Þjóðviljinn - 11.03.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.03.1987, Blaðsíða 7
Umsjón: Ólafur Gíslason Kristur Trúboðsstöðin (The Mission) Bresk, 1986 Leikstjóri: Roland Joffé Handrit: Robert Bolt Leikarar: Jeremy Irons, Robert De Niro, Ray MacAnniy o.fl. Það er mikil kvikmynd sem nú er varpað á hvíta tjaldið í Há- skólabíó, löng „stór“-mynd, gríð- arlegir fossar, frumskógur ógnar- legur, fjöldi litskrúðugra indjána og skartsækinna átjándualdar- manna, mannraunir, messur og bardagar. í Trúboðsstöðinni fer fram tvennum sögum í einni. Jesúíta- munkar voru á þessum tíma al- þjóðlegt veldi á kaþólsku yfirráðasvæði og höfðu í latnesku Ameríku byggt upp net trúboðss- töðva á indjánaslóðum; áttu þes- svegna í útistöðum við nýlendu- veldi Spánverja og Portúgala, sem á þessum slóðum leituðu skjótfengins gróða og ódýrra þræla fyrir plantekrur sínar. MÖRÐUR ÁRNASON Vegna veldis jesúíta og tiltölu- legrar einangrunar í landflæmi Suður-Amerfku nutu stöðvar jes- úíta töluverðs sjálfstæðis og hefur sagnfræðingum heyrist mér legið til þeirra gott orð, ekki síst við þann bakgrunn evrópskrar villi- mennsku sem saga fyrstu land- námsalda í álfunni er af uppfull. Þegar Trúboðsstöðin hefst er svo komið að evrópskar hirðir eru að brjóta á bak aftur veldi jesúíta í Evrópu og Suður- Ameríku, og í okkar sögu er fjall- að um baráttu hinna sælu bræðra fyrir velferð og lífi indjánskra trú- taka sinna gegn illum þrælasölum og pólitíkusum. Sögumaðurinn er fulltrúi páfa, sendur til að setja niður deilurn- ar, og hefur raunar fyrirframá- kveðið erindisbréf um lokaaf- stöðu sína. Við sjáum söguna með gestsaugum hans, og um hann er myndin raunar öðrum þræði. Myndarheitið má til dæm- is skilja þannig, þótt margræðni þess hljóti að tapast í þýðingu; „mission" þýðir trúboðsstöð, en líka erindi/verkefni og leiðangur/ sendiför. Síðan beinist athyglin að tveimur Kristsmunkum, sem báðir vilja indjánum heilt, annar trúir á orðsins mátt og fordæmis- ins, hinn grípur að lokum til vopna í samræmi við fortíð sína og ver hið góða með illu. Og þótt hugur áhorfandans hrífist óhjá- kvæmilega af hinum vopnuðu varnarmönnum er myndin á sið- ferðilegu og trúarlegu bandi písl- arvottanna, sem fordæmi þeirra lifir lengur en kaldlyndir stjórnmálamenn og gírugir morð- ingjar. Urvalslið stendur að baki þess- ari mynd. Leikstjórinn Roland Joffé vakti heimsathygli og al- mannahylli fyrir Vígvelli/Killing fields um Kampútseuhörmung- arnar, handritshöfundurinn Ro- bert Bolt hefur komið víða við (Dr. Sívagó, Arabíu-Lárus), leikararnir eru góðkunnir, músík eftir Morricone þann sem tón- skreytti spaghettívestra Leones, og svo framvegis. Og tökumaður- inn Chris Menge hefur svo sann- arlega komist í essið sitt í þessari náttúru. Enda skartar Trúboðs- stöðin gullpálmanum frá Cannes. Þetta er sumsé mikil veisla, en samt verður maður fyrir dulitlum vonbrigðum. Myndinni hættir til að verða þunglamaleg, náttúran verður jafnvel of yfirþyrmandi þegar á líður, og verra er að sagan gerist í höndum aðstandenda of viðamikil til að komið verði að persónulýsingum að ráði. Þræla- gerist jesúíti Jeremy Irons sem Gabríel Kristsmunkur í frumskóg- inum. Trúarleg dæmisaga? salinn De Niro sem gerist bróð- urmorðingi og síðan munkur nær ekki miklu flugi, sjálfsagt vegna þess að helsti mótleikari hans, klerkurinn Gabríel (Jeremy Ir- ons), er fortíðarlaus og fortaks- laus hetja hins góða, í rauninni einskonar dýrlingur sem fremur kraftaverk sín í frumskógunum og bíður þar mótþróalausan písl- arvættisdauða í nafni guðs al- máttugs. Kannski er þetta alltsaman saga um Krist? Nýlenduherrarnir þá í hlutverki æðstuklerka gyð- inga, og erindreki páfagarðs (Ray MacAnnly, yfirlætislaus leikur og sterkur) Pontíus Pí- latus, og Rodrigo/De Niro sjálfur Pétur postuli sem greip til sverðs- ins í grasgarðinum og sneið eyrað af Malkusi. Að minnsta kosti ber myndin meiri svip