í samtali við Þjóðviljann. „Allir 3.árs nemarnir fengu ný- lega bréf frá dagvistarfulltrúa og félagsmálafulltrúa ísafjarðar- kaupstaðar, þar sem boðin er atvinna og tekið fram að á vorin losni oft íbúðir og allt sé reynt til að fá þær fyrir fóstrur“ sagði Helga. „Auk þess bjóða ísfirðingar okkur laun í 65.1aunaflokki BSRB sem er nokkru hærra en boðið er í Reykjavík.“ „Veggirnir hér eru þaktir af at- vinnutilboðum á hverju vori, bæði frá dagvistarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og aðilum utan af landi sem eru að reyna að krækja í nýútskrifuðu fóstrurnar" sagði Margrét Gunnarsdóttir kennari við Fósturskólann í sam- tali við Þjóðviljann. „Það er eng- inn skortur á atvinnutilboðunum hér.“ -vd. Sambandið Kópaskinn til Grænlands Notuð í skinnbuxur í þjóðhátíðabúninga Við sendum þeim skinnin spítt- uð og síðan fullvinna þeir þau í sútunarverksmiðju og framleiða úr þeim skinnbuxur sem þeir nota við þjóðbúning sinn, - segir Magnús Friðgeirsson, fram- kvæmdastjóri Búvörudeildar Sambandsins. Fyrir nokkru voru send 500 kópaskinn af íslenska landseln- um til Grænlands. Er þetta fyrsti; útflutningur á kópaskinnum héð- an um árabil. En sem kunnugt er lagðist af allur útflutningur á kópaskinnum vegna andstöðu dýraverndunarmanna í Evrópu og þekktust í þeirra hópi var Birgitta Bardot hin franska. Áður fyrr var góður markaður fyrir kópaskinn á Englandi og á meginlandi Evrópu. Voru þá flutt út ca. 4-5 þúsund skinn ár- lega. - íslenski landselskópurinn er ekki til á Grænlandi en aftur á móti fullt af vöðusel, eins og kunnugt er núna af fréttum. Hvað úr þessum útflutningi verð- ur veit ég ekki á þessari stundu. Þetta er fyrst og fremst tilraun sem tíminn verður að leiða í ljós hvort veröur eitthvað meira úr en þessi eina sending, - sagði Magn- ús Friðgeirsson að lokum. grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.