Þjóðviljinn - 11.03.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.03.1987, Blaðsíða 4
LEHDARI Bólan hans Jóns míns Jón Baldvin Hannibalsson hefur síöustu vikur fariö fyrir Alþýöuflokknum á gandreið um landiö undir kjörorðinu „Brjótum múrana". Formaðurinn hefur bersýnilega haft erindi sem erfiði. Múrarnir eru farnir aö hrynja allt í kringum Alþýðuflokkinn. En fylgið streymir ekki inn - heldur út! í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri sígur loftið úr flokknum og formanninum. Að frátöldum skoðanakönnunum Skáís, sem virðast sérhannaðar fyrir Alþýðuflokkinn, hafa allar kannanir síðustu mánuða átt eitt sameiginlegt. Þær hafa sýnt minnkandi fylgi krata. Bólan hans Jóns er að bresta. Hinn sögulegi sigur, sem fram á síðustu daga virtist í augsýn, kann því að hverfa inn í söguna sem kratísk loftsýn, hilling sem átti sér ekki innistæðu í hinum grimma veruleika stjórnmálanna. Um allt land er Alþýðuflokkurinn nú að tapa fylgi. En það hlýtur að vera sérstaklega nöturlegt fyrir formann Alþýðuflokksins að horfa upp á þá ótrúlegu staðreynd, að hvergi er fylgistapið jafn mikið og í hans eigin kjördæmi. í Reykjavík. En samkvæmt skoðanakönnun DV hefur fylgi Al- þýðuflokksins þar hrapað úr 26,9 prósentum í des- ember síðstliðnum, niður í 16,1 prósent í mars. Á þremur mánuðum hafa því Jónar Alþýðuflokksins tapað næstum því 11 prósentum. Á sama tíma hefur Alþýðubandalagið aukið fylgi sitt um næstum helming í kjördæmi Jóns Baldvins. Flokkurinn hefur farið úr 14,3 prósentum í desember upp í 21,2 prósent. Það er einkar athyglisvert, að þessi mikla fylgisauknirfg Alþýðubandalagsins á sér stað á nákvæmlega sama tíma og skoðanabræð- urnir Jón Baldvin og Þorsteinn Pálsson geratíðrætt í fjölmiðlum um að Alþýðubandalagið sé erindisleysa í íslenskum stjórnmálum í dag. Fimmtungur reykvískra kjósenda er hins vegar á allt öðru máli en þeir hægri bræður tveir. Og það hlýtur að vera einkar fróðlegt fyrir forystu Alþýðu- flokksins, að á sama tíma og æ fleiri telja nauðsyn- legt að efla Alþýðubandalagið sem mótvægi við hægri öflin í landinu, þá fækkar þeim jafnt og þétt, sem ekki treysta Alþýðuflokknum lengur. í þessu felst raunar lykillinn að fylgistapi Alþýðu- flokksins: kjósendur treysta honum ekki. Kjósendum líkar vel við formann flokksins, Jón Baldvin. Þeim finnst hann skemmtilegur. En þeir eru hættir að treysta honum. Fjölmiðlaviðureign formannsins og Stefáns Bene- diktssonar, annars þingmanns Alþýðuflokksins, hef- ur heldur ekki orðið til að efla virðingu Alþýðuflokks- ins. Stefán, vel kynnturog vinsæll þingmaður, lætur að kosningum loknum tilneyddur af þingmennsku. Hann hefur upþlýst, að formaður Alþýðuflokksins hafi beitt hann þrýstingi til þess. Formaður Alþýðuflokksins réttir hins vegar tíu fingur upp til guðs og segir einsog saklaust barn í framan : það var ekki ég! Auðvitað fer ekki hjá því að framkoma Jóns Bald- vins gagnvart Stefáni Benediktssyni hefur sett blett á Alþýðuflokkinn. En það er fleira sem hefur leitt til fylgisrýrnunar Alþýðuflokksins. Skrifræðisnöldur flokksins í tengsl- um við staðgreiðslufrumvaipið fegrar ekki ásýnd hans gagnvart kjósendum. Óskiljanlegt útspil efsta manns listans í Reykjavík í lánamálum námsmanna, steypti sömuleiðis endanlega undan flokknum á meðal hinna fjölmennu hópa