Þjóðviljinn - 27.02.1987, Blaðsíða 9
England
Mikil-
vægar
auka-
kosningar
í gær fóru fram mjög mikil-
vægar aukakosningar í Green-
wich, útborg Lundúna.
Þaö er mál manna að niður-
staða þessara kosninga muni ráða
úrslitum um það hvort Margrét
Thatcher forsætisráðherra rjúfi
þing og efni til kosninga í vor eða
skjóti því á frest fram á haustið.
í Greenwich, sem liggur sunn-
an árinnar Tames, búa rúmlega
fimmtíu þúsund atkvæðisbærra
manna. Þar hefur Verkamanna-
flokkurinn farið með sigur af
hólmi í þingkosningum allar göt-
ur frá árinu 1945. Nú þykir fuil-
trúi miðjubandalags frjálslyndra
og jafnaðarmanna líklegur til að
rjúfa þá hefð. Ekki segja spá-
menn íhaldsframbjóðandann lík-
legan til stórræða.
Samkvæmt nýjustu skoðana-
könnunum hefur íhaldsflokkur-
inn örlítið forskot á Verka-
mannaflokkinn en miðjubanda-
Iagið stendur langt að baki þess-
um tveimur flokkum. Sigri fram-
bjóðandi þess aukakosningarnar
í Greenwich kann það hinsvegar
að rétta úr kútnum og öðlast
auknar vinsældir á landsvísu.
-ks.
HEIMURINN
Noregur
Knut Frydenlund látinn
Var utanríkisráðherra Noregs í tœp tíu ár. Norðmenn halda heim af
þingi Norðurlandaráðs
Utanríkisráðherra Noregs,
Knut Frydenlund, lést í gær-
morgun á Ulleval sjúkrahúsinu
í Osló. Hann var fimmtíu og níu
ára að aldri.
Frydenlund hné niður á flug-
veilinum í Osló í fyrradag er hann
var ný stiginn úr flugvél sem
flogið hafði með hann heim af
þingi Norðurlandaráðs í Hels-
inki. Banamein hans var heila-
blóðfall.
Frydenlund var einn áhrifa-
mesti stjórnmálamaður Noregs
um langt árabil og hafði utan-
ríkismál á sinni könnu.
Hann hóf störf hjá utanríkis-
ráðuneytinu árið 1952. Þegar
öldur risu sem hæst árið 1972
vegna deilna um það hvort Nor-
egur skyldi gerast aðili að Efna-
hagsbandalagi Evrópu skipaði
hann sér í sveit þeirra er með-
mæltir voru inngöngunni. Kunn-
ugt er hver urðu úrslit þess máls,
Norðmenn höfnuðu aðild í þjóð-
aratkvæðagreiðslu.
Lyktir þær urðu mikil von-
brigði fyrir Frydenlund og málið í
heild lék flokk hans, Verka-
mannaflokkinn, grátt því innan
hans skiptust menn í tvær önd-
verðar fylkingar, með eða á móti
aðild.
Aðeins nokkrum mánuðum
eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan
fór fram komst Verkamanna-
Knut Frydenlund í Reykjavík
1978.
flokkurinn til valda og Fryden-
lund varð utanríkisráðherra
fyrsta sinni í ríkisstjórn Tryggve
Bratteli. Hann gegndi þeim
starfa sleitulaust til ársins 1981
þegar hægriflokkarnir komust til
valda. Þegar Gro-Harlem
Brundtland myndaði síðan
minnihlutastjórn í maí í fyrra
þótti hann sjálfkjörinn til fyrri
starfa.
Utanríkisstefna Verkamanna-
flokksins, og þar með Noregs um
langt skeið, var mótuð fyrst og
fremst af Frydenlund. Hann var
annálaður diplómat og gekk vel
að sætta ólík sjónarmið eftir að
deilurnar um inngönguna í EBE
rénuðu. Hann var NATO-sinni
en lagði áherslu á sérstöðu Norð-
manna innan bandalagsins. Hann
var til dæmis með tillögur í smíð-
um þegar hann lést sem hann
hugðist flytja innan skamms og
gengu út á að NATO félli frá
öllum hugmyndum um hugsan-
legt frumkvæði að beitingu kjarn-
orkuvopna ef til stríðsátaka
kæmi.
