Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Þjóðviljinn - 11.03.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.03.1987, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN- Hvað finnst þér um að sala myndablaða með nöktum konum verði bönnuð? Ester Bjartmars, húsmóðir: Ég er yfir höfuð á móti boðum og bönnum. Af hverju er ekki allveg eins hægt að selja blöð með myndum af berum körlum. Annars veröur að gera greinar- mun á klámi og erótík. Nekt er ekki klám. Þórólfur Ólafsson, verkamaður: Ég kæri mig kollóttan um það hvort slíkt er leyft eða ekki. Þeir eru til sem endilega vilja nálgast þessi blöð samt sem áður. Guðný Oddsdóttir, húsmóðir: Það er sjálfsagt að banna svona blöð. Mér finnst leiðinlegt að sjá þetta. Maður skilur ekki smekk þeirra sem hafa gaman af svona löguðu. Þórir Axelsson, sjómaður: Mér líst ekkert á það. Svona myndir eru augnayndi. Ég lít ekki á myndir af nöktum konum sem klám. Ástríður Kristjánsdóttir, húsmóðir: Það er spurning hvort þetta sé klám. Það þarf að athuga það áður. Ef þetta reynist klám þá er sjálfsagt að banna svona blöð. FRÉTTIR Dagvistarheimili Fráleit söluhugmynd Stjórnarandstaðan í borgarstjórn: Skylda sveitarfélaga að reka góð dagvistarheimili. Davíð œtti að vinna íþeim málum og hætta öllufrjálshyggjugaspri Fulltrúar stjórnarandstöðunn- ar í borgarstjórn hafa sent frá sér harðorð mótmæli vegna þeirra yfirlýsinga Davíðs Odds- sonar borgarstjóra á nýliðnu Við- skiptaþingi að vel kæmi til greina að selja 30 af barnahcimilum borgarinnar til einkaaðila. Segja borgarfulltrúar Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Kvennalista þessar hug- myndir fráleitar þar sem Ijóst er að einkarekin dagheimili yrðu einungis fyrir börn sterkefnaðs fólks. „Pláss á dagvistarheimilum borgarinnar eru nú allt of fá og þess vegna eru það nær eingöngu börn forgangshópanna svoköll- uðu þ.e. einstæðra foreldra og námsmanna sem.þar komast að. Það er ljóst að þessir hópar hefðu ekki fjárhagslegt bolmagn til að greiða fullt gjald, meira og minna óniðurgreitt, auk þess sem inn í gjaldskrá yrði að taka þátt einka- aðilanna í kostnaði við kaup eða leigu á húsnæði. Þetta útspil borgarstjórans er enn ein aðför Sjálfstæðisflokks- ins að félagslegri þjónustu í landinu og í andstöðu við þá grundvallarhugmynd, að það sé skylda sveitarfélaga að reka góð barnaheimili, rétt eins og talið er sjálfsagt að bjóða börnum upp á skólavist. Það er sjálfsögð krafa að öll börn sem þess þurfa eigi aðgang að dagvistarheimilum og að því ætti borgarstjóri að vera að vinna en ekki að gaspra um einkarekst- ur í anda frjálshyggjunnar," segir í ályktun borgarfulltrúanna. Félag leikara Viður- kenning í nafni Lárusar Félag íslenskra leikara hefur samþykkt að veita við hverja út- skrift úr Leiklistarskóla íslands einum leiklistarnema viðurkenn- ingu fyrir vandaða framsögn og meðferð íslensks máls. Viður- kenning þessi verður tengd nafni og minningu Lárusar Pálssonar leikara. Á aðalfundi félagsins á dögun- um var kosin þriggja manna dóm- nefnd fyrir þessa viðurkenningu og eiga sæti í nefndinni þau Rúrik Haraldsson formaður, Kristbjörg Kjeld og Sigurður Karlsson. 270 meðlimir eru nú í leikara- félaginu þe. leikarar, óperu- söngvarar, listdansarar og leikmynda- og búningsteiknarar. Formaður Félagsins er Arnór Benónýsson, Sigríður Þorvalds- dóttir varaform., Kristbjörg Kjeld gjaldkeri, Katrín Sigurðar- dóttir ritari og Ásdís Magnús- dóttir meðstjórnandi. í vara- stjórn eru Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Helga E. Jónsdóttir og Jakob Þór Einarsson. -lg- Félagsráðgjafar Boða verkfall Verkfallið hefst 26. mars n.k, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma og nær það til fé- lagsráðgjafa sem starfa hjá rík- inu. Starfsemi félagsráðgjafanna fellur niður við Öskjuhlíðar- skólann, hjá Greiningarstöð ríkisins og á ríkisspítölunum og er það einkum alvarlegt á geð- deildunum þar sem fólk er til langtímameðferðar og hætt við að allar áætlanir þar að lútandi riðlist. -sá. „Vertíðin fór illa af stað en það er nú eitthvað að rætast úr því“, sagði Hreinn Hreinsson á Ernu RE-47. Sömu sögu er að segja annars staðar, - loðnan er komin og ekki að sökum að spyrja. Mynd: Sig. Þorskur Afli að glæðast Loðnan gengin á miðin. Slœmt hljóð í Grindvíkingum: A ulastór kvikindi Þetta hefur verið reitingsafli en er eitthvað að lifna við núna. Loðnan gengin á miðin og þorsk- urinn fylgir á eftir. Það verður fiskur nú eins og vant er, sagði Soffanías Cecilsson, útgerðar- maður á Grundarfirði, í samtali við Þjóðviljann. Vertíðin fór ekki vel af stað en nú er að rætast úr því víðast hvar. Reykjavíkurbátarnir hafa fiskað þokkalega allra síðustu daga eftir dræma byrjun. Eins er með báta sem gerðir eru út frá Keflavík og Njarðvík, að sögn Þórhalls Helgasonar á hafnarvigtinni í Keflavík. Hann sagði að menn þar væru vongóðir um að vertíðin færi að ganga betur og fiskurinn væri einkar vænn. Rúnar Steingrímsson í Grinda- vík sagði að aflinn hefði verið afar rýr og ekkert benti til þess að hann væri að aukast. „Þetta er enginn hefðbundinn vertíðarfisk- ur, þetta eru aulastór kvikindi. Ég sé ekki betur en að hér verði allt steindautt eftir nokkur ár.“ Að sögn Rúnars eru nú nokkrir Grindavíkurbátar gerðir út frá öðrum höfnum á Suðurnesjum, bæði Keflavfk og Njarðvík. Það kemur þó ekki niður á atvinnunni á staðnum þar sem aflanum er ekið til Grindavíkur. -hj. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 58. tölublað (11.03.1987)
https://timarit.is/issue/225090

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

58. tölublað (11.03.1987)

Aðgerðir: