Þjóðviljinn - 24.03.1987, Side 5

Þjóðviljinn - 24.03.1987, Side 5
VIÐHORF Kjósum nýja alþingismenn Góðir íslendingar. Laugardaginn 25. apríl gerist merkur atburður á íslandi. F>á velja kjósendur sextíu og þrjá al- þingismenn í leynilegum kosn- ingum og fá þeim í hendur alls- herjarvald þjóðar með öllum al- mennum réttindum þjóðríkis í skiptum við aðrar þjóðir, al- þjóðastofnanir og aðra aðila til næstu fjögurra ára. Þótt íslendingar séu lítil þjóð, hefur hún látið að sér kveða á alþjóðavettvangi. Fulltrúar hennar hafa átt drjúgan hlut að skipan alþjóðlegra hafréttar- reglna og íslenskar konur með forseta íslands, frú Vigdísi Finn- bogadóttur, fremsta, hafa vakið athygli á jafnrétti fólks. Þó eru ýmsir sem telja að fslendingar eigi enn stærri tækifæri ónotuð til að láta að sér kveða í alþjóðamál- um. Hér skal ósagt látið hvort það tekst, en kosningar í lýðræð- isríki eru fyrst og fremst mikils- verðar vegna þess samfélagslega valds, sem alþingismönnum er fengið í kosningum. Þeir fá að sjálfsögðu í hendur löggjafarvald þjóðarinnar og í krafti meirihluta á Alþingi fá þeir í hendur fram- kvæmdavaldið. Dómsvaldið er ekki undan skilið, því dómsmála- ráðherrann skipar dómara í þær stöður sem losna, dómstólamir fá fé til starfa af fjárlögum Alþingis og starfa eftir lögum þess. Auk hinnar beinu og óbeinu stjórnun- ar allra þessara þátta allsherjar- valdsins, sem hlýtur að vera mikil í ríki þar sem langt í helmingi þjóðartekna er ráðstafað til sam- neyslu, kemur allsherjarvaldið víða annars staðar við. Það hefur að verulegu leyti tekið að sér yfir- stjórn mála í helstu atvinnugrein- um landsmanna, svo sem sjávar- útvegi og landbúnaði og ýmsar atvinnugreinar aðrar, svo sem bankastarfsemi, orkufram- leiðsla, tryggingar, samgöngur á landi og lofti ofl. ofl. er háð yfir- stjórn þess og sérleyfum. Síðast en ekki síst sér það okkur fyrir fjölmiðlun í landinu að verulegu leyti og ræður mestu um hvaða þætti þjóðmála við fáum að sjá og heyra um. Það er mikið vald, sem alþing- ismönnum er fengið í kosningum. Hver er ástæða áskorunar? Ástæðan fyrir áskorun minni að kjósa nýja alþingismenn er ein. Aðgerða- og sinnuleysi al- þingismanna um vald sitt gagnvart dómsmálum og réttar- fari í landinu á undan förnum árum. Þar sem þetta er ekki eitt af kosningamálunum kann mörg- um að þykja þetta lítilsverð ástæða fyrir því að endurkjósa ekki þingmann eða þingmenn. Og það því fremur af því áskor- andinn er ekki í framboði og ætl- ar sér ekki að hafa áhrif á það hvaða listum menn greiða at- kvæði sitt. Líklegt er að fæstir kjósendur hafi ákveðið að nota réttarkerfið á næstunni til lausnar á málum. Það skipti viðkomandi litlu hvernig náunganum, Pétri eða Páli, gengur að fá lausnir á málum sínum í réttarkerfinu. Þetta gæti í fyrstu virst góð og gild afstaða. En þegar betur er að gáð, er rétt að hafa í huga að eng- inn veit, hvort eða hvenær kynni að verða ástæða fyrir hann að leita réttar síns eða gæta hagsmuna sinna fyrir dómstól- um. Og ef við verðum vör við að illa sé brotið gegn rétti náunga okkar, án þess hann fái tækifæri til leiðréttinga, er ástæða til að vera við því búinn að fljótlega komi að manni sjálfum eða ein- hverjum nákomnum. eftir Tómas Gunnarsson í lýðræðisríki er réttarkerfið tækið sem stjórnvöld nota til að beita valdi sínu, ef fyrirstaða verður á opinberri framkvæmd. Og réttarkerfið á ekki síður að vera tæki fyrir þegnana til þess að beita sínu valdi gagnvart sínu samfélagi og samborgurum til að ná rétti sínum, verði þeir órétti beittir eða til að hindra vald- níðslu. Mikilvægi réttarkerfisins má ráða af þeirri samlíkingu, að löggjafinn hanni arm laganna en réttarkerfið veiti honum lipurð og kraft. Frá sjónarhóli