Þjóðviljinn - 12.03.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.03.1987, Blaðsíða 12
HEIMURINN Vestur-Þýskaland FDP fær einn í viðbót Kohl endurkjörinn kanslari, sex vikna viðrœðum lok- ið. Litlar breytingar á stjórninni Helmut Kohl var endurkjör- inn kanslari Þýska sambands- lýðveldisins í gær og lauk þarmeð sex vikna ströngum stjórnarmyndunarviðræðum kristilegu flokkanna og frjáls- lyndra, sem hafa einum ráð- herra meira en í fyrri stjórn. Kohl fékk 253 atkvæði á Bonn- þinginu, 225 voru á móti, 6 sátu hjá, þrír seðlar voru ógildir, tíu þingmenn voru fjarstaddir. Stjórnarflokkarnir hafa 269 þing- menn í Bonn, kratar og græningj- ar 228. Ráðherrar verða settir í emb- ætti í dag og eru breytingar litlar nema að frjálslyndir fá eitt ráðu- neyti, menntir og vísindi, í við- bót, og eiga nú fjóra ráðherra í stjórninni. Frjálslyndir unnu á í janúarkosningunum, fengu 46 menn í stað 34, en kristilegir töpuðu. Kristilegir demókratar missa einn ráðherra, en systurflokkur þeirra í Bæjaralandi, CDU, held- ur sínum fimm mönnum. Alls eru átján ráðherrar í Bonn- stjórninni. Hans-Dietrich Genscher frá FDP verður áfram utanríkisráð- herra og varakanslari, en þeim stöðum hefur hann gegnt frá 1974, og verið ráðherra samfleytt frá 1969 og þykir þarmeð tryggt að þýska stjórnin haldi áfram þíðustefnu gagnvart austur- blokkinni. Hin nýja stjórn Kohls á við ýmsa erfiðleika að glíma. Nei- kvæð teikn eru á lofti í efna- hagsmálum, og er talið að atvinnuleysi muni aukast á næst- unni í landinu. Bændur eru þessa stundina í herferð gegn Bonn- stjórninni og Efnahagsbanda- laginu, og samband járniðnaðar- manna er í ham og krefst 35 stunda vinnuviku. Ekki bætir úr fyrir Kohl og kristilega að á árinu verða kosn- ingar í fimm af vesturþýsku „löndunum" tíu; í Hamborg, Bremen, Hessen, Rínarlöndum syðri og Slésvík-Holstein, og ótt- ast CDU-menn mjög um gengi sitt í þessum kosningum eftir ó- farirnar í janúar. -m Kohl kanslari (t.h.) ásamt hinum frjálslynda Genscher, reyndasta ráðherra Bonnstjórnarinnar. Grœnland Viðræður útum þúfur Grænlendingar ganga að kjörborði 26. maí og velja sér nýtt landsþing. Þetta varð Ijóst DJÓÐVILJINN Timinn í gær eftir að uppúr slitnaði í viðræðum stjornarflokksins Siumut og Atassut-flokksins. Jonathan Motzfeldt rak fyrir skömmu samstarfsmenn sína úr vinstriflokknum Inuit Ataqatigiit úr heimastjórninni vegna á- greinings útaf bandarísku rat- sjánni í Thule-herstöðinni, og hugðist stjórna einflokka með stuðningi hægrimanna í Atassut þangað til kjörtímabilinu lýkur á næsta ári. Atassut-menn vildu hinsvegai fá ráðherra í stjórninni og að auk afnema einkarétt hinnar ríkis reknu Grænlandsverslunar, oj urðu leikslok þau að ekki gekk saman og boðað var til kosninga. Tvennar kosningar gætu orðic á Grænlandi á skömmum tíma þarsem framundan eru kosningai til þingsins í Kaupmannahöfn. annaðhvort í haust eða öðru- hvorumegin við áramót. -m tl 68 18 66 Líbanon Sýrlendingar aðvaraðir Talsmenn samtakanna „Heilagt stríð“ hafa varað Sýrl- endinga við því að senda her- sveitir inn í suðurhverfi Beirút þar sem sítar búa í meirihluta og grunur leikur á að erlendir gíslar séu hafðir í haldi. Sem kunnugt er vógu sýrlenskir hermenn átján vígamenn sam- takanna er þeir mættu mótspyrnu þegar þeir hugðust leggja undir sig búðir þeirra og hafa formæ- lendur samtakanna ítrekað kall- að það fjöldamorð og hrópað á Noregur Námsmenn mótmæla Um það bil fimmtíu náms- menn tóku sér stöðu á áhorf- endapöllum Stórþingsins í Osló í gær, sungu og höfðu í frammi háreysti til að leggja áherslu á kröfur sínar um aukin fjárframlög til háskóla og hærri námslán. Forseti þingsins, Oddvar Ma- jala, sá sitt óvænna og frestaði fundi í eina klukkustund uns námsmennirnir höfðu rölt úr húsi. _ ks. Suður-Kyrrahaf Thatcher neitar Talið er víst að breska stjórnin muni neita að undir- rita samning ríkja á Suður- Kyrrahafi um kjarnorkuvopna- laust svæði og fylgja þarmeð í kjölfar Bandaríkjamanna. Búist er við að neitun Thacther-stjórnarinnar verði gerð opinber áður en Howe utan- ríkisráðherra fer til Ástralíu og Nýja-Sjálands síðla í apríl. _ ^ Blaóburður er ^ BESTA TRIMMIÐ og borgar sig Blaðbera vantar víðsvegar um borgina DJÓÐVIUINN Síðumúla 6 0 68 13 33 Á í myrkri gildir að sjást. Notaðu endurskinsmerki! MIUMFEROAR Fararheilj ’ RAÐ n> i? Afganistan Styttra á rniÍÍTum Sovét Talsverður árangur í Genfarlotunni. Pakistanar vilja Rauða herinn burt á 7 mánuðum, Kabúlstjórnin býður 18 Viðræðum sendinefnda frá stjórnunum í Kabúl og Islama- bad lauk seint á mánudag í Genf, og sagði Diego Cordo- vez sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna, að talsvert hefði þokað í viðræðunum. Þannig hefur munur minnkað í helsta deilumálinu, um brottflutning sovéska hersins. Pakistanstjórn vill nú að Rauði herinn sé á brott úr Afganistan 7 mánuðum eftir samkomulag, en Kabúlstjórnin hefur boðið 18 mánuði. í síðustu lotu í Genf töluðu Pakistanar um 3-4 mán- uði en Kabúlmenn um fjögur ár. Sendinefndirnar hafa sam- þykkt þrjá af fjórum þáttum í sáttatillögu SÞ, um að hætt verði stuðningi við skæruliða, en sá stuðningur kemur nú frá Banda- ríkjunum, Kína, íran, Sádí- Arabíu og Pakistan, um að fimm milljón afgönskum flótta- mönnum í Pakistan og fran verði leyft að snúa heim, og um að Sov- étmenn og Bandaríkjamenn verði beðnir um að ábyrgjast væntanlegt samkomulag og fylgj- ast með að eftir því sé farið. Fjórði meginþáttur samkomu- lagsins er svo brottflutningur Sovéthersins. Cordovez sagði að hugsanlegt samkomulag í Genf gæti ekki orðið annað en forleikur að sátt- um stríðandi aðila í sjálfu Afgan- istan. Næsta lota viðræðnanna hefst um miðjan maí. í pakistanska utanríkisráðu- neytinu segjast menn frekar bjartsýnir eftir árangurinn í Genf en talsmaður Hezb-i-islami, ein- nar stærstu fylkingar skæruliða, sagði í gær að viðræðurnar kæmu skæruliðum ekki við, og ákvörð- un um brottfarartíma Rauða hersins yrði eingöngu papp- írsgagn, þarsem skæruliðar mundu berjast áfram. -m Bandaríkin Kanar fá sovéska skriðdreka frá íran Að sögn fréttamanna NBC sjónvarpsstöðvarinnar banda- rísku er nú skipsfarmur af sov- éskum skriðdrekum af gerö- inni T-72 á leið til Bandaríkj- anna frá íran. T-72 er fullkomnasti skrið- drekinn í vopnabúri Rauða hers- ins og hefur bandarískum ráða- mönnum lengi leikið hugur á að komast yfir eintak til gaumgæfi- legrar rannsóknar. Skriðdrekana fá kanarnir í skiptum fyrir Tow-flaugar og fleiri vígtól sem írönum koma að notum í vopnaviðskiptum við nágranna sína, íraka. Það var á fundi íranskra sendi- fulltrúa og starfsmanna banda- nsku leyniþjónustunnar, CIA, skömmu fyrir áramót í Lundún- um að samkomulag náðist um eigendaskipti skriðdrekanna. Voru kaupin liður í hinu marg- umrædda íransvopnasölumáli sem Ronald Reagan sýpur nú seyðið af. - ks. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.