Þjóðviljinn - 12.03.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.03.1987, Blaðsíða 9
Kjörstaðir erlendis Utankjörfundaratkvœðagreiðsla erlendis vegna Alþingiskosninga25. apríl n. k. geturfarið fram áþeim stöðum og tímum, sem hérsegir: 30.-31. mars 9.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Austurríki Vín: Aðalræðismaður: Dr. Cornelia Schu- brig Naglergasse 2/5 Ecke Graben 1010 Wien, I Bezirk Sími: 0222-632498. 30. og31. marsogeftirsamkomulagi. Bandaríki Ameríku Washington D.C.: Sendiráð íslands 2022 Connecticut Aven., N.W. Washington D.C. 20008. Sími: (202) 265-6653. 12. mars til 24. apríl kl. 9.30-16.30 mánudaga til föstudaga. New York, N.y.: Aðalræðisskrifstofa íslands 370 Lexington Ave. (at 41st Street) Rm. 505, New York, N.Y. 10017 Sími: (212) 686-4100. 12. mars-24. apríl kl. 9.30-16.30 mán- udaga til föstudaga. Atlanta, Georgia: Ræðismaður: Maurice K. Horowitz Vararæðismaður: Robert S. Horow- itz 1677 Tullie Circle, N.E., Suite 118 Atlanta, Georgia, 30329 Sími: (404) 321-0777.. 30.-31. mars kl. 9.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Boston, Massachusetts: Ræðismaður: J. Frank Gerrity Gerrity Company, Inc. 90 Oaíc Street Newton Upper Falls Mass. 02164 Sfmi: (617) 244-1400. 30.-31. mars kl. 9.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Chicago, lllinois: Aðalræðismaður: Paul S. Johnson Vararæðismaður: John Tomas Mart- in 221 North La Saile Street, Suite 2700 Chicago, 60601 Símar: (312) 782-6872 og 236-7601. 30.-31. mars kl. 9.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Dallas, Texas: Ræðismaður: David Henry Watkins Suite 1012 800 W. Airport Freeway Irving, Texas 75062 Sími: (214) 579-0755 30.-31. mars kl. 9.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Detroit, Michigan: Ræðismaður: Arthur James Rubincr Bingham Office Park, 30400 Telegraph Road, Suite 479 Birmingham, Michigan 48010 Sími: (313) 540-1044. 30.-31. mars kl. 9.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Hollywood (Miami, Ft. Lauder- dale), Florida: Ræðismaður: Þórir S. Gröndal 5220 North Ocean Drive Hollywood, Fla. 33019 Sími: (305) 920-7977. 30.-31. mars kl. 9.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Houston, Texas: Ræðismaður: Dr. Charles H. Hallson 2701 Westheimer, Apt. 5A Houston, Texas 77098 Sími: (713) 523-3336 30.-31. mars kl. 9.0Ó-17.00 eða eftir samkomulagi. Kansas City, Missouri: Ræðismaður: Vigdís Aðalsteinsd. Taylor 7100 East 131 Street Grandwiew MO 6403Ö, Sími: (816) 763-2046. \ 30.-31. mars kl. 9.00-1V.00 eða eftir samkomulagi. 1 Los Angeles, Califorhia: Ræðismaður: Halla Linker 14755 Ventura Boulevard, Suite 1- 604 Sherman Oaks, Calif. 91403 Sími: (818) 789-3308. 30.-31. mars kl. 9.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Minneapolis, Minnesota: Aðalræðismaður: Björn Björnsson 3642 47th Avenue S. Minneapolis, Minn. 55406 Sími: (612) 729-1097 30.-31. mars kl. 9.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Norfolk, Virginia: Ræðismaður: Gerald L. Parks Capes Shipping Agencies Inc., 1128 West Olney Road Norfolk, Virginia 23507 Sími: (804) 625-3658 San Francisco, California: Ræðismaður: Donald H. Stoneson 3150 20th Avenue San Francisco, California 94132 Sími: (415) 564-4007. 30.