Þjóðviljinn - 27.03.1987, Page 10

Þjóðviljinn - 27.03.1987, Page 10
Kennarar Meðallaunin notuð til blekkinga Gunnlaugur Astgeirsson ogHeimir Pálsson: Ríkisvaldið reynirað telja fólki trú um að kennarar séu að meðaltali með yfir 70 þúsund á mánuði. Staðreyndiner, aðflestir eru með32til40 þúsund Það er mikið notað í áróðri ríkisvaldsins gegn kennurum að eitthvað sem menn kalla meðal- laun kennara séu yfir 70 þúsund krónur. Þetta er einfaldlega blekking. Verulegur hluti kenn- ara er á hreinu taxtakaupi, með þetta 32 - 40 þúsund krónur á mánuði. Auðvitað eru til menn sem með óhóflega mikilli yfir- vinnu fá miklu hærri laun, og þeir tosa meðallaunin upp. Hitt er staðreynd að allur þorri kennara er á miklu lægri launum. Þetta sögðu þeir Heimir Páls- son og Gunnlaugur Ástgeirsson, frá HIK, í spjalli við Þjóðviljann í gær. „Það er mjög villandi að nota þessi meðallaun, einsog samn- ingamenn ríkisins gera. Inn í þau er tekin öll yfirvinna, öll álög á laun og meira að segja líka það sem stundum er í gamni kallað loðnuvertíðin. En það eru upp- gripin sem sumir kennarar hafa stundum í örstuttan tíma við að fara yfir próf grunnskólanema. Inní meðallaunum eru meira að segja álögur sem menn fá fyrir að vera konrektorar og áfanga- stjórar. Það lýsir einna best hversu mikil blekking felst í því að tala um meðallaun," sögðu þeir félagarnir. Kennaraskortur Heimir Pálsson benti líka á, að „maður sem hefur 40 þúsund eða minna í laun á mánuði, en fær 70 þúsund í meðallaun þarf að vinna gífurlega yfirvinnu til að ná þessu kaupi. Það í sjálfu sér er órækur vottur um kennaraskortinn sem er til staðar. Skólastjórar vilja skiljanlega frekar reyna að bæta úr kennaravöntun með því að fá þá reyndu kennara sem fyrir eru til að taka á sig aukavinnu fremur en bregða á það ráð að kippa inn af götunni réttindalausu fólki í kennslu.“ En þeir Heimir og Gunnlaugur sögðu ennfremur, að hin háu meðallaun endurspegluðu líka mikla vinnuáþján kennara. „Og það má spyrja, einsog gert var í frægri OECD-skýrslu; hefur þjóðfélagið efni á vinnuþjöku- ðum kennurum? Óhóflegt vinnu- álag hjá hverjum sem er dregur úr meðalafköstum. Það vita ailir. En er forsvaranlegt að draga úr vinnuafköstum kennara með gegndarlausu álagi? Kemur það niður á nokkrum öðrum en börn- unum sem eiga að njóta kennsl- unnar? Að sjálfsögðu ekki!“ Þeir bentu líka á, að könnun sem var gerð sýndi, að af um 1100 kennurum voru um 250 með yfir Svavar Gestsson skrifar á að það sé óeðlilegur hlutur að bandalagsríki og síðan tiltekin tvö ríki utan bandalags setji niður einhverja nefnd embættismanna til þess að fjalla um hápólitískt mál, sem pólitískar ákvarðanir hafa ekki verið teknar um. Það er einfalt mál.“ (Leturbreytingar mínar sg.) Það var því ljóst að 29. janúar var Alþýðuflokkurinn á móti því að skipa norræna embættis- mannanefnd og svo virtist sem þá hefði myndast meirihluti á Al- þingi gegn því - Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins. Fjöldahreyfing vinnur sigur En skjótt skipast veður í lofti. Alþýðufíokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn sneru við blaðinu þeg- ar þeir sáu skoðanakönnun um að 90% íslendinga væru fylgjandi kjarnorkuvopnalausum Norður- löndum. Þessi staðreynd sýnir betur en nokkru sinni fyrr að fjöldahreyfing getur rekið hörð- ustu hernaðarsinna á flótta: Þeg- ar alþingi íslendinga hafði verið slitið kom alþingi götunnar sam- an og kvað upp ótvíræðan dóm lýðræðisins. Þessa