Þjóðviljinn - 27.03.1987, Page 3

Þjóðviljinn - 27.03.1987, Page 3
FRÉTTIR Hvalkjötsmálið Olöglegur flutningur Wolfgang Schanz hjá vestur-þýska sendiráðinu: Lög um bann viðþví aðfara um hafnir ríkja Efnahagsbandalagsins með afurðir afdýrum eða plöntum sem eru í útrýmingarhœttu hafa verið ígildi um nokkurt skeið Vísindalega skorinn hvalur í Hvalfirði (sumar. Ráðuneytið kann fátt að segja af afdrifum hans í Hamborgarhöfn. (Mynd: Sig). Launahækkanir Toppamir fá hækkun „Vonandi verða ráðherrarnir ekki naumari við okkur en sjálfa sig þar sem við förum aðeins fram á þrefalt lægri iaun en þeir hafa nú,“ sagði Þóra Kristín Jónsdótt- ir í samninganefnd kennara í samtali við Þjóðviljann um 5% launahækkun þingmanna og æð- stu embættismanna ríkisins sem kjaradómur úthlutaði þeim á þriðjudag. „Forsendur þessarar hækkun- ar eru að laun hjá ýmsum í þjóðfélaginu hafa hækkað um prósentur sem eru einhvers stað- ar í grennd við þetta; þessi ákvörðun er tekin með hliðsjón af launaþróun í landinu," sagði Benedikt Blöndal, formaður kjaradóms, í samtali við Þjóðvilj- ann. Hækkunin gildir frá 1. janúar, en 1. desember hækkuðu sömu aðilar um 4.59%. Þingfararkaup er nú 97.698 krónur en var fyrir hækkun 93.046 krónur. Ráðherr- ar voru með 153.546 krónur í mánaðarlaun en eru nú með 161.223 krónur. Forsætisráð- herra var með 168.901 á mánuði l.desember en fær nú 177.346 krónur. -vd. Kennaradeilan Þreifingar Heimir Pálsson vara- formaður HÍK: Stendur á pólitískri á- kvörðun „Það stendur á pólitískri ákvörðun um það að menn ætli að gera kennarastarfið eftirsókn- arvert á nýjan leik,“ sagði Heimir Pálsson, varaformaður HÍK í samtali við Þjóðviljann í gær eftir að hafa átt óformlegar viðræður við Geir Haarde og Indriða H. Þorláksson um lausn á kjaradeilu kennara. „Við höfum verið að leita leiða út úr þessari klemmu og erum ekki vonlaus þó að við þorum ekki orðið að vera bjartsýn,“ sagði Heimir. Eg hélt að þetta væri fríverslun- arsvæði og um þau væri frjáls flutningur. Eg þekki ekki og hef ekki kynnt mér þessar reglur í Þýskalandi, hvort þýsk stjórnvöld hafa einhverja heimild til að grípa inn í með, hvaða vörur það eru sem fara þarna í gegn, það þekki ég bara ekki, en Kristján Loftsson segir að þetta komi alveg flatt upp á sig. Hann sé búinn að senda 20 þúsund tonn af hvalkjöti á mörgum árum og þetta sé í fyrsta sinn sem svona komi fyrir,“ sagði Þórhallur Ás- geirsson, ráðuneytisstjóri við- skiptaráðuneytisins í samtali við Þjóðviljann í gær. Aðspurður um hvort það væri ekki orðið milliríkjamál þegar varningur væri stöðvaður á þenn- an hátt í fríhöfn og hvort yfirvöld- um hér bæri ekki að athuga við þýsk stjórnvöld hver ástæða þessa væri, sagði Þórhallur: „Við skiptum okkur ekki af því nema við séum beðnir sérstaklega að aðstoða einhverja en við höfum ekki verið beðnir um neitt í þessu sambandi.“ Þórhallur sagði einnig að bann- að væri að flytja hvalkjöt inn til Efnahagsbandalagslandanna og hann sagðist ekki vita hvort það bann gilti einnig um not á frí- höfnum. Þjóðviljinn spurði Eggert ís- aksson, skrifstofustjóra Hvals hf. hvort á einhvern hátt hefði verið reynt að dylja að hvalkjöt hefði verið í gámunum sjö sem kyrr- settir eru í Hamborg og neitaði Eggert því algerlega. Sagði hann að allur umbúnaður á vörunni og farmskjölum hefði verið með venjulegum hætti. Wolfgang Schanz deildarstjóri í vestur-þýska sendiráðinu sagði Þjóðviljanum að lög giltu í löndum Efnahagsbandalagsins sem bönnuðu umferð með afurð- ir af dýrum og plöntum sem væru í útrýmingarhættu. Slík lög gilda um fleiri vöruflokka, svo sem vopn. Þessi lög væru þó nokkuð rúm þannig að