Þjóðviljinn - 27.03.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.03.1987, Blaðsíða 1
Hótel Borg Kjaftshögg Alberts Taugar Alberts brostnar. Missir stjórn á sér og rœðst á Ijósmyndara Þjóðviljans með barsmíð Taugar Alberts Guðmunds- sonar virðast vera að bresta þessa daga og sjálfstjórn hans er ábótavant. í gær gerðist sá alvar- legi atburður að ráðherrann fyrr- verandi réðst með barsmíð að Einari Ólasyni ljósmyndara Þjóð- viljans þar sem hann var að skyldustörfum á fundi stuðnings- manna Alberts á Hótel Borg. Einar Ólason segir: „Ég gekk um salinn án þess að taka myndir. Albert var þarna inni. Hann stóð upp og gekk fram í salinn og talaði þar við einhverj- ar konur sem sátu við borð úti við dyr. Ég gekk á eftir honum og kom mér fyrir milli langborðs og veggjar til hægri við inngöngudymar í salinn og lyfti myndavélinni og tók tvær myndir af Albert. Þegar hann varð þess var að ég var að taka myndir tók hann við- bragð og kom í áttina til mín. Hann sló mig tvö högg. Fyrra höggið kom á myndavélina sem var fyrir andlitinu á mér, en síðara höggið lenti í andlitinu á mér. Augntönnin hægra megin brotnaði.“ Þetta gerðist klukkan 15.30 í gær. Hópur fréttamanna var sam- an kominn á Hótel Borg, en Al- bert og stuðningsmenn hans höfðu boðað fréttamenn þangað, þar sem Albert hugðist tilkynna um framboð hins nýstofnaða Borgaraflokks síns. Þegar frétta- maður Þjóðviljans og ljósmynd- ari komu á staðinn sátu menn þar þöglir, en Albert leit upp úr sæti sínu og kallaði stundarhátt, að bannað væri að taka myndir. Ein- Einsog Þjóðviljinn hefur einn fjólmiðla spáð staðfastlega frá upphafi Albertsmála ákvað Al- bert Guðmundsson í gær að efna til framboðs í nafni S-lista Borg- araflokksins í öllum kjördæmum ar Ólason ljósmyndari stóð við dyrnar þegar Albert var á leiðinni út og mundaði myndavél sína. Þá réðst Albert að Einar og bar Einar ekki hönd fyrir höfuð sér, enda átti hann óhægt um vik, því að hann hélt á myndavél sinni og var allsendis óviðbúinn því að hinn fyrrverandi ráðherra réðist að honum með barsmíðum. landsins. Klofningur Sjálfstæðis- flokksins er þarmeð staðfestur. S-listinn hefur þegar opnað aðalstöðvar í Kópavogi og mun Helena dóttir Alberts stjórna kosningabaráttunni. Ingi Bjöm Albertsson brá við og reyndi að hemja föður sinn, án Albert lét þá af barsmíðunum og rauk á dyr án þess að flytja þá yfirlýsingu sem fréttamenn voru boðaðir til að heyra. Mikið fát og ráðleysi kom á fundarmenn við þetta atvik og reyndu sumir stuðningsmanna að Júlíus Sólnes hefur verið nefndur sem efsti maður í Reykjanesi. Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir hefur fallist á að taka sæti ofarlega í Reykjavík, og jafnframt mun Sveinn Bjöms- afsaka framkomu foringja síns með því að álagið hefði verið mikið á honum undanfarna daga. En ljóst var að mönnum var mjög bmgðið. Tannlæknir gerði til bráða- birgða við brotnu tönnina í ljós- myndaranum. son, skókaupmaður og forseti ÍSÍ, verða ofarlega á listanum, auk Ásgeirs Hannesar Eiríks- sonar. S-listamenn munu einnig hafa talað við bæði Björn Þórhallsson og Ellert Schram, en hvorugur hafði gefið greinilegt svar í gær- kvöldi. Á Norðurlandi hefur meðal annars verið leitað til Sturlu Kristjánssonar og Páls Dagbjartssonar. Albert tilkynnti forystu Sjálf- stæðisflokksins bréflega í gær um ákvörðun sína og kom 1300 manna fulltrúaráð saman til skyndifundar í gærkvöld, og var ákveðið að Friðrik Sophusson tæki sæti Alberts. Innan flokksins er almennt álit að Þorsteinn Páls- son komi mjög meiddur úr hild- arleiknum og sætir hann ámæli fyrir laka leikmennsku. Flokks- ráðið kemur saman í kvöld og miðstjóm ræðir klofninginn í flokknum um helgina. -ÖS/lg um hvað ég aðhefst í málinu,“ sagði Einar Ólason ljósmyndari. Atburðurinn á Borginni vakti mikla athygli þegar frá honum var sagt í úvarpsstöðvunum, og varð til þess að ýmsir hröktust frá sem áður höfðu heitið Alberts- mönnum stuðningi og gefið góð orð um að taka sæti á lista. sá/Þráinn Kjaftshöggið Mér líður illa Albert: Hefbeðið Ijósmyndarann afsökunar „Ég hef beðið þennan mann afsökunar, mér líður svo illa yfir þessu að ég hef veríð f sárum í allan dag yfir þessu,“ sagði Albert Guðmundsson við Þjóðviljann f gærkvöld, í tilefni af kjaftshöggi því sem ráðherrann fyrrverandi veitti Ijósmyndara Þjóðvifjans. „Ég hef verið hundeltur af blaðamönnum. Þeir vöktu mig upp klukkan hálftvö í nótt, aftur klukkan hálfsex og ég er einfald- lega úrvinda vegna sífellds ónæð- is af þeirra völdum. Það er í raun- inni orsökin fyrir þessum leiðinda atburði. Ég hef talað við mann- inn, hann kom hér á mitt heimili, og ég get sagt þér í raun og sann- leika að þetta hefur yfirskyggt alla aðra atburði þessa annars viðburðaríka dags. Mér líður af- skaplega illa vegna þessa,“ sagði Albert. _ös Kjarnavopnalaus Norðurlönd Matttiías knúinn í nefndina! Utanríkisráðherra lét undanþrýstingnum. Embœttismannanefndin stofnuð, en starfssvið hennar útvatnað og miðað við „norðurslóðir“ Morrænu utanríkisráðherrarn- ir ákváðu á Rcykjavíkurfundi sínum í gær að stofna embættis- mannanefnd til að skila greinar- gerð um kjarnorkuvopnalaust svæði. Matthías Á. Mathiesen lét af andstöðu sinni við nefndarskip- anina en kom því til leiðar að í samþykkt ráðherranna er talað um „norðurslóðir“, og rætt um aðliggjandi haf- og landsvæði, til dæmis Kólaskaga. Ljóst var að Matthías var undir tvöföldum þrýstingi, annarsvegar frá starfsbræðrum sínum sem lögðu mikla áherslu á að þurfa ekki að fara tómhentir heim, hinsvegar er ljóst að þjóðarvilji stendur til þess að taka þátt í sam- starfinu og ótraust fyrir utanríkis- ráðherra að hunsa hann með kosningar frammundan. -m Sjá síður 3, 4, 5, 8 og 10 ,Ég hef enga ákvörðun tekið Albertsmál Klofningurinn staðfestur S-listi alstaðar. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Júlíus Sólnes, Sveinn Björnsson og Ásgeir Hannes meðalframbjóðenda

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.