Þjóðviljinn - 27.02.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.02.1987, Blaðsíða 7
Bjarne Mork Eidem sjávarútvegsráðherra Norðmanna. Voru varaðir við fyrir sex árum. Dauðir selir á bryggju í Norður-Noregi. Tuttugu þúsund selir hafa drepist í netum, - um tvö hundruð þúsund selir sækja í strandmiðin allt suðrí Oslófjörð. Selirnir koma Stórslys í vist- kerf i noröurhafa? Norskt blað segir ásókn selanna boðaða ískýrslufrá 1981. Sjávarútvegsráðuneytið norska ræðstað náttúruverndarmönnum, en ber sjálftstóran hluta sakar. Ofveiði á síld og loðnu íBarentshafiog víðarsennilega meginskýringin áselahremmingunum við Noregsstrendur Selirnir koma! Innrás selanna á miðin við strendur Noregs vekur íbúum strandbyggða jafnmiklar ^hyggjur og ef það væru Rússar eða Marsbúar. Talið er að um 200 þúsund selir af Grænlands- stofni herji á miðin, hver selur étur 1,5 til 2 lestir af fiski á ári, þegar eru 20 þúsund selir dauðir í netum, og norska sjávarútvegs- ráðuneytið hefur borgað jafn- virði tæpra 60 milljóna íslenskra króna í skaðabætur til sjómanna fyrir skemmd net. Og um síðustu helgi upplýsti norska vikublaðið Ny tid að innrás selanna hefði ver- ið boðuð fyrir sex árum án þess nokkur hefði brugðist við. f blaðinu er rætt við fræðimenn sem telja að ástandið sé enn al- varlegra en virðist í fljótu bragði. Selirnir við Noregsstrendur séu nefnilega ekki nema aðvörun um miklu stærri hremmingar, nefni- lega vistfræðilegt stórslys sem gæti tæmt matarkistuna í Norður- Ishafi með ægilegum afleiðingum fyrir Norðmenn, íslendinga og aðrar þjóðir sem setið hafa við þá kjötkatla. Magnar Nordhaug var fyrir sex árum umsjónarmaður um náttúr- uverndarmál, „naturværninspek- tör“ í umhverfismálaráðuneyt- inu, og sat á þess vegum í nefnd fræðinga og embættismanna sem tóku saman skýrslu til sjávar- útvegsráðuneytisins. Hann furð- ar sig mjög á því að forystumenn í ráðuneytinu skuli nú láta einsog selaplágan komi þeim á óvart. 1 skýrslunni hafi verið sérstakur kafli um hættu á mikilli selafjölg- un við Noregsstrendur vegna of- veiði á loðnu í Barentshafi. Nord- haug er líka hissa á því að skýrsl- an skuli aldrei hafa komist lengra en í skjalaskápa ráðuneytisins, - nefndarmenn hafi haldið að skýrslunni ætti að dreifa á Stór- þinginu - og blaðamaðurin Stein Malkenes gefur því undir fótinn að ráðuneytismenn hafi af ásettu ráði stungið skýrslunni undir stóla sína þarsem hún hamlaði gegn sóknaráætlunum í norskum sjávarútvegi. Og hefur sosum annaðeins gerst. Hingaðtil hafa norski sjávar- útvegsráðherrann og aðstoðar- menn hans einkum kennt nátt- úruverndarmönnum um sela- pláguna. Og raunar er víst um það að illa grundaðar herferðir Greenpeace-manna, Brigittu Bardot og fleiri gegn selveiðum hafa haft sitt að segja um sela- fjölgun, þar sem þær leiddu til að stórlega dró úr selveiði þegar heimsmarkaðsverð á selskinnum fór niðrað núllinu. Grænlandssel hefur fjölgað geysilega síðustu áratugi, úr um 200 þúsund 1965 í um 1,5 milljón nú. En sagan er ekki þarmeð sögð öll. Alv Ottar Folkestad er náttúru- verndarráðunautur í fytkinu Mærum og Raumsdal sunnan Þrændalaga. Hann segir fullum fetum að selaplágan við Noregs- strendur sé ekki að kenna of litlu seladrápi í Norður-íshafinu. Plágan sé þvert á móti teikn um grundvallarbreytingar í vistkerfi Norður-íshafsins, breytingar sem að lokum gætu leitt til hruns þess vistkerfis sem þar er nú við lýði. Loðna, álkur, selir Folkestad bendir á að í fyrra- sumar, 1986, hafi loðnustofninn dregist mjög saman í hafinu norður af Noregi. Á varptíman- um í fyrra hafi sjófugl í Norður- Noregi lítið sem ekkert átt af ung- um, og í vetur hafi borist fréttir um að álka dræpist í stórhópum á sömu svæðum. Þessar ófarir í fuglalífi megi tengja beint við lítið loðnuframboð í hafinu. Þeg- ar það