Þjóðviljinn - 05.04.1987, Side 19

Þjóðviljinn - 05.04.1987, Side 19
Páskahanastél Sjónvarpsins Senn styttist í páska og að venju tekur Sjónvarpið fram, spariklæðin af því tilefni. í vik- unni varfjölmiðlum kynntþað helsta af erlendu dagskrárefni sem boðið verður upp fram yfir páska og kennir þarým- issagrasa. Sprengiveisla Fyrst skulum við líta á þær bíó- myndir sem í boði eru. Sprengi- veislan eða Dr. Fischer frá Genf, eftir samnefndri skáldsögu Gra- ham Green er á dagskrá föstu- daginn 10. apríl. Par eru í aðal- hlutverkum þeir James Mason og Alan Bates. Leikstjóri er Micha- el Lindsay Hogg. Kvikmyndin fjallar um auðjöfurinn dr. Fischer. Hans eina ánægja í lífinu er að auðmýkja fólk og halda miklar veislur. I veislunum gera gestirnir yfirleitt hvað sem er fyrir gjafir dr. Fischers. í lokaveislunni er gestum boðið að taka þátt í leik, og sem þátttökulaun fá þeir eina milljón dollara hver, (40 millj- ónir íslenskar), allir nema einn sem gjalda mun með lífi sínu. Inn í þetta blandast svo ástarsaga dóttur Fischers og manns að nafni Jones. Silas Marner Á föstudaginn langa verður sýnd kvikmyndin Silas Marner, gerð eftir samnefndri 19. aldar skáldsögu Georg Eliot. Silas er á unga aldri gerður burtrækur úr trúarsöfnuði sem hann tilheyrir, sakaður um að hafa sttolið af sínum besta vini. Sá hirðir peningana sem Silas á að hafa stolið og einnig heitkonu Silasar. Þetta verður til þess að Silas lokar sig af frá umheimin- um. Seinna verður Silas svo fyrir þvf að vera rændur sjálfur. Skömmu seinna deyr ung kona sem á leið hjá kofa Silasar. Með henni er barn hennar og tekur Silas að sér uppeldi þess. Vita- skuld er barnið af góðum ættum, er sonardóttir óðalsbóndans þar í grennd, sem hafði verið giftur þeirri látnu á laun. Úr þessu verð- ur hin mesta flækja. Ben Kingsley í hlutverki Siias Mamer í samnefndri kvikmynd sem er á dagskrá Sjónvarpsins á föstudaginn langa. Með aðalhlutverk fer Ben Kingsley, sem lék Gandhi í sam- nefndri kvikmynd. Leikstjórn er í höndum Giles Foster. Laugardagskvöldið fyrir páska verður sýnd kvikmyndin „The Scarlet and the Black“, með þeim Gregory Peck og Christopher Plummer í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Jerry London. Ger- ist kvikmyndin í Róm árið 1943 og fjallar um írskan prest, sem Gregory Peck leikur. Klerkur þessi fæst við að hjálpa banda- mönnum, sem teknir hafa verið til fanga af öxulveldunum, að flýja. Leikrit Tvö leikrit eru líka á dagskrá sjónvarpsins þessa daga. Bæði eru þau bresk. Það fyrra verður sýnt mánudaginn 6. apríl og nefn- ist á frummáli „Why do they call it good Friday?