Þjóðviljinn - 27.03.1987, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 27.03.1987, Qupperneq 7
England Miðjubanda- lagið enn í sókn í flunkunýrri breskri skoð- anakönnun kemur fram að miðjubandalagi jafnaðar- manna og frjálslyndra vex enn ásmegin á kostnað íhalds- flokksins og Verkamanna- flokksins. Könnunin sem gerð var af Marplan upplýsingafyrirtækinu leiddi í ljós að ef nú yrði gengið til kosninga þá myndi enginn einn þessara flokka geta gert sér vonir um að hreppa hreinan meirihluta á breska þinginu. Miðjubandalagið býr enn að tveim glæstum sigrum í auka- kosningum og virðist almenning- ur hafa síaukna trú á því en ekki eru nema fáir mánuðir síðan deilur milli krata og frjálslyndra um varnarstefnu höfðu sem næst riðið því að fullu. Samkvæmt skoðanakönnun- inni hlyti íhaldsflokkur Margrét- ar Thatcher þrjátíu og sex hund- raðshluta atkvæða yrði kosið þegar í stað en miðjubandalagið og Verkamannaflokkurinn fengju hvort sín þrjátíu og eitt prósent. í samskonar Marplan athugun í síðasta mánuði hreppti banda- lagið eingöngu tuttugu og eitt prósent fylgi sem var óralangt að baki fylgi Verkamannaflokksins er hlaut þrjátíu og sjö prósent. Þá fékk íhaldið um þrjátíu og átta hundraðshluta. Það hlýtur að teljast mikill sigur fyrir bandalagið að standa nú jafnfætis Verkamannaflokkn- um en að sama skapi er það reiðarslag fyrir Neil Kinnock, formann Verkó. Eitt af mörgum sem yfir hann hafa dunið á um- liðnum vikum. -ks. David Owen og aðrir brotthlaups- menn úr Verkamannaflokknum geta verið glaðir nú. Hinn nýi flokkur þeirra, Jafnaðarmannaflokkurinn, og bandalagsflokkur hans, Frjálslyndi flokkurinn, eru á miklu skriði. Uganda Biskup vill fjölkvæni Biskup ensku kirkjudeildar- innar í Uganda hefur farið þess á leit við leiðtoga kirkjunnar að þeir taki til endurskoðunar bann við fjölkvæni. Kristófer Senyonjo í Vestur- Uganda lét þau orð falla f fyrirle- stri á dögunum að margir kristnir menn í Afríku ættu fleiri en eina konu og teldu fjölkvæni óað- skiljanlegan hluta af sinni menn- ingu. Kristófer er í hópi fjögurra manna sem ráðgjafanefnd ensku biskupakirkjunnar skipaði í hitti- fyrra til að kanna kristið fjöl- skyldulíf í Afríku og meint fjöl- kvæni kristinna karla. „Fjölkvæni á sér ríka hefð í Ug- anda og er ekki hægt að varpa fyrir róða rétt sísona. í Afríku búa kristnir menn í nábýli við mú- hameðstrúarmenn og fólk sem aðhyllist allskyns aldna siði og hvorir tveggja heimila fjöl- kvæni,“ sagði Kristófer. -ks. HEIMURINN Gagnbyltingarskæmliðar: við styðjum þá og ætlum að styðja þá, og það eru Gerið barasta eins og við segjum ykkur Sendimaður Reagans segir utanríkisráðherra Nicaragua hvernig leysa eigi ágreiningsmál - eða svört dœmisaga af bófaskap Salman Rushdie heitir rithöf- undur mikilvirkur og sögumaður góður sem hefur nýlega sent frá sér bók um þriggja vikna ferðalag sitt um Nicaragua. Bókin heitir Bros jagúarsins. Rushdie kvaðst alls ekki hafa ætlað sér að skrifa bók um ferð sína, enda tíminn sem hann hafði næsta naumur. En hann hafí orðið fyrir svo sterkum áhrifum af fólkinu sem hann hitti