Þjóðviljinn - 04.03.1987, Síða 9
SKÁK
Ellefta umferð
Glæsilegu skákmóti lokið
Jón L. vann Kortschnoi ímagnaðri skák. Short sigurvegari á ofurmót-
inu. Tal og Timman næstir
Lokaumferð IBM-skákmótsins á
Hótel Loftleiðum var tefld í gær-
kveldi. Taflmennskan var á heldur
friðsamari nótum en endranær í mót-
inu og lyktaði hvcrri skákinni á fætur
annarri með jafntefli. Eina vinnings-
skákin stóð hins vegar fyllilega undir
sínu. Gamli bardagamaðurinn, Vikt-
or Kortschnoi, sótti að Jóni L. af
miklu kappi enda hefði vinningur í
skákinni tryggt honum annað sætið
einum. Svo fóru þó leikar að Kortsc-
hnoi missti tökin á skákinni í miklu
tímahraki og Jón lagði þennan skákr-
isa að velli.
Þeir Short og Agdestein voru fljótir
að semja um jafntefli enda tryggði
það Short efsta sætið á mótinu ódeilt.
Sömu sögu er að segja um skák Pol-
ugajevskís og Portisch að þar var
samið fljótlega. Þeir áttu enga von í
verðlaunum og tryggðu sér með þessu
virðingarvert sæti ofan við miðju. Það
er líka oft svo að skákmenn eiga erfitt
með að beita sér af fullum krafti í
síðustu umferðinni sérstaklega ef
ekki er að neinu áþreifanlegu að
keppa.
Tal stýrði hvítu mönnunum á móti
Timman. Upp kom Petrofs vörn sem
er ein þekktasta jafntelfisbyrjun í
gjörvöllum skákheiminum. Þeir
renndu sér inn í alræmt
jafnteflisafbrigði og skiptu jafnt og
þétt upp mönnum og léku allhratt. 1
lokin hafði Tal uppi smá glettingar,
fórnaði manni en fékk í staðinn öflug
frípeð:
kaup kom upp endatafl þar sem Jó-
hann stóð ívið betur en engin rakin
vinningsleið var fyrir hendi. Niður-
staðan varð því bræðrabylta nokkru
áður en tímahraks fór að gæta.
Margeir Pétursson hafði svart og
tók Júgóslavann Ljubojevic í
kennslustund í miðtafli með riddur-
um á móti biskupum. Saumaði hann
mjög að stöðu hvíts en líklega hefur
hann verið fullfljótur á sér að brjóta
upp stöðuna því Ljubojevic brást hart
við og tókst að jafna taflið. Samt var
teflt um stund áður en jafntefli var
samið.
Skák
umferðarinnar
Hvítt: Kortschnoi
Svart: Jón L. Árnason
Enskur leikur að hætti Kortschnois
1. c4 e5
2. g3 dó
3. Bg2 gó
4. d4 exd4
5. Dxd4 ...
BRAGI
HALLDÓRSSON
JÓN
TORFASON
Leiknir hafa verið 25 leikir. Fram-
haldið varð:
26. e5 hxg5
27. e6 Kh7
Nú gengur ekki 28. e7 Hxf7 29.
e8D Hxfl+
30. Kxfl Bxe8 og svartur vinnur.
28. Hf3 g4
29. Hf4 ...
Ekki er 29. e7 Hxf7 30. e8D HxB
hvíti í hag því svörtu mennirnir ná vel
saman. Jafntefli eru þá líkleg úrslit.
29. ... Bxf7
30. Hxf7 He8
31. Hxb7 Hxe6
32. Hxa7 He2
Hér bauð Timman jafntefli og
svartur þáði því eftir t.d. 33. Hb7 c5
34. a4 Hel+ 35. Kf2 Hal 36. Ha7
Ha2 falla peðin á drottningarvæng.
Jóhann og Helgi tefldu afbrigði af
Drottningarbragði sem Kasparof og
Katpof hafa kannað og þróað í ein-
vígjum sínum. Helgi gaf Jóhanni kost
á að fórna hrók fyrir biskup og tvö
peð en í kaupbæti fékk Jóhann þægi-
lega sóknarstöðu. Eftir drottninga-
10. 11. 12. Vinn.