“. Leikstjóri er Kenny McBain og höfundur John Boyle. Aðalhlutverk leikur And- rew McPherson. Segir í kynningu að þetta sé hugljúf saga um upp- vaxtarár drengs og samskipti hans við fullorðna. Á annan í páskum verður sýnd- ur ærslaleikur eftir hið velkunna leikritaskáld Noel Coward. Nefnist hann En sú geggjun Alan Bates og James Mason (Sprengiveislu Graham Green sem sýnd verour föstudaginn 10. apríl. Gregory Peck sem (rski klerkurinn Hugh 0‘Flaherty ( The Scarlet and the Black sem er á dagskrá Sjón- varpsins laugardaginn fyrir páska. (What Mad Pursuit). Tony Smith leikstýrir en aðalhlutverk eru í höndum Carroll Baker, Paul Danemann og Neil Cunningham. Ný sakamálasería hefur göngu sína þriðjudaginn 14. apríl. Hún er í þrem hlutum. og nefnist Fjórða hæð (The Fourth floor). Höfundur er Ian Kennedy- Martin en Ian Toynton leikstýrir. Aðalhlutverk eru í höndum Christopher Fulford, Richard Graham o.fl. Á pálmasunnudag hefst endur- sýning á sjónvarpsþáttunum Jes- ús frá Nazaret. Verða þættirnir fjórir sýndir síðdegis á pálma- sunnudag, föstudaginn langa, laugardaginn fyrir páska og páskadag. Prímadonnur Tónlistarunnendur fá einnig eitthvað við sitt hæfi um páskana. Unnendur sígildrar tónlistar og óperu munu eflaust horfa á tón- leika sem haldnir voru í minningu Mariu Callas skömmu fyrir jól í Alte oper í Frankfurt. Meðal þeirra sem koma fram eru söngv- ararnir Paata Burchuladze, Anne Sophie von Otter, Thomas Hampson og Aprile Millo. Jafn- framt bregður prímadonnunni Mariu Callas fýrir í tveim gömlum upptökum. Tónleikarnir eru á dagskrá á föstudaginn laiiga. Á páskadag er svo röðin komin að Placido Domingo. Þá verður sýndur þáttur sem nefnist Ár í lífi Placido Domingo. Þeir sem unna frekar léttari dægursöngvum fá einnig eitthvað við sitt hæfi því á annan í páskum verða tvennir tónleikar með prímadonnum rokk- og dægurt- ónlistar. Kl. 17 síðdegis mætir sexdrottning rokksins, Tina Tumer, á skjánum. Er þama á ferðinni upptaka af tónleikum þar sem hún flytur lög af nýjustu hljómplötu sinni. Um kvöldið eru svo tónleikar með Barböra Streisand. Bömin era ekki heldur alveg afskipt þessa helgi því á páskadag mun Svínka (Miss Piggy) skemmta börnum á öllum aldri með aðstoð vina úr mannheimi sem heimi Prúðu leikaranna. -Sáf ERTU BUIN(N) hávaxtahjör á tékkareikninginn? >fDagvextir 4,0% af innstæðu upp að 10.000 krónum 10,0% af innstæðu yfir 10.000 krónum ALaunaveltulán án fyrirhafnar 40-120.000 krónur iAMVINNl M iANKI hil ANl )S III NKiNN ÖAMViNNUBAr'íKiNN SAMVÍNNU8ANKINN SÁMVSMNUBAHKfr'ÍN feAMViNNUBAMKtNM SAfAVlNNUBAríKtNþí SAMviNNTJUANK!MN [*VÍNr'n;BANKfNNSAMyíNNU8ANKíNNSÁMVSNNU8ANK!NNSAMViNNUBANKiNNSÁMViNNUBANKíNNSAMVlNNUBÁNKÍNftSAMVíNNUBÁN yKtNN :MMVÍNNU8ANKiNN BAMVfiSiNUeANKiNN SAMVlMNUBANKINN SAMVINNU8ANK.