á ferðalagi sínu að hann hafí ekki getað stillt sig um að skrifa. í umsögnum um bókina má lesa, að Rushdie er einn af hinum gagnrýnu aðdáendum Sandin- istabyltingarinnar í Nicaragua. Hann lýsir mörgu því sem hún hefur afrekað við erfiðar aðstæð- ur. En hann er einn þeirra sem óttast mjög það skref sem stigið er með ritskoðun og ritbanni - þess vegna stendur hann uppi í hárinu á vinum sínum Sandinist- um, þegar þeir banna stjórnar- andstöðublaðið La Prensa, með tilvísun til þess að ill nauðsyn stríðsins brjóti málfrelsislög. D‘Escoto og Rocky Rushdie segir í bók sinni frá fróðlegu samtali milli eins af for- ingjum Sandinista og sendimanns Reagans Bandaríkjaforseta, sem hann telur sýna ágætlega hinn „grófa, ódulbúna bófaskap Re- aganstjórnarinnar". Sagan er á þessa leið: Miguel D'Escoto, prestur, skáld, heimspekingur og utan- ríkisráðherra Nicaragua hafði eytt heilum degi í samræður við sendimann Ronalds Reagans, sem hér á eftir er kallaður Rocky. Þetta var langur og strangur dag- ur. DÉscoto hafði meðan á við- ræðum stóð lagt mikla áherslu á það, að með góðum vilja af beggja hálfu mætti leysa sambúð- arerfiðleika milli Bandaríkjanna og Nicaragua. Utanríkisráðherr- ann kvaðst og viðurkenna það, að Bandaríkin hefðu tiltekinna öryggishagsmuna að gæta í þess- um heimshluta. „Það er allt til umræðu, sagði hann. Við erum praktískir menn og við viljum samkomulag við Bandaríkin sem hægt er að treysta á.“ En Rocky gaf lítið fyrir það sem hann vildi kalla „hugsan- legan velvilja". Hann spurði sem svo : „Á hvaða forsendum viljið þér hefja viðræðurnar, séra minn?“ D'Escoto svaraði : „Kannski við ættum að koma okkur saman um að bæði ríkin fari að alþjóðalögum? Það væri sæmilega hlutlaus grundvöllur að byggja á“ Þá sagði Rocky: „Það er þitt mál, séra minn. Þú ert heimspekingur. Þú fæst ekki til að einbeita þér að staðreynd- um“. D‘Escoto hélt áfram og lagði það til með ljúfmannlegu orða- lagi að Bandaríkin hættu að fjár- magna hernað gagnbyltingar- skæruliða. „Byrjar hann enn, sagði Rocky mæddur. Þú ert alveg vonlaus, séra minn“... Svo hélt hann áfram og þusaði drjúga stund um að gagnbylting- arskæruliðum (Contra) hafi verið borgað og að þeir muni áfram fá stuðning Reagans. „ÞETTA eru staðreyndir máis- ins, sagði hann...og ÞÚ ert í klípu“ Hvað er þá til bragðs að taka? spurði D'Escoto, og Rocky svar- aði um hæl: „Gerið bara eins og við segjum ykkur og þá sérðu hvemig þessi klfpa sem þið eruð í hverfur eins og ekkert væri. Á einni nóttu.Þú verður hissa en svona er það. Gerið bara eins og við segjum!. Fróðleg saga og sýnir m.a. að vissir hlutir í framgöngu Stóra Bróður í norðri hafa lítið breyst frá því að Arevalo skrifaði fræga bók sína, Hákarlinn og sardín- umar, um sambúð Bandaríkj- anna við ríki Mið-Ameríku og Karíbahafs. En þar var ráð fyrir því gert að sardínurnar, smáríki þessa heimshluta syntu af fúsum og frjálsum vilja inn í gin hákarls- ins og kynnu honum hjartanlegar þakkir fyrir að hann lét svo lítið að gleypa þær. áb tók saman Föstudagur 27. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.