Þjóðviljinn - 12.03.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.03.1987, Blaðsíða 3
Háskólamenntaðir Klerkar semja til tveggja ára Prestar hafa nýverið samið um kaup og kjör við fjármálaráðu- neytið. Samningurinn gildir til tæpra tveggja ára, eða áramót- anna 1988 og 89. Gera má ráð fyrir að launahækkunin yfir allt samningstímabilið nemi um 20%, en við undirskrift rétt innan við 10%. Sr. Gísli Jónasson, fulltrúi í samninganefnd presta, sagði að í þessum samningum hefðu fengist ýmsar mikilsverðar leiðréttingar á launamálum presta. Einkum hvað varðar greiðslur fyrir auka- álag, s.s. yfirvinnugreiðslur á stórhátíðum. Jafnframt fékkst í gegn breyting á launatöflunni, þannig að þrepum var fækkað, sem kemur nýgræðingum í klerkastétt til góða, en launa- hækkun þeirra er hvað mest með þessum nýju samningum. -rk Barnanauðgun 31/2 árs fangelsi Þrítugur Hafnfirðingur hefur verið dæmdur í Sakadómi Hafn- arfjarðar til 3 Vi árs fangelsisvist- ar fyrir að hafa nauðgað þriggja ára stjúpdóttur sinni haustið 1984. Maðurinn er sá sami og handtekinn var fyrr í vetur eftir að hafa ráðist að leigubflstjóra sem barg sér með að bíta árásar- manninn. Rannsókn nauðgunarmálsins stóð fram undir síðustu áramót en sá ákærði og móðir stúlkunnar óskuðu á sínum tíma eftir að Rannsóknarlögreglan léti fara fram rannsókn á málinu. Maður- inn hefur ekki gengist við að hafa nauðgað barninu en niðurstöður rannsóknarinnar hníga allar í sömu átt. -lg FRETTIR Styr stendur um hæðina á nýbyggingu Blaðaprents en nágrannarnir í hlíðinni - Þýsk-íslenska - hafa kvartað vegna skerts útsýnis. Mynd: E.ÓI. Byggingarnefnd Húshæðin þrætuepli Nýbygging Blaðaprents á Krókhálsi. Þýsk-íslenska kvartar- spillir útsýninu. Meirihlutibyggingarnefndarvillhúsið lœkkað. Kristinn Finnbogason: Tóm vitleysa að húsið sé hærra en eðlilegtgetur talist Pað er mikill titringur í sam- bandi við þessa byggingu. Þeir hjá Þýsk-íslenska verslun- arfélaginu mótmæltu hæð húss- ins, þar sem það spillti fyrir þeim útsýninu. Ég veit ekki hvað mönnum gengur til með þessu. Húsið er lægra en sum þeirra húsa sem eru í nágrenninu og heilum þremur metrum lægra en húsnæði þess Þýsk-íslenska. Þannig að það er alveg út í bláinn að mótmæla byggingunni á þeim forsendum að hér sé um háhýsi að ræða, sagði Kristinn Finnboga- son, framkvæmdastjóri Tímans, um mótmæli við nýbyggingu Blaðaprents á Krókhálsi, sem Þjóðviljinn og Alþýðublaðið auk Tímans standa að. Byggingarnefnd hefur haft málið til athugunar og meirihluti nefndarinnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að byggingin verði að lækka frá því sem fyrir- hugað er. En skipulagsnefnd var áður búin að fallast á fyrirhugaða hæð hússins. „í byggingarsamþykkt segir að þarna megi byggja upp á ákveðna hæð, en að öðru leyti er nokkuð frjáist hvernig megi haga fyrir- komulagi byggingarinnar. Það hefur verið talað um það að nýt- ingarhlutfall lóðarinnar sé of mikið, sem er tómur þvættingur. Þarna er t.d. Plastos, með Stöð 2 innanborðs og það er mun meiri nýting á þeirri lóð. Þannig að við skiljum ekki þessar aðgerðir byggingaryfirvalda og við erum orðin voðalega þreytt á af- skiptum þeirra,“ sagði Kristinn Finnbogason. „Jú það er rétt að Þýsk- íslenska kvartaði yfir hæðinni. Húsið er einfaldlega of hátt - um það er engum blöðum að fletta. Ríkisspítalar Skurö- og handlæknisdeildir lamast Verkfallskellur ál9. mars og uppsagnir 400starfsmanna taka gildi um mánaðamót „Það munu lokast um 90 af uþb 500 rúmum á ríkisspítölunum,“ sagði Davíð Á. Gunnarsson, for- stjóri ríkisspítalanna, þegar Þjóðviljinn innti hann eftir vænt- anlegri röskun á starfsemi spítal- anna um næstu mánaðamót. „Þetta skellur að vísu fyrr á,“ sagði hann, „vegna boðaðs verk- falls háskólamenntaðra hjúkrun- arfræðinga og sjúkraþjálfara þann 19. mars. Síðan taka upps- agnirnar gildi um mánaðamót." Um 400 manns hafa sagt upp störfum á ríkisspítölunum og skiptast þannig: sjúkraliðar 