Þjóðviljinn - 05.04.1987, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 05.04.1987, Qupperneq 6
Þetta svínarí má ekki viogangast lengur Ásmundur Stefánsson forseti Alþýöusambands Is- lands, skipar þriðja sætið á framboðslista Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík fyrir al- þingiskosningar í lok þessa mánaðar. Ásmundur Stefánsson er löngu þjóðkunnur maður af störfum sínum íverkalýðs- hreyfingunni en þau störf verða ekki tíunduð hér. Fram- boð forseta Alþýðusambands íslands fyrir Alþýðubandalag- ið hefur vakið mikla athygli og er það tilefni þessa viðtals sem hér fer á eftir. - Hvernig stendur á því að for- seti Alþýðusambands íslands ákveður að bjóða sig fram fyrir Alþýðubandalagið? - Ástæðan er einföld. Ég hef verið félagi í Alþýðubandalaginu síðan 1974 vegna þess að Alþýðu- bandalagið er sá flokkur sem stendur næst mínum viðhorfum. Ég tel að það sé nánast nauðsyn- legt að í þingflokki Alþýðubanda- lagsins sé einhver sem hefur ur góða yfirsýn yfir það sem er að gerast í verkalýðshreyfingunni og getur skýrt þau sjónarmið - ekki aðeins fyrir þingflokknum heldur fýrir þinginu sjálfu. Þá tel ég að menntun mín og víðtæk reynsla muni nýtast mér til að starfa vel á Alþingi að félagslegum umbóta- málum. - Hægri stjórn eða vinstri stjórn; er ekki alltaf á brattann að sækja fyrir verkalýðshreyfing- una? -Munur á hægri stjórn og vinstri stjóm er grundvallarmun- ur á viðhorfum. Viðhorf hægri stjórna er að styrkja stöðu þeirra sem betur mega sín í þjóðfélag- „Munuráhægri stjórn og vinstrí stjórn er grundvallarmunur á vlðhorfum. Viðhorf hægri stjórna erað styrkja stöðu þeirra sem beturmega sin I þjóðfélaginu, þeirra sem eru eignamenn, þeirra sem vilja láta féhyggjuna ráða öHu.” inu, þeirra sem eru eignamenn, þeirra sem vilja láta féhyggjuna ráða öllu. Vinstri stjórn leggur megináherslu á félagsleg viðhorf, reynir að tryggja á allan hátt stöðu launafólks og þeirra sem eru utan vinnumarkaðarins, sem eru til dæmis börn, aldraðir og fatlaðir. Munurinn á hægri og vinstri stjóm held ég kæmi fram á nánast öllum sviðum, í öllum að- gerðum stjórnarinnar. En mun- urinn færi Iíka eftir því hversu sterk vinstri stjórnin væri. Það eru til ýmiss konar vinstri stjórnir og ef við lítum til síðustu stjórnar sem kölluð hefur verið vinstri stjórn þá er rétt að rifja það upp að sú stjórn átti líf sitt undir tveimur einstaklingum. Það var sama hvaða mál komu upp á stjórnartíma þeirrar ríkisstjóm- ar, það voru ávallt tveir einstakl- ingar sem réðu því hvort hún lifði eða yrði ekki eldri. Þessir ein- staklingar voru Eggert Haukdal og Albert Guðmundsson. í þessu ljósi verður maður að meta þessa síðustu „vinstri” stjórn. Núna þurfum við að mynda al- vöm vinstri stjórn flokka sem hafa félagsleg viðhorf í heiðri og eru reiðubúnir að leggja eitthvað á sig fyrir þau. - Hverjir eiga þá að mynda rík- isstjórn? - Sú ríkisstjórn sem ég sé fyrir mér er stjórn Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista. Og þrátt fyrir þau upphlaup sem verið hafa hér síðustu daga tel ég að það sé fullkomlega raunhæft að telja að þessi aðilar geti saman myndað meirihluta. Það er það sem þjóðin þarf. - Hægri menn eru þessa dag- ana uppteknir við að segja þjóð- inni að helsti draumur vinstri manna sé að komast í stjórn til að rústa fyrirtæki