Að undanförnu hafði Fryden-
lund gengt starfi forsætisráðherra
í fjarveru Gro-Harlem Brundt-
lands sem var í opinberri heim-
sókn í Tokyo. Þegar henni bárust
fregnir af veikindum Fryden-
lunds batt hún enda á heimsókn-
ina og hraðaði sér heim en í flug-
vélinni var henni tjáð að hann
væri látinn.
Fráfall Knuts Frydenlunds
setti mark sitt á störf þings
Norðurlandaráðs í gær. Þorri
norsku fulltrúanna hraðaði sér
heim og tefst afgreiðsla margra
mála fyrir vikið. Rétt fyrir hádegi
í gær fór fram stutt minningarat-
höfn um hann í Þinghúsinu.
-ks.
Er Skakka turninum borgið?
Júgóslavneskur uppfinn-
ingamaður og verkfræðingur á
eftirlaunum segist hafa upp-
götvað pottþétta leið til að
sporna við því að Skakki turn-
inn í Písa falli.
Hann myndi reisa
steinsteyptan sívalning upp um
miðbik turnsins, koma fyrir lóð-
um á hlið hans gengt falláttinni og
styrkja grunninn.
Alkunna er að fimmtíu metra
hár turninn hallast jafnt og þétt,
að meðaltali um millimetra á ári.
-ks
Suðurameríka
Botnlaus skuldahít
Brasilía stöðvar vaxtagreiðslur. Ríki rómönsku Ameríku
skulda þrjúhundruð áttatíu og tvo miljarða dala
Sao Paulo, háborg iðnaðar í Brasilíu.
Sú ákvörðun brasilísku
stjórnarinnar að slá á frest um
þriggja mánaða skeið greiðslu
vaxta af sextíu og átta miljörð-
um dala af hundrað og níu milj-
arða skuld kann að draga dilk á
eftir sér og verða dæmi tii eftir-
breytni fyrir önnur stór-
skuldug rfki.
Þetta er í annað sinn á fjórum
árum sem Brasilíumenn grípa til
þessa ráðs þegar efnahagsmálin
hafa verið komin í ógöngur.
Herforingjastjórnin sem fór með
völd áður en lýðræði var endur-
reist greip til sama ráðs árið 1983.
Greiðslustöðvun Brasilíu-
manna nú er áfall fyrir lánar-
drottna á Vesturlöndum sem
höfðu bundið vonir við róttækar
efnahagsaðgerðir er Jose Sarney
forseti hrinti í framkvæmd í mars
á síðasta ári og gengu undir nafn-
inu „cruzadoáætlunin".
Ekki var liðið nema hálft ár frá
því ríkisstjórnin hófst handa um
framkvæmd áætlunarinnar að
það varð deginum ljósara að hún j
gekk ekki upp. Ný reiðarslög
dundu yfir og vó þar þyngst
fimmtán prósent samdráttur út-i
flutningstekna í fyrra frá því árið
áður. Og enn syrtir í álinn því
greiðslujöfnuðurinn var svo
óhagstæður í janúarmánuði síð-
astliðnum að haldi sem horfir
mun samdrátturinn í ár nema
fimmtíu og tveimur prósentum. j
Það þýðir að tekjur af útflutningi I
munu aðeins nema sjö miljörðum
dala en lánardrottnar ríkisins
höfðu gert sér vonir um að vaxta-
tekjur af skuldum Brasilíu næmu
tólf miljörðum dala í ár!
Á síðustu þremur árum hafa
Brasilíumenn greitt lánardrottn-
um sínum fjörutíu og fimm milj-
arða dala í vexti án þess að höfuð-
stóil skuldarinnar rýrnaði. Því
hlaut það vera spurning um tíma
hvenær stjórnin hætti gegndar-
lausum fjáraustri oní botnlausa
kistla stórbanka vestrænna iðn-
ríkja á sama tíma ogþorri þjóðar-
innar lepur dauðann úr skel.
Fleiri ríki rómönsku Ameríku
eru skuldug uppfyrir eyru og
berjast í bökkum vegna bágbor-
ins efnahagsástands.
