Þjóðviljinn - 05.04.1987, Side 8
SUNNUDAGSPISTILL
Fyrirgreiðslupólitíkin
Þegar Morgunblaðið var á
dögunum að velta því fyrir sér
í leiðara, hvernig stæði á
miklu fylgi Borgaraflokks Al-
berts Guðmundssonar, var
m.a. borin fram þessi skýring-
artilraun hér- í spurnarformi:
„Er Albert að uppskera ára-
langt starf sem fyrirgreiðslu-
pólitíkus?“
Ekki nema von reyndar að slík
kenning komi upp. Albert Guð-
mundsson hefur aldrei hrósað sér
af því að hafa eitthvað sérstakt til
málanna að leggja í pólitík. Hann
hefur látið sér nægja að ítreka
það öðru hvoru að hann sé sann-
ursjálfstæðismaður. Afturámóti
þreytist hann seint á að taka það
fram að hann sé einmitt fyrir-
greiðslupólitíkus. Hann segir það
vera pólitískan tilgang sinn í líf-
inu að „hjálpa öðrum“. Með
ýmsum smærri og stærri redding-
Sögur og sagnir
Og sögur ojysagnir taka við og
breiða þennan orðstír Alberts út.
Að vísu geta sumar slíkar sagnir
verið nokkurri beiskju blandnar,
ekki síst þegar uppvíst verður að
velgjörðarmaðurinn hefur
„hjálpað" með því að vísa á aðra
menn og aðra sjóði. En það er
sama. Sumir þingmenn og ráð-
herrar hafa látið svo lítið að sér
kveða að þeir hafa ekki einu sinni
krækt sér í orðstír fyrirgreiðslu-
manna. Og atburðir næstliðinnar
viku sýna að svo sannarlega mun-
ar um þann orðstír.
Fljótt á litið sýnist það nokkuð
gott að áhrifamenn stundi fyrir-
greiðslupólitík. Margir eru ráð-
villtir andspænis skriffinnsku og
fleiri leiðindum sem gera nútíma-
manninn enn máttfarnari í lífsins
ólgusjó en hann hefur upplag til.
Vinsamlegur þingmaður getur
stytt mönnum leið. Kannski
verða færri úti í stofnanakuldan-
um fyrir bragðið. Hinn mannlegi
þáttur fær að njóta sín.
Eða er ekki svo?
Þeir leiðu dilkar
En að þessu sögðu - ekki get-
um við heldur komist hjá því að
vita að fyrirgreiðslupólitíkin
dregur á eftir sér marga leiða
dilka.
Vegna þess blátt áfram að í
ARNI
BERGMANN
t
m- 1
ÆJ
rauninni ætti hún ekki að vera til.
Sá sem fyrirgreiðslu fær hjá
áhrifamanni sem hann átti rétt til
hvort eð var, hann hefur lagt
lykkju á leið sína og geldur fyrir
með vissu ósjálfstæði. Því fyrir-
greiðslupólitíkus ætlast vitanlega
til pólitísks þakklætis í einni eða
annarri mynd.
Þess vegna ýtir fyrirgreiðslupó-
litík undir ósjálfstæði í hugsun,
sem er meira en nógu útbreidd
hvort eð er.
Miklu lakara er það náttúrlega
ef að fyrirgreiðslan er fólgin í því
að óverðugum eru veitt nokkur
friðindi. Honum kannski skotið
upp fyrir einhverja aðra sem sam-
kvæmt réttum reglum hafa meiri
þörf fyrir aðstoð eða úrlausn. Þá
er fyrirgreiðslan ekki annað en
angi af spillingu sem er þeim mun
leiðinlegri vegna þess að einatt
fer hún lágt, smýgur um neðan-
jarðar eins og hver önnur mold-
varpa.
Gegn félagshyggju
Enn einn háskinn eltir samfé-
lag sem venur sig á fyrir-
greiðslupólitík eins og hvern ann-
an sjálfsagðan hlut.
Hann er sá að pólitík þessi tef-
ur fyrir því að velferðarkerfi það
sem upp er sett þegnunum til
trausts og halds sé vel virkt og
helst svotil gallalaust. Hún tefur
fyrir því að menn venji sig á þann
rétt sem þeir að sönnu lagi eiga.
En viðheldur þess í stað mörgu
því neikvæðasta í góðgjörðar-
starfseminni - m ö.o. því að sá
ber mest úr býtum sem ágengast-
ur er bónbjargamaður, sá sem
ber sig aumlegast.
Við þetta tengist og það að
fyrirgreiðslupólitíkin er í raun-
inni vatn á myllu hægriaflanna.