og þar með atvinnulífið í landinu. Og sömu- leiðis vilja sjálfstæðismenn halda því fram að enginn nema þeir kunni ráð til að halda verðbólgu niðri... - Það gefur auga leið að það er engum í hag, og allra síst laun- þegum að rústa fyrirtækin í land- inu og hleypa verðbólgunni upp úr öllu valdi. Það er mál vinstra fólks og launafólks að fyrirtækin standi föstum fótum, að öflug at- vinnuuppbygging eigi sér stað, þannig að við eigum góða vinn- ustaði sem geti greitt gott kaup í framtíðinni - og að sjálfsögðu líka að verðbólgan minnki frá því sem hún er núna. Vinstri menn eru ótvírætt lík- legri til að efla atvinnulífið en nú- verandi stjórnarflokkar sem hafa setið hjá og og horft á atvinnulífið með hendur í skauti. Árferði hef- ur verið gott en það hefur ekkert verið gert af hálfu stjórnvalda til að tryggja áframhaldandi at- vinnuuppbyggingu. Þetta er farið að segja mjög til sín úti á lands- byggðinni og getur farið að segja til sín fyrr en varir, einnig hér á höfuðborgarsvæðinu. Þessu þarf að snúa við með öflugu frumkvæði hins opinbera. Stjórnin þarf að gangast fyrir at- vinnuuppbyggingu. Ekki bara í fiskeldi og loðdýrarækt eða hin- um svo nefndu nýju atvinnu- greinum heldur, einnig í hinum hefðbundnu atvinnugreinum okkar, sem eiga margar hverjar undir högg að sækja. Það þarf fumkvæði af hálfu hins opinbera ”Þaðþarfaukið frumkvæði afhálfu hins opinbera tilað tryggja aukna tækni- þróun, tilaðeflamark- aðssókn þannig að við komum fram- leiðslu okkará er- lenda markaði. Það þarf stuðning við fyr- irtækin, það þarfað ýta við þessum litlu ís- lensku fyrlrtækjum. ” til að tryggja aukna tækniþróun og efla markaðssókn þannig að við komum framleiðslu okkar á erlenda markaði. Það þarf að ýta við þessum litlu íslensku fyrir- tækjum. - Þú talar um „góða vinnustaði sem geti greitt há laun“; þú talar um „frumkvæði hins opinbera” - hvað áttu við? Ertu að ýja að haftastefnu og ríkisrekstri? - Nei ég er hvorki að ýja að haftastefnu né ríkisrekstri. Eins og málin standa tel ég ólíklegt að ríkisrekstur verði vaxtarbroddur atvinnulífsins. Og ég er ekki að ýja að haftastefnu - heldur þvert á móti. Ég er að tala um að ríkis- stjórnin ýti við atvinnulífinu, dragi fram möguleika og skipu- leggi nýtingu þeirra. Tökum dæmi. Loðdýraræktin hefur verið mjög vaxandi síðustu árin en ekki undir nægilega sam- ræmdu skipulagi. Þar skiptir máli, að það séu byggðar fóður- stöðvar sem frá upphafi séu vel nýttar. Dreifingarkerfið frá þeim sé samræmt, þannig að hver framleiðandi njóti góðs af nábýl- inu við hina. Þannig er þetta auðvitað í ótal greinum öðrum. Mannaflaaukningin verður í tiltölulega litlum fyrirtækjum og slík fyrirtæki hafa ekki þá burði hvert í sínu lagi að þau geti staðið straum af því rannsóknarstarfi sem nauðsynlegt er, né heldur geta þau annast upp á eigin spýt- ur nauðsynlega markaðsöflun. Þar þarf hið opinbera að beita sér. Það er einn höfuðveikleiki hægri aflanna í dag að þau þora ekki að viðurkenna að afskipti hins opinbera séu nauðsynleg í atvinnulífinu. Þess vegna er það ljóst að hægri stefnan er hemill á þróun atvinnulífsins. Þú minntist á það áðan að hægri menn héldu því fram að þeim væri einum treystandi til þess að leggja til atlögu gegn verðbólgunni. En hvað hefur þessi ríkisstjórn gert til að takast á við verðbólguna? Þegar