Þjóðviljinn - 27.03.1987, Síða 13
VESTFIRÐIR
VESTFIRÐIR
HESTAMENN!
Nú er kominn á markaöinn nýr þrumuhnakk-
ur í algjörum sérflokki. íslensk hönnun, vand-
aður og léttbyggöur.
HESTASPORT
Bæjarhrauni 4,
Hafnarfirði, sími 651006.
Póstsendum.
ÍS-HNAKKUR
Söðiasmiður: Pétur
Þórarinsson
Framtíðin
Fjölskyldan
í fyrirrúmi
„Málefni fjölskyldunnar eru
ofarlega í mínum huga, nú sem
endranær, enda sjálf átta barna
móðir. Pað er til háborinnar
skammar hvernig núverandi rík-
isstjórn hefur leikið fjölmargar
fjölskyldur með láglaunastefnu
sinni og vaxtaokri. Þær eru ófáar
fjölskyldurnar í þessu landi sem
hafa verið lagðar í rúst vegna
frjálshyggjustefnu stjórnvalda í
vaxtamálunum. Þessir háu herrar
leggja allt á vogarskálar fjár-
magns-ins en huga ekkert að vel-
ferð heimilanna og barnanna. Á
þessu kjörtímabili hafa mörg
börn þessa lands fengið að horfa
upp á upplausn heimilanna vegna
þess að báðar fyrirvinnurnar hafa
ekki megnað að standa í skilum á
afborgunum sem sífellt urðu
hærri þar til fjölskyldan sligaðist
undan þeim,” segir Þóra Þórðar-
dóttir í Súgandafirði sem skipar
3ja sæti á lista Alþýðubandalags-
ins á Vestfjörðum.
„Framtíð okkar sem þjóðar
liggur í börnunum okkar. Að
vanrækja þau er að vera blindur á
framtíðina. Börnin eru við-
kvæmur fjársjóður sem mæli-
kvarði Mammons skilur ekki.
Við þurfum að búa þannig í hag-
inn fyrir þau að þau geti þroskast
og dafnað í öruggu skjóli heimi-
lisins og dagvistunarstofnana.
Sérhvert heimili á að eiga þess
kost að geta komið börnunum
fyrir á dagvistunarstofnunum ef
vilji er fyrir því. Best væri auðvit-
að að börnin gætu verið heima
hjá sér en á meðan báðir foreldr-
ar verða að vinna úti til að geta
séð fjölskyldunni farborða er
nauðsynlegt að geta gengið að
dagvistun vísri,” segir Þóra Þórð-
ardóttir.
armálum er aðför að búsetu á
Vestfjörðum.
Því leggjum við Alþýðubanda-
lagsfólk á Vestfjörðum áherslu á
að taka verður upp gjörbreytta
stefnu í landbúnaði sem
grundvallast á því markmiði að
halda landinu í byggð. Eitt mikil-
vægasta atriði í þeirri nýju stefnu
er að færa verksmiðjubúskapinn
út á land og koma honum undir
framleiðslustjórnun. Með þessu
verður tryggt að störfum í land-
búnaði fækki ekki og einnig að
fjölbreytni í framleiðslunni verði
tryggð. Þá þarf að endurskipu-
leggja landbúnaðinn m.t.t. land-
kosta, heimamarkaðar og stöðu
byggðar.
Sérstaða Vestfjarða:
1) Byggð á Vestfjörðum stend-
ur það höllum fæti að hvert bú
skiptir miklu máli í því að halda
fámennum sveitum í byggð. Við
megum ekki við því á Vestfjörð-
um að sveitirnar grisjist meir en
orðið er. I ísafjarðardjúpi t.d. er
nauðsynlegt að styrka sveitirnar.
2) Varðandi sauðfjárræktun
eru aðstæður þær bestu sem
þekkjast á öllu landinu hér á
Vestfjörðum. M.a. er ekki vottur
af ofbeit og fallþungi dilka í fjórð-
ungnum með því hæsta á landinu.
3) Mjólkurframleiðsla á Vest-
fjörðum nægir ekki fyrir heima-
markað og í dag verður að flytja
til Vestfjarða umtalsvert magn af
mjólk og mjólkurafurðum.
Með þessar þrjár staðreyndir í
huga getum við Vestfirðingar sett
fram í fullum rétti þá kröfu að
Vestfirðingafjórðungur verði
Að sögn Þóru er það mikill
ábyrgðarhluti að ala upp barn og
koma því til manns. Sú ábyrgð er
lítils metin í dag, sem sést best á
því hvað laun þeirra sem vinna að
uppeldis- og kennslumálum eru
skammarlega lítil. Það hefur leitt
til þess að mjög erfitt hefur verið
að fá fólk til starfa. í kennara-
stéttinni er atgervisflótti stað-
reynd og illa gengur aö fá
menntaðar fóstrur í vinnu.
Kvennaframboð
tímaskekkja
„Við í Alþýðubandalaginu
höfum alltaf lagt mikla áherslu á
mikilvægi þess að börnunum
okkar líði vel og samfélagið taki á
sig nauðsynlegan kostnað til
þess. Enda er það svo að margt af
okkar baráttumálum í þessum
málaflokki má sjá hjá hinum
ýmsu kvennaframboðum sem
sprett upp eins og gorkúlur út um
allt land. En það vill gleymast
hverjir hafa staðið í fylkingar-
brjósti í þessum málum en það
hefur Alþýðubandalagið ávallt
gert.
Byggðamál
Ég vil meina að sérstök kvenn-
aframboð séu tímaskekkja og séu
alls ekki til þess fallin að auka
jöfnuð milli kvenna og karla. Það
sér hver heilvita kona, að fram-
boð sem byggir sérstöðu sína ein-
göngu á kynferði, er ekki besti
kosturinn til að brúa það bil sem
er á stöðu karla og kvenna í dag.
Miklu fremur skerpir það ands-
tæðurnar og torveldar þá þróun
að konur búi við jafnan rétt til
launa og vinnu og karlar. Þetta
ættu konur hér á Vestfjörðum að
hafa í huga þegar þær ganga að
undanþeginn skerðingu í fram-
leiðslu á mjólk og kindakjöti.
Jöfnun lífskjara:
I almennum kjarasamningum
er samið um kaup og kjör um allt
land. Umsamin laun eru þau
sömu hvar sem er á landinu eða
m.ö.o. tekjuhlið heimilanna er
samræmd á landsvísu.
Hið sama verður ekki sagt um
útgjaldahlið heimilanna. Það er
og verður markmið sósíalísks
flokks að berjast fyrir samræm-
ingu á þessu sviði sem og öðrum
sem leiða til jöfnunar lífskjara.
Áður hefur verið getið um
jöfnun á kostnaði vegna náms en
við Alþýðubandalagsfólk leggj-
um jafnframt þunga áherslu á
jöfnun kostnaðar vegna orku-
verðs og símagjalda. Þá erum við
Vestfirðingar orðnir langþreyttir
á háum húshitunarkostnaði og
verður ekki unað við óbreytt
ástand í þeim málum öllu lengur.
Þá má minna á að vöruverð er
allnokkuð hærra hér en gerist í
öðrum landshlutum. Við þurfum
því að eyða stærri hluta launa
okkar í kaupum á brýnustu
lífsnauðsynjum. Þessu þarf að
breyta.
Félagsmál:
Eigi öflug byggðastefna að ná
fram að ganga verður, auk þess
sem áður hefur verið nefnt, að
mæta kröfum fólks um félagslega
þjónustu. Þar má nefna: 1) Að-
stöðu fyrir aldraða til að geta eytt
ævikvöldinu í sinni heimabyggð.
2) Aðstöðu fyrir ungt fólk til
æskulýðs- og íþróttamála. Ekkert
fullgilt íþróttahús til í Vestfirð-
ingafjórðungi.
kjörborðinu 25. apríl n.k.,” segir
Þóra Þórðardóttir.
Að sögn Þóru eru það byggð-
amálin sem setja sterkastan svip á
kosningabaráttuna. „Fyrir okkur
Vestfirðinga er það lífsnauðsyn
að vinna bug á samgönguleysinu
sem einkennir fjórðunginn öðru
fremur. Þau skera alla þætti
mannlífsins hér. Það er alveg
sama hvar borið er niður; alltaf
strandar allt vegna samgöngu-
leysis.
Þess vegna er brýn nauðsyn á
því að við fáum jarðgöng í gegn-
um fjöllin hérna til þess að
Vestfirðirnir geti orðið ein heild.
Góðar samgöngur eru okkur al-
gjör lífsnauðsyn. Þær tengja
byggðirnar saman. Eins og mál-
um er háttað í dag er hver byggð
nánast sem heimur út af fyrir sig.
Þessu þarf að breyta og það strax
í dag.„
Sjávarútvegsmál
„Þá brenna sjávarútvegsmálin
heitt á okkur Vestfirðingum. Það
ætti að vera hverjum heilvita
manni ljóst að það gengur ekki til
lengdar að þær byggðir sem liggja
næst auðugum fiskimiðum séu
hafðar í svelti og þeim meinað að
nýta þau á hagkvæmasta máta
sem völ er á. Frá Vestfjörðum er
stutt á fengsæl mið og kostnaður-
inn við veiðarnar er hvað minnst-
ur héðan frá Vestfjörðum.
