Þjóðviljinn - 27.03.1987, Side 15
Fyrir utan tölvuvogir og hug-
búnað þeim tengdum framleiðir
Pólstækni h/f m.a. Stýrikerfi fyrir
framleiðsluiðnað og Aðvörunar-
kerfi. Þaö nýjasta í framleiðsl-
unni er Tímaskráningarkerfi sem
kemur í staðinn fyrir stimpil-
klukkuna.
í dag er starfsemi Pólstækni h/f
á tveimur stöðum. Á ísafirði og í
Reykjavík. í Reykjavík eru
starfsmenn 7 sem sjá um sölu,
viðgerðir, útflutning og innflutn-
ing. Sá sem sér um reksturinn í
Reykjavík heitir Birgir Uifsson.
Gott samband er þarna á milli og
er fundað í gegnum síma einu
sinni í viku.
Þá hefur verið stofnað fyrir-
tæki í Noregi til að sjá um mark-
aðssetningu, sölu og viðgerðir.
Par ræður ríkjum Magni Vetur-
Iiðason. (Pess má geta hér i fram-
hjáhlaupi að Ásgeir, Birgir og
Magni eru ísfirðingar.) Þctta fyr-
irtæki heitir Póls-Norge a/s. Póls-
tækni h/f á 35% í fyrirtækinu,
tveir starfsmenn þess eiga 20%
hvor og norskt ráðgjafarfyrirtæki
á 25%.
„Galdurinn á bak við þetta
ævintýri hjá okkur liggur fyrst og
fremst í góðu vinnuafli,“ segir
Ásgeir Erling. „Starfsandinn hér
er mjög góður og samvinna mikil
á meðal starfsmanna. Ferillinn í
framleiðslunni og útflutningnum
er mjög flókinn og því er sam-
vinna ásamt tápmiklu einstakl-
ingsframtaki forsenda þess að
fyrirtækið okkar geti staðið sig í
samkeppni við önnur fyrirtæki.
Góður árangur virkar hvetjandi á
starfsfólkið og ennfremur höfum
við hér í fyrirtækinu ákveðna
valddreifingu sem hefur ákveðna
ábyrgð í för með sér. Þetta ásamt
því að við borgum laun eftir fram-
lagi hvers og eins hvetur starfs-
fólkið til dáða. Þetta er galdurinn
á bak við Pólstækni h/f og er ein af
undirstöðum fyrirtækisins.
M.ö.o. orka fyrirtækisins liggur í
unga fólkinu sem hér vinnur
ásamt reynslu hinna eldri".
Blóðtaka
fyrir Vestfirðina
„Eina vandamálið í framþró-
uninni hjá Pólstækni h/f og sem er
í rauninni ekki bara vandamál
sem við eigum við að glíma, er
skólakerfið hér á Vestfjörðum.
Eins og málum er háttað í dag í
framhaldsskólamenntun hér í
fjórðungnum þá er hún ekki með
þeim hætti sem skyldi. Hér vant-
Ásgeir Erling
Gunnarsson
framkvœmdastjóri:
Flytjum út tölvuvogir og
hugbúnað þeim
tengdum. Orka
fyrirtœkisins liggur í
ungafólkinu. Veltaníár
yfir 100 milljónir
ar samræmdan Verkmenntaskóla
þar sem unga fólkið getur lært
bæði bók- og verkleg fög. T.d.
hafa starfsmenn Pólstækni h/f
kennt raftæknigreinar við Iðn-
skólann á ísafirði en án þeirra
væri engin kennsla í þessum
greinum við skólann. Þessi þáttur
í skólakerfinu er veikleikamerki
að mínum dómi. Því þó við fáum
hæft fólk til starfa úr Reykjavík,
þá.geta umhverfisaðstæður o.fl. í
þeim dúr, latt fólkið til að vera.
Þess vegna væri það betra, bæði
fyrir ísafjörð og Vestfirðina alla,
að ungt fólk í fjórðungnum geti
sótt sér menntun innan hans sem
síðan skilaði því t.d. í háþróaðar
framleiðslugreinar. Það er alltof
mikið af góðu ungu fólki sem fer
suður til náms vegna þess að það
á ekki kost á menntun hér við sitt
hæfi. Þetta fólk kemur ekki til
baka og er mikil blóðtaka fyrir
Vestfirðina.
Að öllu óbreyttu er framtíðin
mjög björt hjá okkur. Veltan hjá
okkur í fyrra nam 65 milljónum
króna og í ár er því spáð að hún
verði ekki undir 100 milljónum
króna,“ sagði Ásgeir Erling
Gunnarsson framkvæmdastjóri
hjá Pólstækni h/f að lokum.
grh.
Ratsjárstöðin á Bolafjalli
íhaldið tók prestana á beinið
ÓlafurJens Daðason í Bolungarvík: Allur undirbúningur fór fram ífelum.