1. Jón L.
2. Margeir
3. Short
4. Timman
5. Portisch
6. Jóhann
7. Polugajevskí
8. Tal
9. Agdestein
10. Ljubojevic
11. Kortchnoi
12. Helgi
4 1 0 0 1/2 1/2 1/2 1/2 0 1 1 1/2 51/2
0 4 0 0 0 1 0 0 0 1/2 0 1/2 2
1 1 4 1 1/2 0 y2 1/2 1/2 1 1 1 8
1 1 0 4 1 v2 1/2 1/2 1 1 0 1/2 7
1/2 1 1/2 0 4 1 y2 1/2 1 1 0 1/2 61/2
1/2 0 1 1/2 0 4 0 0 1/2 0 1 1/2 4
1/2 1 1/2 1/2 1/2 1 4 1/2 1/2 1/2 0 1/2 6
1/2 1 1/2 ’/2 y2 1 1/2 4 1/2 y2 1 1/2 7
1 1 1/2 0 0 v2 1/2 1/2 4 y2 0 1 5%
0 1/2 0 0 0 i 1/2 1/2 y2 4 1/2 1/2 4
0 1 0 1 1 0 1 0 1 y2 4 1 61/2
’/2 1/2 0 1/2 1/2 y2 1/2 y2 0 y2 0 4 4
Roö
7-8
12
1
2-3
4-5
9-lT
6
2-3
7-8
9-11
4-5
9-11
18. Dcl Rf-d7
19. Rdl Re5
20. Re3 Bc8
21. Bc3 Dc7
22. Hf-dl Re6
23. Bal Rg7
24. Dc3 Rf5
Nú er stórskotaliðinu beint að
kóngsstöðu svarts eftir löngu skálín-
unni. Það bagar svart sífellt að þurfa
að láta kóngsbiskupinn alltaf valda
d6-peðið. Nú fara vopnaskiptin að
harðna.
25. Rxf5 Bxf5
26. e4 Bg4
27. f3 Bc8
28. Khl f5
Opnar kóngsstöðuna en svartur
átti ekki hægt um vik.
29. c5 ...
Góður leikur sem losar tök svarts á
e5-reitnum og eykur sóknarþungann
á löngu skálínunni.
29. ... dxc5
30. Rd3 Bg7
31. Rxc5 De7
32. f4 Rg4
33. e5 ...
Sem fyrr fer Kortschnoi sínar eigin
leiðir í byrjuninni.
5. ... Rf6
6. De3+ Be7
Það kom til greina að bera drottn-
inguna fyrir en ef til vill hefur Jón
ekki viljað þreyta endatafl við
Kortschnoi því það er ein hans sterk-
asta hlið.
7. Rh3 0-0
8. Rf4 c6
9. 0-0 Rb-d7
10. b3 a5
11. Rc3 He8
12. Dd2 Rc5
Staðan minnir á Kóngsindverska
vörn nema svartreita biskup svarts
ætti vitanlega að vera á g7. Ef hann
væri þar gæti svartur ýtt a-peðinu
áfram og byggt upp skókn á drott-
ningarvæng en nú er biskupinn bund-
inn við að valda peðið á d6. Hvíta
staðan er því heldur liprari og Kortsc-
hnoi tekst á aðdáanlegan hátt að auka
stöðuyfirburði sína.
' 13. Ba3 Rf-d7
14. Ha-dl Bf8
15. Dc2 Db6
16. Hd2 Rf6
17. Bb2 Bf5
Hér liggur lcikurinn e2-e4 í loftinu
og eftir uppskipti á e4 kæmi drottn-
ingin til c3 og hótaði máti á h8. Þetta
stenst að vísu ekki núna en mögu-
leikinn er til staðar í framhaldinu.
'ifm £■ n/
HAB „ H! im\
■
mm
ÁB
2
Jón L. Árnason stóð sig best íslensku keppendanna. Hann vann Ljubojevic og
Kortschnoi í tveim síðustu umferðunum og náði 50% vinninga.