þau gerðu ráð fyrir undanþágum og hefðu vestur- þýsk yfirvöld beðið íslensk um gleggri upplýsingar um farminn og um heimildir íslendinga til hvalveiða og verslunar með hvalaafurðir. Schanz sagði einnig að þar sem höfnin í Hamborg væri mjög stór væri mjög erfitt íýrir yfirvöld að fýlgjast með hvað væri í gámum og oft væri innihaldið allt annað en farmskjöl segðu til um. Því teldi hann að það hvalkjöt sem áður hefði farið um höfnina hefði hugsanlega komist þar í gegn vegna óglöggra merkinga. Ástæða þess að þessi sending var stöðvuð væri sú að grænfriðungar hefðu opnað gámana og hið rétta komið í ljós. -sá -vd. Utanríkisráðherrafundurinn Hafa þvælst fyrir Utanríkisráðherrafundurinn list illa á bréfið Tómas Jóhannesson: Nefndin verði ekki skjalageymslafyrir röksemdir gegn stofnun svœðisins Pétur Gunnarsson: Efstjórnvöld skipta ekki um skoðun ísamrœmi við vilja almennings, þá þarf almenningur að skipta um stjórnvöld Eg held að fólk hafl verið bjartsýnt á framgang málsins vegna niðurstaðnanna úr skoð- anakönnun Félagsvísindastofn- unar, sem sýndi fram á eindreg- inn vilja almennings til að Norð- urlöndin yrðu gerð að kjarnorku- vopnalausu svæði,“ segir Pétur Gunnarsson rithöfundur. „Maður hefur á tilfinningunni að stjómvöld hér hafi verið að þvælast fyrir málinu með ein- hverjum orðhengilshætti, og það vekur manni reiði ef þau ætla ekki að taka tillit til þess almenna vilja sem liggur fyrir. Núna er niðurstaða utanríkis- ráðherrafundarins komin. Hún er fremur veik, og maður hefur á tilfinningunni að þar vegi þungt hvað íslensk stjómvöld draga lappimar í málinu. Maður vonast til að í kosningabaráttunni og þjóðmálaumræðunni sem henni fýlgir verði þessi mál sett meira á oddinn, og að fólk geri sér ljóst að ef þessi stjórnvöld ætla ekki að skipta um skoðun í samræmi við vilja almennings, þá þarf almenn- ingur að skipta um stjórnvöld.“ - HS. ídag er reyklausi dagurinn. Menn eru ánægðir með að embættismannanefndin hef- ur verið skipuð, og þar með hefur þeirri hættu verið bægt frá að ís- land verði skilið eftir og einangr- ist frá hinum Norðurlöndunum í þessu máli. Hins vegar Hst mönnum illa á það erindisbréf sem henni hefur verið fengið, segir Tómas Jóhannesson, sem á sæti í miðnefnd herstöðvaand- stæðinga. „Menn bundu vonir við að nefndin fengi það verkefni að gera drög að samningi um stofn- un þessa svæðis, en ekki ein- hverja könnun á hugsanlegum vandkvæðum við að gera slíkan samning. Erindisbréf nefndar- innar er svo almennt orðað að hún getur í rauninni gert nokkuð margt. Friðarhreyfingarnar á Norðurlöndum álíta verkefni nefndarinnar frekar óskilgreint, og því er mjög mikilvægt að skipun hennar verði fylgt eftir, þannig að hún verði ekki skjala- geymsla fyrir röksemdir gegn stofnun svæðisins, heldur verði skipan hennar til að koma svæðis- hugmyndinni áleiðis. Það er ljóst af viðtölum við Matthías Á. Mathiesen utanríkis- ráðherra, í útvarpi í gær að hann hefur gert það sem hann hefur getað til að þessi nefnd verði dragbítur á stofnun svæðisins. Við íslendingar getum ekki axlað þá ábyrgð að verða til þess að stöðva framgang þessara hug- mynda. Því er mikilvægt að hér á landi verði búið svo um hnútana að fulltrúi íslands í nefndinni vinni ötullega að því að út úr starfi hennar komi eitthvað sem veigur er í.“ - HS. Símavarsla Þjóöviljann vantar lipran og ábyggilegan símavörð nú þegar. Vinnutími frá kl. 1 -7 mánudaga til föstudaga. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Frekari upplýsingar um starfið gefurframkvæmdastjóri. þlÓÐVILIINN Síðumúla 6, sími 681333

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.