-31. mars kl. 9.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Seattle, Washington: Ræðismaður: Jón Marvin Jónsson 5610 20th Avenue N.W. Seattle, Washington 98107 Sími: (206) 783-4100. 30.-31. mars kl. 9.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Tallahassee, Florida: Aðalræðismaður: Hilmar S. Skag- field 270 Crossway Road Tallahassee, Florida 32302 Sími: (904) 878-1146. 30.-31. mars kl. 9.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Belgía Brussel: Sendiráð fslands 5 rue Archimede 1040 Bruxelles Sími: (2) 231-0395. 23. mars-24. apríl mánudaga til föstu- daga kl. 9.00-12.30 og 14.00-17.00. Bretland London: Sendiráð íslands 1, Eaton Terrace London, SWIW 8EY Símar: 730-5131 og 730-5132. 12. mars til 24. apríl mánudaga og föstudaga kl. 9.00-16.00. Edinburgh-Leith: Ræðismaður: Snjólaug Thomson 50 Grange Road Edinburgh EH9 ÍTU Sími: (031) 667-2166. 30.-31. mars kl. 9.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Grimsby: Ræðismaður: Jón Olgeirsson Fylkir Ltd., Wharncliffe Rd. Fish Docks, Grimsby South Humbersidc, DN31 ÍQF, Lincs. Sími: (0472) 44721. 30.-31. mars kl. 9.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Manchester: Ræðismaður: David Geoffrey Wilson The British Linen Bank Ltd., 19-21 Spring Gardens Manchester M2 ÍEB Sími: (061) 832-4444. 30.-31. mars kl. 9.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Danmörk Kaupmannahöfn: Sendiráð fslands Dantes Plads 3 1556 Kóbenhavn V Símar: (01) 159604 og 159675 12. mars til 24. apríl mánudaga til föstudaga kl. 9.00-16.00. Aalborg: Ræðismaður: Sigvald Mejlvang Krag Aalborg Værft A/S 9100 Aalborg Sími: (08) 163333 Eftir samkomulagi. Aarhus: Ræðismaður: Thomas Fr. Duer Dannebrog Værft A/S Balticagade 8100 Aarhus C Sími: (06) 134000 30. og 31. mars kl. 10.00-16.00 eða eftir samkomulagi. Odense: Vararæðismaður: Harald Hansen Pantheonsgade 7, st., 5000 Odense C. Sími: (09) 131800 30. og 31. mars kl. 9.00-13.00 eða eftir samkomulagi. Færeyjar Tórshavn: Ræðismaður: Pourl Mohr J.C. Svabosgöta 31 3800 Tórshavn Sími: (042) 11155 30. og 31. mars kl. 8.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Finnland Helsinki: Aðalræðismaður: Kai Juuranto Salomonsgatan 17 A 00100 Helsinki 10 Sími: (90) 693911 30. mars kl. 10.00-13.00; 31. mars kl. 13.00-17.30 og 1. aprílkl. 9.00-11.00. Frakkland París: Sendiráð íslands 124 Bd. Haussmann 75008 París Símar: (1) 45.22.81.54. og 45.22.83.78. 12. mars - 24. apríl mánudaga til föstudaga kl. 9.30-16.00. Lyon: Ræðismaður: Jean-Claude Schalburg Algoe S.A., 9 bis route de Cham- pagne 69134 Ecully Cedex Sími: 78331430 8., 9. og 10. apríl kl. 10.00-12.00 og 15.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Marseilles: Vararæðismaður: Eric Jokumsen 4, Impasse Rouqueplate 13920 Saint-Mitre les Remparts Sími: 42809779 8., 9. og 10. aprfl kl. 10.00-12.00 og 15.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Strasbourg: Aðalræðismaður: Jean-Noel Riehm Hotel Terminus-Gruber 10-11, Place de la Gare 67000 Strasbourg Sími: 88328700 8., 9. og 10. apríl kl. 10.00-12.00 og 15.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Grikkland Aþena: Aðalræðismaður: Constantin J. Ly- beropoulos 1, Nikita Street Piraeus Athens Símar: 4122218 og 4175688 1.