staðreynd er vert að hafa í huga - og halda áfram að safna liði. 80 þúsund krónur á mánuði. „Og það eru þessir kennarar sem rífa svokölluð meðallaun upp. Hinir sitja langt.eftir. Og það er fyrir þá, kennarana sem eru með 32 til 4o þúsund á mánuði, sem við erum að berjast. Þeir geta ein- faldlega ekki lifað af þessum launum". -ÖS Kjartan tekur forystuna Það var Kjartan Jóhannsson sem tók fram fyrir hendurnar á formanni sínum og reyndi að byggja brú yfir til vitrænnar niðurstöðu í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra en hann sagði á Alþingi 11. mars sl.: „Á hinn bóginn er fagleg rann- sókn á þessu máli undir pólitískri leiðsögn, fagleg rannsókn á for- sendum fyrir og afleiðingum af framkvæmd kjamorkuvopna- lauss svæðis á Norðurlöndum og þeim skilyrðum sem hvert ríkj- anna telur að fullnægja þurfti, til þess fallin að varpa ljósi á hug- myndina.“ Með þessum orðum tók Kjart- an Jóhannsson forystuna í málinu og beygði Jón Baldvin - það er í fyrsta sinn sem það gerist með augljósum hætti. Þetta sýnir að þrátt fyrir gaspur Jóns Baldvins eru þeir menn til í Alþýðuflokknum sem taka tillit til staðreynda eins og þeirrar sem birtist í skoðanakönnuninni um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd. Alþýðubandalagið hlýtur að fagna flóttanum sem er brostinn í lið hernaðarsinna. Jafnframt mun flokkurinn á næstu vikum leggja áherslu á að knýja fram svör flokkanna við skýrslu þing- mannanefndarinnar um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd. Þau svör verða að berast fyrir 21. apr- fl. Vonandi verða þau svör jafnjákvæð og niðurstaða sú sem fékkst um embættismannanefnd- ina, þegar fyrir liggur að viðreisn- arflokkarnir hafa samþykkt aðild að nefndinni, sem þeir töldu bæði „óeðlilega og óviðeigandi" fyrir nokkrum vikum. Nú er nefndin f senn eðlileg og viðeigandi - vegna þess að þeir óttast skoðun fjöldans, þjóðarsáttina um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd, og baráttukraft Alþýðubandalags- ins. Þessi reynsla sýnir líka að með sterku Alþýðubandalagi eftir kosningamar munu miðflokk- arnir taka tillit til þess eins og skoðanakönnunarinnar á dögun- um og verða fúsir til samstarfs. Það staðfestir einnig gömul reynsla - þegar þeir hafa áttað sig á því að það er ekki vænlegt að efna til fylgflags við íhaldið sem stendur nú hraklega eftir atburði síðustu sólarhringa. Af hverju snem þeir við blaðinu? Skipun vinnuhóps embœttismanna erskreffram á við, en í kosningun- um ræðst hvernig unnið verður í þeim hópi af hálfu íslenskra Utanríkisráðherrafundur Norð- urlanda, sem lauk í Reykjavík í gær, var merkur áfangi í friða- rbaráttunni á Norðurlöndum. Nú sést loksins eftir áratuga baráttu vísir að friðarbandalagi Norður- landanna í þeim heimi stríðsá- taka sem hefur blasað við okkur á undanfömum árum. Utanríkisráðherrann Matthías Á. Mathiesen gerði allt sem í hans valdi stóð til að koma í veg fyrir árangur á þessum fundi. Hann naut þar stuðnings Alþýðu- flokksins,eða öllu heldur for- manns Alþýðuflokksins. Eftir utanríkisráðherrafundinn reynir ráðherrann að bera sig manna- lega rétt eins og hann hafi unnið sigur í málinu, en kjarni málsins er þó þessi, hvað sem kokhreysti ráðherrans líður: 1. Hann reyndi að koma í veg fyrir skipun nefndarinnar en mis- tókst. 