Þjóðviljinn - 12.03.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.03.1987, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 12. mars 1987 59. tölublað 52. órgangur i Elliðaár Olíugeymana burt! Samþykkt í borgarráði um úttekt á olíutönkum. Akvörðun frestað um öryggisráðstafanir við olíutanka við Elliðaár. Sigurjón Pétursson: Grípa þarftil varúðarráðstafana. Ásgeir Ingólfsson: Tankarnir verða að fara. Lífríki Elliðaánna í hættu Skaðinn væri óbætaniegur, ef til þess kæmi að geymarnir gæfu sig. Olían myndi leka beint í ána og það þyrfti ekki frekari vitnanna við um afleiðingarnar fyrir iífríki árinnar, sagði Ásgeir Ingólfsson um það grandvara- leysi sem ríkir gagnvart staðsetn- ingu olíutanka Landsvirkjunar yið austurbakka Elliðaánna. En Ásgeir er trúlega manna fróða- stur um EUiðaárnar og höfundur samnefndrar bókar. í kjölfar óhappsins í Grundar- firði á dögunum, er olíutankur gaf sig, hafa augu manna opnast fyrir því að víðar er pottur brot- inn í þessum efnum. Borgarráð hefur nú samþykkt tillögu Sigurj- óns Péturssonar um að féla borg- arverkfræðingi að gera úttekt á ásigkomulagi olíutanka í borg- inni, sem lokið yrði innan tveggja mánaða. Jafnframt gerði tillagan ráð fyrir að Landsvirkjun yrði gert að koma við fullnægjandi ör- yggi við tanka sína við Elliðaám- ar, en ákvörðun var frestað til næsta fundar. „Þótt menn hafi frestað á- kvarðanatöku um málið, hef ég ekki ástæðu til að trúa öðru en allir séu henni sammála. Þarna þarf að koma einhverjum vörn- um við,“ sagði Sigurjón Péturs- son. Ásgeir Ingólfsson sagði í sam- tali við blaðið að þetta væri hið þarfasta mál. „Ég hef lengi óttast afleiðingar þess að þarna henti óhapp. Menn hafa orðið varir við olíubrák þarna uppfrá. Það virð- ist því sem olía hafi smitað frá tönkunum eða leiðslum þeim tengdum. Annars get ég ekki séð að hægt sé að koma við við- eigandi öryggisráðstöfunum við tankana. Þeir standa framarlega á bakkanum og það helst enginn jarðvegur þarna sem gæti tekið við olíunni, ef leki yrði. Olían færi því í ána þótt þarna kæmi einhver varnargarður. Að mínu áliti er eina raunhæfa leiðin að flytja tankana frá ánni, áður en við þurfum að horfa uppá óbæt- anlegt slys,“ sagði Ásgeir. -RK .oernmM T V* Olíutankar Landsvirkjunar á eystri bakka Elliðaánna. Enginn varnargaður er umhverfis tankana til að taka við olíunni ef slys bæri að höndum. Olían ætti greiða leið útí ána. Mynd-E.ÓI. Kennarar Tilboðið alltof lágt Gunnlaugur Ástgeirsson, fulltrúi í samninganefnd HIK: Tillaga umfasta viðveru inni í tilboðinu en launatilboðið oflágt. Verkfall raunhœfur möguleiki „Við semjum ekki upp á þetta tilboð, það er alveg klárt, og menn þurfa að fara að gera ráð fyrir verkfalli sem raunhæfum möguleika,“ sagði Gunnlaugur Ástgeirsson, einn fulltrúa HÍK í samningancfnd kennara, í sam- tali við Þjóðviljann að loknum fundi í gær þar sem samninga- nefnd rfldsins iagði fram sitt fyrsta tilboð til kennara í yfir- standandi kjaradeilu. „Tilboðið felur í sér ýmsar til- færslur og hækkanir á móti því,“ sagði Gunnlaugur, en hann kvaðst ekki tilbúinn að nefna neinar tölur, þar sem stjórn HÍK ætti eftir að fara betur yfir málin. „Eitt af því sem er inni í þessu er tillagan um fasta viðveru, lækkun á heimavinnu og lækkun á yfirvinnugreiðslum sem yrðu færðar inn í fastakaupið. í fljótu bragði virðist mér að það sem þeir eru tilbúnir að borga fyrir fasta viðveru sé alltof lítið og mér sýnist hvorki verkfallshótunin né nýgerð samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins um bætt kjör kennara hafa haft nokkur áhrif á gerð þessara tilboða,“ sagði Gunnlaugur. Stjórnarfundur var haldinn hjá HÍK í gær og verður haldið áfram í dag. Búast má við að kennarar svari tilboðinu á næsta samninga- fundi sem haldinn verður kl. 17.00 í dag. Líklegt er að HÍK boði til al- menns félagsfundar á föstudag eða laugardag. -vd. Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Matthías dregur lappimar Rœtt um aðfresta utanríkisráðherrafundi Norðurlandanna vegna tregðu íslenskra stjórnvalda varðandi kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Byggingarmenn Samningar að takast? Samningafundur byggingar- manna og meistara stóð enn um miðnætti þegar Þjóðviljinn fór í prentun og var búist við funda- höldum fram eftir nóttu. Nokkur skriður komst á við- ræður deiluaðila í gær eftir að vinnuveitendur lögðu fram tilboð um launahækkun sem byggingar- menn telja mögulegan grundvöll frekari viðræðna. Verkfall trésmiða í Reykjavík og byggingarmanna á Suðurnesj- um, Suðurlandi og í Hafnarfirði hófst á miðnætti í fyrrinótt og hef- ur það verið vel virt af félags- mönnum. Sjá bls. 2. Matthías Á. Mathiesen utan- ríkisráðherra ítrekaði við umræður um utanríkismál á Al- þingi í gær andstöðu sína og ríkis- stjórnarinnar við þátttöku Is- lands í kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum. Stolten- berg, nýskipaður utanrfldsráð- herra Noregs, hefur lagt til að fundi utanrfldsráðherra Norður- landa, sem halda á í Reykjavík 25. mars n.k. verði frestað, ef vera kynni að tregða utanríkis- ráðherra íslands til að taka þátt í þessu samstarfl væri vegna vænt- anlegra þingkosninga hérlendis. Á fundi utanríkisráðherrana er ráðgert að ganga frá skipan emb- ættismannanefndar til undirbún- ings að kjarnorkuvopnalausum Norðurlöndum. Heimildir Þjóð- viljans herma að Danir og Norð- menn séu tilbúnir að víkka skil- greiningu hins kjarnorkuvopna- lausa svæðis þannig að vinnu- rammi embættismannanefndar- innar verði ekki bundinn ákveðn- um landfræðilegum mörkum, mætti það verða til þess að auðvelda íslenskum stjórnvöldum að skipa í nefn- dina, en jafnframt gera þeim erf- iðara fyrir með að hafna sam- starfi við hinar Norðurlanda- þjóðirnar í þessu merka máli. Miklar umræður urðu um þessi mál á Alþingi í gær og gærkvöld og gagnrýndu Hjörleifur Gutt- ormsson, Páll Pétursson og Guð- rún Agnarsdóttir harðlega þjónkun utanríkisráðherra við það sem Guðrún nefndi kjallar- autanríkisstefnu Hvíta hússins og Páll sagðist vona að yfir næstu utanríkisráðherraskýrslu sem fjallað yrði um á Alþingi yrði þjóðleg reisn. -sá./-m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.