Þjóðviljinn - 11.03.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.03.1987, Blaðsíða 13
Irland Haughey slapp naumlega Traustsyfirlýsing samþykkt með atkvœði þingforseta. Oháður vinstriþingmaður hótar andstöðu gegnfélagslegum niðurskurði Charles Haughey varð í gær forsætisráðherra írska lýð- veldlsins í þriðja sinn eftir að stjórn Fianna Fail-flokks hans vann atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu á þingi með eins atkvæðis meirihluta. Mikil spenna ríkti á þinginu í Dyflinni í gær þarsem óljóst var hvernig þingmaðurinn Terry Gregory mundi greiða atkvæði. Hefði hann beitt sér gegn stjórn- inni væri hún fallin, 83-82, en Gregory kaus að sitja hjá, og skar því atkvæði þingforseta úr. Fianna Fail-flokkinn vantaði þrjú þingsæti á hreinan meiri- hluta í kosningunum í febrúar, og þurfti Haughey formaður hans því að reiða sig á stuðning óháðra, sem eru fjórir á þinginu. Einn þeirra er stuðningsmaður stjórnarinnar, annar andstæðing- ur hennar, sá þriðji var kjörinn þingforseti, og slíkir bjarga sitj- andi stjórn samkvæmt hefð. Sá fjórði er svo vinstrimaður- inn Gregory. Hann studdi stjórn Haugheys árið 1982 gegn miklum fjárveitingum til kjördæmis síns, fátæks verkalýðshverfis í Dublin, en Haughey neitaði nú öllum samningum við óháða og sagði að fengi hann ekki meirihluta yrði boðað til nýrra kosninga. Greg- ory ákvað að sitja hjá á þinginu í gær, en sagði janframt að hann mundi endurskoða þá afstöðu sína til stjórnarinnar ef hún ætl- aði sér félagslegan niðurskurð. Charles Haughey hefur tvisvar áður orðið forsætisráðherra í Eire, 1972 og 1982, sat tæpt hálft annað ár fyrra sinnið og rúmt hálft ár hið síðara. Fróðir menn um írsk stjórnmál telja vafasamt að hann nái að sitja nú út fimm ára kjörtímabil, og þykir stjórn hans of veik til að mæta geigvæn- legum efnahagsvanda í landinu svo gagn sé að. -m Charles Haughey formaður Fianna Fail, - forsætisráðherra íra í þriðja sinn. Genf Viðræður hefjast á ný Bjartsýni ríkjandi Hvíta húsið Babbitt í framboð Vill helmingsniðurskurð á kjarnavopnum Bruce Babbit frá Arizona, - róttækur tónn í afvopnunarmálum. Bruce Babbitt, fyrrverandi ríkisstjóri í Arizona, lýsti í gær formlega yfir að hann sæktist eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs í kosningun- um í nóvember á næsta ári. Babbitt er annar demókratinn sem gefur formlega framboðsyf- irlýsingu. Richard Gephardt reið á vaðið fyrir hálfum mánuði, og búist er við að skjótlega bætist í hópinn Gary Hart, Jesse Jack- son, Joseph Biden frá Delaware og ríkisstjórinn í Massachusetts, Michael Dukakis. Babbitt valdi sér fyrsta próf- kjörsfylkið, New Hampshire, til yfirlýsingarinnar, og sagðist berj- ast undir slagorðunum: Ameríka til forystu. Hann leggur áherslu á gjörbreytingar í efnahagsmálum, og leggur þar á meðal til að starfs- menn fyrirtækja taki þátt í gróða og tapi. Babbitt gagnrýndi Reagan forseta mjög fyrir íransmálin, og sagði að aldrei ætti að láta neitt í skiptum fyrir gísla. Hann hvatti til helmingsniðurskurðar kjarn- orkuvopna og gagnkvæmra samninga um hlé á áformum í stjörnustríðsstíl. Babbitt hefur ekki notið um- talsverðs fylgis í skoðanakönnun- um hingaðtil, og hefur Gary Hart borið höfuð og herðar yfir aðra demókrata. El Salvador Viðræður undirnefndanna sem fjalla um meðaldrægar flaugar hófust aftur í Genf í gær, og virðist bjartsýni báðu- megin um úrslit. Max Kampelman aðalsamn- ingamaður Bandaríkjanna í Genf hefur þó sagt að