Þjóðviljinn - 27.03.1987, Síða 5
Stofnuð embættismannanefnd til að kanna kjarnorkuvopnalaust svœði. Matthías útvatnaði umboð nefndarinnar:
„á norðurslóðum “. Ekkert beint samstarfvið Nató. Framgangsskýrsla til ráðherrafundanna
Norrænu utanríkisráðherr-
arnirfimm ákváðu á Reykjavík-
urfundi sínum sem lauk í gær
að stofna vinnuhóp embættís-
manna til að vinna að greinar-
gerð um kjarnorkuvopnalaust
norrænt svæði, og á jæssi
greinargerð að „auðvelda"
ráðherrunum „frekara póiitiskt
mat í þessum málaflokki".
Matthías Á. Mathiesen hafði
fram á síðasta dag ekki látið upp-
skátt um afstöðu sína til málsins,
og varð hún fyrst opinber á blaða-
mannafundi í Rúgbrauðsgerðinni
í gær, en ráðherramir munu hafa
náð saman í óformlegum sam-
ræðum í fyrrakvöld.
Svíþjóð
Andrés átti
að deyja
Ulf Adelsohn, þingmaður og
fyrrum formaður sænska
íhaldsflokksins, reit í fyrradag
grein í sænska stórblaðið Dag-
ens Nyheter og sagði sínar far-
ir ekki sléttar.
„Á dögunum horfði ég á
teiknimynd í sjónvarpinu sem
ætluð var bömum. I henni er atr-
iði þar sem íkornar ráðast af of-
forsi á Andrés Önd.
Ef allt hefði verið með felldu
hefði Andrés dáið, íkomarnir
verið læstir á bak við lás og slá og
sætt ákæm fyrir morð og frændur
Andrésar, Rip, Rap og Rup,
grátið hástöfum við útför hans. I
stað þessa reis hann á fætur eins-
og ekkert hefði í skorist og tók til
við vinnu sína.“
Adelsohn lýsti ábyrgð á hend-
ur teiknimyndahöfundum og
spurði hvar sómatilfinning þeirra
væri eiginlega. Hann væri and-
snúinn ritskoðun en engu að
síður hvetti hann foreldra til að
gæta vel að þvf sem þau horfðu á í
sjónvarpi og bönnuðu þeim ein-
dregið að sjá efni sem fegraði of-
beldi með þessum hætti.
- ks.
Herráð æðstu manna f Sjálf-
stæðisflokknum mun samkvæmt
heimildum Þjóðviljans hafa
ákveðið fyrr í vikunni að ekki
bæri í kosningaljósi að leggjast
gegn nefndarskipan og yrði held-
ur að reyna að þæfa málin innan
nefndarinnar, gera hana að „eins
konar skjalageymslu“ einsog lagt
var til í leiðara Morgunblaðsins á
sunnudag.
Hinsvegar var mjög lagst á
Matthías af Natóvinum innan
flokksins og utan, og herma
heimildir Þjóðviljans að einn úr
þeim hópi hafi verið Einar Bene-
diktsson sendiherra í Belgíu og
þarmeð við höfuðstöðvar Nató í
Briissel, sem hafi mótmælt
nefndarskipan ákaft í viðræðum
við Matthías.
Norrænu ráðherramir féllust
að lokum á kröfu Matthíasar um
að athugun embættismanna-
nefndarinnar væri ekki ein-
skorðuð við Norðurlönd, og er í
samþykkt ráðherranna rætt um
„norðurslóðir".
I danskri útgáfu af samþykkt
ráðherranna stendur raunar „de
nordiske omráder“ og í enska
textanum „the Nordic Area“,
sem hvorttveggja vísar til Norð-
urlanda. Þýðingarnar virðast
þannig ætlaðar til heimabrúks
fyrir hvem ráðherra, en í sérs-
takri nótu segjast ráðherrarnir
hafa rætt merkingu hutaksins „án
þess að binda okkur við nokkra
fasta landfræðilega skil-
greiningu“, - þeir séu „samt sam-
mála um að athugunin geti náð til
Grænlands, aðliggjandi hafsvæða
og landsvæða, t.d. Kóla-
skagans.“
Fyrir fundinn var ljóst að ráð-
herrar Finnlands, Svíþjóðar,
Noregs og Danmerkur færu
nauðugir heim án samkomulags,
og frést hafði úr ráðuneytum í
Osló og Kaupmannahöfn að þar
væra menn tilbúnir að teygja sig
nokkuð til að fá fram samþykkt
um embættismannanefndina.
Skilningur ráðherranna á
„norðurslóðum" nær að sönnu
ekki austur til Úral, einsog Matt-
hías helst vildi, en íslenski utan-
ríkisráðherrann sagðist þó
ánægður með samþykktina á
blaðamannafundinum, og í út-
varpsviðtali í gær kvaðst hann
nánast hafa haft vit fyrir starfs-
bræðram sínum. Það kann að
hafa ráðið nokkru um lokaaf-
stöðu Matthíasar að samkvæmt
nýlegri skoðanakönnun telja um
90% að íslendingar eigi að taka
þátt í samstarfi Norðurlanda um
kjarnavopnalaust svæði.
