Þjóðviljinn - 16.04.1987, Side 7
FRÁ KOSNINGAMIÐSTÖÐINNI
Bergþór Pálsson baritónsöngvari
Ljóða-
söngur
Bergþórs
Áskorun til eigenda og
ábyrgðarmanna fast-
eigna um greiðslu fast-
eignagjalda í Reykjavík
Fasteignagjöld í Reykjavík 1987 eru nú öll gjald-
fallin. Gjaldendur sem ekki hafa gert skil innan 30
daga frá birtingu áskorunar þessarar, mega bú-
ast við að óskað verði nauðungaruppboðs á
eignum þeirra í samræmi við 1. nr. 49/1951 um
sölu lögveða án undangengins lögtaks.
Lokasóknin er hafin
Nú þarf að selja það sem eftir er af happdrættis-
miðunum um páskana. Á þriðjudaginn 21. apríl er
skiladagur á miðunum og þá eru þeir sem tekið
hafa miða beðnir að koma á Kosningamiðstöðina
og gera skil.
Seljum hvern einasta miöa — Notið
páskana til að losa ykkur við síðustu
______________miðana_______________
Nú er hafin skráning á bílum á kjördag. Miðstöðin
verður á Þjóðviljanum og tekur Jóhannes Harð-
arson við upplýsingum um hverjir og hvenær þeir
geta ekið. Þá er einnig hægt að láta skrá sig á
Kosningamiðstöðinni um páskana en opið verð-
ur alla helgidagana nema föstudaginn langa og
páskadag.
Lítið inn og fáið ykkur kaffisopa
Það munar um hvern mann — látið
skrá ykkur strax.
Alþýðubandalagið
í Reykjavík
Hverfisgötu 105, 4.hæð
Pálssonar
Reykjavík 15. apríl 1987
Gjaldheimtustjórinn í Reykjavík
FLÓAMARKÁÐURINN
Óska eftir herbergi
eða lítilli íbúð
á leigu. Uppl. s. 22219.
Óska eftir íbúð
í miðbænum
Meðmæli frá fyrri leigusala ef óskað
er. Uppl. gefur Þorbjörn í síma
667105.
Vantar sófasett
og sv/hv sjónvarp
gefins. Sími 16502. Helga.
Hef verið beðinn
að auglýsa
eftir 4ra herb. íbúð til leigu í 6-8
mánuði í Reykjavík eða Hafnarfirði,
handa góðu fólki utan af landi.
Fyrirframgr. eftir samkomulagi.
Uppl. s. 29498 í Sjálfsbjargarhús-
inu. Halldór húsvörður.
Saab 99
árg. '74 til sölu gegn staðgreiðslu.
Uppl. í síma 672283 í kvöld og
næstu kvöld.
Til sölu
blátt reiðhjól fyrir ca. 9-11 ára
dreng, vel með farið og selst á góðu
verði. Uppl. s. 35103.
Til sölu nýtt
XENON RCE útvarp/kasettutæki
(stereó-mónó). Kostar í verslun
5.900.- gegn staðgreiðslu, en selst
á kr. 5.000,- Sími 21805.
Trjáklippingar
Nú fer hver að verða síðastur að
iáta klippa tré og runnana. Uppl. s.
39706. Gunnar.
Tek að mér bókhald
tollskýrslur og aðra tölvuvinnslu
fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Uppl.
í síma 623444.
3ja herb. íbúð
með húsgögnum á góðum stað í
Reykjavík til leigu frá 15.6.-1.9.
Uppl. í síma 39029.
Guðrún Lilja
sem var svo elskuleg að lána
myndavél í Dómkirkjunni 5. apríl er
beðin að hringja í síma 18179.
Rúm til sölu
Fallegt fururúm til sölu 180 cm breitt
með góðum springdýnum. Sími
20641.
Til sölu
frekar stórt hornsófasett (Ijósbrúnt).
Selst á kr. 10 þús. Uppl. s. 79338.
Vídeótæki
Vil kaupa videótæki á 15-18 þús.
kr. Uppl. s. 35116.
Gítar
Til sölu Yamaha country gítar af
bestu gerð. Verð kr. 7 þús. Uppl. s.
35116.
Til sölu ný ullarkápa
gullfalleg frá Belgíu, er í brúnum
litum. Selst á kr. 8 þús. Sími 21805.
Til sölu
17 ára gömul Necchi saumavél.
Verð kr. 3 þús. Sími 686821.
Rafmagnsritvél/
vélritunarborð
Góð rafmagnsritvél með leiðrétt-
ingarborð og vélritunarborð óskast.
Uppl. í síma 42109.
Óska eftir
að kaupa rúmgóðan svalavagn.
Uppl. s. 39217.