Árið 1982 lýstu stjórnvöld í
Mexíkó því yfir að þau réðu ekki
við greiðslur af erlendum lánum
og fengu greiðslufrest. Síðasta
haust samþykktu helstu lánar-
drottnar Mexíkómanna, ríkis-
stjórnir og bankar, einskonar
neyðaráætlun til hjálpar mexík-
önskum efnahag. Var þeiin veitt
Ián uppá tólf miljarða dala til að
bregðast við sílækkandi verði á
olíu sem er helsta útflutningsaf-
urð þeirra. Og nýjustu fréttir
herma að í næsta mánuði muni
mexíkönsk stjórnvöld fá tæpa
átta miljarða viðbótarlán í New
York. Mexíkómenn skulda níu-
tíu og átta miljarða dala.
Argentínumenn skulda
Úr fátækrahverfi í Rio de Janeiro, stærstu borg Brasilíu.
Jose Sarney forseti. Ríkisstjórnin er að kikna undir skulda-
byrðinni.
fimmtíu og þrjá miljarða og Rao-
ul Alfonsin forseti lét þau orð
falla nýlega að vel kæmi til greina
að hætta greiðslum ef ekki næð-
ust hagstæðari samningar við lán-
ardrottna um afborganir og
vaxtagreiðslur en nú eru í gildi. I
sama streng tók forseti Venezú-
ela, Jaime Lusinchi, en þáð ríki
skuldar þrjátíu og fjóra miljarða.
Báðir hafa þessir þjóðarleiétogar
slegið á þráðinn til Sarneys fors-
eta Brasilíu til að stappa í hann
stálinu.
Af öðrum stórskuldugum ríkj-
um í þessari heimsálfu má nefna
Chile sem skuldar tuttugu og
fjóra miljarða dala. Ekvador
skuldar rúma átta og beitti sömu
ráðum og Brassarnir nú á síðasta
ári við lítinn fögnuð vestrænna
stórbanka. Einnig eru Úrúguay,
Bólivía og Perú rammflækt í
skuldanetið. Alls munu skuldir
ríkja Suður- og Miðameríku
nema þrjúhundruð áttatíu og
tveimur miljörðum dala.
Hagfræðingar bankastofnana
og ríkisstjórna sem eiga allt þetta
fé útistandandi hafa gríðarlegar
áhyggjur af þróun mála og telja
að breytist efnahagsástand ríkja
rómönsku Ameríku ekki til batn-
aðar í næstu framtíð svo þeim
verði unnt að greiða skuldir geti
það haft mjög alvarleg áhrif um
allan hinn vestræna heim.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og
Alþjóðabankinn eru ósparir á
ráéleggingar um hvernig beri að
reka þjóðfélagið í þessum
löndum. En iðulega er þá gengið
út frá hagsmunum lánardrottna
og erlendra fyrirtækja sem fjárf-
est hafa í ódýru vinnuafli. Þeir
þjóðarleiðtogar sem á undan-
förnum árum hafa verið kjörnir í
frjálsum kosningum í flestum
ríkja Suðurameríku eru ekki jafn
leiéitamir þessum ráðríku stofn-
unum og valdaræningjarnir fyrir-
rennarar þeirra sem ríktu í skjóli
hervalds.
-ks.
Föstudagur 27. febrúar 1987| ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
__________HEIMURINN______________
Kjarnorka
Sovétmennsprengja
Fyrsta tilraunasprenging í nítján mánuði. ítreka tilboð um algert bann
Sovétmenn sprengdu í fyrri-
nótt fyrstu kjarnorkusprengju
sina í tilraunaskyni frá því tutt-
ugasta og fimmta júlí árið
1985.
Það var klukkan fimm að stað-
artíma að tuttugu kílótonna
kjarnorkusprengja (samsvarar
tuttugu þúsund tonnum af dýna-
míti) var sprengd á tilraunasvæði
í miéasíulýðveldinu Kazakhstan.
Sú stærð er vel innan þeirra
marka sem samningur risaveld-
anna frá 1974 segir til um að sé
hámarksstærð tilraunasprengju.