gerist næst að Norður- Norðmenn verði fyrir verstu selaplágu síðan 1903 sé of einföld skýring að einblína á offjölgun seísins í sjálfu sér. Það eru til dæmis athyglisverðar upplýsing- ar að selastofninn var um 1980 aðeins þriðjungur af stofninum um aldamót. Það má geta þess til að stofnstærðin skipti ekki máli í sjálfu sér heldur samkeppnis- staða tegundarinnar. Folkestad telur að þessir at- burðir geti átt sér ýmsar skýring- ar, þar á meðal eðlilegar stofns- veiflur, en þó sé ráð að líta betur á gríðarlega loðnuveiði á svæðinu, sérstaklega í Barentshafi. Fuglar sem í hefur náðst í Barentshafi séu grindhoraðir, alveg einsog selurinn sem nú sækir á strand- miðin allt suðrí Óslóarfjörð. Norski sjávarútvegsráðherr- ann Bjarne M0rk Eidem hvatti til þess á Norðurlandaráðsþinginu í Helsinki fyrr í vikunni að nor- rænu ríkin tækju sig saman um selrannsóknir og stæðu að auki fyrir alþjóðlegri áróðursherferð til að koma aftur af stað sölu á selskinnum. Undir þetta tóku ís- lendingar og Grænlendingar, en Guðrún Helgadóttir og fleiri voru ekki sein á sér að benda á að oft hefði samstarfsvilji Norð- manna mátt vera samur og nú, til dæmis þegar þeir gerðu síld- veiðisamninginn við Sovétmenn um Barentshaf nú í vetur án sam- ráðs við íslendinga. Sá stofn er stundum kallaður norsk-íslenski stofninn og vona fræðimenn að hann muni ganga á íslandsmið þegar hann nær ákveðinni stærð. Mikil sókn í þennan stofn gæti því komið í veg fyrir síldarár við ís- land í framtíðinni og hafa íslensk stjórnvöld þótt slök við að mót- mæla framferði Norðmanna. Hér gæti þó legið meira við vegna þess að þorskurinn étur bæði loðnu og síld, — og selurinn étur allt saman, loðnu, síld og þorsk. Með síld- veiðum sínum og Sovétmanna á Barentshafi virðast Norðmenn því vera að leggja enn meira undir í hættuspili sínu á norður- slóðum. íslenskt mál? Aðstoðarmaður Bjarne Mörk Eidem heitir Borghild Tveit og er krafin sagna í Ny tid. Hún segir að ráðuneytismenn séu ekki þeirrar skoðunar að selaplágan stafi af loðnuhruni á Barentshafi, - fundist hafi við Noregsstrendur merktir selir af svæðinu við ís- röndina norðurvið Jan Mayen, - sem væru enn alvarlegri tíðindi fyrir okkur íslendinga, en vekja strax þá spurningu hjá leikmanni hversvegna selur frá Jan Mayen sækir ekki á íslandsmið jafnt og Noregs. Tveit minnir líka á að Norð- menn séu ekki einir um að nýta stofnana í Norður-íshafinu, - ábyrgð á ofveiði beri aðrar þjóðir líka. Hinsvegar viðurkennir Borghildur að Norðmenn hafi ekki staðið sig nógu vel í rann- sóknum og stofnverndarmálum, enda hafi fjármagn ekki verið fyrir hendi, - og þau mistök gerð á sjöunda og áttunda áratuginum að leggja alltof mikla áherslu á hringnótarflotann. iiiiuna sciaima ueiur vaxio mikla heift íNoregi gegn náttúru- verndarmönnum af Greenpeace- tæi, og ekki alveg að ástæðu- lausu. Frásögn Ny Tid virðist hinsvegar sýna að málið er miklu flóknara, og ábyrgðin miklu frek- ar heimamanna en einfeldnings- legra kópavina við sólarstrendur. Selurinn í netum norskra fiski- manna líta út einsog rukkun sem náttúran sendir okkur fyrir hams- lausa ofveiði og langvinna óstjórn við náttúrunytjar á haf- inu, - og svo mikið virðist víst að vinnubrögð í íslenskum hring- ormanefndarstíl bægja hættunni ekki frá. - m Geðsjúkdómar Oflæti- þunglyndi arfgengt Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að geðsjúk- dómurinn oflæti-þunglyndi geng- ur í arf frá foreldri til barns. Ekki mun þurfa nema eina afbrigði- lega crfðaciningu til að svo illa fari. Það voru sérfræðingar sem starfa við þrjá virta háskóla í Bandaríkjunum sem komust að þessari niðurstöðu eftir að hafa rannsakað gamgæfilega í tíu ár fólk úr Amish trúarsamfélaginu í Pennsylvaníufylki. -ks. Föstudagur 27. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.