Sænski utanríkisráðherrann
Sten Andersson tók fram á blaða-
mannafundinum að þrátt fyrir
málamiðlunina sé ijóst að af
sænskri hálfu sé fyrst og fremst
um Norðurlöndin sjálf að ræða,
og aukasvæði þar utanvið verði
tilefni „sérstakrar tilhögunar".
Paavo Váyrynen, sem sennilegt
er að verði forsætisráðherra
Finna á næstu dögum, tók f sama
streng og Andersson.
Fullyrt er í N Djamena, höf-
uðborg Tsjad, að líbíski herinn
í landínu sé nú að hverfa frá
norðurhluta landsins eftir fjög-
urra ára veru.
Stjórnarherinn í Tsjad tók um
síðustu helgi flugvöllinn Ouadi
Doum, 300 kílómetram norðan
„rauðu línunnar" svonefndu sem
hingaðtil hefur skilið að stríðandi
öfl, í Tsjad. í tilkynningum
stjórnarhersins segir að um tvö-
þúsund líbískir hermenn hafi ver-
ið felldir í síðustu viku, þar af
rúmlega 1200 við flugvöllinn.
Flugvallartakan kemur í kjöl-
far ósigurs Líbíuhers og upp-
reisnarmanna við vinina Fada í
janúar, og nú situr stjórnarherinn
um stærstu borgina í norðurhluta
landsins, Faya-Largeau. Um
2500 uppreisnarmenn verja borg-
ina, en era nú sviptir líbískum
stuðningi úr lofti eftir fall flug-
vallarins.
Vinnuhópi embættismann-
anna, - ráðuneytisstjóra og for-
stöðumanna stjórnmáladeilda
ráðuneytanna -, vora ekki sett
nein tímamörk á greinargerð
sína, en Váyrynen sagði að ætlun-
in væri að hópurinn skilaði fram-
gangsskýrslu til hvers ráðherra-
fundar haust og vor.
í samþykkt ráðherranna segir
að við störf vinnuhópsins skuli til
grundvallar lagðar annarsvegar
skuldbindingar Natóríkjanna
þriggja, hinsvegar hlutleysi Finn-
lands og Svíþjóðar. Ráðherrarnir
vora spurðir hvort ætlunin væri
að vinnuhópurinn væri í samstarfi
við Nató, og var því svarað til að
Natóríkin mundu hvert um sig
hafa samráð við bandamenn sína
í hemaðarbandalaginu, en
nefndin sem slík hefði ekki sam-
starf við Nató. Á jsetta lagði hinn
sænski Andersson sérstaka
áherslu.
Sennilegt er að Hannes Haf-
stein ráðuneytisstjóri verði full-
trúi íslands í embættismanna-
nefndinni.
Auk kjarnorkuvopnalauss
svæðis fjölluðu ráðherrarnir um
heimsmálin vítt og breitt, og
sendu frá sér ályktanir þarsem
annarsvegar var lýst stuðningi við
alþjóðlega friðarráðstefnu um
deilurnar í Miðausturlöndum,
hinsvegar hvatt til aukins þrýst-
ings á Suður-Afríku-stjórn.
Matthías utanríkisráðherra sagði
að í undirbúningi væri framvarp
um íslenskt viðskiptabann, og
yrði það rætt á næsta alþingi.
Ályktanir ráðherrafundarins era
birtar í heild á síðu 8.
-m
Tsjad
Ubíuheimenn á heimleið?
Upplausn í líbíska hernum eftir flugvallartap
Ekki er ljóst hvort flóttinn í lí-
bíska liðinu er skipulegur eða
ekki, en orðstír Líbíuhers, sem
talinn var einn sá fremsti í
Norður-Afríku, hefur beðið mik-
inn hnekki við undanfarna
ósigra. Franski herinn í landinu
mun ekki hafa tekið þátt í þessum
bardögum.
-m
Skák
Karpof gegn Kasparof
Karpofvannll. skákina gegn Sókolofog
þarmeð einvígið
Anatólí Karpof fyrrverandi
heimsmeistari keppir um titil-
inn enn einu sinni við landa
sinn Kasparoff. Hann vann í
gær elleftu skákina í einvíginu
við Andrei Sókolof um áskor-
endaréttinn og þarmeð lauk
einvíginu með 71/2-31/2 Karpof í
vil, og þarf ekki að tefia þær
þrjár skákir sem eftir voru.
Sókolof gaf í gær eftir aðeins 25
leiki í skák sem sagt er að hafi
einkennst af örvæntingardirfsku
Sókolofs. Karpof vann af honum
hrók og var þá ekki að sökum að
spyrja. Karpof vann Sókolof fjór-
um sinnum í einvíginu, sem fram
fór í Limares á Spáni, hinar sjö
skákirnar enduðu með jafntefli.
Karpof mætir Kasparof síðar á
árinu, staður og tími era enn á
huldu. - m
Föstudagur 27. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5