Þjóðviljinn - 11.03.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.03.1987, Blaðsíða 12
HEIMURINN Bretland Verkamannaflokkur enn í vanda Kosningaósigur í Greenwich vekur upp nýjar deilur miðju- og vinstrimanna. Callaghan gegn einhliða kjarnorkuafvopnun Ósigur frambjóðanda Verka- mannaflokksins fyrir fulltrúa miðjubandalags frjálslyndra og jafnaðarmanna í Greenwich á dögunum hefur hleypt nýju lífi í umræðuna gamalkunnu um róttæka umbyltingarstefnu öndvert hægfara umbóta- hyggju, hinn gullna meðalveg þessara viðhorfa og hvað falli í kram breskra atkvæða og hvað ekki. Allar götur frá árinu 1945 hafði þessi útborg Lundúna verið traust vígi Verkamannaflokksins og kosningar nánast formsatriði. Pví er ekki að furða þótt forystu- mönnum flokksins hafi slegið fyrir brjóst er úrslit lágu fyrir, því talið er fullvíst að Thatcher for- sætisráðherra rjúfi þing og efni til kosninga á hausti komanda. Eru niðurstöðurnar úr Greenwich að- eins forsmekkur þess sem koma skal? Á hvern eða hverja er hægt að skella skuldinni af þessum sára ósigri? Miðjumenn tvínóna ekki við þessa spurningu heldur svara um- búðalaust: „Vinstrivilla" fram- bjóðandans, Deirdre Wood, AUGLYSING um framlagningu kjörskrár í Hafnarfirði Kjörskrá fyrir Hafnarfjörð vegna alþingiskosn- inga, sem fram eiga að fara 25. apríl 1987, liggur frammi almenningi til sýnis á.bæjarskrifstofunni að Strandgötu 6, hafnarfirði alla virka daga nema laugardaga, frá 13. mars til 6. apríl n.k., kl. 9.30- 15.30. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu haf borist skrif- stofu minni eigi síðar en 6. apríl n.k. Hafnarfirði, 10. Bæjarstjóri mars 1987 Lausar stöður Við félagvísindadeild Háskóla Islands eru lausar til umsóknar eftir- taldar stöður: 1. Lektorsstaða í stjórnmálafræði. Umsækjandi skal vera hæfur til að annast kennslu í undirstöðugreinum í stjórnmálafræði og kennslu og rannsóknir á a.m.k. einu af eftirfarandi sviðum ís- lenskra stjórnmála: 1. Ákvarðanaferli og stofnanaþróun innan stjórnkerfisins. 2. Hegðun og viðhorf kjósenda. 3. Samanburð- arstjórnmál. 2. Dósentsstaða í aðferðafræði. Umsækjandi skal hafa aflað sér víðtækrar menntunar og reynslu í rannsóknaraðferðum félags- vísinda og tölfræði. Kennslan verður á sviði aðferðafræði, töl- fræði og tölvunotkunar. 3. Lektorsstaða í bókasafns- og upplýsingafræði. Æskilegar sér- greinar eru einkum skráning og flokkun. Staða þessi er tíma- bundin og er gert ráð fyrir að ráðið verði í hana til þriggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 6. apr- íl n.k. Menntamálaráðuneytið, 6. mars 1987 James Callaghan, fyrrum forsætis- ráðherra og formaður Verkamanna- flokksins. Hallast á sveif með íhaldinu í afvopnunarmálum. fældi fjölda guðhræddra og grandvarra kjósenda frá Verka- mannaflokknum yfir til miðju- bandalagsins. Meðal þess sem henni er legið á hálsi fyrir er and- staða við NATO, samúð með málstað IRA (ekki baráttuað- ferðum) og að hún hafi tekið upp hanskann fyrir samtök homma og lesbía. Hið síðasttalda þykir ó- skaplegur ljóður á ráði frambjóð- enda nú á tímum ofsahræðslu við útbreyðslu eyðni samfara van- þekkingu á eðli sjúkdómsins. í bréfi sem „lekið“ hefur til fjölmiðla hellir ritari Neils Kinn- ocks flokksformanns, Patricia Hewitt að nafni, sér yfir þá er hún nefnir „vinstrivillinga“ og eink- um stjórn þeirra á ýmsum borg- arhlutum Lundúna þar sem full- trúar Verkamannaflokksins eru í meirihluta. „...málefni homma og lesbía fæla frá flokknum fjölda kjós- enda úr röðum lífeyrisþega og óttinn við allskonar öfga og háa skatta er einnig mjög áberandi á höfuðborgarsvæðinu. “ Óvíst þykir hvort bréf þetta sé runnið undan rifjum Kinnocks sjálfs og víst er að birting þess setur hann í klípu því nú má búast við að erjur og vígaferli and- stæðra fylkinga Verkamanna- flokksins magnist um allan helm- ing nú á kosningaári, deilur sem hann hefur kostað kapps um að setja niður allt frá því hann var kjörinn til að veita flokknum for- ystu. Verkamannaflokkurinn hefur verið í stjórnarandstöðu í átta ár. Sigri hann ekki í komandi kosn- ingum má búst við að dagar Kinn- ocks sem formanns séu á enda. Hann