ÍNN SAMViNNU&ÁNKiNN SANíVINNUBANKiNN íÍViNNUBANKiNyg^VlNNUBANKiNN SAMVíNNUSANKiNN SAMViNNUBANKiNN SAMVINNUBANKiNN SAMViNNUSANKiNN SAMVÍNNU8AN j<fNN SAMVÍNNU8ANKÍNN SAMViNNUÖANKiNN BAMVSNNU8ANKÍNN SAMVíNNUÖANKiNN SAMVíNNUBANKINN ÖAK NU8ANKINN SAMViNNUBANKiNN SAMViNNUÖANKiNN SAMViNNUÖANKfNN SAMVÍNNUÖANKiNN SAMVÍNNU6AN SÁMVÍNnUBANKíNN SAMVÍNNUUANKiNN SAMVsNNUÖANKiNN SAMVsNNUÖANKÍNN SAMVíN.NUÖANKINN M ANKlNNSAMViNNUÖANKiNN SAMVINNU&ANKiNN SAMViNNUBANKÍNN B.AMVÍNNU8ANKÍNN SAMViNNUBAN kMVÍNNUBANKiNN SAMVÍNNU8ANKINN SAMViNNUÖANK|NN &AMVíNNU8ANKÍNN SAMViNNUÖANKfNN SA^ l,NKiNN S.AMVÍNNUÖANKINN SAMVsNNUÖANKlNN SAMVÍNNUBANKÍNN BAMV5NNUBANKÍNN SAMViNNUBAN SaMVÍNNUBANKíNN SAMVÍNNU8ANKINN SAMVíNNUBANKiNN SAMVSNNU8ANKINN SAMVÍNNUBANKÍNN SAf, ANKiNN SAMVÍNNU8ANKINN SAMViNNUBANKíNN SAMVíNNUBANKiNN SAMViNNUÖANKiNN SAMViNNUBA^ kMVINNUBANKINN SAMVtNNUBANKÍNN SAMVÍNNUBANKSNN SAMVfNNUSANKiNN SAMVíNNUBANKíNN SAti ■NKiNN SAMVÍNNU8ANK1NN SAMViNNUBANKíNN SAMVlNNUBANKiNN SAMViNNUBANKiNN SAMViNNU&ÁN ViNNUBANKiNN SAMVINNUBANKiNN SAMVÍNNU8ANKSNN SAMV5NNUBANK5NN SAMViNNUBANKíNN SAf SfBÁNKiNN SAMVÍNNUBANKiNN S A KfV i N N U 8A N K 4 H N SA M V'i N NU8AN K 5NN SAMViNNUBANKiNN SAMViNNUBAN s SAMViNNUBANKiNN SAMViNNUrí-'NioNN BAMVÍNNUBANRíNM BAMVÍNNUBANK NN SAMV NN1 8ANK N'N ^4NU8ANKiNN SAMViNNU8ANK!^4N SAMV'INNUBANKiNN SAMVíNNUBANKINN SAMVÍNNUBANKlNN SAMVSNNUBAN :íNN SAMVÍNNU8ANKÍNN SAMVÍNNU&ÁNKiNN SAMViNNUBANKiNN SAMVíNNUBtANK!NN SAMViNNUSANKiNN SA? <fVINNU8ANKiNN SAMViNNUBANKiNN SAMVINNUBANKiNN SAMVÍNNUfJANKlNN SAMVÍNNUBANKINN SAMV'iNNUBAN NUBANKINN SA.MVÍNNUSANKÍNN SAMViNNUBANKINN SAMViNNU&ANKiNN SAMVINNU8ANKÍNN SAMViNNUBANKiNN SA* T E K K Á R EÍKNIN G U n <iNN SAMViNNUBANKÍNN SAMVÍNNU8ANK5NN SAMViNNU8ANKíNN SAMVÍNNUBANKINN SAMViNNUBANKiNN &AMVÍNNU8ANKÍNN SA? /íNNUBANKINN SAMViNNUBANKiNN SAMViNNUBANKiNN SAMVíNNUBANKiNN SAMV'ÍNNUBANKiNN 8AMVINNUBANKSNN SAMViNNUí <i?4N BAMVíNNUBANKíNN SAMVíNNUBANKíNN SAMVif'ÍNUBANKSNN SAMVSNNU8ANKiN?4 SAMViNNUBANKiNN SAMViNNUBANKÍNN /ÍNNU8ANKÍNN SAMVSNNU8A?4KiNN SAMViNNUBANKÍNN SAMViNNUBANKiNN SAMViNNU&ANKiNN SAMVINNUBANKÍNN SAMVÍNNUBAN <iNh %AA<VíNNU8AKKíNN SAMVíN?tU&ANkíNN SAMVíNNU&ANKíNN sxAMViNNUBANKíNN SAMv*NNU&ANKtNN SAMV'níNUSAnKINK

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.