Þjóðviljinn - 27.03.1987, Side 9
Olga Guðrún og Svavar áttu fjörugar samræður við starfsmenn Ríkisútvarps-
ins á fyrsta vinnustaðafundi sem þar hefur verið haldinn.
Alþýðubandalagið
Líflegir
vinnustaða-
fundir
Olga Guðrún Árnadóttir: Mikið spurt um
stefnuna í launa-og húsnœðismálum.
UtanríkisstefnaAlþýðubandalagsins á miklu
fylgi aðfagna
Kosningabaráttan er nú hafín
af fullum krafti og fyrir
allmörgum vikum hófu fram-
bjóðendur að heimsækja vinnu-
staði, sumum til ama, öðrum til
ánægju. Frambjóðendur Alþýðu-
bandalagsins hafa verið á þönum
milli tuga vinnustaða i borginni
einsog sjá má af meðfylgjandi
myndum, og að sögn Olgu Guðr-
únar Árnadóttur, sem skipar
S.sætið í Reykjavík, er mikið
spurt og spjallað.
„Við kynnum og skýrum
stefnu Alþýðubandalagsins,
ræðum gerðir þeirrar ríkisstjóm-
ar sem nú er að fara frá og það
ástand sem hefur skapast í
þjóðfélaginu vegna aðgerða
hennar“ sagði Olga Guðrún.
„Það ástand að stéttaskiptingin
er alltaf að aukast.
Það er spurt um allt mögulegt,
um stefnu okkar i húsnæðis-og
kjaramálum, og hvemig Alþýðu-
bandalagið ætli að fara að því að
hífa upp laun fólks þannig að
menn geti farið að lifa við
mannsæmandi kjör.
Fólk spyr töluvert um verð-
bólguna, það er búið að telja
fólki trú um að Alþýðubandalag-
ið sé verðbólguflokkur. Við
reynum þá að skýra fyrir fólki
hvemig Sjálfstæðisflokknum og
Framsókn hefur tekist með ýmiss
konar sjónhverfingum að „yfir-
vinna “ verðbólguna. Fólk spyr
einnig mikið um skattamál og
stefnu í vaxtamálum.
Fólk er óánægt
Umræðuefnið fer mikið eftir
því hvers konar vinnustað við
erum á, maður spilar þetta eftir
eyranu og eftir því hvað fólk vill
ræða um.
Það er mjög áberandi að fólk er
almennt mjög óánægt með
frammistöðu flokkanna á síðustu
árum, fólk er orðið mjög svekkt á
því ábyrgðarleysi sem einkennir
íslenska pólitík og finnst of mörg
gefin loforð hafa verið svikin. Og
þar ætlum við að bæta úr.
Mér hefur verið sagt af þeim
sem til þekkja að á karlavinnu-
stöðum hafi sú breyting orðið á
frá síðustu kosningum að nú sýni
menn miklu meiri áhuga á mál-
efnum sem snerta fjölskylduna.
Karlmenn eru farnir að spyrja
út í bamaheimilismál, stefnu í
skólamálum og fæðingarorlofs-
mál. Þetta sýnir kannski fyrst og
fremst að áhyggjuefnum hefur
fjölgað á þessum vettvangi og
karlar jafnt sem konur óttast um
hag bama sinna og fjölskyldu í
markaðshyggj usamfélaginu.
Á vinnustöðum þar sem mikið
Ásmundur Stefánsson, sem skipar 3.sætið í Reykjavík, dreifir kosningablaði
Alþýðubandalagsins meðal starfsmanna á Orkustofnun.
er af rosknu fólki hafa menn
miklar áhyggjur af aðbúnaði
aldraðra.
Fólk vill
finna lífsmark
Utanríkismálin hafa verið víða
á dagskrá, fólk er fylgjandi hug-
myndinni um kjamorkuvopna-
laus Norðurlönd og stefna Al-
þýðubandalagsins í þeim efnum á
alls staðar mikinn hljómgmnn.
Þessir fundir em oftast mjög
skemmtilegir og þeir eru okkur
nauðsynlegir. Eg var í svolitlum
vafa áður en við fómm af stað,
sumir óttuðust að þetta fyrir-
Amór Pótursson, sem skipar 8. sæt-
ið, ásamt þeim Svavari Gestssyni (í •
1. sæti) og Olgu Guðrúnu Ámadótlur
(I 5. sæti) ræða málefni fatl&jra á
fundi með starfsfólki á verrdaða
vinnustaðnum í Múlalundi.
komulag he.fði gengið sér til húð-
ar.
En mín reynsla hefur verið sú
að yfirleitt tekur fólk ágætlega á
móti okkur og oft er beðið um
heimsóknir frá okkur. Fólk vill
gjaman heyra frá stjómmála-
mönnum og ræða málin þó það sé
ekki endilega tilbúið með ein-
hverja spurningalista.
Fólk vill finna lífsmark og víð-
ast hvar hefur þetta mælst ágæt-
lega fyrir.
Ég hef ekki tölu á því hve
marga fundi við höfum haldið,
þetta hefur verið stanslaus
keyrsla í margar vikur. Okkar
ágæti kosningastjóri, Þómnn Sig-
urðardóttir, skipuleggur ferðirn-
ar og sendir okkur um allan bæ,
yfirleitt tvö saman en stundum
fáum við fleiri með okkur.
Mér finnst sjálfri að ég læri ým-
islegt af vinnustaðafundum, ég er
ný í pólitíkinni og þetta er mjög
góð þjálfun fyrir mann og það
sem mestu skiptir er að á vinnu-
staðafundum fáum við tækifæri
til að kynnast viðhorfum hins al-
menna kjósanda, kjömm hans og
kröfum.“ -vd
Föstudagur 27. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9