-3. og 7.-9. aprfl kl. 11.00-14.00 eða eftir samkomulagi. Holland Amsterdam: Aðalræðismaður: Robert Eduard van Erven Dorens Reved International Herengracht 176 1016 BR Amsterdam Símar: (020)248-958 og 249-037 30. og 31. mars kl. 10.00-12.00 og kl. 14.00-16.00 eða eftir samkomulagi. Ítalía Róm: Aðalræðismaður: Dr. Lorenzo La Rocca. Vararæðismaður: Antonio La Rocca Via Flaminia 441 00196 Roma Sími: (06) 399796 30. og 31. mars kl. 9.00-11.30 og 16.30-19.00 eða eftir samkomulagi. Kanada Halifax, Nova Scotia: Ræðismaður: Lawrence John Cooke Dover Mills Ltd. Terminal Road, Halifax, Nova Scotia B3J 3C4 Sími: (902) 429-0622 30.-31. mars kl 9.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Toronto, Ontario: Ræðismaður: Jón Ragnar Johnson Suite 3000, 20 Queen Street West Toronto, Ontario M5H 1V5 Sími: (416) 979-6740 Winnipeg, Manitoba: Ræðismaður: Birgir Brynjólfsson 200 Augusta Drive Winnipeg, Manitoba R3T 4G5 Sími: (204) 269-0324) 30.-31. mars kl. 9.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Kenya Nairobi: Ræðismaður: Ingi Þorsteinsson Norwich Union House, 7th floor, Mama Ngina Street, Nairobi Sími: 338522 30. mars til 6. apríl kl. 9.00-17.00; iaugardag kl. 9.00-12.00. Luxembourg Luxembourg: Ræðismaður: Einar Aakrann Icelandair Building Luxembourg Airport Luxembourg-Findel Luxembourg G.D. Sími: 4798-2498 3., 6.-10. apríl og 13. apríl kl. 11.00- 12.00 og 16.00-17.00. Noregur Osló: Sendiráð íslands, Stortingsgaten 30 0161 Oslo 1 Símar: (02) 41.34.35 og 42.52.27. 12. mars - 24. apríl kí. 10.00-16.00 mánudaga til föstudaga. Aalesund: Ræðismaður: Per Oscar Garshol, Sparebanken Möre, St. Olavs plass, 6000 Aalesund. Sími: (071) 25000 30. og 31. mars kl. 10.00-13.00; 6. apríl kl. 10.00 til 13.00 eða eftir samkomulagi. Bergen: Ræðismaður: Fredrick F. Schaefer, Krohnaasveien 12, 5046 Raadal Sími: (05) 13.36.00. 28.-31. mars og 6. og 7. apríl kl. 10.00-15.00 eða eftir samkomulagi. Haugesund: Ræðismaður: Öivind Wendelbo Aanensen Strand gate 146, 5500 Haugesund Sími: (04) 72.41.11 30. og 31. mars og 6. og 7. apríl kl. 10.00-15.00 eða eftir samkomulagi. Stavanger Ræðismaður: Jan-Peter Schöpp Alexander Kiellandsgt. 2, 4000 Stavanger Sími: (04) 52.90.44 30.og 31. mars og 6. og 7. apríl kl. 10.00-15.00 eða eftir samkomulagi. Tromsö: Vararæðismaður: Ragnhild Fusdal Hansen Sjögaten 16, 9000 Tromsö Sími: (083) 55159 30. og 31. mars og 6. og 7. aprfl kl. 10.00-15.00 eða eftir samkomulagi. Þrándheimur: Ræðismaður: Oda E. Hövik Kobbesgate 18, 7000 Trondheim Sími: (07) 52.28.61. 30. og 31. mars og 6. og 7. aprfl kl. 10.00-15.00 eða eftir samkomulagi. Portúgal Lissabon: Aðalræðismaður: Leif Dundas Rua Rodrigues Sampaio 19 2nd floor, Door B, 1100 Lisboa Símar: (1) 546078 og 535480. 8., 9. og 10. apríl kl. 10.00-12.00 og 15.00-17.00 eða eftir samkomulagi. Sovétríkin Moskva: Sendiráð íslands Khlebnyi Pereulok 28 Moskva Símar: 290-47-42 og 291-58-56 18. mars til 24. aprfl kl. 9.00-17.00 mánudaga til föstudaga. (Framhald birt síðar). Ólafur Þ. Jónsson skrifar: „í Weimar búa nokkrir borgarar og tíu þúsund skáld“ Johann Wolfgang von Goethe. Friedrich von Schiller. Á eystri bakka árinnar llm sunnarlega í Þýska- Alþýðulýðveldinu, stendur borgin Weimar (íb. 65 þús.). Þetta er borg skálda, lista og menningarog þangað streymaþúsundirferðalanga árlega, í eins konar píla- grímsferðum. Hérstörfuðu Goethe, Schiller, Herder, Wieland, Bach, Liszt, Cran- ach og margir fleiri listamenn. Goethe sagði um íbúa borgar- innar: „f Weimar búa nokkrir borgarar og tíu þúsund skáld.