2. Hann reynir að skýla sér á bak við villandi þýðingar til þess að verja stöðu sína: í fréttatil- kynningu hans er talað um kjarn- orkuvopnalaus svæði „á norður- slóð” en í dönsku fréttatilkynn- ingunni um, jiordiske omraader” og í þeirri ensku um „nordic area” sem þýðir auðvitað hvort- tveggja á norrænum svæðum, það er á Norðurlöndum. 3. Fyrir liggur að samstarfs- nefndin „embættismannanefn- din” á ekki að vinna með NATO, heldur getur hvert NATO-ríki auðvitað unnið með Atlantshafs- bandalaginu að eigin geðþótta. 4. „Sigur” Matthíasar er skammgóður vermir vegna þess að ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar á aðeins eftir að sitja í fjórar vikur. Þess vegna verður íekist á um það í kosningunum hvort nefndin vinnur að máiinu stjórnvalda með eðlilegun hætti af íslands hálfu eða ekki. 5. Norrænu utanríkisráðherr- arnir gátu ekki farið frá fundinum án þess að ganga frá skipun nefndarinnar. Þeir hlutu því að teygja sig nokkuð áleiðis og það var þeim keppikefli að ísland færi með í nefndina. 6. Aðgerðir fjöldans hér á landi höfðu áhrif, svo og skoð- anakönnunin. 7. Engu munaði að vísu að íhald- inu og krötunum tækist að skilja ísland frá í þessu mikilvæga máli. Það er því nauðsynlegt að gera sér ljóst að einungis Alþýðu- bandalagið getur í kosningunum komið í veg fyrir að íhaldið eyði- leggi málið á nýjan leik. Það slapp fyrir horn í þetta skiptið - vegna fjöldahreyfingarinnar. Tregða á íslandi Með frændríkjum okkar hefur alltaf gætt ákveðinnar tregðu til þess að hafa íslendinga með í ráðum og þar hefur komið fram vantrú á því að íslendingar geti verið hluti af kjarnorkuvopna- lausum Norðurlöndum vegna þess að hér er bandarísk herstöð. Þátttaka okkar í norrænum þing- mannanefndum og í samstarfi friðarhreyfinga á Norðurlöndum hefur tryggt að þessi andstaða á Norðurlöndunum hefur í raun verið kveðin niður; þó allir viti að hún sé enn til þá er hún marklaus eins og er. Sama tregða hefur komið fram á íslandi: Sjálfstæðisflokkurinn hefur viljað fylgjast með málinu, en haft alla fyrirvara Atlantshafs- bandalagsins með í farteskinu. Þess vegna hefur Sjálfstæðis- flokkurinn ekki viljað taka þátt í þingmannanefndinni. Framsóknarflokkurinn hefur borið kápuna á báðum öxlum og formaður flokksins hefur í raun fylgt utanríkisstefnu Sjálfstæðis- flokksins eins og á öðrum svið- um. Alþýðuflokksformaðurinn hefur verið neikvæðastur í mál- inu. „Óeðlileg og óviðeigandi“ Þegar við Guðrún Agnarsdótt- ir og Haraldur Ólafsson fluttum tillögu til þingsályktunar um að íslendingar tækju þátt í embættis- mannanefndinni hafnaði Alþýðu- flokkurinn því alfarið. Það kom fram í ræðu Jóns Baldvins á Al- þingi 29. janúar sl. þar sem hann sagði meðal annars þetta: „Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur efasemdir um þau vinnu- brögð (að skipa embættismanna- nefnd) af mörgum ástæðum... Ástæðurnar eru ýmsar og þess- ar helstar: 1. Þetta er auðvitað hápólitískt mál, stórpólitískt mál. Þar af leiðir að það er ekki á færi emb- ættismanna að fjalla um málið fyrr en búið er að taka veigamikl- ar pólitískar ákvarðanir. Það er ekki í þeirra verkahring, ekki á þeirra færi. 2. ... Mér er hulin ráðgáta hvemig sameiginleg embættis- mannanefnd ríkja, þriggja sem eru í varnarbandalögum og tveggja hlutlausra, ætti að geta starfað saman að einhverju gagni eða einhverju viti jafnhliða og áður en teknar eru pólitískar ákvarðanir í þessu máli.“ „Rökin fyrir því að það sé til lítils og reyndar óviðeigandi að setja upp slíka embættismanna- nefnd eru mörg...“ „Þess vegna er það að ég lít svo 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.