Þjóðviljinn - 27.03.1987, Síða 24
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
Föstudagur 27. mars 1987 72. tölublað 52. örgangur
SAMVINNUBANKi
ÍSLANDS HF.
Suðvesturhornið
Ömí
Stapanum
,Jú það hefur verið örn á
sveimi hérna síðustu daga, við
sáum hann síðast í gær,” sagði
Sveinbjörn Oddsson hjá Voga-
iaxi, þegar við bárum undir hann
fregnir af erni á þeim ólíklega
stað Suðurnesjunum. „Hann er
aðallega að stríða hrafninum og
svartbaknum, sýnist okkur.
Hann tekur æti í fjörunni og
flýgur með það eitthvað inn á
heiði, en virðist annars halda sig í
Stapanum.”
Kristinn Skarphéðinsson,
starfsmaður Náttúrufræðistofn-
unar, sagði okkur að ernir hefðu
verið með meira móti í kringum
Reykjavík í vetur, einir sex fuglar
hefðu sést frá því um jólaleytið,
en sá fjöldi gæti þó ekki talist
óvenjulegur. Flestir væru fugl-
arnir uppi í Hvalfirði, en það sem
vekti athygli að ernir væru farnir
að sjást meira á Suðurnesjum en
venjulegt væri. „En það er hend-
ing ef þar hefur sést örn síðustu
áratugi,” sagði Kristinn.
HS.
Nemendur
Ennþá í
raðuneytinu
<
Mótmœlaganga að
stjórnarráðinu í dag
- Við munum sitja hér þar til
lausn hefur fengist á þessari deilu
og við viljum um leið lýsa yfir
stuðningi okkar við kröfur kenn-
ara, sagði Benedikt Erlingsson,
einn fjölmargra framhaldsskóla-
nema sem haldið hafa til á
göngum fjármálaráðuneytisins
frá því á þriðjudag.
Engan bilbug er á nemendum
að finna, en á fjórða tug þeirra
hafa haldið til í ráðuneytinu und-
anfamar nætur og fjölmennara
hefur verið yfir daginn. Á morg-
un kl. 15.00 ætla nemendur í mót-
mælagöngu frá fjármálaráðu-
neytinu að Stjómrráðinu, þar
sem lögð verður áhersla á kröfu-
na um eðlilegt skólahald.
-•g-
Reykjavík
Stöðumælar
bratnir upp
Reykjavíkurborg hefur í sam-
ráði við lögregluyfirvöld komið á
fót sérstakri vaktasveit til að
koma í veg fyrir frekari skemmd-
arverk á ýmsum umferðarbúnaði
borgarinnar.
Frá áramótum hafa um 80
stöðumælar verið brotnir upp og
eyðilagðir og einnig hefur nokkr-
um umferðarspeglum, sem ný-
lega hafði verið komið fyrir á
hættulegum gatnamótum, verið
stolið eða þeir eyðilagðir. Tjón
vegna þessara skemmdarverka er
metið á um 2.5 miljónir.
-*g-
ab-mjólk fyrir þinn innri mann
Nafn sitt dregur mjólkin af tveimur
gerlum sem í henni eru, a og b.
a stendur fyrir lactobacillus acidophilus og
b fyrir bifidobacterium bifidum.
a og b - þú getur ekki
án þeirra verið
Þessir gerlar eru í öllum heilbrigðum
einstaklingum en margt getur orðið til þess að
raska nauðsynlegu og stöðugu jafnvægi þeirra,
eins og t.d. veikindi af ýmsum toga, neysla
fúkalyfja, streita og snöggar breytingar á
mataræði.
Dagleg neysla ab-mjólkur styrkir stöðu
okkar innri manns gegn slíkum uppákomum.
Rannsóknir benda einnig til þess að
starfsemi a og b gerlanna geti komið í veg fyrir
myndun kólesteróls í blóðinu.
ab-mjólk
- morgunverður sem
stendur með þér
ab-mjólk er öllum góð
ab-mjólk minnir um margt á súr-
mjólk. Hún er kalk- og próteinrík eins og
aðrar mjólkurafurðir og kjörin sem
morgunverður eða skyndimáltíð, í hádegi
eða að kvöldi, þá ýmist með blöndu
af korni og ávöxtum eða
ávaxtasafa.