Þjóðviljinn - 27.03.1987, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 27.03.1987, Qupperneq 8
Opiðhús í KOSNINGAMIÐSTÖBINNI n.k. sunnudag kl. 16.00 - 18.00 GUÐRÚN HELGADÓTTIR alþingismaöur tekur á móti gestum og situr fyrir svörum um atburði líðandi stundar í þjóðmálum í Kosningamið- stöðinni Hverfisgötu 105, 4. hæð. Jóhanna Linnet söngkona og örn Magnússon píanóleikari flytja nokkur góð lög. Barnahornið öllum opið. Kaffi og meðlæti. Húsið opnað kl. 14.00. ALLIR VELK0MNIR Alþýðubandalagið Reykjavik Félag járniðnaðarmanna FÉLAGSFUNDUR verður haldinn mánud. 30. mars 1987 kl. 20.00 í Suðurlandsbr. 30, 4. hæð. DAGSKRÁ: 1. Félagsmál 2. Önnur mál 3. Erindi: Könnun á vinnuslysum, Vil- hjálmur Rafnsson yfirl. flytur. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Maöurinn minn Eyjólfur R. Árnason gullsmiður Eskihlíð 14 andaðist í Landakotsspítala miðvikudaginn 25. mars. Guðrún Guðvarðardóttir HEIMURINN Ráðherrafundurinn Kjamoikuvopnalaus Norðurlönd Hér fer á eftir samþykkt nor- rænu utanríkisráðherranna um að stofna embættismanna- nefnd um kjarnorkuvopna- laust svæði. Samþykktin var kynnt í gær í Borgartúni. „Ráðherrarnir ákváðu að fela forstöðumönnum stjórnmála- deildanna eða jafnsettum emb- ættismönnum í ráðuneytum þeirra, að gera greinargerð um forsendur fyrir kjamavopnalausu svæði á norðurslóðum er væri lið- ur í viðleitni til að draga úr spennu og vígbúnaði í Evrópu. Vinnuhópurinn skal í störfum sínum leggja til grundvallar skuldbindingar þeirra ríkja, sem eru í varnarbandalagi og stefnu hinna, sem hlutlaus em. Þá skal taka mið af samþykktum nor- rænu þjóðþinganna varðandi stefnu í öryggis- og afvopnun- armálum svo og skýrslum og greinargerðum ríkjanna í því efni. Niðurstöður af þessari könnun skal leggja fyrir utanríkisráð- herra Norðurlanda til þess að auðvelda þeim frekara pólitískt mat í þessum málaflokki." í stað „á norðurslóðum“ stend- ur í danska textanum „i de nor- diske omráder“ og í þeim enska „in the Nordic area“. Ráðherr- arnir létu fylgja samþykkt sinni sérstakt blað um skilning þeirra á þessu hugtaki: „Athugunin snertir forsend- umar fyrir „kjarnavopnalausu svæði á norðurslóðum." Við höfum rætt hvað hugtakið „norðurslóðir“ merkir - án þess að binda okkur við nokkra fasta landfræðilega skilgreiningu. Utanríkisráðherrarnir fimm em samt sammála um að athug- unin geti náð til landsvæða hinna fimm landa þar með talið Græn- lands, aðliggjandi hafsvæða og landsvæða, t.d. Kólaskagans.“ Ráðherrafundurinn Noirænt viðskiptabann á Suður-Afríku Norrænu ráðherrarnir sam- þykktu á Reykjavfkurfundin- um sérstaka ályktun um mál- efni Suður-Afríku, og er þar boðað sameiginlegt norrænt viðskiptabann á Suður-Afríku meðan aðskilnaðarstefnan er þar við lýði. Matthías Á. Mathiesen sagði eftir fundinn að í utanríkisráðuneytinu væri tilbúið frumvarp um íslenskt viðskiptabann, og vænti hann þess að það yrði rætt á þingi í haust. Suður-Afríku-ályktun ráðherranna hljóðar svo: „Astand maia 1 Suöur-AtnKu veldur stöðugum ugg manna. Nýr og mjög kvíðvænlegur þáttur er hinn mikli fjöldi handtekinna barna. Raunvemlegu ástandi er leynt með strangri ritskoðun og opinbem eftirliti. Hvers konar viðleitni í því skyni að sýna stjórn Suður-Afríku fram á nauðsyn