Þjóðviljinn - 04.03.1987, Síða 16

Þjóðviljinn - 04.03.1987, Síða 16
Aðalsími 681333 681348 Helgarsími 681663 Miðvikudagur 4. mars 1987 52. tölublað 52. örgangur Eurovision Slegist umútgáfu- réttinn Steinar h/fhafa tryggt sér3 lögaflO Hljómplötuútgáfan Steinar h/f hefur tryggt sér öll réttindi á þremur lögum af þeim 10 sem keppa til úrslita þann 23. mars n.k. um þátttökurétt í næstu Eur- ovision söngvakeppni. Þetta eru lögin: Norðurljós eftir Gunnar Þórðarson við texta eftir Ólaf Hauk Símonarson, Lífið er lag eftir þá Friðrik Karls- son, Gunnlaug Briem og Birgi Bragason og Sofðu vært eftir Ólaf Hauk Símonarson. Lögin verða gefin út strax að aflokinni keppni á litlum plötum. Mun Eyjólfur Kristjánsson syngja lag Gunnars Þórðarsonar, Sigrún (Diddú) Hjálmtýsdóttir syngur lag Ólafs Hauks Símonar- sonar og ný hljómsveit sem nefnir sig Model flytur lag þeirra þre- ménninganna Friðriks, Gunn- laugs og Birgis. grh Nigel Short, Englandi, bar sigur úr býtum á IBM-skákmótinu og varð þar með rúmlega hálfri milljón króna ríkari. Hér samfagnar hin grískættaða vinkona hans honum en hún var honum til halds og trausts á mótinu. Suðurnes Halldór stal kvótanum Magnús Axelsson íKeflavík: Framsóknarmenn standa í vegifyrir atvinnu- uppbyggingu á Suðurnesjum. Hefnigirni ráðherrans rœðurferðinni Eg álít að Halldór hafí stolið kvótanum. Stuttu eftir að ég hafði kcypt bátinn hringir hann í mig að fyrra bragði þar sem hann segir mér að hann sé mjög óhress yfír því að ég skuli hafa keypt Hafnareyna án þess að tala við hann fyrst. Síðan lætur hann gremju sína bitna á atvinnuupp- byggingu í Garðinum með því að beita ráðuneytinu fyrit sig og neit- ar bátnum um kvóta, - segir Magnús Axelsson í Keflavík. f maí í fyrra keypti Magnús Ax- elsson Hafnareyna SF 36 af Björgunarsveitinni á Hornafirði sem hafði fengið bátinn gefins hjá Samábyrgð fslands. Síðan gerði Magnús Axelsson kaupsamning við Magnús Björg- vinsson í Garði um sölu á Hafnar- eynni með þeim fyrirvara að bát- urinn fái kvóta. En hann var með kvóta þegar hann var gerður út frá Hornafirði. Sveitarstjórn Gerðahrepps sendi ríkisstjórn- inni beiðni um kvóta á bátinn um miðjan febrúar sl. þar sem beðið er um sóknarmark á bátinn og tekð fram í beiðninni að báturinn verði gerður út frá Garði a.m.k. næstu 3 ár. Þessu hefur nú sjávar- útvegsráðuneytið hafnað og segir að það samrýmist ekki gildandi lögum að báturinn fái kvóta. - Þetta er rugl hjá ráðuneyt- inu. Ég hef snúið mér til míns lögfræðings og hann segir þetta ekki vera rétta túlkun hjá ráðu- neytinu. í kvótalögunum er að- eins talað um að ef bátur hafi ver- ið dæmdur í úreldingu eða hafi verið seldur úr landi sé óheimilt að fá kvóta. En þessi atriði eiga bara ekki við Hafnareyna. Mér finnst þessi vinnubrögð ráðu- neytisins alveg furðuleg og sanna á ótvíræðan hátt að hér er aðeins um að ræða hefnigirni ráðherrans út í mig yfir því að ég skuli ekki hafa snúið mér til hans áður en ég keypti bátinn. - Þessi yfirgangur og óskamm- feilni framsóknarmanna í sjávar- útvegsráðuneytinu í garð okkar Suðurnesjamanna er hreint ótrú- leg en sýnir vel hvernig þeir mis- nota vald sitt eftir því hver á í hlut. Það stóð ekki á kvóta þegar togarinn Erlingur frá Sandgerði var seldur til Hornafjarðar hér um árið, og sem heitir nú Þórður Daníelsson. Þá var strax bætt við kvóta hans 600 tonnum af þorski, enda togarinn þá gerður út frá heimabæ ráðherrans, - sagði Magnús Axelsson að lokum. grh. Gleraugnaverslanir Ólöglegt samráð um verð Níu verslanir með sama verð í könnun Verðlagsstofnunnar. Nota verðlista frá Félagi gleraugnaverslana Gleraugnaverslanir samræma verð á gleraugnaglerjum sín á milli og brjóta þannig lög sem kveða á um að fyrirtækjum sé óheimilt að hafa samráð um verð- lagningu sé hún frjáls. Þetta kem- ur fram í athugun Verðlagsstofn- unnar á samkeppnisháttum og verðmyndun hjá gleraugnaversl- Athugunin fór þannig fram að Verðlagsstofnun gerði saman- burð á verðlagningu í 13 verslun- um á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Það kom í ljós að í 9 verslunum er verðmunur á glerj- um lítill sem enginn og þar af eru 7 með sama verð á öllum gerðum gleraugnaglerja. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Verðlagsstofnun hefur aflað gefur Félag gleraugnaverslana út verðlista yfir gler og lætur versl- unum hann í té. Jafnframt beinir félagið þeim tilmælum til félags- manna að ekki sé vikið frá verðli- stanum og virðist tilgangurinn vera sá að takmarka verðsam- keppni. -vd. ÍBK Þorskur fyrir ferðir Útgerðin gefur kappaliði fisk upp í Englandsför - Við höfum fengið góðar undirtektir meðal útgerðar- manna hér á Suðurnesjum og ætl- um okkur á næstu helgi að taka á móti físki, ísa hann og setja í gáma sem síðan verða fluttir á markað erlendis. Á þann máta fáum við mesta verðið fyrir hann. En auðvitað fer þetta allt eftir því hvaða markaðsverð fæst fyrir gámafísk á þeim tíma sem hann kemur út. Við hefðum t.d. ekki fengið mikið fyrir gámafísk ef við hefðum farið út í þetta í síðustu viku vegna verðfalls sem varð á fískmörkuðum á Englandi og í V- Þýskalandi vegna offramboðs, - segir Kristján Ingi Helgason for- maður Knattspyrnuráðs ÍBK. 1. deildarlið ÍBK í knattspyrnu karla mun fara í 11 daga æfingar- ferð til Englands nú um næstu páska. Kostnaðurinn vegna ferð- arinnar er áætlaður um 700 þús.-l miljón króna. Til að standa straum að kostnaðinum er ætlun- in að fá fisk frá útgerðarmönnum á Suðurnesjum, ísa hann og flytja út í gámum. Mun liðið dvelja í æfingarbúð- um í Manchester og keppa þar við varalið Manchester Utd. og Manchester City. Einnig er ráð- gert að etja kappi við ensk 3. deildarlið og utandeildarlið. Á bakaleiðinni hefur þeim ver- ið boðið að Ieika æfingaleik gegn skoska úrvalsdeildarliðinu Ham- ilton sem þá mun vígja ný flóðljós á leikvangi sínum. grh.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.