einstaks kjósanda í lýðræðisríki er kosn- ingaréttur hans auðvitað afar mikilsverður, en sjaldan gerist kynna að annað sé í sæmilegu lagi, sem er rangt. Augljóst er, að réttarkerfi sem á skilvirkan og faglegan hátt á að geta tekið til umfjöllunar rétt- mæti hvers konar aðgerða í einu samfélagi og komist fljótt og vel að niðurstöðu, er ekki einfalt fyrirbæri. Þess er ekki að vænta að lög- maður eða annar réttarkerfis- maður geti án viðeigandi kann- ana kveðið upp úr, svo sæmilega tryggt sé, hverra úrbóta er þörf á réttarkerfi. Þó skulu nefnd nokk- ur atriði. Stjórnarskráin er mjög gömul svo og skipulag réttarkerf- isins þrátt fyrir stórfelldar þjóð- þeir sjái sjálfir ástæður til að- gerða. Nokkur dæmi Eitt af störfum Hæstaréttar ís- lands er að nefna menn í Kjara- dóm, sem kveður á um laun fyrir störf opinberra starfsmanna. Þar virðist áratugahefð að dæma lág laun stétta, sem konur sækja í, svo sem hjúkrun, kennslu og fóstrustörf. Þó er verulegrar sér- menntunar krafist í lögum til að gegna þessum störfum og hagsmunirnir, sem þær sinna, eru þeir dýrmætustu. En stofnanim- ar fá ekki réttindafólk til starfa, vegna þess að það sækir í önnur Sofandaháttur alþingismanna í réttarfarsmálum hefur komið á óvart, vegnaþess að áþvísviði hafaþeir sérstakar skyldur. Þeir hafa unnið eið að stjórnarskránni og þeim ber az ganga tryggilega úrskugga um að ekki sé brotið gegn ákvæðum hennar, eftilefni verða til. “ það að úrslit velti á einu atkvæði, og þá sjaldan það gerist er lík- iegast að atkvæði viðkomandi hafi engin áhrif haft. Sá þáttur lýðréttinda að eiga aðgang að góðu réttarkerfi er frá sjónarhóli almenns borgara miklu veiga- meiri en kosningaréttur þar sem hann getur ráðið niðurstöðum margra og mikilsverðra mála tengdum honum með valdbeitinu réttarkerfisins. Og svo öflugt get- ur þeta tæki verið í höndum borgaranna, að það raski ekki að- eins gerðum þess, sem meira má sín gagnvart „litla manninum," heldur hendir stundum að að- gerðir stjórnvalda séu ómerktar og dæmi eru um að lagaákvæði hafa verið ómerkt vegna þess að þau brutu gegn ákvæðum stjórn- arskrárinnar. Gott réttarkerfi er forsenda og kjarni lýðræðis í landinu. Samt eru bein áhrif dómstólanna lítil miðað við óbein áhrif þeirra. Reglur eru stýrikerfi þróaðra samfélaga og dómstólar hafa síð- asta orðið um innihald þeirra og virkni. Gott réttarkerfi stuðlar að jöfnuði þegnanna og farsælu og öflugu þjóðlífi. Slakt réttarkerfi veldur misrétti og leiðir til áfalla og stöðnunar. Á Alþingi að skipta sér af dómsmálum? Já. Þó ekki af rekstri og niður- stöðum einstakra mála. Megin- markmið þeirra sem ráða menn til starfa og flestra starfsmanna er að árangur verði af störfunum. Það á eins við um löggjafarstörf alþingismanna sem önnur, hvort sem kjósendur aðhyllast félags- hyggju eða frjálshyggju eða eitthvað annað. Þess vegna er ekki nóg að alþingismenn séu duglegir að setja lög. Þeim ber einnig til að tryggja virkni laga með virkri réttarframkvæmd. Bæði til að stuðla að árangri starfa sinna og vegna jafnræðis og réttaröryggis þegnanna. Alþingi er eini aðilinn, sem getur sett dómstólum starfsreglur með lögum, Alþingi sér þeim fyrir rekstrarfé og æðsti yfirmað- ur dómsmála, dómsmálaráðher- rann, sækir vald sitt til Alþingis. Hvað er athugavert við réttarkerfið? Því er ekki auðsvarað með því að nefna nokkur atriði, svo sem starfsmannafæð, slök launakjör, þröng húsakynni, eða eitthvað þess háttar. Með því er gefið til lífsbreytingar. Dómaraembætt- um eru falin störf, sem eðlilegra væri að aðrir ynnu, svo sem bank- ar og gjaldheimtur. Landfræðileg skipting dómaraumdæma er mið- uð við samskipta- og samgöngu- möguleika á liðnum öldum. Starfs- og valdskipting innan embættanna er ekki í samræmi við eðlileg og nútímaleg viðhorf. Dómendur staðfesta t.d. endur- rit, sem aðrir starfsmenn vélrita. Starfsskipting milli embætta og innan embætta er minni en æskilegt er og tíðkað er víða er- lendis. Of föst tengsl eru milli einstakra aðgerða. Eðlilegt væri t.d. a auðvelda gagnaöflun í mál- um án málshöfðunar. Athuga þarf möguleika á því að sleppa einstökum þáttum dómsmála, sérstaklega í smærri málum. Tengsl réttarkerfisins við hin margvíslegu svið þjóðlífsins eru ekki nógu góð. Ekki brýnt, að lögfræðingar sitji í forsæti dóma í öllum málum. I öðrum greinum en lögfræði er athugandi að láta sérfræðinga úr greininni vera í forsæti og vera í meirihluta í dómi. Fylgni við góðar réttar- farsreglur má ná með öðru móti. Álitamál er, sérstaklega ef rétt- arkerfið er yfirhlaðið störfum, hvort meiri gjaldtaka fyrir þjón- ustu er ekki réttlætanleg. Slæmt er ef menn geta tafið framgang réttvísinnar, vegna anna dóm- stóla. Brýnast er þó að æðstu stofnun réttarkerfisins, Hæsta- rétti, verði settar ítarlegri reglur um rekstur mála. Ekki má vera nokkur vafi á, hvað gerist fyrir og í Hæstarétti, hvernig mál eiga að rekast þar og niðurstaða að nást. Eiga allir að geta fengið upplýs- ingar um allt, sem þar gerist í dómstörfum, nema sérstakir við- kvæmir hagsmunir málsaðila séu því til fyrirstöðu. Þannig þarf að liggja ljóst fyrir, hvernig komist er að niðurstöðu um hversu margir hinna átta hæstaréttar- dómenda kveði upp dóm í ein- stöku máli og hverjir. Þá þarf einnig að setja ítarlegar reglur um samningu dóma, þannig að fullljóst sé á hverju niðurstaða máls er byggð og tenging hennar við kröfur, málavexti og rök málsaðila. Ef ljóst er hvernig með mál er farið í Hæstarétti eru meiri líkur á að menn átti sig á, almenningur, lögmenn og hér- aðsdómarar, hvernig ber að túlka lög landsins. Annars þurfa kjósendur ekki langan lista minn um meinta galla réttarkerfisins. Meiru skiptir að störf. Þegar þessar stéttir reyna að ná kjarabótum í samningum er samningsstaðan erfið, m.a. vegna þess hve Kjaradómur hef- ur dæmt laun til þeirra lág og óvarlegt er að reikna með veru- legum umskiptum þar. Þetta er þeim mun ranglátara vegna þess, að konur eru bundnar sérstökum aukastörfum, sem atvikin og þjóðin hafa falið þeim og tor- velda teknaöflun þeirra og kjara- baráttu, þ.e. meðgöngu og umönnun barna. Dæmi um að réttarkerfið sé ekki nógu virkt er álagning og innheimta opinberra gjalda. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi greiðan aðgang að miklu magni upplýsinga, og geysiöflug tæki til að afla þeirra og vinna úr þeim, tekst ekki í góðæri að afla tekna fyrir gjöldum ríkissjóðs. Er þó slakað svo gróflega á lögbundn- um kröfum, að nauðsyn þykir bera til að láta fjárlög ganga fyrir almennum lagaákvæðum, til dæmis fræðslulögum, sem virðist stjórnarskrárbrot. Nefnd á veg- um fjármálaráðuneytisins áætl- aði undanskotna gjaldstofna skatta sex milljarða króna á árinu 1986. Hvort þessi fjárhæð er sú rétta veit enginn. Állt um það. Slakt réttarkerfi hefur um langt árabil verið því til fyrirstöðu, að unnt væri að lagfæra misrétti í skattamálum, þótt fleira komi til. Glöggt dæmi um vanda rétt- arkerfisins er niðurstaða í einu svonefndra „okurmála“. í Hæstarétti var einn sakborninga af um eitt hundrað og tuttugu dæmdur til að greiða um kr. 63.000,- sekt til ríkissjóðs auk sakarkostnaðar fyrir að okra á manni, sem hafði að atvinnu að taka við fé frá almenningi og ávaxta það með okurvöxtum. Þessi sakborningur hafði áður fengið margfalt þyngri refsingu í Sakadómi Reykjavíkur. Málið vakti mikla athygli vegna þess að í dómi Hæstaréttar kom fram, að skortur á tilkynningum um hám- arksvexti frá Seðlabanka íslands var því til