“ Borgin er ævagömul, eins og sjá má af því að Otto keisari II, er til ríkis kom árið 975, lét gera um hana öflugan virkisgarð, sem enn má sjá leifar af. í Weimar dvaldi Lúther á árunum 1518 og 1521. Þangað kom málarinn Lucas Cranach (eldri) árið 1552 og bjó þar síðustu æviárin sín og málaði þá m.a. hina stóru altaristöflu í dómkirkjunni þar. Um sama leyti risu fjölmörg skrautleg hús í borginni í endurreisnarstílnum og standa þau mörg enn. f Weimar starfaði Johann Sebasti- an Bach sem organisti frá 1708- 1717 og samdi þar jafnframt mörg af sínum frægustu verkum. Verslun og iðnaður blómgaðist ekki síður en menningariíf og vís- indi og í byggingalistinni tók barrokkstfllinn yfir. Gullöld borgarinnar var á stjórnartíma Önnu Amalíu hertogaynju og Karls Ágústs hertoga á síðari hluta 18. aldar og í byrjun þeirrar 19. Hinir fjórir stóru, Goethe, Schiller, Herder og Wieland, ásamt fjölmörgum öðrum lista- og andans mönnum, Jean Paul Meyer, Corona Schröter, Bettina von Arnin, Friedrich Klinger, Jo- hannes Falk, Jakob Lenz og Jo- hann Eckermann, svo einhverjir séu nefndir, störfuðu þar og lifðu, mismunandi lengi, og gerðu borgina að heimsþekktri menningarmiðstöð „wie Betle- hem in Juda klein und gross“. Um öldina nítjándu miðja gerði Frans Liszt Weimar að tón- listarmiðstöð og málarar eins og Lenbach, Böcklin, Begas, Hagen og Buchholz lögðu grunninn að hinum svonefnda Weimarskóla í myndlist. í lok 19. aldar stjórnaði svo Richard Strauss hinni frægu hirðhljómsveit borgarinnar um skeið. í hugum manna er Weimar, og var, tákn þess besta í þýskri menningu og húmanisma. Það lá því tiltölulega beint við að velja einmitt þessa borg til að stofna í fyrsta þýska lýðveldið í sögunni. Weimarlýðveldið var stofnað hinn 11. dag ágústmánaðar árið 1919, á rústum þýska keisara- dæmisins og skyldi vera ríki friðar og menningar. En Adam var ekki lengi í Paradís. Weimarlýðveldið kembdi sum sé ekki hærurnar. í marsbyrjun árið 1933 hrifsuðu nasistar völdin í landinu eftir að hafa kveikt í ríkisþinghúsinu í Berlín og kennt kommúnistum um. Par með voru dagar Weimarlýðveldisins taldir og við tók mesta niðurlægingartímabil í sögu þýskrar þjóðar, sem lauk ekki fyrr en röskum 12 árum síðar eða 9. maí árið 1945 og þurfti heimsstyrjöld til. Þrem mánuðum fyrir lok heimsstyrjaldarinnar síðari (9. febr. 1945) gerðu flugsveitir bandamanna harða loftárás á Weimar og ollu gífurlegu og óbætanlegu tjóni á mannvirkjum og öðrum menningarverðmætum borgarinnar. Stjórn Þýska- Alþýðulýðveldisins lagði ofur- kapp á endurreisn hennar og fáum árum eftir stofnun DDR (7. okt. 1949) var því verki lokið. Sumt sem forgörðum fór verður þó aldrei bætt. Helgistaðir í Weimar Það er freisting nokkur að reyna að lýsa Weimar, segja frá því er fyrir augu bar á rölti okkar milli menningarsögulegra helgi- staða borgarinnar á síðastliðnu sumri og þeim áhrifum, sem við urðum fyrir við þá iðju. Segja frá Schillerhúsinu, þar sem skáldið bjó sín síðustu