Háttsettur embættismaður í
sovéska varnarmálaráðuneyt-
inu,Gely Batjenin að nafni, tjáði
fréttamönnum að þessi eina
sprenging væri ekki forboði þess
að Sovétmenn ætluðu að hefja
nýja lotu tilraunasprenginga.
Hann kenndi þrákelkni stjórn-
arinnar í Washington um að
„sögulegt tækifæri“ til að hætta
með öllu tilraunum með kjarn-
orkuvopn hefði gengið úr greip-
um risaveldanna. Batjenin ítrek-
aði tilboð Sovétmanna um að taf-
arlaust yrði sest við samninga-
borð og undirritaður sáttmáli
sem legði blátt bann við öllum
tilraunasprengingum.
Bandaríkjamenn hafa sprengt
tuttugu og eina tilraunasprengju
að minnsta kosti frá því Sovét-
menn lýstu yfir einhliða tilrauna-
banni. Frá því kjarnorkukapp-
hlaupið hófst árið 1945 hafa
Að vanda er margt merkra
mála á dagskrá þings Norður-
landaráðs. í gær urðu Norður-
landaþjóðirnar sammála um
átak í tveim sem sæta tíðind-
um.
Danmörk, Noregur, Svíþjóð,
Finnland og ísland ætla að eiga
nána samvinnu um ráð til að
hefta útbreiðslu eyðni og um
rannsóknir á eðli og þróun sjúk-
dómsins.
í sérhverju þessara landa vinna
nú vísindamenn baki brotnu við
rannsóknir á sýkinni. Ennfremur
hafa stjórnvöld hleypt af stokk-
unum upplýsingaherferð og með-
al annars hvatt fólk til að nota
Sovétmenn sprengt að minnsta
kosti fimmhundruð sextíu og
fjórar tilraunasprengjur en
smokka sem smitvörn.
í samþykktinni er gert ráð fyrir
að sérfræðingar fari ofan í
saumana á stöðu rannsókna á
eyðni í hverju Iandi fyrir sig og
móti síðan tillögur um hvernig
megi samræma þær.
Einnig urðu fulltrúar sömu
þjóða einhuga í gær um að skrifa
bresku stjórninni bréf og mót-
mæla harélega þeirri ætlun henn-
ar að reisa iðjuver til að endur-
vinna kjarnorkuúrgang í Dounr-
eay á Skotlandi.
Kemur fram í bréfinu að verið
yrði mikil ógnun við lífríki
Norðursjávar, Norðuratlantshafs
og stranda Norðurlandanna.
—ks.
Bandaríkjamenn áttahundruð og
sautján.
-ks.
Vestur-Beirút
Féfyrir
Coco
Tveir heiðursmenn hafa
boðið rífleg fundarlaun hverj-
um þeim sem skiiar páfa-
gauknum Coco aftur á Com-
modore hótelið í Vesturbeirút.
Upphæðin nemur hvorki meira
né minna en sex hundruð dölum,
en á það ber að líta að Coco er
enginn venjulegur páfagaukur.
Árum saman hefur hann skemmt
gestum hótelsins með upphafs-
stefi fimmtu symfóníu Beetho-
vens og franska þjóðsöngsins. En
mest er vert að hann varaði fólk
iðulega við sprengjum sem féllu á
eða við hótelið með sérsömdu
ýlfri. Hefur hann því borgið
mörgum manninum og verð-
skuldar fyllilega að þeir gjaldi
líku líkt.
-ks.
Norðurlandaráð
Gegn eyðni
og kjamaúrgangi
Norðurlandaþjóðir gegn vágestum
Sölustaðir á
Austurlandi:
Vopnafjörður
Seyðisfjörður
Egilsstaðir
Neskaupstaður
EskifjörðurY,ÍÁl
Reyðarfjörður ’
Fáskrúðsfjörður
Djúpivogur
Höfn í Hornafirði
henni
TOKST ÞAÐÍ
Ung kona í Reykjavík
varð rúmlega 2,5 mílljónum ríkarí
með þátttöku sínní í Lottóínu
síðasta laugardag.
Hún var eín með fimm réttar tölur!
HVAÐ MEÐ ÞIG?
Hefur þú 5 réttar tölur
í fórum þínum
fyrír næsta laugardag?
)
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. febrúar 1987