Þjóðviljinn - 04.03.1987, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 04.03.1987, Qupperneq 4
Þaö ríkir góöæri í landinu. Tölfræðingar meö hálft dúsín af háskóla- gráðum á bakinu eiga ekki í miklum vandræö- um meö aö sanna þaö fyrir hverjum sem hafa vill. En þaö hefur aftur á móti vafist fyrir mörgum almúgamanninum aö skilja þessi sannindi hag- fræöinganna. Fólk þarf nefnilega ekki mikla menntun í tölfræöi til aö skilja, hvort þaö hefur meira úr aö spila en áður. Það þarf ekki einu sinni aö kunna aö reikna. Einmitt vegna þess hafa stórir hópar manna átt giska erfitt meö aö finna góðæriö á sjálfum sér. Einfaldlega af því aö þeir hafa þaö ekkert betra en áður, þrátt fyrir allt hjalið um blessað góðærið. Samt sem áöur er staðreynd, aö árgæska hefur verið meiri til lands og sjávar en um langan aldur. En þaö er bara allt annaö en að fólkið á töxtunum upplifi góöæri. Og þaö eru einmitt hinir dæmigerðu láglaunahópar, sem með vaxandi þunga spyrja: Hvert fór góöærið? Nú er því engan veginn aö leyna, aö í kjölfar óvanalegrar árgæsku hefur fólk það aö meðal- tali nokkuð gott, og vissulega betra en áöur. En bara að meöaltali. Sumir lifa alls ekki viö betri efni þrátt fyrir góðæriö. Þaö þýðir einfald- lega að aörir hafa það miklu betra en áöur. Þeir njóta góöærisins í miklu ríkari mæli en venju- legir íslendingar. Vegna þessa hefur einmitt Þjóðviljinn stund- um verið að velta vöngum yfir því, hvert góöær- iö hafi í rauninni farið. Hverjir það séu í raun, sem þess njóti. ___ _______LEIÐARi_______ Góðæri grósseranna Þetta hafa talsmenn og málgögn Sjálfstæðis- flokksins kallað dæmigeröa Þjóðviljaöfund. Nú vill svo til, að það hefur einmitt verið Þjóö- viljinn, sem hefur upplýst síðustu daga og vikur, hvert verulegur hluti góöærisins hefur í raun runnið. Og hafi þaö komið Morgunblaðinu og Sjálfstæöisflokknum á óvart, þá verður ekki sagt að Þjóðviljinn hafi beinlínis staöiö á öndinni af undrun. Athugun Þjóöviljans, byggð á gögnum frá Þjóðhagsstofnun, sýndi nefnilega svo ekki varö um villst aö verulegur hluti góðærisins haföi endaö í vösum gróseranna; heildsalanna og kaupmannanna. Á grundvelli bráðabirgðatalna frá Þjóöhags- stofnun höfum við sýnt fram á, aö á síðasta ári varö hagnaður í smásöluverslun heilum 800 miljónum meiri á verðlagi ársins 1986 en áriö áöur. Þetta þýðir í raun, að brúttóhagnaður kaupmanna varö rösklega sjötíu prósentum meiri 1986 en árið áður! Smásölujarlarnir græddu með öörum oröum röskum 2,2 miljónum meira á hverjum einasta degi í fyrra, en árið þar áður! Heildargróði kaupmanna í smásölu varö á árinu 1986 samtals 1900 miljónir. Ekki nóg með þaö. Heildsalar höföu heldur aldrei grætt jafn ríkulega. Það bullaöi og sauð í gróðakötlum þeirra í þeim mæli, að árið í fyrra græddu þeir samtals 600 miljónum meira en árið á undan.! Þeir græddu alls á árinu 2800 miljónir króna. Samanlagt græddu því heildsalar og smá- sölukaupmenn 4700 miljónir árið 1986. Samtals græddi því þetta lið um 14 miljónir hvern einasta dag ársins 1986!! Allt saman peningar sem komu frá okkur, neytendum. Þurfa menn frekari vitnanna við, hvert góðær- isgróðinn fór að mjög stórum hluta? Auðvitað sýnir þetta, einsog Þjóðviljinn hefur haldið fram, að óeðlilega stór hluti góðærisins fór í vitlausa vasa. Til þeirra sem höfðu meir en nóg að bíta og brenna fyrir. Til þeirra sem þurftu síst á meiru að halda. Góðærið hefur nefnilega að verulegu leyti sneitt hjá láglaunahópunum meðan aðrir hafa notið kjarabóta. Misskiptingin hefur því aukist, - það hefur dregið sundur með þeim sem hafa það gott og þeim sem einfaldlega hafa það skítt. Þetta kemur fram í launum kvenna. Þær fylla láglaunahópana, og þær dragast nú unnvörpum aftur úr körlum í launum. Nýbirt