Þjóðviljinn - 27.03.1987, Page 16
VESTFIRÐIR
ísafjörður
Þorskurinn
okkar
auðlind
Gísli Skarphéðinsson, skipstjóri ogformaður
Bylgjunnar: Kvótinn orsakar byggðaröskun og
fólksflótta. Víðapottur brotinn íöryggismálum
sjómanna. Ratsjárstöðin á Bolafjalli blettur á
Vestfjörðum. Styrkur Vestfirðinga liggur í heildinni
„Það er vel athugandi tyrir alla þessa f rjálshyggjustaura í markaðsmálum að leita nýrri markaða fyrir fiskinn okkar. Þaðer
eins og enginn fiskimarkaður sé til nema sá bandaríski. Franski markaðurinn er t.d. alveg óplægður akur," segir Gísli
Skarphéðinsson skipstjóri.
„Sjávarútvegsstefna
stjórnvalda hefur stuðlað
að byggðaröskun og fólks-
flótta hér á Vestfjörðum.
Kvótakerfið hefur dregiðfrá
okkurskip, mannskap og
af la. Á fjörðunum hér í kring
hefur m.a. skort mannskap
á bátana. Þeim hefurfækk-
að og það er alveg á mörk-
unum að hægt sé að manna
þá,“ segir Gísli Skarphéð-
insson, skipstjóri á Víkingi
IIIÍS 280 og formaður
Skipstjórnar- og stýrimann-
afélagsins Bylgjunnar á
ísafirði.
„Við hérna fyrir vestan höfum
aldrei mótmælt stjórnun á fisk-
veiðum. Stjórnleysi í veiðum hef-
ur aldrei átt upp á pallborðið hjá
okkur, heldur þvert á móti.“
Kvótinn
„En kvótastefnan er bara því-
líkt rugl að það tekur engu tali.
Það t.d. að kvóti er látinn fylgja
bát hefur haft það í för með sér,
að þegar bátur er seldur úr plássi
þá missir viðkomandi byggðarlag
kvótann og fær ekkert í staðinn.
Nema þá að kaupa bát. En það er
bara ekki hægt vegna þess hvað
bátur plús kvóti er verðlagt svo
hátt að sveitarfélögin ráða ekkert
við það.
Hlutdeiid okkar Vestfirðinga í
þorskafla hefur dregist saman og
færst yfir á frystitogarana. En þar
virðist vera til nægilegt fjármagn
til útgerðar s.s. í Reykjavík og á
Akureyri. Þar hafa menn aðgang
að fjármagni eins og ekkert sé
eðlilegra.
Stjórnvöld hygla arðsemis-
sjónarmiðum en láta alla byggð-
astefnu lönd og leið. Kvótastefna
þeirra er fjandsamleg lands-
byggðinni.
Þróunin í útgerð er að færast
frá þeim sem eiga rætur sínar í
sjávarútveginum yfir til þeirra
sem eru sérfróðir í peningamál-
um. í dag er eina úrræðið fyrir þá
sem vilja hefja eign útgerð, að
verða sér út um bát 10 tonn eða
minni, vegna þess að þeir bátar
eru undanþegnir kvóta. Þessi
þróun í útvegsmálum leiðir til
þess að endurnýjun báta verður
alltof hæg. Meðalaldur vertíðar-
báta er alltof hár, sérstaklega hjá
smærri vertíðarbátum.
Endurnýjunarreglur skipa-
stólsins í dag, sem eru bein af-
leiðing kvótakerfisins, hafa leitt
til þess að enginn nýr aðili kemur
inn í útgerð nema með óeðlileg-
um pólitískum stuðningi. Þetta
kemur í veg fyrir eðlilega endur-
nýjun í stétt útgerðarmanna.
Þróun síðustu ára hefur verið
sú að sjómenn flytja suður en
fljúga hingað vestur í skipsrúm.
