Þjóðviljinn - 12.03.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.03.1987, Blaðsíða 6
LANDSBYGGÐIN Búvöruverð Furðulegar yfirlýsingar formanna stjórnarflokkanna Stjórn Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð kom saman til fund- ar 2. mars s.l. og gerði þar svo- fellda bókun: 1. Ekki kemur til greina að sauðfjárbændur gefi neitt eftir af þeirri hækkun verðlagsgrundvall- ar sem full samstaða er um í verð- lagsnefnd búvara og átti að taka gildi 1. mars s.l. nema annað komi til sem tryggi þeim samsvar- andi tekjur. Stjórnin getur þó eftir atvikum fallist á þann hálfs- mánaðar frest sem samkomulag er orðið um enda verði hann not- aður til þess að finna hagkvæm- ustu lausn þessara mála. Það er þó alger krafa að sá verð-lags- grund-völl-ur sem gefinn verður út að þessum fresti liðnum verði afturvirkur til 1. mars. 2. Stjórnin minnir á, að s.l. haust gáfu sauðfjárbændur eftir 197.000 kr. af launalið við gerð nýs verðlagsgrundvallar. Var það forsenda fyrir því að hægt væri að ná viðunandi samningum við rík- ið. Ber því ríkisstjórnin fulla ábyrgð á þeirri gífurlegu kjara- skerð-ingu sem þetta hafði í för með sér fyrir sauðfjárbændur. 3. Ekki verður séð að ríkis- stjórnin hafi uppi minnstu til- burði ril að bæta sauðfjárbænd- um þessa kjaraskerðingu. Þvert á móti hafa formenn stjórnarflokk- anna látið frá sér fara hinar furð- ulegustu yfirlýsingar varðandi framreikning verðlagsgrundvall- arins til samræmis við launa- breytingar viðmiðunarstéttanna. Steingrímur Hermannsson fer fram á frestun og telur að margir bændur hafi alla burði til að bera enn frekari kjaraskerðingu og Þorsteinn Pálsson kallar auknar niðurgreiðslur til lausnar þessum vanda sýndarmennsku fyrir kosn- ingar. Stjórnin lýsir furðu sinni á því skilningsleysi sem þessi um- mæli bera með sér á kjörum sauðfjárbænda og ættu þeir að minnast þeirra 25. apríl n.k. 4. Samkvæmt opinberum hag- töl-um eru bændur tekjulægsta stétt þessarar þjóðar og ætti öllum að vera ljóst að sú kjara- skerð-ing sem varð á s.l. hausti, hvað þá enn frekari skerðing á kjörum sauðfjárbænda, getur ekki leitt til annars en gjaldþrots þeirra í hundraðatali og að þeir verði að fara frá jörðum sínum eignalausir með þunga skulda- bagga á baki. 5. Stjórnin krefst þess að ríkis- stjórnin geri það upp við sig hvort eigi að stunda sauðfjárbúskap í þessu landi og hvort hún ætlar að tryggja ákvæði laga sem, hún beitti sér sjálf fyrir að sett yrðu, þar sem segir að kjör bænda skuli vera í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. 6. Þá mótmælir stjórnin harð- lega endurtekinni íhlutun for- ystumanna A.S.Í. þegar rætt er um eðlilega hækkun launaliðar verðlagsgrundvallar og telur það koma úr hörðustu átt. Stjórnin skorar á Stéttarsam- band bænda að það leiti allra hugsanlegra leiða til að bæta bág kjör sauðfjárbænda og það sýni enga linkind í baráttu sinni við skilningssljó stjórnvöld. ógv/hmg FLÓAMARKAÐURINN Lúxemburg Til sölu opinn flugmiði til Luxem- burgar aðra leið. Gildir fram í júní. Selst ódýrt. Upplýs. í síma 19842. Myndbandstæki - sportfelgur Lítið notað Xenon myndbandstæki til sölu. Verð kr. 20 þús. Einnig fal- legar álsportfelgur á Lödu. Upplýs. í síma 36233 eftir kl. 16. Til sölu Sinclair Spectrum tölva ásamt nokkrum leikjum. Sími 44465 e.kl. 18. Til sölu ónotuð sumardekk 155x14. Sími 71029 e.kl. 18. Til sölu skrúfa og öxull 2 stórir netadrekar og 3 handfærar- úllur. Færeyskar. Upplýs. í síma 10983 e.kl. 19. Sófasett til sölu Til sölu er furusófasett, 3+2+1, og sófaborð og hornaborð. Upplýs. í síma 76191. Óska eftir að kaupa stillanlegt teikniborð með teiknivél, ca. 80x120 sm. Upplýs. á skrifstofutíma í síma 621699. Vill strákurinn, sem hefur undir höndum röndóttar buxur og Visa-kort frá stelpunni, sem hann hitti i Broad- way á laugardagskvöldið, skila þessu sem allra fyrst í óskiladeild lögreglunnar. Óska að kaupa notaða mótor-garðsláttuvél Mætti þarfnast viðgerðar. Upplýs. í síma 44465 næstu daga. Óska eftir vellaunuðu starfi helst við útkeyrslu. Hef eigin bíl. Sími 11701 eftir kl. 20. Rafha eldavél til sölu Verð kr. 10.000.- Einnig fást á sama stað hægindastólar og sófa- borð. Selst ódýrt. Sími 53206. Volkswagen fyrir 10.000,- kr. Til sölu brúnn Volkswagen 1300 bjalla árg. '74. Góð vetrardekk og útvarp fylgja. Upplýs. veitir Ólafur í síma 17482. Antik sófasett sófi + 3 stólar, stórt og veglegt til sölu. Selst ódýrt. Vinnusími 651616 og heimasími 54327 eftir kl. 17. Þórhallur. Þríhjól Vantar vel með farið þríhjól fyrir 3ja ára gamalt barn. Er í síma 53090. Silkislæður Geri silkislæður í haust-, sumar-, vor- og vetrarlitum. Get merkt slæð- urnar með nafni. Hringið í síma 53090. Óska eftir ódýrri 2ja herb. leiguíbúð helst í Hafnarfirði eða Garðabæ. Erum tvö í heimili og eigum von á barni. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Upplýs. í síma 50942 eftir hádegi. Óska eftir að kaupa rúm fyrir 4ra til 10 ára barn. Upplýs. í síma 22631. Til sölu DBS kvenreiðhjól sem nýtt. Upplýs. í síma 42935 eftir kl. 19. Til sölu hljómborð Viscount A 330 með kennara. Ný- legt og lítið notað. Verð staðgreitt kr. 20.000.- Upplýs. í síma 36858. Svæðameðferð Hef nokkra lausa tíma í svæðameð- ferð. Bý í Safamýri. Sími 30807. Birna. Fiat Panda til sölu 4x4. Er til sýnis á Aðalbíla- sölunni við Miklatorg. Ef einhverjir hafa áhuga þá hringið í síma 623086. m Mosfellssveit Framlagning kjörskrár Kjörskrá vegna alþingiskosninganna 25. apríl nk. liggur frammi á skrifstofu Mosfells- hrepps í Hlégarði frá og með 13. mars nk. Kærufrestur vegna kjörskrár er til 6. apríl 1987. Sveitarstjóri Málningartilboð Tilboð óskast í að mála stigagang í íbúðarblokk í Breiðholti. Upplýsingar í síma 75707. Gerð verði könnun á búrekstraraðstöðu á sveitabýlum um allt land. Köimun á búrekslraiaðstöðu Meðal þeirra mála, sem Al- þingi sendi nýafstöðnu Búnaðar- þingi til umsagnar var þingsálykt- unartillaga Hjörleifs Guttorms- sonar um könnun á búrekstrar- aðstöðu. í þingsályktunartillögunni segir m.a. að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að láta fara fram á fyrri hluta þessa árs könn- un á búrekstraraðstöðu einstakra jarða og byggðarlaga um land allt. Markmiðið sé að safna upp- lýsingum um framleiðsluaðstöðu á einstökum jörðum og um áform ábúenda og hugmyndir sveita- fólks um nýsköpun í atvinnulífi og breytingar á búháttum í dreifbýli í náinni framtíð. Könnunin miðist m.a. við það, að unnt sé að nota þær upplýsing- ar, sem safnast, við mótun svæða- skipulags í landbúnaði, þar sem tekið er tillit til aðlögunar hefð- bundins búskapar að landgæðum og markaði, nýtingar arðbærra hlunninda og uppbyggingar nýrra búgreina. Jafnframt ætti könnun- in að leiða í ljós stöðu einstakra byggðarlaga og verða leiðbein- andi um aðgerðir til viðhalds byggðinni. Alþingi verði kynntar ntður- stöður könnunarinnar eigi síðar en haustið 1987 svo unnt sé að móta aðgerðir með hliðsjón af henni á næsta þingi. Kostnaður vegna könnunarinnar greiðist úr ríkissjóði. Búnaðarþing lagði einróma til að Alþingi samþykkti þingsálykt- unartillöguna. - mhg Búvöruverð Bændur fái það, sem þeim ber Krafa Suður-Þingeyinga Stjórn Félags sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu kom ný- lega saman til fundar og sam- þykkti þar eftirfarandi ályktun, sem send hefur verið Stéttars- ambandi bænda: Stjórn Félags sauðfjárbænda í S-Þing. mótmælir þeim fresti, sem orðið hefur á ákvörðun um kauplið bænda í verðlagsgrund- velli búvara hinn 1. mars. Jafn- framt skorar stjórnin á stjórn Stéttarsambands bænda að kvika í engu frá því, í samningum við ríkisvaldið á næstu dögum, að bændur fái þá kauphækkun, sem þeim ber lögum samkvæmt. Stjórnin vill minna á að við ákvörðun verðlagsgrundvallar í sept. sl. var frestað í eitt ár hækk- un á grundvelli sauðfjárafurða um 12.4%, en það þýðir 197.000 kr. eftirgjöf á launalið verðlags- grundvallarbús. Því er það brýnt, að hækkun grundvallarins nú skili sér þegar til bænda að fullu. Þá vill stjórnin benda á að við gerð kjarasamninga í des. hækk- uðu laun viðmiðunarstétta um allt að 30% og jafnframt ábyrgð- ist ríkisstjórnin að búvörur hækk- uðu ekki umfram annað verðlag. Því eru yfirlýsingar einstakra ráð- herra um að hækkun þessi komi mjög á óvart, afar einkennilegar, svo ekki sé meira sagt. Öllum átti að vera ljóst, að búvörur hlyíu að hækka verulega hinn 1. mars og ef sú hækkun ætti ekki að ganga út í verðlagið, yrðu að koma til sérstakar aðgerðir. Ríkisstjórnin hefur nú haft næstum þrjá mán- uði til að vinna að lausn þessa máls, en eftir síðustu viðbrögðum virðist hennar eina lausn vera að lækka enn kaup bænda, sem eru þó tekjulægsta stétt þjóðarinnar. Stjórn Félags sauðfjárbænda í S-Þing. bendir á eftirfarandi til lausnar þessa máls: 1. Aukna niðurgreiðslu bú- vöru. 2. Lækkun raforku. 3. Lækkun á rekstrarvörum m.a. með afnámi aðflutnings- gjalda og söluskatts. Slíkt gæti að nokkru komið til móts við þá frestun, sem varð á hækkun verðlagsgrundvallar sauðfjárafurða s.l. haust. es/mhg 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.