þess að afnema aðskilnaðar- stefnu sína (apartheid) á meðan unnt er á friðsaman hátt, hafa reynst árangurslausar fram að þessu. Samtímis hefur Suður-Afríka haldið fast við stefnu sína um á- reitni gagnvart grannlöndum sín- um, svo og gegn stöðugleika og jafnvægi. Jafnframt skýtur Suður-Afríka stöðugt á frest áætlun öryggisráðs SÞ, sem kveð- ið var á um þegar árið 1978, um sjálfstæði Namibíu. Ber því að auka þrýsting á stjórn Suður-Afríku. Alþjóða- samtökum ber að axla ábyrgð sína og kappkosta að knýja á um afnám aðskilnaðarstefnu. Skyld- ugar refsiaðgerðir skv. ákvörðun öryggisráðs SÞ verða ávallt mark- vissast úrræði í því skyni að orka á stjórn Suður-Afríku. Frá Suður-Afríku: „Hvers konar viðleitni i því skyni að sýna stjóm Suður-Afríku fram á nauðsyn þess að afnema aðskilnaðarstefnu sína á meðan unnt er á friðsaman hátt, hafa reynst árangurslausar fram að þessu." Meðan beðið er samþykktar Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna um bindandi refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku hafa Norður- lönd þegar komið í framkvæmd eða ákveðið að gera ráðstafanir, sem jafngilda í raun, innan skamms tíma, norrænu viðskipta- banni á Suður-Afríku. Hafa aðgerðir þessar einnig verið ákveðnar í væntingu þess að þær örvi önnur ríki til eftir- breytni, enda stuðli þær jafn- framt að því að knúið verði á um ákvörðun Öryggisráðs um mark- vissar refsiaðgerðir gegn Suður- Afríku. Norðurlönd munu halda áfram og efla viðleitni sína, innan og utan SÞ, í því skyni að knýja á um afnám aðskilnaðarstefnu. Norðurlönd hafa samúð með grannríkjum Suður-Afríku, sem búa við háskalegar aðstæður. Brýn þörf er á aukinni alþjóðaað- stoð við téð ríki og samvinnu- samtök þeirra SADCC. Norður- lönd hafa í þessu skyni mjög eflt skerf sinn til aðstoðar við jaðar- ríkin og SADCC.“ Ráðherrafundurinn Ráðstefna um Austurlönd nær Norrænu utanríkisráðherr- arnir styðja hugmyndir um al- þjóðlega friðarráðstefnu um stríð og skærur í Austur- löndum nær, og telja að lausn á málum þar finnist ekki nema virtur sé sjálfsákvörðunarrétt- ur Palestínumanna og ályktan- ir Oryggisráðsins sem meðal annars slá föstum tilverurétti Israelsríkis. Alþjóðaráðstefna hefur und- anfarið verið umdeilt mál, Bandaríkin og ísrael hafa lagst á móti slíkri ráðstefnu, en í Was- hington eru menn að endurskoða þá afstöðu, og Peres utanríkis- ráðherra í Jerúsalém hefur gerst talsmaður ráðstefnu með vissum skilyrðum. Ályktun norrænu ráð- herranna hljóðar svo: „Á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í Reykjavík var samþykkt ályktun varðandi ástand mála í Austurlöndum nær. Norðurlöndin harma að til- raunir til að koma af stað friðar- viðræðum hafa ekki borið árang- ur. Samningaleiðin er sú eina sem fær er. Utanríkisráðherrar Norður- landa styðja þá hugmynd að hald- in skuli alþjóðleg ráðstefna um Austurlönd nær á vegum Samein- uðu þjóðanna með þátttöku alira aðila. Ráðherrarnir telja að slík ráðstefna myndi vera mikilvægt framlag í leit að réttlátri og varan- legri lausn deilunnar sem byggð væri á ályktunum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 242 og 338 og á sjálfsákvörðunarrétti Palest- ínuþjóðarinnar." 8 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.