Þjóðviljinn - 12.03.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.03.1987, Blaðsíða 5
Verðmæti búvara nær 8 miljarðar / / Ur þingsetningarrœðu Asgeirs Bjarnasonar Umsjón: Magnús H. Gíslason Búnaðarþing Eins og alþjóð veit lét Ásgeir Bjarnason bóndi í Ásgarði af for- mennsku Búnaðarfélags íslands nú fyrir lok síðasta Búnaðar- þings. Hann var kjörinn í stjórn félagsins fyrir 20 árum. Síð- astliðin 16 ár hefur hann verið formaður þess. Ásgeir Bjarnason hefur verið ákaflega farsæll í störfum sínum fyrir Búnaðarfélagið. Þar hefur hann sameinað með sjaldgæfum hætti lipurð og ljúfmennsku, þrek og festu. Ekki þarf Ásgeir fyrir aldurs sakir né annarra á- stæðna að láta af störfum. En hann mun hafa talið rétt að rýma fyrir yngri manni. Það sjónarmið er honum líkt. Við setningu Búnaðarþings á dögunum flutti Ásgeir merka ræðu svo sem jafnan áður við þá athöfn, síðan hann tók við for- mannsstarfinu. Landsbyggð birt- irnúkaflaúr henni. Eftiraðhafaí stórum dráttum rakið sögu Bún- aðarfélags fslands í 150 ár sagði Ásgeir Bjarnason: - Á þessum merku tíma- mótum kemur fram í huga minn spurningin: „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“. Þegar ég lít til allra átta, lands og sjávar, ber saman fortíð og nútíð, svara ég þessari spurningu ját- andi. Pað er af mörgu að taka þegar nefna skal dæmi um þróun mála á liðnum árum en ég minni á lög- gjöf landbúnaðarins, sem hefur haft sín áhrif, hver á sínu sviði. Til dæmis lög um jarðrækt, bú- fjárrækt, afurðasölu og lánastarf- semi landbúnaðarins. Löggjöfin hefur valdið byltingu í íslenskum landbúnaði ásamt tækni og vís- indum. Hitt er svo annað mál, sem hlýtur að mótast hverju sinni af þjóðmálum og markaðshorfum, hvernig til tekst að selja erlendis þær búvörur, sem ekki er þörf á innanlands. Dýrtíðin, verðbólg- an, hefur leitt til þess að þrátt fyrir alla hagræðingu hefur verð- lag búvöru, sem út er flutt, orðið bændum óhagstætt og skapað mikinn vanda í framleiðslumál- um. Bændastéttin er í biðstöðu og verður að þrauka um sinn og sjá til hvort það ástand sem ríkir lagast ekki bráðlega. Það eru að sönnu miklir erfiðleikar í sauðfjárframleiðslunni. Innan- landsneysla á dilkakjöti dregst saman og nú virðist íslenska ullin ekki vera nothæf nema að litlu leyti sem íblöndun í erlenda ull. Það voru þeir tímar, að íslenska ullin átti ekki sinn líka í veröld- inni og þóttu það dýrindis flíkur, sem úr henni voru unnar. Þessi málefni er sauðfjárbúskap snertir þarf því sérstaklega að rannsaka, einkum að því er varðar verslun og vinnslu vörunnar. Það þarf engan að undra þótt sjaldan eða aldrei hafi verið meira rætt og ritað um landbún- aðarmál, en á s.l. ári og það sem af er þessu. Horfur í landbúnaði eru ekki góðar þótt tíðarfarið hafi oftast leikið við bændur að und- anförnu eins og aðra landsmenn. finnsl, tvíþættur: Annars vegar að tryggja bændum fullt verðlags- grundvallarverð fyrir visst magn af kjöti og mjólk samkvæmt samningi þar um á milli landbún- aðarráðherra og Stéttarsam- bands bænda. Samningar hafa verið gerðir fyrir þrjú ár og tekist vel, ekki síst þegar innanlands- neysla búvöru er höfð í huga. Hinsvegar tryggja lögin þeim, sem fara út í búháttabreytingar, fj ármagn og það er mikils virði að hafa innan landbúnaðarins áfram það fjármagn, sem áður fór í út- flutningsuppbætur á búvörum. Það tekur sinn tíma að byggja upp ný bú og koma þeim í arð- samt horf, hvort heldur það eru refa- og minkabú, fiskeldi, ferða- þjónusta eða annað. Því er nauðsynlegt að lengja aðlögunar- tímann, sem ákveðinn er í lögum, til næstu aldamóta. Það byrja ekki allir í einu að búa, gamlir menn hætta og yngri taka við, viss fjöldi á ári. Best er fyrir alla að þetta takist vel en til þess að svo verði þarf að tryggja fjármagn til þesarra mála fram í tímann, svo