námsmanna. Þegar kratar sitja nú og sleikja sárin, ættu þeir að íhuga vandlega hvort ofríki formanns flokksins er ekki farið að verða þeim dýrkeypt. Þeir ættu sérstak- lega að velta vöngum yfir tvennu: I fyrsta lagi, hvort sú öfgafulla hægri stefna sem hann hefur gert að aðalsmerki Alþýðuflokksins í utanríkismálum, sé jafn happasæl gagnvart kjós- endum og hann hefur haldið fram. í öðru lagi ættu þeir að íhuga sérstaklega þau áhrif, sem persónulegt val hans á efsta manni listans í Reykjavík, hægri sinnuðum hagfræðing, hefur haft á gengi flokksins. Flokksmenn fengu þar litlu um ráðið, og flest bendir nú til að þar séu fólgin ein dýrkeyptustu mis- tök formannsins, og þarmeð flokksins, í þessari kosningabaráttu. Staðreyndin er einfaldlega sú, að fólk treystir ekki Alþýðuflokknum lengur. Kratar eru ekki lengur andstæðingar íhaldsins, heldur keppinautar þess um hægri sinnaða kjósend- ur, samkvæmt sérstöku vottorði formanns Sjálf- stæðisflokksins. Kjósendur draga ekki í efa kunnug- leik Þorsteins Pálssonar á hægri stefnu. Einmitt þess vegna horfa þeirekki lengurtil krata, þegarþeir vilja efla andstöðu við íhaldið. -ÖS OG SKORIÐ Af vændi Það var verið að ræða um vændi á Stöð tvo í fyrrakvöld og eins og venja er í nýjum fjölmiðl- um var dæmið sett upp þar í þættinum með nokkrum fyrir- gangi, rétt eins og enginn hefði fyrr þorað að minnast á annað eins í landinu. Er það ekki hollt og nauðsyn- legt að opna umræðuna? spurði umræðustjórinn hvað eftir ann- að. Umræðan er sem betur fer ekki alveg ný af nálinni, þótt það hafi líka komið fram í þættinum, að ýmsir eru haldnir þeim strúts- hætti að telja, að vændi tíðkist lítt eða ekki á íslandi. Og ef menn vilja huga að sögu fyrirbærisins,, þá er það nokkuð svo „æpandi" feimni að nefna það ekki, hve mjög vændi þandist út með her- námi landsins og hefur allar götur síðan átt þar gróðrarstíu. Kapp og forsjá En hvað um það - vitanlega er ekki nema sjálfsagt að taka upp mál eins og vændi hvort sem væri í sjónvarpi eða á öðrum vett- vangi. En það hefði kannski mátt gera með meiri forsjá en raun varð á. Til dæmis að taka kom það ekki fram í þættinum, að kvenna- hreyfingin nýja hefur tekið upp hörkuslag við vændi og mælt með róttækum og einatt umdeildum aðferðum. Engin var mætt af þeim vettvangi til að leggja orð í belg I annan stað fór það nokkuð svo út og suður um hvað væri eiginlega verið að tala. Um vændi eða eiturlyfjavandamál unglinga, sem sumir fjármagna sínar „þarf- ir“ með vændi - eða þá um boð- leiðir eyðninnar. Eða jafnvel kynferðislegt ofbeldi gegn börn- um ( á þeirri forsendu að sumir unglingar sem í slíku hafa lent leiðist síðar út í vændi ). Vændi er bisness Meiri einbeiting hefði ekki sakað. Það er ekki nema satt og rétt, að vændismál eru í vaxandi mæli eiturlyfjamál eins og dæmi sanna allt um kring. Og því ekki nema eðlilegt að þetta tvennt sé saman spyrt þegar menn eru að velta því fyrir sér hvernig eigi að bjarga unglingum frá því að fara í hund- ana. En það hefði kannski ekki ver- ið úr vegi að nema rækilegar stað- ar í þætti þessum við það sem kallað var „lúxusvændi“. Þar er vissulega um eitthvað allt annað að ræða en vandræði unglinga sem gera hvað sem er í vítahring eiturnotkunar. Lúxusvændi er fyrst og síðast stórbissness. Sjö þúsund krónur á tímann, sem nefndar voru sem