Þjóðviljinn - 27.03.1987, Síða 2
F-SPURNINGIN
Hvernig leggst reyklausi
dagurinn í þig?
Hilmar Árnason verslunar-
maður:
Mér fínnst framtakið ágætt, en
hef ekki hugsað mér að hætta. Ég
hef samt reynt það tvisvar.
Gísli Gunnarsson
lagermaður:
Ég er ekki viss. Ég hætti að
reykja í fjóra mánuði, en byrjaði
aftur. Ég ætla að reyna að stoppa
í dag og taka svo fyrir einn dag í
einu.
Anna Jónsdóttir sjúkraliði:
Bara vel. Ég hef áður sleppt því
að reykja á reyklausum degi.
Áslaug Ösp skrifstofustúlka:
Vel. Þetta gefur því fólki sem
vill hætta að reykja tækifæri til
þess. Ég ætla samt ekki að hætta.
Ásta Baldursdóttir
afgreiðslustúlka:
Mjög vel. Þetta verður allt
reyklaust hjá mér.
FRETTIR
Laxeldi
Metframleiðsla í fyna
Yfir 60þúsund tonnframleidd í Vestur-Evrópu á síðasta ári. Norðmenn
framleiddu 45 þúsund tonn, Skotar 10þúsund, írar 1200 og Fœreyingar 1500.
Búist við að framleiðsla í V-EvrópufariyfirlOOþúsund tonn 1988
Algert metár var í laxeldi í
löndum Vestur-Evrópu á síðasta
árí, en þá voru framleidd rétt
undir 60 þúsund tonn af laxi.
Mest var framleitt af laxi í Noregi,
þar sem laxaframleiðslan stökk
úr 28 þúsund tonnum árið 1985
upp í 45 þúsund tonn á síðasta ári,
og að auki voru framleidd tæp sex
þúsund tonn af regnbogasilungi.
Laxeldi í Skotlandi jókst úr
6900 tonnum árið 1985 upp í
10.300 tonn síðasta ár. Að auki
voru framleidd um 1200 tonn í
írlandi og samtals um 2000 hér á
landi og í Færeyjum. Heildar-
framleiðslan í þessum löndum er
því nálægt 60 þúsund tonnum.
Oddvitar samtaka eldismanna
í Evrópu gera nú ráð fyrir að
heldur hægi á vexti fiskeldisins,
og í Noregi er talið að aukningin
nemi ekki nema um 8 þúsund
tonnum á þessu ári, þannig að
undir 55 þúsund tonn verði fram-
leidd þar í landi árið 1987. Miðað
við seiðamagn sem búið er að
framleiða nú þegar og setja niður
í kvíar, er hins vegar gert ráð fyrir
miklu stökki árið 1988, og þá>
verði framleiðslan 73-75 þúsund
tonn í Noregi.
í Vestur-Evrópu er hins vegar
talið að á þessu ári muni laxeldi
framleiða alls 75 þúsund tonn og
fátt virðist geta komið í veg fyrir
að framleiðslan verði yfír 100
þúsund tonn árið 1988.
Þessi glæsilegu barnaföt eru að sjálfsögðu öll heimasaumuð en þau voru sýnd á sérstakri tískusýningu á heimasaum
i iAi im im com halHin v/ar fx/rr í x/iki inni 'MvnH.P f'H
uðum fötum sem haldin var fyrr í vikunni.1 Mynd-E.Ol.
Heimasaumur
Sauma-
dagar
fjölskyld-
unnar
„Það er hægt að spara mikið
með því að sauma sjálfur fötin á
fjölskylduna. Margar vefnaðar-
vöruverslanir bjóða upp á
saumanámskcið sem kosta frá kr.
2.300-3.500 eftir því hve um-
fangsmikil þau eru og síðan fást
tilbúin snið, en að auki er mikið
úrval blaða með sniðum af ýmis
konar fatnaði af öllum stærðum
og gerðum á boðstó!um,“ segir
Hjördís Sigurðardóttir kaup-
maður en Félag vefnaðarvöru-
kaupmanna stendur fram til
mánaðamóta fyrir sérstökum
saumadögum þar sem fólk er
hvatt til að sauma sjálft á sig
heima.
í tilefni saumadaganna bjóða
verslanir vefnaðarvörukaup-
manna upp á margvísleg sauma-
námskeið og álnavaran er boðin
til sölu með góðum afslætti. -sa.
Eyjólfur
Ámason
látinn
24. mars sl. lést á sjötugasta og
sjöunda aldursári Eyjólfur Árna-
son gullsmiður.
Eyjólfur var einn þeirra hug-
sjónamanna sem lögðu grunninn
að starfi róttækrar stjórn-
málahreyfingar á fslandi. Um
langan aldur var hann ágætlega
virkur í samtökum sósíalista,
glöggur fræðimaður um marx-
isma og sögu verkalýðshreyfing-
arinnar og kunni vel þá list að
miðla öðrum af þekkingu sinni.
Hann starfaði lengi að iðngrein
sinni á Akureyri, fluttist ásamt
eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu
Guðvarðardóttur, til Reykjavík-
ur á sjöunda áratugnum, starfaði
um nokkurra ára skeið fyrir
MÍR, en hóf svo störf við Þjóð-
viljann. Þar vann hann við klisju-
gerð og myndasafn - einnig
stjórnaði hann bókasafni Dags-
brúnar og vann í Menntaskólan-
um við Hamrahlíð.
Alþýðubandalagið Reykjavík
Uppákomur á
sunnudögum
Fjölbreytt dagskrá í Kosningamiðstöðinni alla sunnu-
daga fram að kosningum
Alþýðubandalagið í Reykjavík
hefur ákveðið að hafa opið hús í
Kosningamiðstöðinni, Hverfis-
götu 105, alla sunnudagseftirmið-
daga fram að kosningum. Þar
munu frambjóðendur sitja fyrir
svörum og boðið verður upp á
fjölbreytt dagskráratriði og
veitingar.
Á sunnudaginn kemur mun
Guðrún Helgadóttir alþingis-
maður sitja fyrir svörum og Jó-
hanna Linnet ætlar að syngja
nokkur lög við undirleik Arnar
Magnússonar píanóleikara. Hús-
ið opnar kl. 14.00 og hefst form-
leg dagskrá kl. 16. en boðið er
upp á kaffi og veitingar.
Áð sögn Þórunnar Sigurðar-
dóttur kosningastjóra mun Ás-
mundur Stefánsson forseti ASÍ
sitja fyrir svörum gesta þarnæsta
sunnudag og kór Tónskóla Rang-
æinga undir stjóm Friðriks
Guðna ætlar þá að syngja nokkur
lög- -lg.
2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 27. mars 1987