ár og reit síðustu verk sín, frá Goethesafninu, fullu af handritum og gripum úr eigu skáldjöfursins, Wittumhöllinni, heimili Önnu Amalíu hertoga- ynju og safni því er þar er til minningar um rithöfundinn Christoph Martin Wieland (1733- 1813). Lýsa Franz Liszt tónlistar- háskólanum við Lýðveldistorgið, Herderkirkjunni, Lucas Cranach-húsinu eða höllinni sem geymir glæsilegasta málverka- safn DDR, ef frá er talið lista- safnið í Dresden. Og þannig mætti lengi telja. Fyrir þessari freistingu verður þó ekki fallið í þessari grein, rúmsins vegna. Þess í stað skal reynt að gera í nokkru grein fyrir þeim tveim skáldum er best hafa ort á þýska tungu og þeim stefnum í andlegu lífi þýsku þjóðarinnar er hæst bar á þeirra tíð. Á árunum 1770-1850 varð Þýskaland stórveldi á flestum sviðum andlegrar iðju. Mest gætti þar áhrifa frá hinni ungu og rísandi borgarastétt, sem að- hylltist svonefnda „skynsemis- stefnu“. í Frakklandi fylgdi stefna þessi borgarastéttinni til valda árið 1789 og var hún henni hið bitrasta vopn gegn lénsskipu- laginu og einveldinu, en í Þýska- landi var borgarastéttin aftur á móti það máttvana að hún hafði ekki bolmagn til að láta sverfa til stáls við stéttaróvininn. Eftir 1770 tóku þýsku skáldin að flýja skynsemishyggjuna og tileinkuðu sér þess í stað, eins og vonsvikinna manna er oft háttur, ótamda hugaróra og tilfinninga- vellu í bland; einstaklingurinn, gæddur frelsisást og eldmóði, var einn fær um að sprengja af sér og samfélaginu spennitreyju kúgun- ar, fáfræði og niðurlægingar. Þessi stefna var kölluð Sturm und Drang, og átti margt skylt með rómantísku stefnunni, er síðar var á ferð. Helsti upphafsmaður þessarar stefnu í Þýskalandi var Johann Gottfried von Herder (1744-1803). Sá nam heimspeki og guðfræði í Königsberg, en þekktastur varð hann fyrir skoð- anir sínar á skáldskap og bók- menntum. Samkvæmt þeim átti skáldskapur ekki að byggjast á visku og glæsileik, heldur á á- stríðum og tilfinningum. Ómeng- aðan og tæran skáldskap væri einkum að finna í ævintýrum og þjóðkvæðum. Á meðal hinna fjölmörgu, sem urðu fyrir sterkum áhrifum frá Herder voru þeir þýsku skáld- jöfrar, Johann Wolfgang von Go- ethe (1759-1832) og Friedrich von Schiller (1759-1805). Goethe Goethe var fæddur í Frankfurt við ána Main og af sæmilega stöndugu fólki kominn, enda fékk hann allgóða menntun í æsku. Hann las lögfræði í Leipzig og síðar í Strassburg. Ásamt með laganáminu hlýddi hann á fyrirle- stra í náttúrufræðum, en á þeim fræðum hafði hann jafnan miklar mætur og reit raunar allmerkar reinar um náttúrufræðileg efni. Strassburg hittust þeir, hann og Herder árið 1770, og vakti Her- der áhuga Goethes á bæði þjóð- kvæðum og verkum Shakespear- es. Goethe tók að hallast að Sturm und Drang-stefnunni, og næstu ár vann hann að sínum stærstu og mestu verkum, Tragi- dían um Götz von Berlichingen (1771) færði Goethe frægð, fyrst verka hans. Verkið fjallar um ræningja- riddarann Götz (1480-1562) og er að nokkru byggt á sjálfsævilýs- ingu hans. Riddari þessi var ýmist í þjónustu bænda eða aðals og í honum sá skáldið hinn göfugasta Þjóðverja, riddarann í uppreisn gegn umhverfi sínu. Skáldsagan „Þjáningar Wert- hers unga“ (1774), bætti svo enn við frægð Goethes. Hún fjallar um