verðlag fyrir slíka þjónustu verða fljótlega að heilmikilli veltu. Og hvar sem slíkt pengingastreymi á sér stað er sjálfsagt að spyrja um það, hverjir græða. Hvað um milli- göngumenn, reddara allskonar - fyrir nú utan vændiskonurnar sjálfar ? Það er ástæðulaust að setja upp undrunarsvip þegar vændi ber á góma, en það væri fróðlegt að vita fleira um það, hvort fyrirbærið er það útbreitt orðið og skipulagt, að til sé orðið það útsmogna samskiptakerfi, rambandi á barmi hins lögleyfða og hins bannaðá, sem einkennir flestar stærri borgir heims. Vanlíðan og valdbeiting Geðlæknirinn í umræðunum talaði um það að mikil vanlíðan fylgdi vændi, og er ekki að efa að það er rétt. Vændi er vitanlega ein mesta niðurlæging mannleg sem til er. En engu að síður virð- ist enginn sérstakur hörgull á fólki um heimsins ból sem vill kyngja þeim beiska bita vegna þess að það eru miklir peningar í þessu, eins og vændiskonan frá Hamborg sagði í sjónvarpsþætt- inum. Þegar spurt er um samfé- lagslegar forsendur vændis er í okkar hluta heims ekki síst ástæða til að spyrja eftir þeirri áráttu að reyna að stytta sér leið til velmegunar, sem ýtir m.a. undir þá freistingu að hala inn fljóttekna peninga á vændi. Og ekki vantar þá sem eru tilbúnir að finna ýmislega virðulega og allt að því „fræðilega“ réttlætingu á fyrirbærinu. Eða munið þið ekki frjálshyggjugaurana sem segja að vændi eru blátt áfram eins og hver önnur viðskipti : vara og þjónusta er fram borin og fyrir hana greitt á markaðsverði. Vörusalinn er svo í mismunandi verðflokki eftir útliti og sérhæfðri kunnáttu. Og svo framvegis. Það er heldur ekki úr vegi að minna á það, að vændi er meðal annars angi af eða undanrenna af valdabaráttu í ömurlegri mynd. Margir þeir sem kaupa sér konu eru að kaupa sér vald til að nota aðra eins og þeim best sýnist - og eiga þá um leið í brengluðu upp- gjöri við eigin undirlægjuhátt og niðurlægingu. Og fleiri hliðar eru á einmitt þessu. Fyrir skömmu mátti í banda- rísku vikuriti lesa um ungar kon- ur og vel menntaðar sem stofn- uðu hóruhús fyrir karla sem vildu láta fara illa með sig, niðurlægja sigí ástaleikjum. Því útsmognari sem auðmýkingin var, þeim mun betra, enda var öllu saman stjórnað af fólki sem kunni margt fyrir sér í sálarfræðum. Það fylgdi svo sögunni að viðskiptavinir fyrirtækisins væru yfirleitt vel efnaðir menn í ábyrgðarstöðum. Eins víst að þeir væru forstjórar sem hvunndags gáfu út tilskipanir sem aðrir urðu að hlýða og höfðu í hendi sér örlög margra manna. Engu líkara en þeir fyndu hjá sér þörf fyrir að bæta fyrir sína dag- legu valdbeitingu með því að sæta sjálfir kynferðislegri kúgun í leik. Sem minnir svo á það, eina ferðina enn, að vald spillir, vald yfir fé og holdi og sálum... -áb þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufeiag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphédinsson. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlttsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, GarðarSigvaldason. Framkvæmdaatjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríöur Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf HúnQörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og af greiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Sfðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.