hefur reynt að sætta hópa er bárust á banaspjót innan flokksins en virðist ekki hafa haft nægilegt erindi sem erfiði. Auk deilna um kosninga- stefnuskrár er nú í gangi umræða um hugmyndafræði Verka- mannaflokksins, í tímariti vin- strisinnaðra menntamanna, New Statesman, þar sem saumað er að valdakjarnanum fyrir að hafa láðst að skapa flokknum hug- myndafræðilega sérstöðu líkt og hægri menn hafi gert með frjáls- hyggjunni og því hafi hann ekkert fram að færa utan gömlu frasana. Ofan á öll þessi vandkvæði Neils Kinnocks bætist síðan upphlaup James Callaghans á þingi þar sem hann hélt því fram að útí hött væri að Bretar lýstu yfir einhliða kjarnorkuafvopnun. Allar hugmyndir um eyðingu kjarnaflauga ætti að leggja fyrir samninganefndirnar í Genf og engar ákvarðanir ætti að taka fyrr en útséð væri um það hvað Sovét- menn hygðust taka sér fyrir hend- ur. Þessi ummæli brjóta í bága við yfirlýsta stefnu Verkamanna- flokksins um einhliða kjarnorku- afvopnun og eru vatn á myllu íhaldsflokksins sem er sama sinn- is. Það er ekki undarlegt þótt flokksfélagar Margrétar Thatc- hers hafi fagnað ákaflega er Call- aghan lauk máli sínu því næsta víst þykir að afvopnunar- og varnarmál verði efst á baugi í kosningunum. Hinsvegar drúpti Neil Kinnock höfði í þungum þönkum. -ks. Ferjuslysið Miklar skaðabóta- kröfur Talsmenn Lloyds-trygg- ingafyrirtækisins búast við að skaðabótakröfur vegna ferju- slyssins í Ermasundi á föstu- daginn muni verða hærri en 30 milljónir sterlingspunda sem eru tæplega 1,9 milljarðar ís- lenskir. Búist er við að heildarkröfur frá farþegum, ættingjum látinna og eigendum farms verði ekki kunnar fyrren eftir nokkrar vik- ur. Þá er ekki ljóst hversu illa skipið er farið. Björgunarmenn undirbjuggu í gær tilraunir til að koma skipinu á réttan kjöl, en það er vandaverk þarsem því er hætt við að velta af sandbakkan- um sem það liggur á nú. Enn eru um 80 lík innanborðs. Belgar hafa hafið yfirheyrslur vegna slyssins og segja rannsóknarmenn að ef í ljós kem- ur að um vanrækslu áhafnar hafi verið að ræða eigi skipstjórinn, sem enn liggur á sjúkrahúsi, yfir höfði sér ákæru um manndráp af gáleysi. Sé hönnunargalli orsök slyssins verður eigendunum, Townsend Thoresen, stefnt fyrir sömu sakir. Bresk stjórnvöld rannsaka einnig slysorsakir, og einnig ætlar skipafélagið að standa fyrir sjálf- stæðri rannsókn. -in Vestur-Þýskaland Græningjar gegn eyðni- fordomum Fulltrúar hreyfingar Græn- ingja á sambandsþinginu í Bonn sökuðu hægri menn í gær um að skapa múgæsingu vegna eyðnihættunnar og efna til ofsókna á hendur einstak- lingum úr svonefndum áhættuhópum, svo sem hommum, fíkniefnaneytend- um, gleðikonum og útlending- um. Þeir segjast vera algerlega and- vígir því að skylda fólk úr þessum hópum í eyðnipróf eða að halda sérstaka skrá yfir menn sem smit- ast hafa og ganga með veiruna í holdi sér. Slíkt auki eingöngu fé- lagsleg vandamál þessara ein- staklinga, sem ekki sé á bætandi, en hefti ekki útbreiðslu sjúk- dómsins. Græningjar telja sambands- stjórnina í Bonn líklega til að feta í fótspor skoðanabræðra sinna í Bæjaralandi en þeir hafa fært í lög að neyða megi fólk úr áhættu- hópunum í eyðnipróf og enn- fremur alla þá er sækja um störf hjá því opinbera. Græningjar segja ekkert koma að góðum notum í baráttunni gegn vágestinum utan skýr og vel skipulögð uppfræðsla og menntun. ^ Dýravernd Froskafríður á Indlandi Indverska stjórnin hefur lagt blátt bann við útflutningi á froskalærum sem um langt árabil hafa verið flutt í stórum stíl á markaði í Evrópu, átker- um og sælvöglum til magafyll- is. Þannig er nefnilega mál með vexti að froskar eru mikil þarfa- þing á Indlandi því þeir éta jafn- gildi þyngdar sinnar af allskonar hvimleiðum pöddum og flugum á degi hverjum, smitberum hinum verstu. Um það bil hundrað tuttugu og fimm þúsundum þessara vinalegu dýra er komið fyrir kattarnef ár- lega svo hugsjónamenn um kýlda vömb fái uppfyllingu óska sinna og pestir eigi greiða leið um byggð ból á Indlandi. Því var það orðið vel tímabært að slá skjald- borg um froskanna nytsama líf. -ks. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.