hann búist ekki við samningum fyrren að ári, en áður var haft eftir hinum sovéska kollega hans Júrí Vorontsof að búast mætti við undirritun í sumar. Viðræður undirnefndanna eiga að halda áfram meðan formlegt hlé stendur yfir í afvopnunarvið- ræðunum í Genf, en þær hefjast aftur 23. apríl, skömmu eftir fund utanríkisráðherranna Shultz og Shevardnadze í Moskvu. -m Pyntingar regla, dómsmeðferð undantekning Skýrsla bandarískra lögfrœðinga dregur upp dökka mynd afástandi mannréttinda- mála í El Salvador. Utanríkisráðuneytið ber blak afyfirvöldum landsins Mannréttindanefnd banda- rískra lögfræðinga hefur sent frá sér svarta skýrslu um ástand mannréttindamála í El Salvador. Þar kemur fram að pyntingar eru daglegt brauð fyrir þá ógæfu- sömu einstaklinga sem lenda í klóm öryggislögreglunnar og að níutíu prósent af yfir eitt þúsund pólitískum föngum fengju aldrei réttað í málum sínum. Nánast öllum konum er hand- teknar væru af leyniþjónustu- mönnum væri nauðgað og að margvíslegum aðferðum væri beitt til að niðurlægja og kvelja fólk sem oft væri handtekið af smávægilegasta tilefni, stundum þyrfti ekki nema vægan grun um frjálslynd viðhorf. Barsmíðar, líflátshótanir, svelti og raflost væru eftirlætisað- ferðir böðla sem reyna að sneiða hjá því að of miklir áverkar sjáist á fórnarlambinu. Þótt enn megi ganga fram á sundur skotin lík manna við veg- arbrún í landinu, handaverk ör- yggislögreglunnar, þá hefur dreg- ið stórlega úr pólitískum morðum undanfarin ár, hermir skýrslan. Skýrsluhöfundar fullyrða að umbætur í dómskerfi landsins séu til lítils þegar liðsforingjar jafnt sem óbreyttir kvalarar úr röðum öryggislögreglunnar væru hafmr yfir lög og rétt og þyrftu aldrei að sæta ábyrgð gerða sinna. Ennfremur beindu lögfræðing- arnir spjótum sínum að löndum sínum sem taka að sér þjálfun ör- yggissveitanna og hersins og sögðu margt í þeirri kennslu orka tvímælis svo ekki væri kveðið sterkar að orði. í síðasta mánuði lét utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna fara frá sér skýrslu um sama efni en í henni kveður við allt annan tón. Þar er það fullyrt fullum hálsi að framferði hers öryggissveita breytist stöðugt til batnaðar. Að vísu væru einhverjir að kveinka sér undan pyntingum en þar sem ekki sæust neinir áverkar á mönnum væri ekkert hægt að staðhæfa um sannleiksgildi orða þeirra! Ekki væri vitað um nein dæmi þess að menn væru píndir og kvaldir í fangelsum og að böðl- ar dauðasveitanna væru orðnir friðsamir og mættu ekki vamm sitt vita! Það væri grátlegt til þess að vita ef bandarískum almenningi gæf- ist ekki kostur á að bera þetta makalausa plagg Reaganstjórn- arinnar saman við skýrslu mannréttindanefndar lögfræð- inganna. -ks. AUGLÝSENDUR 'M V Fermingargjafahandbók Þjóðviljans kemur út i flmmta ainn 26. mars n.k. Þeir augiýsendur, sem áhuga hafa á að auglýsa í handbóklnni, eru vlnsamlegast beðnir um að hafa samband við auglýsingadeild Þjóðviljans, Rannveigu, í síma 681333 fyrir 23. mars í síðasta lagi. Vestur-Pýskaland Ný ríkis- stjórn Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, sagði í gær að stjórn- armyndunarviðræður kristilegu flokkanna og Frjálslynda flokks- ins væru til lykta leiddar og myndi hann kynna ráðherralistann næstkomandi fimmtudag. Sérfræðingar gera ekki ráð fyrir að miklar breytingar hafi verið gerðar á ríkisstjórninni og að sömu menn muni gegna þýð- ingarmestu embættunum. -ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.