Hérna er þekkingin og kunnáttan
fyrir á veiðum og í vinnslu og þess
vegna ættum við að fá að njóta
hennar.
„Núverandi sjávaiútvegs-
stefna er að drepa allt í dróma og
meðalmennskan tröllríður hús-
um. Miklu nær væri að gefa
Vestfirðingum færi á að hagnýta
hin auðugu fiskimið á hagkvæm-
astan hátt, bæði fyrir fjórðunginn
í heild og þjóðina alla.”
Það er staðreynd sem menn
verða að horfast í augu við að
sveitarfélög á Vestfjörðum hafa
ekki bolmagn til að veita íbúum
þess þá félagslegu þjónustu sem
talin er nauðsynleg í nútímaþjóð-
félagi. Því verður ríkisvaldið að
leggja sveitarfélögunum til tekj-
ustofna svo að þeim verði gert
kleift að mæta þörfum ungra sem
aldraðra.
Lokaorð:
Hér að framan hefur verið
drepið á nokkur mál sem eru
forsenda fyrir áframhaldandi
byggð á Vestfjörðum. Er þó
margt ótalið s.s. uppbygging
leiguhúsnæðis og fjölbreyttara
atvinnulíf.
Eftir fjögurra ára valdatíma
núverandi stjórnarflokka ætti
Vestfirðingum að vera orðið ljóst
að þessir flokkar, Framsóknar-
flokkur og Sjálfstæðisflokkur,
hafa ekki pólitískar forsendur til
að framfylgja þeirri byggðastefnu
sem Vestfirðingum er þörf á. Þeir
eru fastir í hugmyndafræðilegum
kreddum markaðsbúskapar og
frjálshyggju. Byggðamálin verða
aðeins leyst með aðgerðum
byggðum á félagslegum viðhorf-
um.
Alþýðubandalagið er eini
flokkurinn sem hefur forsendur
til að vinna á þessum grundvelli
og hefur sýnt að það er eitt þess
megnugt að standa vörð um
hagsmuni landsbyggðarinnar.
X-G - öflug byggðastefna.
Kjósum Alþýðubandalagið og
gerum Vestfirði að þróttmiklum
fjórðungi. - Stöðvum fólksflótt-
ann - fulla atvinnu - kvótann
burt. grh.
12 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 27. mars 1987
Þóra Þórðardóttir 3. á lista AB
er í börnunum okkar
Kvennaframboð er tímaskekkja. Alltstrandar
á samgönguleysinu. Kvótastefnan er tilrœði
viðframtíðfólksins. Jafnrétti ogjöfnuðurá
öllum sviðum mannlífsins. Ratsjárstöðin á
Bolafjalli er Ijótur blettur á Vestfjörðum.
Verðum ekki annars flokks manneskjur í
eigin fjórðungi. Kjósum A Iþýðubandalagið
„Kvótastefnan er að leggja sjá-
varplássin í eyði ef fram fer sem
horfir að kvóti er látinn fylgja
hverjum bát. Skynsamlegra væri
að plássin ættu kvótann en ekki
útgerðarmenn. Að hverju á fólk-
ið að ganga þegar útgerðarmaður
hættir og selur bátinn? Kvóta-
stefn-an er fjandsamleg byggðum
Vestfjarða og er tilræði við fram-
tíð fólksins sem hér býr,” segir
Þóra Þórðardóttir.
Landbúnaðarmál
Að sögn Þóru er stefna
stjórnvalda ekki hótinu betri í
landbúnaðarmálum. Stjórnvöld
lofi að bændur fái leiðréttingu á
þeim mismun sem er á
fullvirðisrétti og búmarki en það
er ekki nóg. Efndirnar láta
standa á sér. Ástandið er gjör-
samlega óviðunandi fyrir
bændur og áframhaldandi búsetu
í sveitum fjórðungsins.
„Ekki nema að það sé mar-
kmið þeirra sem ráða landbúnað-
arstefnunni að gera Vestfirði að
sumarbústaðalandi fyrir efnaða
sunnanmenn. Sveitirnar hér þola
ekki frekari röskun en orðin er.
Við eigum ekki við vandamal of-
beitar að stríða og dilkar héðan
eru þeir vænstu á öllu landinu. 4
meðan við þurfum að flytja hing-
að óhemjumagn af mjólkur-
vörum er það í hæsta máti óeðli-
legt að fjötra bændur á klafa og
meina þeim framleiðslu á vörum
sem ekki er nóg af í fjórðungn-
um,” segir Þóra.
Gamla fólkið
Þá leggur hún mikla áherslu á
að jöfnuður og réttlæti ríki á
öllum sviðum mannlífsins. Þaö
þurfi að huga vel að gamla fólk-
inu sem er búið að vinna langan
vinnudag og borga sitt til samfél-
agsins í gegnum tíðina. Þetta fólk
eigi kröfu til samfélagsins að það
fái að njóta ævikvöldsins í friði og
ró. En ekki eins og það er í dag,
að vera þjakað af umkomuleysi
og örvæntingu vegna þess að það
fær ekki mannsæmandi lífeyri.