trúarlegrar dæmisögu en sálfræðilegs eða fé- lagslegs raunsæis. Nú er útí hött að krefjast slíkr- ar frásagnaraðferðar. Aftur á móti verður ekki komist hjá að athuga hvað mynd sem velur sér þennan efnivið segir um kúgara og kúgaða og um þá nýlendusögu sem enn er undirstaða vestrænn- ar velsældar. Lýsingin á þremur höfuðöflum myndarinnar og samspili þeirra er harla bernsk fyrir áhorfendur sem ekki eru lengur í sunnudaga- skólum mannlífsins. Nýlendu- herrarnir eru vondir og slægir, jesúítarnir nánast óþægilega indælir miðað við orðspor sitt í mannkynssögunni, og indjánun- um er lýst sem stórum börnum. Hinir heiðvirðu villimenn Rouss- eaus eru mættir enn einu sinni á svæðið, og nú svo hrifnir af fiðl- um og Maríumyndum að þeir gefa fyrri lifnaðarhætti uppá bát- inn án nokkurrar eftirsjár og ger- ast glaðir byrði hins hvíta í Kipling-stíl. Þrátt fyrir nokkrar glettigóðar svipmyndir verða innfæddir lítið annað en leiktjöld fyrir átök góðs og ills meðal hvítra, þveröfugt við til dæmis til- raun Boormans í Emerald For- est. í táknmáli myndarinnar verður samfélag þeirra og jesúítanna að paradís á jörðu, útópíu hrein- leikans, og skýrlega afmarkað með fossunum miklu frá falsi faldinni veröld; að komast þang- að verður aðalpersónunum tveimur andleg skírsla, þrælasal- anum raunar rammkaþólsk yfir- bót. Slátrunin í lok myndar tákn- ar ekki endalok menningar í Suður-Ameríku eða öðrum óevr- ópskum samfélögum, - uppgjör- ið stendur milli andstæðna í gild- ismati hvítra. Sem þó eiga það þó sameiginlegt, án athugasemdar frá myndarhöfundum, að telja sig í fullum rétti yfir lífi og limum indjánanna. í þeirri raunsögu sem myndin byggir á börðust ind- jánarnir einir gegn nýlenduherj- unum. Hér krefjast öll rök þess að jesúítamunkarnir taki þátt í slagnum og taki í honum forysíu. Það er skrítið með kvikmyndaumfjöllun einsog þessa, og reyndar ýmsa aðra „gagnrýni“, að eftir því sem verk- in eru betri hættir þeim sem um vélar til að fella harðari dóma, til að tala meira um galla en kosti, kannski vegna þess að maður þykist sjá hversu miklu betra verkið gæti hafa orðið, ef ... , - sem er vond afstaða til listaverka. Þótt ekki væri fyrir annað en meistaralegar senur er fyllilega stætt á að mæla með Trúboðsstöð Joffés við alla sem fara á bíó: fyrsti píslarvotturinn steypist á krossi niður fossinn - glæsilegt bróðurmorð Rodrigo - mögnuð lokaorusta um trúboðsstöðina - Te Deum jesúíta og indjánakórs gegn byssukjöftunum. Það skortir ekki á hrífandi myndskeið í þessu verki. Hins- vegar virðist höfundum hafa ver- ið of mikið niðrifyrir af siðrænum trúarhvötum til að ná verulega sterkum heildaráhrifum. Schönberg: Tímamótaverk Kammersveit Reykjavíkur verður með tónleika undir forustu Paul Zukofskys í Áskirkju annað kvöld. Þar verða flutt tvö verk eftir Arnold Schönberg, Serenade op 24 fyrir klarinett, bassaklarinett, mandolin, gítar, fiðlu, víólu, selló og einsöngsrödd (John Speight) og Líklega hefur engin „uppgötv- un“ haft önnur eins áhrif á stefnu tónlistar okkar tíma og „tólftóna- röðin“ svonefnda. „Röðin“ teng- ist fyrst og fremst nafni og verk- um Arnold Schönbergs, og það þó hún komi alls ekki fyrst fram í verki eftir hann. Josef Mathias Hauer á heiðurinn af því að beita fyrstur tólftónaröðum'í tónsmíð- um þannig að tala má um „kerfi“, en hugmyndir að slíkum röðum má svosem finna í verkum eldri manna á síðari hluta 19du aldar- innar. En um líkt leyti og Hauer setur fram kenningar um tól- ftónatækni í tónsmíðum, vex „röðin“ einsog sjálfkrafa út úr þeim vinnubrögðum sem Schön- berg beitir í sínum „expressjón- ísku“ verkum á fyrstu tveim ára- tugum 20stu aldarinnar. Það þarf svosem ekki mikla skarpskyggni nú, að sjá hvert stefnir í Pierrot Lunaire frá 1912. Þar má reyndar finna dæmi um raðtækni, sem að vísu er ekki kerfisbinding hinna tólf tóna áttundarinnar í seinnit- íma skilningi, en hrein og bein raðtækni fyrir