Svarta staðan er hartnær töpuð,
kóngsstaðan er veik og mennirnir á
drottningarvæng komast ekki til
varnar. Hvítur ræður einu opnu lín-
unni og allir menn hans miða á kóng
svarts. Ef svartur hefst ekki að verður
hann kaffæður í fáum leikjum.
33. ... g5
34. h3 gxf4
35. hxg4 ...
Hér var líklega öruggara að drepa
peðið. Eftir 35. gxf4 verður riddarinn
að hörfa og þá getur hvítur fylgt sín-
um áætlunum fram í rólegheitum.
Þegar hér var komið sögu voru báðir
keppendur komnir í mikið tímahrak
og virtust áhorfendum næstu leikir
ekki sem nákvæmastir, sumir hverjir
að minnsta kosti, enda lítill tími til
yfirvegunar.
35. ... fxg3
36. Dc4+ Kh8
37. gxf5 Bxf5
38. Bf3 Dg5
39. Kg2 Dh6
40. Bg4 Dh2+
41. Kf3 Bxg4
42. Dxg4 Hf8+
43. Ke4 Hf2
44. Hd7 ...
Hér var betra að leika 44. Hd8+
Hf-f8 45. Hxa8 Dg2+ 46. Kd3 Dd5+
47. Dd4 og hvítur vinnur. Eða 45. ...
Hxa8 46. Re6. Hvíti kóngurinn er
kominn í bágan stað.
44. ... Dg2+
45. Kd4 Hg8
Tímamörkunum er náð eftir æsi-
legan barning en leikið var nokkrum
leikjum enn í flýti og þá leikur Kortsc-
hnoi skákinni líklega endanlega af
sér. 46. Re6 ...
Eftir 46. De4 á svartur enga skák
og hvítur á að vinna.
46. ... Hd2+ 47. Kc4 Hxd7
48. Hxd7 Dc2+
49. Bc3 b5+
50. Kd4 Bxe5
Málið er að verða einfalt. Staða
hvíts er gjörtöpuð. Lokin urðu þann-
ig:
51. Kxe5 Hxg4
52. Bd4 De4+
53. Kf6 Dg6+
54. Ke7+ Hxd4
55. Hxd4 g2
Hér gafst Kortschnoi upp. Hann
hefur trúlega verið svekktur því þar
með fauk annað sætið út í buskann og
verðlaunin með en þau námu um
240.000 þúsundum króna. Hann lét
þó á engu bera, heldur settist niður
með Jóni til að skoða skákina. Það er
þó ekki hægt annað en dást að þessum
mikla baráttujaxli sem berst til síð-
ustu stundar og leggur allt undir því
með stuttu jafntefli átti hann tryggt
að deila öðrum og þriðju verðlaunun-
um með Tal og Timman. En það er
einfaldlega ekki stfll Kortschnois
enda bregst hann aldrei áhorfendum
með því að semja stórmeistarajafn-
tefli. Er vonandi að við fáum oftar að
njóta snilli hans í kapptefli hér á
landi.
Jón L. sýndi mikið harðfylgi í þess-
ari skák. Hann varðist af seiglu í erf-
iðri stöðu og þegar allt virtist glatað
tókst honum að flækja taflið þannig
að staðan snérist honum í vil. Sannar
hann þar enn orðtækið að enginn
vinnur skák með því að gefa hana.
Mega þessi úrslit teljast verðugur
endir á stórgóðu skákmóti.
V.
-ICELAND
STÓRMÓT ’87
Úrslit
Jóhann-Helgi V2-V2
Polugaevsky-Portisch V2-Xh
Tal-Timman V2-V2
Agdestein-Short V2-V2
Lj ubo j e vic-Margeir V2-V2
Korchnoi-Jón L. 0-1
ÞJÖÐVILJINN - SfÐA 9
Auglýsing
frá landbúnaðarráðuneytinu um innflutninq á
kartöfluútsæði.
Frestur til að skila umsóknum um leyfi til innflutn-
ings á kartöfluútsæði rennur út 13. apríl 1987.
Landbúnaðarráðuneytið,
2. mars 1987.