menn viti í upphafi að hverju þeir ganga. Þá vil ég á það minna í leiðinni, að nauðsynlegt er að athuga vel reglugerðir búvörulaganna og bæta úr ýmsum ágöllum á þeim, svo þeir sem fara illa út úr fullvirðisrétti en hafa frambæri- leg rök máli sínu til stuðnings, fái leiðréttingu mála sinna. Það er venja að endurskoða lög og reglugerðir, þegar reynsla er fengin fyrir því hvernig þau verka og það hygg ég að muni verða gert með búvörulögin frá 1985. Nauðsyn bú- rekstrarkönnunar Búrekstrarkönnun, líkt og búið er að gera á Norðurlandi, þarf að halda áfram á landinu öllu. Það finnst mér að sé undir- staða þess, að hægt sé að skipu- leggja landbúnaðinn og sérhæfa hann í sambandi við búhátta- breytingar. Við það skapast vinn- uhagræðing í búskap og viss trygging fyrir því, að svonefnd jaðarsvæði haldist íbyggð. Flestir íslendingar vilja halda landinu öllu í byggð og þegar á það er litið ætti að vera auðveldara að afla fjár til uppbyggingar í sveitum. Landbúnaðurinn, dreifbýlið, hefur mikla möguleika. Frjó- sama gróðurmold, jarðhita og raforku um allt land og batnandi samgöngur. Allt felur þetta í sér áður óþekkt tækifæri. Fækkun fólks á landsbyggðinni er mikið þjóðhagslegt vandamál, sem að- kallandi er að spyrna gegn með því að efla atvinnulíf víðsvegar á landinu og styrkja félagslega að- stöðu þeirra er þar búa. Lands- byggðina, sveitirnar, þarf líka að kynna betur en gert er og umfram allt gefa ungu fólki í þéttbýli kost á að kynnast sveitalífinu af eigin raun. Landbúnaðurinn er þýðingar- mikill fyrir þjóðarbúið, þar sem hann framleiðir verðmæti, sem eru nær 8 miljarðar króna og skapar útflutningstekjur sem næst tveimur og einum þriðja miljarði kr. Það eru býsna marg- ir, sem hafa atvinnutekjur af landbúnaði. Því ber að efla hann sem mest. Um þessar mundir er margt rætt og ritað um landbúnaðinn. Hann er í brennidepli. Það verða mörg og þýðingarmikil mál lögð fyrir þetta Búnaðarþing svo nóg verður að gera, en af fyrri reynslu veit ég að þið kryfjið málin til mergjar og bendið á margt, sem betur má fara og til heilla horfir. Af ásettu ráði hef ég ekki rætt Umdeild lagasmíð Búvörulögin eru umdeild en þau eru nauðsynleg. Það væri ekki betra ástand í landbúnaði ef allir fengju að framleiða eins og þeir vildu og markaðsmöguleikar þeir sömu og við búum við. Það væri ófremdarástand. Kjarni bú- vörulaganna er, að því er mér mikið um vandamál landbúnað- arins nú, en ég veit að þau berast á borð ykkar og koma til af- greiðslu. Ég óska ykkur góðs gengis í störfum. Heilladrjúg samstaða Það tók langan tíma fyrir Bún- aðarfélag íslands að komast á legg og verða virkilegur aflgjafi í búnaðarmálum. Stundum hafa líka leikið um það naprir vindar, en það hefur alltaf staðið þá af sér og þess óska ég að verði í framtíð- inni. Búnaðarfélagið er það víð- feðmt að þar geta allir, sem vilja, starfað að málefnum landbúnað- arins á félagslegum grunni. Staða landbúnaðarins er þannig í dag að bændum veitir ekki af að standa saman um málefni sín og styrkja á þann hátt þessa atvinnu- grein, sem nú á í vök að verjast. Að þessu sinni finnst mér rétt að geta þess sérstaklega að það er í senn þýðingarmikið og ánægju- legt hversu mikil og góð sam- vinna er á milli Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags fslands. Samvinna þessi hefur leyst mörg vandamál landbúnaðarins. Þótt verkefni þessara félaga séu ann- ars ólík þá starfa þau bæði fyrir bændurna - landbúnaðinn, og geta stutt hvort annað á fjölmörg- um sviðum. Ég þakka Stéttar- sambandinu góða samvinnu og óska því góðs gengis. áb/mhg Það eru fleiri en bændur, sem hafa atvinnutekjur sínar af landbúnaði. V:' Ásgeir Bjarnason: Fækkun fólks á landsbyggðinni er mikið þjóðhagslegt vandamál. Fimmtudagur 12. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.