Rúmlega50% Bolvíkinga á mótistöðinni. Vígbúnaðarkapphlaupið tímaskekkja
„Ég tel að skammtíma
gróðasjónarmið ásamt
ístöðuleysi gagnvart hinum
háu herrum fyrir sunnan sé
aðalorsökin fyrir því að
framkvæmdum vegna
byggingar ratsjárstöðvar á
Bolaf jalli var ýtt úr vör. Ég
hef enga trú á málflutningi
herstöðvarsinna um að
stöðin muni þjóna örygg-
ismálum í lofti og á sjó. Það
er aðeins tylliástæða til að
kasta ryki í augu almenn-
ings og fela hinn eiginiega
tilgang stöðvarinnar, sem
er fyrst og f remst að þjóna
hagsmunum útþenslust-
efnu bandarískra heims-
valdasinna," segir Ólafur
Jens Daðason í Bolungar-
vík.
„í byrjun var reynt að fela mál-
ið fyrir bæjarbúum. Allur undir-
búningur fór fram í felum. Að-
eins hluti bæjarstjórnar fékk að
fylgjast með. En þetta spurðist
fljótt út. Menn urðu illir út í
þennan feluleik og fólk spáði í
hvað hægt væri að gera til að
spyrna við fótum gegn þessum
vágesti sem gerði sig líklegan til
að hreiðra um sig í túnfætinum.
Fljótt myndaðist í Bolungarvík
og nágrenni hörð andstaða gegn
fyrirhugaðri byggingu ratsjár-
stöðvar á Bolafjalli fyrir ofan
Bolungarvík," segir Ólafur Jens.
1. desember 1985 var haldin
friðarráðstefna á ísafirði og í
Ólafur Jens Daðason.
framhaldi af því var ákveðið að
stofna samtök gegn ratsjárstöð-
inni. Þessi samtök voru þver-
pólitísk og í stjórn þeirra voru
m.a. þrír starfandi prestar í
Norður-ísafjarðarsýslu þeir Lár-
us Þ. Guðmundsson í Holti í Ön-
undarfirði, Jakob Hjálmarsson í
ísafirði og Jón Ragnarsson í Bol-
ungarvík. En fljótlega eftir stofn-
un samtakanna bökkuðu prest-
arnir út vegna harðrar andstöðu
íhaldsins og herstöðvasinna sem
ásökuðu prestanna um að mis-
nota aðstöðu sína og ganga er-
inda heimskommúnismans.
í skoðanakönnun sem fram-
kvæmd var á Bolungarvík um af-
stöðu fólks til ratsjárstöðvarinnar
kom í ljós að rúmlega 50% þeirra
sem tóku afstöðu í könnuninni
voru andvígir uppsetningu stöðv-
arinnar á Bolafjalli.
Þrátt fyrir það var haldið áfram
nauðsynlegum framkvæmdum í
Bolungarvík til að gera stöina að
veruleika. í dag er búið að gera
veg upp á Bolafjall og bygginga-
framkvæmdir við sjálfa stöðina
hefjast í vor.
Dyggustu stuðningsmenn þess-
ara framkvæmda í Bolungarvík
eru fulltrúar Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks sem hafa haft
ómældar tekjur af þeirri undir-
búningsvinnu sem þegar hefur
farið fram. Ennfremur höfðu
herstöðvasinnar stuðning fulltrúa
Framsóknarflokksins í bæjar-
stjórn Bolungarvíkur, en í dag á
Framsókn engan fulltrúa í bæjar-
stjórninni. Framsóknarflokkur-
inn þurrkaðist út af hinu pólitíska
landakorti Bolvíkinga í síðustu
sveitarstjórnarkosningum.
„Þessi stöð er ógnun við fram-
tíð Bolungarvíkur og nágrennis
og eykur ekki á bjartsýni manna.
Hún eykur á spennuna milli
austurs og vesturs og gerir okkur
að þátttakendum í vígbúnaðar-
kapphlaupinu, sem er löngu orð-
ið tímaskekkja. Þessi stöð er fyrst
og fremst liður í hernaðarupp-
byggingu Bandaríkjanna.
Það stendur okkur Vestfirð-
ingum nær að reyna að leggja
okkar að mörkum til slökunar
spennu milli austurs og vesturs, í
stað þess að ganga erinda banda-
rískra hagsmuna sem er ógnun
við heimsfriðinn," sagði Ólafur
Jens Daðason að lokum.
Skeifan 17 Reykjavík
símar 84515 - 84516
MMsm ^_■■ j
"'^wáííÆíM
L
ENDURBYGGJUM
BÍLVÉLAR
Sérhæft vélaverkstæði í viðgerðum á
bensin- og disilvelum i bitreiðum og
vinnuvélum
• Borum vélarblokkir
• Rennum sveifarása
• Rennum ventla og ventilsæti
• Plönum vélarblokkir og hedd
• Rafsjóðum á sveifarása
* .><
M
RUSLI
Stálgrind með stórum plastpoka
undir ruslið — afar hentug fyrir
skrifstofur, skóla, spítala, verk-
smiðjur og hótel.
Pú hringir bara ef þig vantar
„undir ruslið". Sendum að sjálf-
sögðu í póstkröfu til fólks úti á
landsbyggðinni.
Skrlfstofuvörur hf.
Ármúla 30-108 Reykjavík - Sírr 82420