Tökum eftir því, að hægrigaurar
allskonar hafa það að sið að
skjóta á velferðarkerfin og tíunda
þá óspart dæmi um að þau hafi
verið misnotuð. Og séu þeir
inntir eftir því, hvað eigi þá að
koma í staðinn vísa þeir einmitt á
góðgerðastarfsemina, enda er
hún ein leið af mörgum til að
vinna gegn því að smælingjar geri
sig breiða frammi fyrir hásætum
auðs og valds.
Fyrir nú utan það sem áður var
á minnst : fyrirgreiðslupólitíku-
sinn eignast að því leyti til falskan
orðstír, að hann er einatt að eyða
fé og úthluta aðstöðu sem hann
hefur ekki aflað sjálfur. Hann
vísar á sameiginlega sjóði. í sið-
ferðilegum efnum stundar hann
einskonar „sósíalisma and-
skotans“ - hann þjóðnýtir út-
gjöldin en stingur þakklætinu í
eigin vasa.
áb
MENNING
Þurfum nœmi
og opinn hug
Tónlistin er eldri en menningin
og á sér rætur í fuglsnefi, í gnauði
vindsins, í hrópum veiðimanna, í
holu beini eða bambusviði. Eins
og allt sem er gamalt breytist
tónlistin hægt. En okkur hættir til
að taka fyrst og fremst eftir
breytingunum en ekki eftir því
sem breytist, þessum gamla sí-
gilda kjama sem er í allri góðri
músík. Tónlistarsagan er vefur
með lausa enda. Ef menn hætta
að vefa raknar vefurinn upp. Við
hlustum á ný verk í ljósi þeirra
gömlu, þau gömlu halda áfram að
lifa, ný og fersk vegna þess að enn
er verið að semja. Ef því verður
hætt deyr Beethoven og meira að
segja J.S. Bach að lokum.
Um daginn vom stórkostlegir
Schoenbergtónleikar í Áskirkju.
Arnold Schoenberg er talinn
byltingarmaður en megin hug-
sjón hans var samt alla tíð að þróa
áfram vestræna tónlist. Auðvitað
var hann byltingarmaður en það
heppnast bara engar byltingar
nema þær sem hafa verið að ger-
ast í 150 ár þegar sprengingin
verður. Þessi sprenging varð í
tónlistinni fyrir stríðið mikla
1914-1918. Hér norður í íshafi og
kannski víðar em menn ekki enn
búnir að kyngja þessum tíðind-
um.
Tónlist þarf
ekki að láta
vel í eyrum
Menn em enn að heimta að.
tónlist sé falleg. Tónlistin á að
vera eins ljót og henni þóknast,
hún þarf ekki að láta vel í eyram
heldur öskra og hvísla sannleika á
vfxl. Menn eru enn að heimta
sönghæfar laglínur, menn em
enn að biðja um stöðugan takt,
háttbundna hrynjandi. Og enn
vilja menn ákveðna tóntegund
svo þeir viti hvernig lagið sest á
sinn eina sanna gmnntón og geti
þá ræskt sig, hnerrað og klappað.
Vissulega má tónlistin vera fal-
legt, taktfast og lagrænt doremí
en hún lifir góðu lífi án þessa alls
eins og ljóðlistin án ljóðstafa og
ríms og myndlistin án Esjunnar.
Menn verða að hlusta á það sem
er en ekki það sem er fjarverandi
í tónlistinni. Og þá opnast nýir
heimar.
Við þurfum ekki þekkingu til
að njóta tónlistar. Við þurfum
mikið næmi og opinn hug.
Tónlistin er systir þagnarinnar
og getur ekki lifað án þagnar.
Aðeins í þögninni getum við
þroskað næmleikann. f þögninni
byrjum við að heyra. Þögnin og-
listin em speglar manneskjunn-
ar. Það búa óendanlegir mögu-
leikar í hverjum manni, allir em
listamenn, aðeins ef þeir fá næði
til að hlusta á sinn eigin hjartslátt
og fótatak.
Einn frostmorgun í vetur eftir
langvarandi þíður gekk ég fram á
tvo stráka sem vom að skemmta
sér við að ganga í moldarbeði
uppi í Breiðholti. Þeir hlustuðu á
hvemig brakaði í moldinni,
hvemig léttfryst yfirborðslagið
brast og þá kom skvamphljóð.
Jörðin var lifandi og moldin söng.
ímyndunarafl barnsins er tak-
markalaust. Hvert einasta barn á
sér risaþotu fyrir sitt hugarflug.
En þau heyra ekki alltaf í henni
vegna hávaðans í kring. Það
hlýtur að vera ógnarmikill há-
vaði.
