Þjóðviljinn - 11.03.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.03.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Miðvikudagur 11. mars 1987 58. tðlublað 52. árgangur Kennarar Gengur hægt en gengur pó ✓ Kristján Thorlacius formaður HIK: Menn erufarnir að tala um launin „Ég er ekki búinn að missa alla von um að það takist að semja án þess að til verkfalls þurfí að koma 16.mars“ sagði Kristján Thorlac- ius formaður HÍK í samtali við Þjóðviljann í gær þegar vinnu- hópur félagsins og ríkisins gekk til fundar í Arnarhvoli. Vinnuhópur þessi, sem skipað- ur er tveimur fulltrúum frá hvor- um aðila, hefur setið linnulítið á fundum síðan í síðustu viku. „Við erum ennþá að ræða breytt form á vinnutímanum en svo eru menn einnig farnir að tala um launin. Þetta gengur ósköp hægt en gengur þó“ sagði Krist- ján. „Krafan um 45.500 króna lágmarkslaun er stóra málið en það skiptir auðvitað miklu máli til hve langs tíma verður samið. Ég tel að ríkið hafi fullan hug á að semja við okkur til tveggja ára, en það hefur ekki verið ákveðið.“ Kristján sagði að enn hefðu fulltrúar ríkisins ekki komið með nein tilboð í launamálum. Samninganefndir ríkisins og HÍK munu hittast í dag og má þá búast við því að málin skýrist eitthvað. -vd. Á fundi í Arnarhvoli í gær: Gísli Ólafur Pétursson stjórnarmaður í HlK, Krist- ján Thorlacius formaður HÍK og Ind- riði Þorláksson formaður samninga- nefndar ríkisins. (Mynd: Sig). Bókamarkaðurinn Kommúnista- ávaipið uppselt Halldór Guðmundsson útgáfustjóri M & M: Klassíkin selst best. Hugum að endurútgáfu Það voru síðustu 105 eintökin sem fóru af Kommúnistaá- varpinu á Bókamarkaðinum þannig að við verðum að fara að huga að endurútgáfu þessarar ágætu bókar þeirra Marx og Eng- els, sagði Halldór Guðmundsson útgáfustjóri Máls og Menningar í samtali við Þjóðviljann. „Betri gerðin af kommúnista- áróðri var mjög vinsæl á markað- inum, en við seldum ekki mikið áf sögu Kommúnistaflokksins og Ráðstjórnarríkjanna en það var mikil eftirspurn eftir Kommún- istaávarpinu“ sagði Halldór. „Það er sennilega eins með kom- mpnismann og bókmenntirnar, klassíkin selst best.“ Halldór sagði að Mál og menn- ing hefði selt allt að fjórum sinn- um meira nú en á síðasta bóka- markaði. -vd. Launajafnrétti Vægi dagvinnu verði aukiö Húsavík Félag ASÍog BSRB á ráðstefnu um jafnréttið og verkalýðshreyfinguna. Lára V. Júlíusdóttir: Rætt um leiðir til að koma í veg fyrir launamisrétti að fóru fram miklar og fjöru- gar umræður um jafnréttismálin og verkalýðsh- reyfinguna á þessarri ráðstefnu og við mótuðum þarna okkar inn- legg í þá umræðu sem nú fer fram innan jafnréttisnefndar NFS sagði Lára V. Júlíusdóttir lög- fræðingur ASI í samtali við Þjóð- viljann, en hún var ein 50 fulltrúa sem komu til ráðstefnu ASÍ og BSRB um launamisrétti kynj- anna í Borgarnesi um helgina. „Á vegum NFS, sem eru heildarsamtök verkalýðsh- reyfinganna á Norðurlöndum, er starfandi jafnréttisnefnd og ti- lefni ráðstefnunnar var að þessi nefnd hefur ákveðið að endur- skoða fjölskyldustefnu samtak- anna“ sagði Lára. „Á ráðstefnunni komu meðal annars fram nýjustu tölur frá Þjóðhagsstofnun um launamis- rétti milli kynjanna og jafnframt það sem vitað var, að það er mest utan dagvinnutíma. Það kemur til af því að karlarnir vinna meiri yfirvinnu og fá þess utan alls kon- ar aukasporslur. Helsta svarið við þessu er að auka vægi dagvinnutekna og einnig var rætt um hvort rétt væri að selja atvinnurekendum yfir- vinnu á svo dýru verði að þeir neituðu að kaupa hana. Þá voru einnig háværar raddir uppi um að selja yfirvinnuna á svo lágu verði að fólk fengist ekki til að vinna hana. Menn greinir á um leiðir en það er eftir leggja þetta allt fyrir stjórnir samtakanna“ sagði Lára að síðustu. -vd. um útvarp Átta aðilar á Húsavík hafa stofnað hlutafélag um rekstur út- varpsstöðvar þar í bæ og hyggjast hefja útscndingar eftir u.þ.b. tvo mánuði. Jóhannes Sigmundsson, sem er einn áttmenninganna, sagði þetta vera allt á undirbúningsstigi enn- þá, þeir væru að vinna í tækja- kaupum og slíku en það liti vel út með fyrirgreiðslur bæði í sam- bandi við tæki og húsnæði. Utvarpssendingar verða bara á Húsavík, dagskráin á léttum nót- um og fréttir frá Húsavík og ná- grenni. Til að byrja með verður aðeins útvarpað í 2-3 tíma á dag en stefnt er að því að útvarpa all- an sólarhringinn um helgar þegar frá líður. „Þetta verður einungis áhuga- mannaútvarp" sagði Jóhannes, „við ætlum að reyna að fjár- ntagna kostnað með auglýsingum en dagskrárgerð verður unnin af sjálfboðaliðum. Þetta er svolítið hæpið fyrirtæki fjárhagslega, en við ætlum að taka sjensinn. -ing Akranes Deilt um útboðsmál Bœjarstjórn ákvað ígær að hafna tilboði Trésmiðju Guðmundar Magnússonar í B-álmu Grundaskóla. Guðmundur átti lægsta tilboð Bæjarstjórn Akraness ákvað á fundi í gær að ganga til samninga við Trésmiðjuna Fjölni um tilboð trésmiðjunnar í innréttingar í B- álmu Grundaskóla. Trésmiðja Guðmundar Magnússonar átti lægsta tilboð í verkið, en bæjar- yfirvöld treystu sér hins vegar ekki til þess að taka því tilboði, vegna reynslu af fyrri viðskiptum við fyrirtækið og er þar vísað til bygginga sjálfseignaríbúða við Dvalarheimilið Höfða og kaup verkamannabústaða i fjölbýlis- húsi sem Trésmiðja Guðmundar byggði. Trésmiðja Guðmundar bauð 16,8 milljónir króna í verkið í Grundaskóla, Fjölnirbauð ásamt Tréverki 17,8 milljónir. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.