óhamingjusama ást, rituð af mikilli innlifun, er þótti afar ný- stárleg á þessum árum skynsem- isstefnunnar. Dr. Faust Árin 1773-1775 vann Goethe einnig við rismesta verk sitt, ljóð- leikinn um dr. Faust. Með þetta verk var Goethe hvorki meira né minna en sex áratugi í smíðum, lauk því skömmu fyrir dauða sinn. Fyrri hlutinn kom út árið 1808 en hinn síðari árið 1833 að Goethe látnum. í kvæðabálkinn notaði Goethe hina þekktu Faustsögu, sem svo mörg skáld höfðu áður notað í verk sín. Johann Faust (1480-1539) var þýskur skottulæknir sem frægur var fyrir töfrabrögð sín. Hann flutti fyrirlestra um kunnáttu sína við fjölmarga háskóla og lifði ævintýralegu lífi, enda urðu til um hann ótal sögur. Hjá Goethe gerir vísindamaðurinn dr. Faust rammasamning við þann úr neðra, að hann fái að njóta lífsins unaðssemda, en fái hann á veg- ferð sinni þekkingarþorsta sínum svalað, hefur Faust fyrirgert sálu sinni. Kvæðabálkurinn er afar heimspekilegur, í honum birtist hin eilífa leit mannsins að meiri þekkingu og visku, stærri köllun. I honum koma og fram lífsskoð- anir skáldsins og margháttuð lífsreynsla þess. „Heimspekina hugarmóður hef ég elt um refilstig, lögvís gerst og lœknisfróður lesið guðfræði yfir mig! Stend þó hér sem álfur enn, engu nær um guð og menn!“ (Úr Fást 1. Johann Wolfgang von Goethe. ÞýS. Magnús Asgeirsson). Auerbachs Keller Hugmyndin að kvæðabálkin- um um dr. Faust varð til í hinum frægu veitingasölum Auerbachs Keller við Grimmaische-Strasse í Leipzig, en þar var Goethe tíður gestur á námsárum sínum í borg- inni á árunum 1765-1768 og þar lét hann fara fram hinar stórkost- legu svallveislur Fausts, Metist- ofelesar og drykkjubræðra þeirra. Auerbachs Keller er án efa þekktasti veitingastaður í Leipzig, og ef til vill í öllu Þýska-Alþýðulýðveldinu, enda koma þar árlega þúsundir gesta hvaðanæva úr heiminum, til að njóta matar og drykkjar og virða fyrir sér veggmálverkin sérkenni- legu, sem öll tengjast kvæðabálk- inum um dr. Faust og sagan, skáldskapurinn og raunveruleik- inn skapa dulmagnað andrúms- loft. Veitingastofan sjálf, sem var í raun opnuð árið 1525 er lækna- prófessor Heinrich Stormer frá Auerbach í Pfals hóf þar rekstur fjölsóttrar vínstofu, gerir svo sitt til að auka á dulúð þessa, með öllum sínum hvelfingum, efn og neðri kjallara með alls sjö veitingasölum og ranghölum, mismunandi stórum. Skammt frá Auerbachs Keller, á svonefndum Kræsingamarkaði (Naschmarkt), er minnisvarði um Leipzigdvöl Goethes, stytta af honum í rokokofrakka, ásamt með þeim tveim stúlkum er hon- um fundust þekkilegastar þá. Árið 1775 gekk Goethe, ungur en samt heimsfrægur, í þjónustu Karls Ágústs hertoga í Weimar og varð ráðgjafi hans til æviloka, ef undan er skilin Ítalíudvöl Go- ethes á árunum 1786-1788. Á fyrstu árum sínum í Weimar orti Goethe mörg sín fegurstu kvæði. Heiðarrósin, Kóngurinn í Thule, Yfir öllum tindum, Álfakóngur- inn og Fiskimaðurinn, öll eru verk þessi ort í Weimar. Á Ítalíu varð Goethe fyrir sterkum áhrifum og tók eftir þá dvöl að sækj a fyrirmy ndir sínar til grísk-rómverskrar fornaldar í anda klassísku stefnunnar en á- stríðuhita og tilfinningaólgu Sturm und Drang tímans lægði. Næstu verk hans bera þessa merki, Ifgenía í Táris (1787), Hermann og Dórothea (1797), skáldsagan „Námsár Wilhelms Meisters (1796) og kvæði hans voru flest klassísk frásagnar- kvæði. Eftir dauða hans birtist sjálfsævisaga hans „Skáldskapur og veruleiki“. Æskuverk Goet- hes um dr. Faust, Götz og Wert- her eru þrungin uppreisnaranda gegn stéttamun og íhaldssemi, en skáldskapur seinni ára hans ber aftur á móti merki um sáttfýsi við umhverfið, enda var þá Goethe kominn í bland við tröliin, genginn í þjónustu aðalsins. Hæst nær Goethe í bundnu máli, orðs- nilld hans og andagift njóta sín þar best. Með verkum hans rísa þýskar bókmenntir af láglendi í hæð flughamrabrattra fjalla og urðu æði áhrifaríkar. Schiller Schiller var fæddur í Marbach í Wurttemberg, sonur liðsforingja í hernum. Hann nam í fyrstu lög- fræði, en síðar læknisfræði í Stutt- gart og kynnti sér jafnframt verk Sturm und Drang höfundanna og Rousseaus. Árið 1780 varð hann læknir í hernum og vann sér frægð árið eftir, með leikriti sínu „Ræningjarnir“, er tekið var til sýninga í Mannheim. Leikritið er mjög í anda Sturm und Drang- stefnunnar, uppreisnarsinnað og tilfinningasamt. Næstu árin lagði Schiller land undir fót, dvaldi í Mannheim, Dresden og Leipzig og bjó við þröngan kost og slaka heilsu. Fyrir atbeina Geothes fékk hann prófessorsstöðu í sögu við há- skólann í Jena árið 1789, en hafði áður ritað nokkrar greinar um sagnfræðileg efni. Náin vinátta tókst með þeim Goethe og Schill- er árið 1794 og fluttist Schiller fimm árum síðar til Weimar og bjó þar til dauðadags. Tímarit gáfu þeir skáldbræður út saman „Horen“ (Gyðjur tímans) er vakti miklar deilur, en í því fjöll- uðu þeir um samtímabókmenntir á óvæginn og gagnrýninn hátt. Fyrstu leikrit Schillers eru þrungin frelsisást og hatri á allri harðstjórn. í „Laumuspili og ást“ (1784) réðst hann t.d. harkalega á aðalinn og lénsveldið. Kunnust Ijóða hans eru: Al- heimsvíðáttan, Alpaskyttan, Dagrúnarharmur, Kafarinn, Klukkuljóð, Til gleðinnar og Sveinninn hjá læknum. Eftir því sem á ævi Schillers leið, varð hann æ handgengnari klassísku stefnunni og valdi sér yrkisefni fjarlæg í tíma, er ein- kenndust af hughyggju og sið- ferðisboðskap. I þeim sögulegu ljóðaleikjum, er hann samdi síð- ustu æviár sín, fór hann mjög frjálslega með efnið. Þeir helstu eru: Don Carlos (1787), Wallen- stein (1796), María Stúart (1801), Mærin frá Orléans (1800) og Vil- hjálmur Tell (1804). Telja má Schiller eitt mesta leikskáld þýskrar tungu. Klassíska stefnan var í rauninni lokaskeið skynsem- isstefnunnar. í lok 18. aldar hófst svo rómatíska stefnan í bók- menntum og listum í Þýskalandi og breiddist hún þaðan út til ann- arra landa. Þótt ýmsir staðir í Leipzig séu samtengdir minningunni um þá félaga Goethe og Schiller og dvöl þeirra þar í borg (Auerbachs Keller, minnisvarði á Kræsing- amarkaðnum, Schillerhúsið við Menckestrasse, þar orti Schiller „Til gleðinnar" o.fl. o.fl.), þá er það fyrst og síðast Weimar, sem kemur upp í hugann er þeirra er getið. Það breytir meira að segja litlu þar um þótt Goethe veg- samaði Leipzig í frægu ljóði er hann, ástfanginn upp fyrir eyru, var við nám í borginni „Mein Leipzig, lob’ ich mir“. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. mars 1987 Fimmtudagur 12. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.