Þetta leiðir til þess að tekjuhæstu
mennirnir í sjávarplássunum
borga sína skatta t.d. til Reykja-
víkur og viðkomandi sveitarfélag
fær ekkert. Ég geri því það að
tillögu minni hér og nú að við hér
fyrir vestan ættum að standa að
þessum málum, eins og ég hef
heyrt að þeir geri norður á Skag-
aströnd. Ef sjómaður þar flytur
úr plássinu með lögheimili sitt,
jafngildir það uppsögn og við-
komandi verður að taka pokann
sinn og fara frá borði. Mér finnst
það mjög vel athugandi að taka
þetta upp hér fyrir vestan," segir
Gísli Skarphéðinsson.
„Við höfum alltaf stutt við
bakið á Hafrannsóknastofnun-
inni, þó svo að við nöfum stund-
um látið í okkur heyra þegar við
erum ekki á sama málii og þeir.
En sjómenn hér gera sér fulla
grein fyrir því að það er brýn
nauðsyn á að efla stofnunina og
gera hana hæfari til marktækra
rannsókna. Vísindastörf og
rannsóknir hverskonar í sjávarút-
vegi eru nauðsynlegir fyrir alla
framþróun. Ég nefni sem dæmi
rannsóknir á veiðarfærum, á lífi
og atferli fisksins í sjónum eru af
hinu góða. Á þessum málum er
mikill skilningur og stuðningur á
meðal útgerðar- og sjómanna
hér,“ segir Gísli.
Samningar -
gámar
Það kom fram í máli Gísla að
síðustu samningar hefðu verið
þokkalegir þótt sumt í þeim orki
tvímælis. Það var aðallega tvennt
sem stóð í mönnum. Annarsveg-
ar það að menn taka sjálfkrafa
þátt í olíukostnaði útgerðarinnar
og nemur það hlutfall 25% að
óskiptu. Þannig að til skipta
koma aðeins 75% af aflaverð-
mæti. Þetta hlutfall getur hækkað
eða lækkað alveg eftir því hvernig
olíukaupin gerast á eyrinni í
Rotterdam. Hinsvegar urðu
breytingar á fiskverði óhagstæðar
vegna breyttrar stærðarviðmið-
unar í útreikningi. Vegna þeirra
breytinga er fiskverð á þorski
nánast óbreytt. En það eru fé-
lagsmenn Bylgjunnar mjög
óhressir með.
Eftir 1. júní n.k. taka félags-
menn Bylgjunnar þátt í fasta-
kostnaði vegna gámaútflutnings-
ins. Eru það 10 krónur af hverju
kílói sem fer í flutningskostnað
o.fl.
Gísli taldi að vel væri staðið að
gámaútflutningnum. Sagði hann
að í gámana færu topparnir í fisk-
veiðunum og kæmu gámarnir í
staðinn fyrir skreiðina. En sem
kunnugt er þá er lítil sem engin
skreiðarframleiðsla í dag vegna
markaðserfiðleika.
Þá væru neysluvenjur fólks að
breytast. Fólk í Evrópu t.d. væri
ekkert gefið fyrir frosinn fisk
heldur vildi það nýjan.
„Það er vel athugandi fyrir alla
þessa frjálshyggjustaura í mark-
aðsmálum að leita nýrri markaða
fyrir fiskinn okkar. Það er eins og
enginn fiskmarkaður sé til nema
sá bandaríski. Franski markaður-
inn er t.d. alveg óplægður akur,“
segir Gísli Skarphéðinsson.
Öryggismál
„Skipulag öryggismála er alveg
sérstakur kapítuli út af fyrir sig í
málefnum sjómannastéttarinnar.
Það er algjör lítilsvirðing við
okkur sjómenn þessi hagsmuna-
togstreita sem er á milli Slysa-
varnafélagsins og Landhelgis-
gæslunnar, um það hver á að
stjórna leit og björgun á hafinu í
kringum landið. Þessi mál öll
þurfa að vera miklu skilvirkari en
þau eru í dag. Stjórnun á þessum
málum er alltof reikul og þarf að
vera miklu markvissari.