Húsnæði óskast
Hjón með eitt barn og annað á
leiðinni á leið heim úr námi í Kaup-
mannahöfn óska eftir íbúð á leigu
frá ca. 1. ág. Vinsamlegast hringið í
síma 23976 eða í K.höfn síma 01-
816769, Anna Guðrún og Viðar.
Hörku vinnukraftur
kvenkyns með reynslu, óskar eftir
„vel launuðu" ræstingastarfi. Upp-
lýsingar í síma 36586.
Hjá okkur er allt ódýrt
Flóamarkaður Sambands dýra-
vemdunarfélaga islands, Hafnar-
stræti 17, kjallara. Opið mánudaga,
þriðjudaga og miðvikudaga kl. 14-
18.
VII kaupa
tvö notuð teppi ca. 3,5 m x 4 m. Á
sama stað er til sölu Simca 1100
árg. 1979 á kr. 4000.00 og tveir
stálvaskar upplagðir í bílgeymslur á
kr. 500.00 kr. hvor. Upplýsingar í
síma 14870 á daginn og 82806 eftir
kl. 18.
Óska eftir
málverkum, gömlum póstkortum
og myndarömmum og gömlum
verkfærum. Upplýsingar í síma
10541 á kvöldin.
Bergþór Pálsson barítónsöngv-
ari og Jónas Ingimundarson pí-
anóleikari flytja ljóðasöngskrá í
útvarpinu í dag kl. 17. A söng-
skránni eru lög eftir Schubert,
Respighi og Ravel.
Bergþór Pálsson hefur stundað
söngnám við Indiana-háskóla frá
1982 og er nú að ljúka þaðan
meistaraprófi. Auk háskóla-
námsins hefur hann sótt nám-
skeið í ljóðasöng hjá William
Parker og hjá Gerard Sousay í
Sviss. í haust kom út hljómplata
Bergþórs og konu hans, Sólrúnar
Bragadóttur, en þau hjónin
syngja um þessar mundir tvö að-
alhlutverkin í óperunni Saltanas
keisari eftir Rimsky-Korsakoff,
sem nú er flutt í Indiana.
Þýskir
kór-
tónleikar
Félagið Germanía, Módettu-
kór Hallgrímskirkju og Þýsk-
íslenska félagið á Akureyri hafa
boðið hingað til lands 28 manna
blönduðum kór frá Munster,
Westfalischer Kammerkor, en
kór þessi fékk 1. verðlaun bland-
aðra kóra í V-Þýskalandi 1985.
Kórinn heldur tónleika í Hall-
grímskirkju í dag kl 17 og í ís-
lensku óperunni á laugardag á
sama tíma. Síðustu tónleikar
kórsins verð á svo að Flúðum í
Hrunamannahreppi á páskadag.
Kórinn er þekktur fyrir fjölbreytt
efnisval, en hann mun flytja
gömul helgiljóð, franska söngva,
þjóðlög frá ýmsum löndum,
negrasálma o.fl. Meðal annars
heftir kórinn æft verk eftir Jón
Ásgeirsson tónskáld. Stjómandi
kórsins er Marcus Föhrweisser.
ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7
LIFK) ER KARARFTT
HELGARREISUR FLUGLEIÐA UM LAND ALLT
Mivunc í
_ ----
Sjáðu söngleikinn Kabarett á
sýningu hjá Leikfélagi Akur-
eyrar, renndu þér á skíðum í
Hlíðarfjalli og gleymdu
ekki Sjallanum um kvöldið.
Bær við ysta haf. Af Húsavíkurfjalli sést
norður í Grímsey og suður á Vatnajökul.
Frábært gistihús og góð aðstaða til
heilsuræktar.
HORNAFJÖRÐUR
Hér rennur stærsti jökull Evrópu saman
við himinhvolfin í ólýsanlegri tign,
og endurvarpar sjólarljósinu.
EGILSSTAÐIR
Annars vegar gróðursælt Héraðið með hæstu
tré landsins í Hallormsstaðaskógi, hins
vegar sæbrött fjöllin niðri á Fjörðum.
Aldrei fjölbreyttari matstaðir né meiri gróska í
listalífinu. Ótal leiksýningar, málverkasýningar
og tónleikar að ógleymdri sjálfri óperunni. „Allt
vitlaust" á Broadway, Þórskabarett í Þórscafé.
Hér er líka frábært
skíðaland og hrikaleg
náttúrufegurð. Áður
fyrr svo afskekkt, að
menn héldu að Vestfirðingar væru göldróttir.
VESTMANNAEYJAR
Með sérstæðustu ferðamannastöðum í allri
Evrópu. Nýrunnið hraun og bátsferðir í hella
sem að fegurð gefa ekki eftir þeim á Caprí.
FLUGLEIDIR
UPPLÝSINGAR í SÖLUSKRIFSTOFU FLUGLEIÐA, HJÁ UMBOÐSMÖNNUM OG FERÐASKRIFSTOFUM