hún kom fyrst til valda var hennar fyrsta verk að taka fjórðung af kaupi fólks til að „Þaðer einn höfuð- veikleiki hægri aflanna I dag að þau þora ekki að viður- kenna að afskipti hins opinbera séu nauðsynleg í atvinnu- lífinu. Þess vegnaer það Ijóst að hægri stefnan er hemill á þróun atvinnulífsins. ” niðurgreiða verðbólguna. Auðvitað lækkaði verðbólgan við þetta. En það er engin lausn að láta fólkið sjálft borga hana niður því að þar með er búinn til annar vandi sem getur verið öllu stærri og alvarlegri. Allir voru látnir borga að jöfnu þannig að láglaunafólk bar mesta þungann. Á síðasta ári var svo tekið ann- að skref til að ná niður verðbólg- unni. Og það er rétt að minna á að eina frumkvæði ríkisstjórnar- innar þá fólst í því að láta fara lítið fyrir sér. Ríkisstjórnin lagði engar hug- myndir fram, engar tillögur og gerði ekkert, alls ekkert, annað en að taka þakksamlega við því sem kom frá öðrum. Og það var bæði eitt og annað: í fyrsta lagi utanaðkomandi góðæri. Hækkun á fiskafurðum, góður afli, lækkun á olíuvörum - og ákvörðun verkalýðshreyfing- arinnar um að nýta þetta góðæri til að ná verðbólgunni niður. Samningur hennar við ríkis- stjórnina um að genginu skyldi haldið óbreyttu, þjónustugjöld hins opinbera lækkuð og fleira í þeim dúr knúði ríkisstjómina til aðgerða sem hún hafði ekki sjálf Iátið sér til hugar koma. Ég held að nauðsynlegt sé að halda áfram að tryggja að verð- bólgan hjaðni. Þá er eðlilegt að maður spyrji sem svo: Er það að gerast þessa stundina? Og svarið er: Verðbólgan stefnir að öllum líkindum til öfugrar áttar. Það er líklegt einfaldlega vegna þess að það er mikill fjárlagahalli og þensla í peningamálum. Fjárlagahallinn er upp á tæpa þrjá milljarða og þá tökum við ekki tillit til þess að í þinglok var samþykktur nánast milljarður í viðbót til að greiða „Hafskips- halla” Útvegsbankans, átta hundmð milljónir úr ríkissjóði og tvöhundruð milljónir úr fisk- veiðasjóði. Það blasir skattahækkun við eftir kosningar. En við getum val- ið um hvers konar skattahækkun við viljum. í grandvallaratriðum era tveir möguleikar: Við höfum lagt áherslu á að þær skattaívilnanir til fyrirtækja sem gerðar hafa ver- ið í tíð þessarar ríkisstjórnar - og fróðir menn meta að muni spara vel reknum fyrirtækjum tvo milljarða á þessu ári - verði dregnar til baka. Og þá er ég að tala um þau fyrirtæki sem skila hagnaði og hafa burði til að borga til sameiginlegra þarfa. Annað atriði sem verður að taka föstum tökum eru skattsvik- in. Það verður að stemma stigu við skattsvikum, bæði vegna þess að ríkiskassinn þarf á þessum fjármunum að halda og ekki síður þar sem enginn getur borg- að skattinn sinn með glöðu geði, horfandi á manninn í næsta húsi sem allt getur, sleppa við skatt- greiðslur. Þetta svínarí má ekki viðgangast lengur. Hin leiðin í skattamálum er sú sem stjórnarflokkarnir vilja fara. Ríkisstjórnin hefur lagt fram framvörp um virðisaukaskatt sem fela í sér að söluskattur verð- ur lagður á allt, hvort sem við tölum um matvöra, sem nú er undanþegin söluskatti og mundi hækka um tuttugu prósent ef framvörpin yrðu að lögum. Byggingarkostnaður mundi hækka um meira en tíu prósent. „Það blasir við skatta- hækkun eftir kosning- ar. En viðgetum valið umhverskonar skattahækkun við vilj- um u Menningarstarfsemi mundi