skýrsla frá Byggðastofnun sannar þetta ótví- rætt. Þar kemur fram að launamunur milli kynj- anna er að aukast og það ekkert lítið. Þannig hafa konur nú ekki nema 57 prósent af meðal- launum karla samkvæmt skýrslunni. Þjóðviljinn hefur staðhæft að í miðju góðær- inu sé launabilið að vaxa milli þeirra sem hafa það gott og hinna. Láglaunahóparnir að dragast enn aftar. Konur fylla láglaunahópana og skýrslan sem hér er vitnað til sýnir að konur fá nú sífellt minni laun en karlar. Það sannar staðhæfingu Þjóðviljans. Auðvitað er árgæska til lands og sjávar. En góðærið hefur haft hratt á hæli hjá öðrum en þeim, sem síst þurftu á því að halda. Við lifum í góðæri grósseranna. Qg KUPPT I nýútkomnu ÞJÓÐLÍFI er að finna skemmtilegt bréf, opið bréf, sem dr. Svanur Kristjáns- son prófessor stílar á Jón Baldvin Hannibalsson formann Alþýðu- flokksins. Fyrirsögnin er: „Kæri Jón Baldvin, ertu flokkaskelfir eða flautaþyrill?" Pessi spurning er ítrekuð í bréf- inu sjálfu. Dr. Svanursegir: „Al- þýðuflokkurinn gerir því nú til- raun með nýja formannstegund, sem verður samt væntanlega sparkað eins og hinum, ef hann skilar ekki flokknum árangri. Spurning er: tekst þér og Alþýð- uflokknum að brjótast út úr þeirri sjálfheldu sem flokkurinn hefur lengi verið í? Munt þú þeg- ar upp verður staðið reynast sá flokkaskelfir sem breytir íslenska flokkakerfinu, þar sem Alþýðu- flokkurinn hefur hingað til skipað hinn óæðri sess, eða ertu bara flautaþyrill sem um stund gárar yfirborð íslenskra stjórn- mála?“ Spáð í lófa Jóns Baldvins Pað er víða feitt á stykkinu einkum í síðari hluta bréfsins: „Við eigum enn eftir að spá í lófa þér og Alþýðuflokksins. Setjum sem svo að óskir þínar rætist og Alþýðuflokkurinn vinni stóran sigur í næstu kosningum. Þú vilt „viðreisn", samstjórn Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks. Dett- ur þér virkilega í hug, að Sjálf- stæðisflokkurinn geri þig að for- sætisráðherra, jafnvel þótt þú sért eini maðurinn í landinu, að na á krataveldið á ísafirði, Norðfirði og í Hafnarfirði. Kratar töpuðu hin vegar alls staðar þessum meirihluta og lykilstöðu í at- vinnurekstrinum. Alþýðublaðið, sem eitt sinn var bæði útbreitt, fjölbreytt og áhrifamikið dagblað, kemur nú út sem fjórblöðungur. Alþýðuflokks- menn, og raunar fjöldi annarra vinstri manna, trúa því einfaldlega ekki að atvinnulífi og efnahagsmálum verði stjórnað án Sjálfstæðis- flokksins. Vanmetakennd þín og Alþýðu- flokksins í heild kemur líka fram í ofuráherslu á að komast í ríkisstjórn núna. Pað mætti halda að ekkert framhaldslíf væri fyrir Alþýðuflokk- inn eftir næstu kosningar utan stjórn- ar. Auðvitað hlýtur stjórnmálaflokk- ur að sækjast eftir stjórnaraðild til að # # ú veit ég alveg hvað i þú ert að hugsa, og þú v geturþér rétt til. Þess- ar vangaveltur mínar og spurningar bera vott um efasemdir. Ég er nefni- lega ekki viss um hvort þú er flokka- skelfir eða pólitískur flautaþyrill. Kannski er ég bara íhaldsamur: ég ÞJÓÐLÍF 13 OG SKORID eigin sögn, sem hefur sérstaklega lært til þess starfs í skóla? Ég tel fullvíst, og reyndar galskap að halda annað, að Sjálfstæðisflokk- urinn muni krefjast stólsins fyrir Porstein, þótt hann sé bara lög- fræðingur og ekki með forsætis- ráðherrapróf. Ég verð líka að játa að mér finnst undarlegt af þér að útiloka myndun stjórnar með öðrum en Sjálfstæðisflokknum. Þú segir að Framsókn sé ekki til nokkurs gagnlegs nýt og ekki vilt þú held- ur mynda stjórn með Alþýðu- bandalaginu og Kvennalista, jafnvel þó að þessir þrír flokkar hefðu meirihluta. Hvað ætli krötunum í Hafnarfirði, Kópa- vogi, Vestmannaeyjum, Keflavík og á ísafirði finnist um þessa stjórnlist? Ég hygg að Alþýðuflokkurinn hafi í síðustu sveitarstjórnarkosn- ingum einmitt styrkst mest á þeim stöðum þar sem hann er í ótvíræðri andstöðu við Sjálfstæð- isflokkinn og boðið var upp á möguleika vinstri meirihluta. Víðast á landinu er hjartað vinstra megin í krötum. Svo segir þú að þið eigið öll þrjú úr Reykja- vík að verða ráðherrar, auk þín bæði Jón Sigurðsson og Jóhanna Sigurðardóttir. Ætli landsbyggð- arkrötum finnist sinn hlutur ekki ansi lítill? Yfirhöfuð skil ég ekki að tala um Alþýðuflokksmann sem for- sætisráðherra í nýrri „viðreisn“. Ég veit ekki betur en Við- reisnarstjórnin hafi verið sam- stjórn tveggja flokka: hins stóra Sjálfstæðisflokks, sem hafði m.a. bæði forsætis- og fjármálaráðu- neyti, og mikið smærri flokks, Alþýðuflokks, sem hafði m.a. utanríkisráðuneytið. Samkvæmt þessu ættir þú ekki að krefjast forsætisráðuneytisins fyrir þig í nýrri „viðreisn" heldur heimta utanríkisráðuneytið... Vanmetakennd gagnvart Sjálfstæðis- flokknum ...Ég hef á tilfinningunni, að þú og Alþýðuflokkurinn hafið vanmetakennd gagnvart Sjálf- stæðisflokknum og séuð þar af leiðandi að hliðra ykkur hjá átökum við hann um stjórn lands- ins. Mig grunar reyndar einnig, að ég viti af hvaða rótum þessi vanmetakennd er sprottin. Við skulum báðir hafa í huga, að Al- þýðuflokkurinn hlaut víða um land á árum áður meirihluta { bæjarstjórnum og mikilsverð ítök í atvinnulífi margra byggðarlaga. Það nægir hér að minna á krata- veldið á ísafirði, Norðfirði og í Hafnarfirði. Kratar töpuðu hins vegar alls staðar þessum meiri- hluta og lykilstöðu í atvinnu- rekstrinum. Alþýðublaðið, sem eitt sinn var bæði útbreitt, fjöl- breytt og áhrifamikið dagblað, kemur nú út sem fjórblöðungur. Alþýðuflokksmenn og raunar fjöldi annarra vinstri manna, trúa því einfaldlega ekki að atvinnulífi og efnahagsmálum verði stjórnað án Sjálfstæðisflokksins. Flokkaskelfir eða flautaþyrill Vanmetakennd þín og Alþýð- uflokksins í heild kemur líka fram í ofuráherslu á að komast í ríkis- stjórn núna. Pað mætti halda að ekkert framhaldslíf væri fyrir Al- þýðuflokkinn eftir næstu kosn- ingar utan stjórnar. Auðvitað hlýtur stjórnmálaflokkur að sækjast eftir stjórnaraðild til að ná fram stefnumálum sínum, en flokkur sem treystir eingöngu á ríkisstjórnarþátttöku hefur hvorki sterka innviði né trúverð- uga stjórnlist. Slíkur flokkur verður varla sterkur og áhrifa- mikill, þó að hann geti náð tals- verðu kjósendafylgi. Til þess að ná árangri í ríkisstjórn þurfa flokkar að þora að vera utan stjórnar, jafnvel lengi ef svo ber undir. Hvernig ætlar Alþýðu- flokkurinn að starfa ef hann kemst ekki í ríkisstjórn?...“ Fleiri forvitnilegar hugleiðing- ar er að finna í bréfi dr. Svans til Jóns Baldvins og spurningar sem erfitt er að svara að svo komnu máli. Grundvallarspurningin er: „Jón Baldvin, ertu flokkaskelfir eða flautaþyrill“. Og nú bíða Þjóðlífslesendur spenntir eftir að sjá, hversu hreinskilinn Jón Bald- vin verður í svari sínu. - Þráinn þlÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritatjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, Össur Skarphóðinsson. Fróttaatjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrimsson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Vngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltstelknarar: SævarGuðbjörnsson, GarðarSigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsingastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Simvarsla: Katrin Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. LJtbrolðslu- og afgreiðslustjórl: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Slðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð:55kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Ml&vikudagur 4. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.