233, náttúrufræðingar 24, félagsráð- gjafar 17, sjúkraþjálfarar 12, iðj- uþjálfarar 5, sálfræðingar 13, næringarráðgjafar 4 og hjúkrun- arfræðingar 59. Listamannsíbúð í París Politísk stjómamefnd Afundi borgarráðs í fyrradag voru samþykktar reglur um afnot af listamannsíbúð í Site Int- ernationale des Arts í París. íbúð þessi er keypt af Reykjavíkur- borg, ríki og Seðiabanka og er stjórnarnefnd íbúðarinnar skipuð þremur mönnum. Einn er tilnefndur af menntamálaráðherra og tveir af Reykjavíkurborg að fengnum til- lögum frá menningarmálanefnd Reykjavíkur. Nefnd þessa skipa Elín Pálmadóttir og Herdís Þor- valdsdóttir að tillögu menning- armálanefndar og Sigurður Páls- son skipaður af menntamálaráðherra. Að sögn Guðnýjar Magnús- dóttur formanns Samtaka ís- lenskra myndlistarmanna eru myndlistarmenn ósáttir við þessa nefndarskipan og finnst fram hjá sér gengið. „Það var myndlistarmaður, Björg Þorsteinsdóttir, sem gekk í að þessi íbúð yrði keypt og þarna er sérstök aðstaða fyrir mynd- listarmenn og svona íbúðir eru yf- irleitt mest notaðar af þeim ,“ sagði Guðný. „Nú fögnum við því vissulega að þessi íbúð sé til og viljum gjarnan hafa afnot af henni í samvinnu við listamenn úr öðrum greinum en okkur finnst nefndarskipunin óþarflega pólit- ísk og að minnsta kosti einn myndlistarmaður hefði átt að eiga sæti í henni. Þarna er enn einu sinni verið að setja mynd- listarmenn í þá aðstöðu að geta ekki fjallað um sín eigin mál,“ sagði Guðný að lokum. -ing. „Skurðstofa og handlæknis- deildir á Landspítalanum, svo og Blóðbankinn koma til með að lenda strax í miklum vanda vegna uppsagna hjúkrunarfræðinganna og náttúrufræðinganna," sagði Davíð ennfremur. Aðspurður um ráðstafanir sagði Davíð að meðan verkfallið stæði yfir giltu lög um kjaradeilur og von væri um að hægt væri að fá undanþágur fyrir starfsfólk en þegar uppsagnirnar tækju gildi yrði þetta allt annað mál. „Þá höfum við engan lagalegan rétt til að biðja fólk um að vinna þó við telj um okkur hafa siðferði- legan rétt til að biðja fólk um að bjarga sjúklingum". Davíð sagði stjórnarnefnd ríkisspítalanna ekki eiga aðild að kjarasamningum og því hefði hún engin tök á að fylgjast með þeim en hún hefði sent samningsaðil- um, þ.e. fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélögum, áskorun í síðustu viku og lagt þunga áherslu á að reynt yrði að flýta samningum. -ing. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Annars er þetta mál alfarið í höndum byggingarnefndar. Meirihluti nefndarmanna vill að húsið verði lækkað. Þetta mál verður ekki tekið fyrir á fundi fyrr en farið hefur verið að ósk meirihluta nefndarinnar og lagðar fram teikningar þar sem ráðgert er að það verði lægra,“ sagði Gunnar Sigurðsson, bygg- ingarfulltrúi Reykjavíkurborgar. -RK “■ORFRETTIR1 Kvennalistinn á Suðurlandi hefur birt framboðslista sinn. í efsta sæti er Kristín Ástgeirsdóttir kennari, Reykjavík. í næstu sæt- um eru þær: Lilja Hannibalsdótt- ir, hjúkrunarfærðingur, Selfossi, Ragna Björg Björnsdóttir hús- freyja Fljótshlíð, Edda Antons- dóttir kennari, Vík og Sigurborg Hilmarsdóttir kennari Laugar- vatni. Félag framhaldsskola sem er félag 12 nemendafélaga á Stór-Reykjavíkursvæðinu hef- ur lýst yfir fullum stuðningi við kröfur kennara innan HÍK jafn- framt því sem félagiö krefst þess að stjórnvöld gangi þegar til samninga og komi þannig í veg fyrir yfirvofandi verkfall. Svart á hvítu hefur hafið útgáfu nýs bókaflokks sem nefnist Regnbogabækur, sem verða þýddar pappírskiljur. Fyrsta bókin er komin út og nefn- ist Brjóstsviði eftir Noru Ephon. Krabbameins- félagið ætlar nú í framhaldi af „þjóðar- átakinu" á sl. ári að auka þjónust- una við landsmenn með því að opna beina símaþjónustu alla virka daga kl. 9 — 11, þar sem hægt verður að leita upplýsinga og ráða varðandi krabbamein. Síminn er 91-21122. Þessi þjón- usta hefst á mánudaginn kemur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.