Ástandið í þessum málum sé al-
veg óviðunandi og ljótur blettur á
íslensku þjóðinni.
Ennfremur ætti sérhver ellilíf-
eyrisþegi að eiga þess kost að búa
í sinni heimabyggð eftir að vinnu-
degi hans væri lokið. En ekki að
það þurfi að rífa sig upp með rót-
um og flytja suður til dvalar í ók-
unnugu umhverfi.
Almenn friðarmál
„Almenn friðarmál eru mér
einkar hugstæð. Það er til vansa
fyrir Vestfirðina að fá þennan
óskapnað yfir okkur sem ratsjár-
stöðin á Bolafjalli er. Hún er al-
gjör tímaskekkja í dag. Miklu
fremur ættum við að leggja okkar
af mörkum til að styrkja friðinn í
heiminum. Ratsjárstöðin þjónar
eingöngu hagsmunum Banda-
ríkjanna. Það er mikill misskiln-
ingur að hún sé til að auka á ör-
yggismál Vestfirðinga. Við erum
skammar að ríkisstjórnin skuli
standa í vegi fyrir því að Norður-
lönd ásamt íslandi verði lýst
kjarnorkuvopnalaust svæði.
Það er bráðnauðsynlegt fyrir
okkur íslendinga að banna alla
umferð með kjarnorkuvopn í
landhelgi okkar. Því það veit eng-
inn hvað átt hefur fyrr en misst
’hefur. Ég þori ekki að hugsa þá
hugsun til enda, ef til þess kæmi,
að vart yrði við geislavirkan fisk
hér í sjónum. Fólk ætti að íhuga
þessi mál gaumgæfilega og taka
sjálfstæða ákvörðun. Láta af
þessum undirlægjuhætti og
standa beint í baki. Hugsa fremur
um framtíð sína og barnanna en
ekki hvað kjallaraliði Reagans er
fyrir bestu. í þessum málum er
hver sjálfum sér næstur og mikil-
vægt að fólk geri sér grein fyrir
því,” segir Þóra Þórðardóttir.
Niðurlag
„Að síðustu vil ég hvetja allar
konur og menn til að kjósa Al-
þýðubandalagið í komandi al-
þingiskosningum. Sterkt Al-
þýðubandalag er eina von okkar
aðeins peð í hráskinnaleik stór^\að snúið verði af þeirri braut sem
veldanna og ættum að vera kom- við höfum þurft að ganga undan-
in til vits og ára til að skilja það.
En því miður eru alltaf til menn
sem vilja selja allt sem hægt er að
selja ef einhver gróðavon er í
sjónmáli. Og það grunar mig að
sé lykillinn að því af hverju stöðin
er sett upp hér fyrir vestan. í-
stöðulitlar sálir í Bolungarvík
stóðust ekki freistinguna þegar
þær litu gullið auga, sem að þeim
var hampað, og gleyptu við því.
Þetta er enn dapurlegra þegar
við lítum í kringum okkur. Alls
staðar er reynt eftir fremsta
megni að minnka spennuna milli
stórveldanna og allt gert til þess
að raunhæf afvopnun eigi sér
stað.
Þá er það líka til háborinnar
farin fjögur ár. Hún hefur verið
dýru verði keypt. Við
Vestfirðingar höfum ekki efni á
því ef við ætlum að búa hér áfr-
am.
Vestfirðingum er nauðsyn á að
standa saman. Það er okkar bani
ef við berjum hver á öðrum og
reynum í sífellu að ota okkar tota
á kostnað hvers annars. Við verð-
um að líta á okkur sem eina heild
með sameiginlega hagsmuni. Þá
og því aðeins náum við að standa
af okkur spjótalögin að sunnan,
sem miða að því að gera okkur að
annars flokks manneskjum í eigin
landsfjórðungi,” sagði Þóra
Þórðardóttir frá Súgandafirði.
grh
Útgerðarmenn - skipstjórar -
vélstjórar
Nú eru 28.700 hestöfl af Berg-
en Diesel í gangi á íslandsmið-
um.
í pöntun eru 10.900 hestöfl.
Þetta sýnir það traust sem ís-
lenskir útgerðarmenn hafa á
Bergen Dieselvélum.
Bjóðum ykkur einnig hinar vel-
þekktu Cummins-ljósavélar,
hliðarskrúfuvélar og aðalvél-
ar.
Einkaumboð
Björn & Halldór hf.
Síðumúla 19
Símar 36030 & 36930