því. Og sú rað- tækni er sprottin af listrænni nauðsyn til að binda efni í form, efni sem endanlega háföi verið losað úr viðjum tóntegunda. Sérstakrar athygli verður er áttundi þáttur þess verks, Nacht, sem er byggður eingöngu á þriggja tóna mótívi. Mótív þetta, E-G-Es, er sett fram í ótal mynd- um, speglunum og krabbagangi sem lagrænn efniviður og hljóm- rænn, í einskonar passacagliu- tilbrigðum með gríðarflóknum kontrapúnkti. En tilhneiginga í þessa átt gætir víðar í Pierrot, og enn frekar í verkum sem koma næst á eftir. Hinsvegar er það ekki fyrr en ellefu árum síðar, eða 1923, að Schönberg kemur fram með verk þar sem tónarnir tólf eru bundnir í raðir, seríur. Þetta eru valsinn í píanólögum op. 23 og fjórði þáttur Serenöðu op. 24, þ.e. þátturinn fyrir söng- rödd og hljóðfærin sjö, við sonn- ettu eftir Petrarca. Sereftaðan er hvað stíl snertir mjög nærri expressjónismanum í Pierrot, með sveiflukenndum tilfinning- um og sífelldum litbrigðum hljóms og línu. Þar er víðast beitt einhverskonar raðtækni, mis- jafnlega strangri og afgerandi, sérstaklega í tilbrigðaþættinum nr. 3, þar sem fjórtán-tóna meló- día er efniviður alls sem á sér stað. En í fyrrnefndum sonnettu- þætti er tólftónaröðin (E D Es Ces C Des As Ges AFGB) sem sé uppspretta alls og þar er fylgt Blásarakvintett op 26 Arnold Schönberg. ströngustu reglum um jafngildi allra tóna. Enginn tónn má hljóma oftar en annar og hver tónn skal vera á sínum stað í röð- inni. En röðin heyrist ekki aðeins í þessu frumformi, heldur einnig afturábak og í spegilmyndum og þar með eru í rauninni komnar fjórar frumraðir, sem sfðan geta byrjað á hvgrjum hinna tólf tóna. Þannig má tala um 48 um- röðunarmöguleika í verki og átt- undaskipan, hljómþykkt og hljóðfallsmyndun eru frjáls og einsog andinn einn inn gefur. I sönglínu sonnettuþáttarins er þó aðeins um sífella endurtekningu fyrstu frumraðarinnar að ræða, hver tónn fellur á eitt atkvæði ljóðsins. En þar sem hver lína hjá Patrearca hefur ellefu atkvæði, verða endurtekningarnar tæp- lega þrettán og tónrænir áhersl- upúnktar sí-breytilegir. Það vekur athygli, að Schön- berg, sem árum saman hafði í augum manna og eyrum verið erkifjandi klassískra forma, af- neitari laglínu og hljóms og ann- arra góðra siða, semur fyrstu tólf- tónaverkin með sterkri hliðsjón af formum sem tíðkuðust helst á 18du öld og í byrjun þeirrar 19du. Þannig má vel gera samanburð á op 24 og Serenöðum Mozarts og Divertimentóum, og píanósvítan op 25, sem er fyrsta heila tón- verkið sem byggist á tólftónaröð, hlýtur að leiða hugann að semb- alsvítum Bachs. Fyrsta tónverkið fyrir fleira en eitt hljóðfæri, sem byggist á tólftónaröð er svo Blás- arakvintettinn op 26, og hann er að sínu leyti dæmigerð „sónata“ fyrir kammersveit. Hversvegna hvarf Schönberg aftur til gamalla forma, þegar hann hafði fundið svo greiða leið í ónumin lönd? Var hann þrátt fyrir allt á höttunum eftir „ný- klassikisma“ líkt og td. Stravin- sky og ýmsir Fransmenn um langt skeið? Svarið er hans sjálfs: hann var tónskáld, sem þrátt fyrir eilífa leit, byggði traust á evrópskum hefðum. Svokallað lag og form- leysi expressjónísku verkanna var augljós framþróun þeirrar síbreytitækni sem hann tók að erfðum frá Brahms, tóntegunda- leysið, atonalitet, rökrétt áfram- hald tónmiðju-óstöðugleika síð- rómantískunnar. Og tólftóna- kerfið er ekki síður niðurstaða tæmandi rannsókna á fornum kontrapúnkti en hljómrænnar þróunar frá Bach til Wagners. Tólftónakerfið var honum því leið til endurmats og endurnýjun- ar gamalla hugmynda. Um leið opnaði það hlið spánýrrar verald- ar, sem menn hafa verið að kynn- ast í verkum yngri tónskálda og sér ekki fyrir endann á þeirri þró- un. Það er því ekki að ófyrirsynju að Serenaðan op 24 og Blásara- kvinettinn op 26, teljast til ör- fárra tímamótaverka tónlistarsögunnar. Leifur Þórarinsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.