Fulltrúar hávaðans
Fjölmiðlar (sem svo eru nefnd-
ir á stofnanaíslensku, eina dauða
málinu sem enn er notað) em
fulltrúar hávaðans. Þeim er að
takast að búa til þörf hjá börnum
bara til þess að græða á þeim. Það
er ráðist gegn sköpunargleðinni
með því að bjóða upp á fullkomið
passivitet. Næmið er kæft með
upplýsingaskothríð og ítroðslu.
Það stendur til að þurrka einstak-
lingseinkennin út með því að gera
bömin að einum stómm og syfj-
uðum „neytendahópi.“
Ég ber því fram eftirfarandi til-
lögur, sem faðir og kennari, til
verndunar börnum: barnaefni
verði uþb. hálftími tvisvar til fjór-
um sinnum í viku og á sama tíma í
öllum stöðvum svo þau geti valið.
Fréttir verði eftir háttatíma svo
að böm þurfi ekki að kyngja
morðum, vísitölum og nauðgun-
um niður með kvöldmatnum.
Auglýsingar verði leiðinlegar og ,
höfði þar með aldrei til barna. Og
þá getur enginn grætt á bömum
og þau geta skemmt sér allan dag-
inn við að hlusta á músíkina í
moldinni.
Kolbeinn Bjamason
Prívat
menningarviti
Undanfarin ár hef ég verið að
reyna að smíða mér prívat menn-
ingarvita úr þögn og tónlist. Svo
datt mér nýverið í hug að virða
fyrir mér útsýnið. Ég sá ákaflega
lítil ummerki menningar (a.m.k.
em þau ekki mjög áberandi).
Eiginlega hafa menn aldrei kom-
ist jafn nálægt skriðdýmnum og
nú. íslendingar hafa skriðið um
endalausa skrifstofuganga í Was-
hington til að jarma út flutninga
yfír hafíð stóra fyrir herinn á Is-
landi. Þeir hafa skriðið fyrir þing-
nefndir til að biðja um að sér
verði mútað með flugstöð. Bænd-
ur vilja selja hemum lömbin sín,
slátrarar hakka naut í spað fyrir
allt liðið og fyrir vestan og norð-
austan skríða menn upp á fjöllin
til að reisa litlar sætar herstöðvar
þar sem heimurinn endar.
í staðinn fyrir kraftmikla al-
þýðumenningu hafa verið keyptir
skermar sem skjóta geislum sín-
um djúpt í vitund mannsins.
Sterk alþýðumenning er forsenda
þess að þróaðri listir (ekki betri
heldur þróaðri) geti þrifist. Þess
ber þó að geta að enn eigum við
magnaða kirkjukóra og poppara,
uppfulla með meiningum.
Erindi Kolbeins
Bjarnasonar um
tónlist, fluttámól-
stefnu Alþýðu-
bandalagsins um
menningu og listir
Dæmið er í rauninni einfalt:
Annars vegar höfum við vit-
firringuna í heiminum, hungrið,
kúgunina, hemaðarógeðið. ís-
lendingar hafa fyrir löngu ákveð-
ið að græða á því. Og við höfum
dósamenningu til þess að við
þurfum ekki að horfast í augu við
heiminn og okkur sjálf, til þess að
gleyma sekt okkar.
Hins vegar höfum við manninn
sjálfan, manninn sem er lista-
maður að innsta eðli. Listin er
sprottin úr þversagnakenndri
baráttu mannsins við sjálfan sig
og heiminn. í einlægni sinni er
hún ögrun við meiningarlaust
brjálæðið.
Hér er sægur góðra listamanna
sem hafa ekki efni á að vinna list
sinni. Samt sem áður em til tón-
skáld sem kompónera meistara-
verk um kvöld og helgar og flytj-
endur sem æfa baki brotnu milli
þess sem þeir þeytast milli tónlist-
arskólanna. Langflestir tónleik-
anna em haldnir á Suð-
vesturhomi landsins, aðrir
landshlutar eru afskiptir í þessum
málum sem flestum öðram.
Tónlistarskólamir ættu að hafa
efni á að ráða til sín tónskáld með
takmarkaða kennsluskyldu.
Fjárvana menningarstofnanir,
svo sem útvarp og sinfóníuhljóm-
sveit, ættu að hafa efni á að ráða
til sín tónskáld. Flytjendur ætti
að ráða til að flytja list um landið
allt, í skólum og öðmm vinnu-
stöðum, til að stækka þann hóp
sem kallast tónleikagestir á ís-
landi.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. aprll 1987