fyrirstöðu að maðurinn fengi refsingu í samræmi við kröf- ur í ákæru. Þótti sumum það hneisa fyrir Seðlabankamenn, sem svöruðu því að sökin væri Alþingis. Hitt var minna rætt, að áður en þetta okurmál kom fyrir í Hæstarétti, höfðu allmargir af þessum eitt hundrað og tuttugu sakbomingum hlotið talsvert mismunandi dóma fyrir nokkrum héraðsdómstólum, sem vom nær allir býsna langt frá dómi Hæsta- réttar að því er varðar rök og nið- urstöður, svo ekki sé talað um hlut ákæruvaldsins. Þetta er sér- staklega alvarlegt, vegna þess að niðurstöður refsimála eiga að vera þær traustustu meðal dóms- mála, bæði hvað varðar mála- vexti og ótvíræð lagarök. Alvar- legast er þó, að dómur Hæstarétt- ar er ekki sannfærandi. Undar- legt er að dæma mann fyrir að okra á miðlara, sem ekki borgar nokkra vexti af eigin fé, heldur græðir á öllu saman. Má ljóst vera af þessu að dómstólar geta átt erfitt með að dæma þannig að menn séu jafnir fyrir lögunum og réttarframkvæmd virk. Þessi atriði eru rakin sérstak- lega af því að þau em flestum kunnug úr fjölmiðlum. Margt fleira mætti nefna, sem bendir til slaks réttarkerfis. í umferðinni deyr um hálfur þriðji tugur íslendinga á hverju ári og svipaður fjöldi örkumlast ævilangt, auk margra annarra slysa og eignatjóns. Lítill hluti þessara slysa stafar af bilunum eða alvarlegum og skyndilegum veikindum ökumanna. Um 99% slysanna eru vegna reglubrota. En við emm svo vön þessum reglubrotum og eigum flest hlut að þeim sjálf, að við tökum þau ekki alvariega fyrr en slys hendir. Veiðiheimildum í landhelginni er undarlega skipað og gróflega misskipt. Þannig er réttur til að veiða um tvö þúsund tonn á ári bundin einum togara (ekki manni), en annar svipaður togari fær að veiða um þrjú þúsund tonn. Stórfelld töp verða, sér- stakleg á opinberum eignum, vegna margra gjaldþrota í landinu án þess góðar skýringar fáist á þeim og menn bera oft ekki ábyrgð, þrátt fyrir reglubrot. í landbúnaði fær einn bóndi fullvirðisrétt fyrir til dæmis átta- hundmð ærgildi, en annar bóndi fær með litlum fyrirvara að vita sinn fullvirðisrétt fyrir margfalt færri ám. Hér verða ekki rakin fleiri dæmi, sem ættu að vera öllum kunnug úr fjölmiðlum, en lesend- ur þekkja örugglega fleiri dæmi, sem benda til slaks réttarkerfis. Það sem einkennir þessi dæmi er að þau varða flest einstaka borg- ara, sem sæta misrétti, sem ekki skal gert lítið úr. En jafnframt er bent á að samfélagsleg ill áhrif af slöku réttarkerfi eru margfalt meiri. Vil ég sem lögmaður með tæpra tveggja áratuga starfs- reynslu fullyrða að afköst og gæði þjónustu réttarkerfisins em oft talsvert langt frá eðlilegum mörk- um. Jafnvel svo mjög, að menn reikni ekki með réttarkerfinu til leiðréttingar á málum. Uggvæn- legt er hve almenn hnignun rétt- arkerfisins hefur verið ör síðari ár, þótt auðvitað sé ýmislegt sem vegur þar á móti. Hefur ekkert verið gert? Auðvitað hefur ýmislegt verið gert, en fleira verið reynt, svo sem að setja nýja stjómarskrá, án árangurs. Einkennandi er þó, að ekkert liggur fyrir frá Alþingi um markmið og stefnu í réttarkerf- ismálum. Tilviljanir einkenna að- gerðir. Stundum gefast þýdd dönsk lög vel, en ekki alltaf. Stór- slys hafa orðið í löggjafarstarfi, svo sem lögin um Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Ég hef í rúman áratug verið að skrifa greinar í blöð til að vekja athygli á ýmsu í réttarkerfinu, sem betur mætti fara, og sérstak- lega að hvetja til hlutlausrar fag- legrar skoðunar á málum. Eg gerði mér í upphafi vonir um að lögmenn og sérstaklega starfs- menn lagadeildar Háskólans Þrlðjudagur 24. mare 1987 j ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA »

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.