hækka um tuttugu prósent en hún er nú í flestum tilfellum undan- þegin söluskatti. Það era að vísu uppi tillögur um að milda þennan virðis- aukaskatt með barnabótum, hækkunum á niðurgreiðslum, með sérstökum byggingarstyrkj- um og slíkum aðgerðum, en ég held að reynslan hafi sýnt okkur að ólíklegt væri að slíkar greiðslur stæðu mjög lengi. Allra síst núna þegar tómahljóð er í ríkiskassanum. Þetta er stórmál sem við eigum óuppgert við Alþýðuflokkinn, sem er hallur undir þessar hug- myndir, þannig að ekki mundi stefnan í þessu máli þvælast fyrir krötum á leið þeirra upp í eina sæng með íhaldinu. Eitt af því sem fólkið í landinu kýs um 25. apríl næst komandi er þetta: Ætlum við að láta fyrir- tæki, sem hafa góða afkomu, og auk þeirra skattsvikarana borga hallann á ríkissjóði? Eða á al- menningur að borga þennan halla með því að greiða meira fyrir matvöra og aðrar nauðsynj- ar? Um þetta er kosið. Og eftir afstöðu sinni til þess arna skiptast menn til vinstri og hægri. Fólk uggir ekki að sér vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarmenn og kratar þegja nú sem fastast yfir því að eftir kosningar sé meiningin að hækka nauðsynjavörar um tutt- ugu prósent. En við skulum muna að stjórnarflokkarnir þögðu líka yfir því fyrir síðustu kosningar að ætlunin væri að skerða iífskjör fólksins um tutt- ugu og fimm prósent. Þeir sögðu aldrei: Við ætlum að taka fjórða partinn af kaupinu ykkar eftir kosningar. En þeir gerðu það nú samt. Hegðunarmunstrið núna er alveg það sama og fyrir síðustu kosningar og afleiðingarnar fyrir lífskjör fólks verða alveg jafn- hrikalegar. - „Þjóðarsátt” er hugtak sem komst í almennt brúk núna seint á kjörtímabilinu. Þú segir að ríkis- stjórnin hafi setið ráðalaus þegar inn á borð til hennar voru lagðar lausnir á ýmsum málum. Þetta hefur verið kallað „þjóðarsátt.” Ef hægri stjórn verður mynduð eftir kosningar stendur henni þá slík „þjóðarsátt” til boða? - Það er rétt að ítreka það að ríkisstjórnin tók einfaldlega við því sem að henni var rétt og hún hefur farið fram með hluta af því. En hún hefur hins vegar ekki megnað að búa til þær aðstæður að öðru leyti að forsendurnar séu uppfylltar. Þetta kemur meðal annars fram í því að það er mjög „ Við skulum muna að stjórnarflokkarnir þögðu yfirþví fyrir síðustu kosningarað ætlunin væriað skerða lífskjör fólks- ins um tuttugu og fimm prósent.” mikil óvissa um verðbólguþróun- ina nú á næstu mánuðum - og enn meiri óvissa ef við horfum alveg fram til hausts, þannig að sá hluti verksins sem ríkisstjórnin átti að vinna stendur illa. Það er kannski alltaf vafasamt að tala um „þjóðarsátt” í sam- bandi við samskiptin á vinnu- markaðinum. Kjarasamningar eru niðurstaða sem næst við ákveðnar aðstæður út frá ák- veðnum forsendum, sem bæði geta verið félagslegar innan hreyfingarinnar og efnahags- legar. Niðurstaða kjarasamninga er aldrei endanlegt réttlæti. í hverjum samningum kemur að því að menn ákveða að láta stað- ar numið, en það er jafnframt augljóst að í næstu lotu ætla menn sér að ná lengra. Sættin hverju sinni gildir aðeins þann tíma sem samningurinn tiltekur, sé skilyrð- um hans fullnægt. Varðandi febrúarsamningana vora ýmsir í Alþýðubandalaginu 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 5. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.