Þjóðviljinn - 11.03.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 11.03.1987, Blaðsíða 14
Arkitektar og samkeppnir Að undanförnu hefur í blaði ykkar nokkuð verið fjallað um samkeppni (þ.á m. á forsíðu þann 17.2. 1987), sem efnt hefur verið til með þátttöku Arkitektafélags íslands (AÍ). Vegna rangfærslna sem þar koma fram, óska ég eftir að eftirfarandi verði birt á áber- andi stað í blaðinu, lesendum og ritstjórn til fróðleiks. Arkitektafélag íslands veitir aðstoð við samkeppni um verk- efni á sviði arkitekta. Tilgangur félagsins með þessu er m.a. að fá fram frjóar hugmyndir til þróun- ar byggingarlistar, að fá verkefni vel leyst af hendi og að tryggja útbjóðendum samkeppnishæfa menn til setu í dómnefndum, þannig að dómar verði eins rétt- látir og auðið er hverju sinni. Til að tryggja jafnrétti keppenda er keppt eftir samkeppnisreglum félagsins. Þar er kveðið á um ýmis atriði er varða framkvæmd samkeppninnar, m.a. um kosn- ingu dómnefndar og hvernig hún skuli vera samsett. Þar kemur m.a. fram, að tala dómara skuli vera oddatala, að meirihluti dómara skuli vera fag- menn (arkitektar þegar um bygg- ingarverkefni er að ræða), að fulltrúar félagsins í nefndinni skulu eigi vera færri en Vs hlutar nefndarmanna og að kjósa skuli fulltrúa félagsins á félagsfundi. Til að komast hjá beinu sam- bandi dómara við keppendur, ber dómnefnd að hafa sérstakan trúnaðarmann, sem AÍ tilnefnir. Trúnaðarmaður afhendir kepp- nisgögn, tekur á móti fyrirspurn- um, tekur á móti úrlausnum og heldur skrá yfir þá sem sótt hafa keppnisgögn o.fl. Trúnaðar- manni er skylt að halda strang- lega leyndum nöfnum þeirra manna, sem tekið hafa keppnis- gögn, og að öðru leyti stuðla að nafnleynd. Vegna samkeppni um ráðhús í Reykjavík, sem nú stendur yfir og m.a. er gerð að umtalsefni á forsíðu Þjóðviljans þann 17. fe- brúar sl., vill stjórn AÍ taka fram að þeir Þorsteinn Gunnarsson og Guðni Pálsson eru fulltrúar fé- lagsins í dómnefndinni. Um til- nefningu þeirra var fjallað í stjórn félagsins og samkeppnis- nefnd, og þeir síðan kosnir sam- hljóða á félagsfundi, en kosning í dómnefndina var tilkynnt í fund- arboði. Þriðji arkitektinn í nefnd- inni er Þorvaldur S. Þorvaldsson, en hann ásamt þeim Davíð Odds- syni og Sigrúnu Magnúsdóttur var tilnefndur af Borgarstjórn Reykjavíkur. Þorvaldur hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörf- um fyrir AÍ, meðal annars verið formaður félagsins. AÍ tilnefndi Ólaf Jensson sem trúnaðarmann eftir umfjöllun í stjórn félagsins, en Ólafur hefur langa reynslu að baki í því starfi og er mér ekki kunnugt um, að gerðar hafi verið athugasemdir við þau störf hans. Það er ljóst, að á allan hátt hef- ur verið staðið að skipun dóm- nefndarinnar í samræmi við sam- keppnisreglur AÍ, og að til starfa hefur valist hið hæfasta fólk. Arkitekt sá, sem K.Ól. kveður vera heimildarmann sinn (ónafn- greindur að sjálfsögðu), þekkir lítið til starfa dómnefnda, ef hann telur sig geta „raðað lista vinn- ingshafa upp strax“, án þess að vita svo mikið sem hverjir taka þátt í samkeppninni. Magnús Jón. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði verður haldinn laugardaginn 14. mars kl. 10 í Skálanum, Strandgötu 41. Magnús Jón Árnason ræðir um stöðuna í bæjarmálunum og helstu verkefni framundan. Önnur mál. Félagar fjölmennið. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Akranesi Félagsfundur í Rein mánudagskvöldið 16. mars. Dagskrá: Kosningastarf og fleira. Félagar og stuðningsmenn fjölmennið - Stjórnin. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ KOSNINGASKRIFSTOFUR Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins er í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, Akureyri. Til að byrja með verður skrifstofan opin þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16-18. Starfsmaður er Krist- jana Helgadóttir. Síminn er 25875. Alþýðubandalagið Vestfjörðum Búið er að opna kosningaskrifstofu á Hæstakaupstað, Aðal- stræti 42, ísafirði. Skrifstofan er opin allan daginn. Síminn er 94-4242. Kosningastjóri er Gísli Þór Guðmundsson. Alltaf heitt á könnunni. G-listinn Reykjanesi Aðalkosningaskrifstofa G-listans í Reykjaneskjördæmi er í Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Þar er opið alla virka daga frá kl. 10.00-19.00. Alltaf heitt á könnunni og starfsmennirnir Valþór, Ásdís, Helgi og Unnur til þjónustu reiðubúin. Símarnir eru 41746 og 46275. Þá hefur einnig verið opnuð kosningaskrifstofa í Keflavík, að Hafnargötu 34. Síminn þar er 92-4286. - G-listinn Reykjanesi. Alþýðubandalagið Austurlandi Aðalkosningaskrifstofa G-listans í Austurlandskjördæmi er á Reyðarfirði, Heiðarvegi 22, neðri hæð. Opið alla virka daga frá kl. 10-18 og á kvöldin frá kl. 20-22. Um helgar fyrst um sinn frá kl. 14-17. Síminn er 97-4361. Kosningastjóri er Jólfanna lllugadóttir, heimasími 97-4377. Alltaf heitt á könnunni. FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR - Kosningaskrifstofan er á Búðavegi 6. Sími 97-5444. Opið á fimmtudagskvöldum frá kl. 20 fyrst um sinn. Alþýðubandalagið Suðurlandi Kosn i ngaskrif stof a Alþýðubandalagsins á Suðurlandi er að Sigtúni 1, Selfossi. Fyrst í stað verður skrifstofan opin frá kl. 17-22 alla daga vikunnar. Síminn er 99-1006. Kosningastjóri er Guðvarður Kjartansson. Alþýðubandalagið Utankjörfundarkosning Utankjörstaðaskrifstofa Alþýðubandalagsins er að Hverfisgötu 105. Ópið til að byrja með frá kl. 9-17. Síminn er 91-22335 og 91-22361. APÓTEK Helgar-, kvöld og varsla lyfjabúða í Reykjavík vikuna 6.-12. mars 1987er í Garðs Apóteki og Lyfjabúðinni Ið- unni. Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast nætur- vörslu alla daga 22-9 (til 10 fridaga). Siðarnefnda apó- tekið er opið á kvöldín 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. Haf narf jarðar apótek er opiö allavirkadagafrákl 9 til 19 og á laugardögum frá kl. 10 til 14. Apótek Norðurbæjar er opið mánudaga til firrrmtudaga frá GENGIÐ 10. mars 1987 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar 39,430 Sterlingspund 62,489 Kanadadollar.... 29,517 Dönsk króna..... 5,6399 Norskkróna...... 5,6333 Sænsk króna..... 6,0844 Finnsktmark..... 8,6678 Franskurfranki.... 6,3687 Belgískurfranki... 1,0237 Svissn. franki.. 25,1355 Holl. gyllini... 18,7673 V.-þýsktmark.... 21,1932 (tölsklíra...... 0,02983 Austurr. sch.... 3,0160 Portúg. escudo... 0,2767 Spánskurpeseti 0,3028 Japansktyen..... 0,25629 (rsktpund....... 56,694 SDR............... 49,6411 ECU-evr.mynt... 44,0413 Belgískurfranki... 1,0174 kl. 9 til 18.30,föstudagakl.9 til 19 og á laugardögum frá kl. 10 til 14 Apótekln eru opin til skiptis annan hvern sunnudag frá kl. 10til 14. Upplýsingarísíma 51600. Apótek Garðabæjar virka daga 9-18.30, laugar- daga 11-14 Apótek Kefla- víkur: virkadaga9-19, aðra daga 10-12. Apótek Vestmannaeyja: virka daga 8 18. Lokað ihádeginu 12.30- 14 Akureyri: Akureyrarapót- ek og Stjörnuapótek, opin virka daga kl. 9-18. Skiptast á vörslu, kvöld til 19, og helgar, 11 -12og 20-21. Upplýsingar s. 22445. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspít- alinn: alladaga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30- 19.30, helgar 15-18, og eftirsamkomulagi. Fæðing- ardeild Landspítalans: 15- 16. Feðratimi 19.30-20.30. Öldrunarlækningadeild Landspitalans Hátúni 10 B: Atla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:virkadaga 16- 19, helgar 14-19.30. Heilsu- verndarstöðin við Baróns- stíg:opin alladaga 15-16 og 18.30- 19.30 Landakotss- pítali:alladaga 15-16 og 19- 19.30. Barnadeild Landa- kotsspitala: 16.00-17.00. St. Jósefsspitali Hafnarfirði. alla daga 15-16og 19-19.30. Kleppsspítalinn: alla daga 15-16og 18 30-19 Sjúkra- húsið Akureyri: alla daga 15-16og 19-19.30. Sjúkra- húsið Vestmannaeyjum: alladaga 15-16og 19-19,30. Sjúkrahús Akraness: alla daga15.30-16og 19-19 30 SjúkrahúsiðHúsavik: 15-16 og 19.30-20. LÖGGAN Reykjavik.....sími 1 11 66 Kópavogur.....sími 4 12 00 Seltj.nes.....sími 1 84 55 Hafnarfj......simi 5 11 66 Garðabær......simi 5 11 66 SivKkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík.....simi 1 11 00 Kópavogur.......sími 1 11 00 Seltj.nes.......sími 1 11 00 Hafnarfj.... simi 5 11 00 Garðabær . .. sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarnarnes og Kópavog er í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólar- hringinn. Vitjanabeiðnir, simaráðleggingar og tima- pantanir í síma 21230. Upp- lýsingar um lækna og lyfja- þjónustu eru gefnar i sím- svara 18888. Borgarspítalinn: vakt virka daga kl.8-17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða náekki til hans. Landspítal- inn: Göngudeildin opin 20 og 21 Slysadeild Borgarspítal- ans: opin allan sólarhringinn, simi8 1200. Hafnarfjörður: Dagvakt. Upplýsingar um næturvaktir lækna s. 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 45066, upplýs- ingar um vaktlækna s. 51100 Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiðstóðinni s. 23222. 1 hjáslökkviliðinus. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavík: Dagvakt. Upplýs- ingar s 3360 Vestmanna- , eyjar: Nev öarvakt lækna s. | 1966. ÝMISLEGT Hjálparstöö RKI, neyðarat- hvaii tyrir unglinga Tjarnar- götu 35. Sími: 622266, opiö allansólarhringinn. Sálfræðistöðin Ráðgjöf i sálfræðilegum efn- um. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 10-14.Sími68r"n0 Kvennaráðgjöfin Kvenna- húsinu. Opm þriöjud. kl. 20- 22. Simi21500. Upplýsingar um ónæmistæringu Upplýsingar um ónæmistær- ingu (alnæmi) i sima 622280, milliliðalaust samband við lækni. Fyrirspyrjendurþurfa ekki að gefa upp nafn. Viö- talstimarerufrákl. 18-19. Frá samtökum um kvenna- athvarf, sími21205. Húsaskjól og aðstoð fynr kon- ur sem beittar hafa veriðof- beldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin'78 Svarað er i upplýsinga- og ráðgiafarsíma Samtakanna 78 félags lesbia og homma á Islandi á mánudags- og fimmtudagskvoldumkl. 21- 23. Simsvan á óörum timum Síminner 91-28539 Fólageldri borgara Opið hús i Sigtúni viö Suður- landsbraut alla virka daga milli 14og 18 Veitingar. SÁÁ Samtök áhugalólks um á- fengisvandamálið, Síðumúla 3-5, sími 82399 kl. 9-17, Sálu- hjálpiviðlögum81515. (sim- svari). KynnmgarfundiriSiðu- múla3-5fimmtud. kl. 20. Skrifstofa Al-Anon aðstandenda alkóhólista, Traðarkotssundi 6. Opinkl. 10-12 alla laugardaga, simi 19282. Fundir alla daga vik- unnar. Fréttasendingar rikisut- varpsins á stuttbylgju eru nú á eftirtöldum tímum og tíðn- um: Til Norðurlanda, Bretland og meginlands Evrópu: Dag- lega, nema laugard. kl. 12.15 til 12.45 á 13759 kHz, 21.8m og 9595 kHz, 31 3m. Daglega kl. 18.55 til 19.35/45 á 9985 kHz, 30.Om og 3400 kHz, 88.2 m. Til austurhluta Kanada og Ðandaríkjanna: Daglega kl. 13.00 til 13.30 á 11855 kHz, 25.3m, kl. 18.55 til 19.35/45 á 11745 kHz, 25.5m, kl. 23.00 til 23.35/45 á 7290 kHz, 41.2m Laugardaga og sunnudaga kl. 16.00 til 16.45 á 11745 kHz, 25.5m eru há- degisfréttir endursendar, auk þess sem sent er fréttayfirlit liðinnar viku. Allt íslenskur tími, sem er sami og GMT/UTC. SUNDSTAÐIR Reykjavík. Sundhöllin: virka daga 7-20.30, laugardaga 7.30-17.30, sunnudaga 8- 14.30 Laugardalslaug og Vesturbæjarlaug: virka daga 7-20.30, laugardaga 7.30-17.30. sunnudaga8- 15.30, Uppl. umgufubaöi Vesturbæis. 15004 Ðrelöholtslaug: virka daga 7.20-20.30, Iaugardaga7.30- 17.30, sunnudaga 8-15.30. Upplýsingar um gufubað o.fl. s 75547 Sundlaug Kópa- vogs: vetrartimi sept-maí, virka daga 7-9 og 17.30- 19.30, Iaugardaga8-17, sunnudaga9-12. Kvennatim- ar þriðju- og miðvikudögum 20-21. Upplýsingar um gufu- böös. 41299 Sundlaug Ak- ureyrar: virka daga 7-21, laugardaga 8-18. sunnudaga 8-15 Sundhöll Keflavikur: virka daga 7-9 og 12-21 (föstudaga til 19), laugardaga 8-10og 13-18, sunnudaga9- 12. Sundlaug Hafnarfjai ar: virka daga 7-21, laugar daga 8-16,sunnudaga 9- 11.30 Sundlaug Seltjarn- arness: virka daga 7.10- 20.30, laugardaga 7.10- 17.30, sunnudaga 8-17.30. Varmárlaug Mosfellssveit: virka daga 7-8 og 17-19.30, laugardaga 10-17 30, sunnu- daga 10-15.30. 1 2 5 m 4 8 • 7 . # a - • to 1 11 12 m 14 # 1» 18 L J 17 1« r^i L J 18 20 - ííi 21 22 23 « 24 n 28 A- Lárétt: erill 4 óhapp 8 sýlspikað 9 oka 11 blóð- mörskepp 12 tilkallið 14 struns 15 kvendýr 17 ruddalegt 21 sveifla 22 snauði 24 borðhaldið 25 spil Lóðrétt: 1 svall 2 aflaga 3 ólmur 4 síðla 5 hjálp 6 fjarlægara 7 stíft 10 lyktir 13 nabbi 16 viðkvæmt 17 knæpa 18 súld 20 bók 23 slá Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 slök 4 bálk 8 Sverrir 9 sæla 11 eiði 12 stabbi 14 ak 15 bíða 17 kapal 19 ger 21 æða 22 láni 24 rita 25 lima Lóðrétt: 1 sess 2 ösla 3 kvabba 4 breið 5 ári 6 liða 7 krikar 10 ætlaði 13 bíll 16 agni 17 kær 18 pat 20 eim 23 ál 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.