Það er alltof algengt að skip
sem tilkynna sig ekki á kvöldi eru
beðin að tilkynna sig næsta morg-
un. Þetta er alveg ófært frá öllum
öryggissjónarmiðum. Það skortir
mikið á ábyrgð og festu hjá þeim
sem vinna hjá tilkynningaskyld-
unni, að taka ákvörðun um eftir-
grennslan eða leit að bát sem ekki
tilkynnir sig. Það er eins og menn
þori ekki að biðja nærstadda báta
að svipast eftir viðkomandi. Þá
eru dæmi þess að það líði alltof
langur tími á milli þess að bátur
tilkynni sig ekki og þar til leit er
hafin.
Þessi skortur á ábyrgð og stefn-
ufestu hjá þeim sem starfa að ör-
yggismálum sjómanna er stór-
hættulegur. Það verður að taka
fyrir þetta strax áður en eitthvað
verra hlýst af,“ segir Gísli.
„Ég er eindreginn herstöðva-
andstæðingur og finnst þessi rat-
sjárstöð á Bolafjalli vera skíta-
blettur á Vestfjörðum. Þessi stöð
kemur aldrei til að þjóna okkur
hér að neinu leyti.
En það er annað sem ég vil líka
nefna og það er þetta kjarnorku-
ver á Skotlandi, í Dounray. Ég
hef miklar áhyggjur af því. Það er
mikil hætta á að úrgangur frá ver-
inu berist með straumum hingað
til lands og eyðileggi fiskimiðin
okkar.
Þá hef ég heyrt um skip í óviss-
um erindagjörðum fyrir Suðvest-
urlandinu, sem gætu verið að losa
sig við kjarnorkuúrgang. Það
segir sig sjálft að þegar náttúru-
verndarfólk í Evrópu passar upp
á þessi skip að þau losi ekki þenn-
an fjanda þar, þá er eins líklegt,
að þeir sem eru í vandræðum með
kjarnorkuúrgang leiti til fjar-
lægari staða til að losa sig við
hann. Þá er það eins líklegt og
hvað annað að þeir renni hýru
auga hingað þar sem menn sofa
enn værum svefni og halda að
þetta séu einungis mál þeirra í
útlöndum. En þessi mál þarf að
taka til alvarlegrar athugunar.
Þá finnst mér líka alveg ófært
að láta herinn reka Lóranstað-
setningarkerfið. Það mál verðum
við að taka í eigin hendur í sam-
vinnu við aðra en herinn. Hann
hættir starfsemi Lóran-stöðv-
anna 1992 vegna þess að þær eru
orðnar úreltar vegna gervitungla-
tækni. Þegar herinn hættir rekstri
þeirra er óvíst hvað tekur við. Á
þessum málum verður að taka
strax. Það er alveg óviðunandi að
vera með svona öryggismál inn í
hernaðarkerfi og undir yfirráðum
annarra.
Við Vestfirðingar erum í dag í
vörn gegn þéttbýlinu fyrir sunn-
an. Hagsmunir okkar sem fjórð-
ungs og atvinnumál hans í heild
er algjör forsenda þess að hann
haldi sínum hlut í samkeppninni
við þéttbýlið.
Ég legg mikla áherslu á sam-
stöðu allra Vestfirðinga. Það er
kominn tími til að hætta öllu
hagsmunapoti einstakra hreppa
og sveitarfélaga sín í milli, en þess
í stað er okkur lífsnauðsyn að
taka höndum saman. Því styrkur
Vestfirðinga liggur í samstöðu
okkar sem heildar. Ef við fáum
að njóta nálægðar okkar við
auðug fiskimið, þá er framtíðin
björt fyrir Vestfirði,“ sagði Gísli
Skarpheðinsson skipstjóri að lok-
um. grh.
5 GÍRA, TIL AFGREIÐSLU STRAX
VERÐ: 363.000.-
OPIÐ LAUGARDAG 10-16.
BEINN SÍMI SÖLUDEILD 31236.
SPORT
. BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR
iyMEa Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur