Þjóðviljinn - 16.04.1987, Page 8

Þjóðviljinn - 16.04.1987, Page 8
í KOSNINGAMIÐSTÖÐINNI í dag skírdag kl. 16.00-18.00 Álfheiður Ingadóttir, blaðamaður, situr fyrir svörum um atburði líðandi stundar í þjóðmálum í Kosn- ingamiðstöðinni, Hverfisgötu 105, 4. hæð. Kvartettinn syngur af alkunnri snilld við undirleik Ara Einars- sonar og Birgir Bragasonar. Sölusýning Gunnars Arnar á veggjunum. Kaffi og meðlæti. Húsið opnað kl. 14.00. ALLIR VELKOMNIR Munið eftir kosningahappdrættinu Alþýðubandalagið í Reykjavík Laust embætti er forseti íslands veitir Umsóknarfrestur um laust embætti prófessors í augnsjúkdóma- fræði við læknadeild Háskóla fslands, sem auglýst var í Lögbirting- ablaði nr. 41/1987 er framlengdur tll 15. maí n.k. Menntamálaráðuneytið 14. aprfl 1987. Auglýsingateiknari óskast Við erum að leita að góðum auglýsingateiknara. Hann þarf að vera hugmyndaríkur og snjall, starfssamurog með haldgóða þekkingu á faginu. Ert þú kannski maðurinn sem við erum að leit að? Ef svo er biðjum við þig að hafa samband við starfsmannastjóra sem veitir nánari upplýsingar. Sími 28200 SAMBAND ISL.SAMVINNUFEUGA STARFSMANNAHALO ERLENDAR FRÉTTIR Serbneskir flóttamenn úr Kosovo. Austur Evrópa Ofsóknir á hendur þjóðabrotum færast í vöxt í Búlgaríuog Ungverja- landi sœta minnihluta- hópar ofsóknum afhálfu stjórnvalda. Sígaunar í Ungverjalandi eiga einn- ig undir högg að sœkja og íJúgóslavíu skerst í odda með Serbum ogAl- bönum Valdhafar í ríkjum Austur- Evrópu hafa löngum stært sig af því að hafa kvcðið niður þjóð- rembing í löndum sínum við sigur sósíalismans upp úr lokum síðari heimsstyrjaldar árið 1945. Fyrrum hafi álfan leikið á reiði- skjálH um aidir vegna stöðugra innbyrðis átaka og illinda tuttugu og fimm þjóðabrota en slíkur hráskinnsleikur heyrði nú sög- unni til. En nú virðist sem sú skrautfjöður í hatti sé ýmist óheyrilega sjúskuð eða fokin veg allrar veraldar í nokkrum banda- lagsþjóða Sovétmanna í austur- vegi. Á sama tíma og nýi bóndinn í Kreml, Míkael Gorbatsjof, 4ætur hendur standa fram úr erm- um og eykur lýðréttindi þegna sinna og sníður verstu agnúana af úreltu stjórnkerfi á heimaslóðum eru ráðmenn í Búlgaríu og Rúm- eníu á allt öðru róli. í þessum tveim ríkjum hafa valdsmenn vel- þóknun á ofsóknum á hendur þjóðabrotum og kynda sjálfir undir kötlunum. Ungverjar hafa ekki heldur hreinan skjöld og í Júgóslavíu gætir síaukinnar spennu í samskiptum Serba og Álbana. Búlgaríutyrkir og Rúmeníu- ungverjar Árið 1984 ákvað Todor Zhivk- ov, leiðtogi Búlgaríu, að tími væri kominn til að allir Tyrkir í landinu, níuhundruð þúsund að tölu, söðluðu um, gleymdu upp- runa sínum og gerðust góðir og gegnir Búlgarir. Síðan hafa stjórnvöld farið offari, neytt ein- staklinga af tyrkneskum uppruna til að skipta um nafn og afneita íslömskum sið. Fyrrum þingmaður á löggjaf- arsamkundu Búlgaríu, Halil Ibi- a^oglu að nafni, er af tyrknesku tíBrgi brotinn og flúði nýskeð til Kona, búsett í Istanbúl, mótmælir ofsóknum Búlgara á hendur Tyrkjum. átthaganna fornu. Hann segir farir sínar og síns fólks ekki slétt- ar í skiptum við búlgörsk stjórnvöld, hundruð Tyrkja hafi verið teknir af lífi fyrir mótþróa við „þjóðnýtinguna“ og mörg þúsund lokaðir niðrí dýflissum. Hann fullyrðir einnig að fjöldi þorpa, sem byggð voru Tyrkjum, hafi verið j öfnuð við j örðu af her- mönnum er óku skriðdrekum og jarðýtum yfir hvaðeina sem fyrir varð. Ofsóknirnar hafa valdið spennu í samskiptum Búlgaríu og Tyrklands, sem vonlegt er, og liggur Turgut Ozal, forsætisráð- herra Tyrklands, undir ámæli þegna sinna fyrir að sýna linkind í þessu máli. í Rúmeníu sæta tvær miljónir Ungverja ofsóknum af hálfu stjórnar Nicolaes Ceausescu. Þeir búa flestir við landamærí Ungverjalands í héraðinu Trans- ylvaníu. Fréttir hafa borist þaðan af mannvígum, barsmíðum og lögreglurassíum. Einnig er minnihlutanum gert lífið leitt með margvíslegum öðr- um hætti. Svo dæmi sé tekið hef- ur nánast öllum grunnskólum Ungverja verið lokað og þeir eru nú aðeins fimmti hluti náms- manna við háskólann í Cluj, höf- uðborg héraðsins, en voru til skamms tíma í meirihluta. Þeir sem hafa í frammi andmæli gegn þessari mismunun geta átt fang- elsisdóma yfir höfði sér. Fyrir vikið hafa tveir þriðju hlutar ung- verskra menntamanna flúið land og ýmsum leiðtogum þjóðar- brotsins hefur verið vísað úr Rúmeníu. Vera má að valdhafar í þessum löndum óttist það mikið um sinn hag vegna „smithættunnar" frá Moskvu að þeir skirrist ekki við að æsa þjóðrembing upp í þegn- um sínum eingöngu í því augna- miði að beina sjónum þeirra frá afleitu ástandi í stjórnkerfi og efnahagslífi. Sígaunar, Serbar og Albanir Ungverskir ráðamenn hafa vitaskuld andmælt meðferðinni á bræðrum sínum handan rúm- ensku landamæranna en gleyma því að á heimaslóðum býr smáður og fyrirlitinn minnihluti. Sígaunar í Ungverjalandi eru siöhundruð og fimmtíu þúsund. Olæsi er mikið meðal þeirra og þeir eiga oft í mestu brösum með að verða sér úti um vinnu vegna gamalgróinna fordóma í þeirra garð. Sígaunar eru algerar hornrekur í samfélaginu og búa margir við sára örbirgð. Frá árinu 1981 hefur verið grunnt á því góða með Serbum og Albönum í héraðinu Kosovo í Júgóslavíu en það Iiggur við land- amærin að Albaníu. Áður fyrr var þetta svæði að meginhluta byggt Serbum en undanfarna áratugi hefur al- banska þjóðarbrotinu vaxið svo ört fiskur um hrygg að nú er svo komið að Serbar eru í miklum minnihluta í Kosovo. í héraðinu er landlæg mikil fá- tækt og á öndverðum þessum ára- tug kom þar hvað eftir annað til hunguruppþota. í kjölfar þeirra sigldu síðan ofsóknir á hendur serbneska minnihlutanum og kröfur Albana um að Kosovo yrði sameinað gömlu fósturjörð- inni. Serbar segja að gengið hafi á með morðum, nauðgunum og skemmdaverkum og flýja unnvörpum úr héraðinu. Þeir sem eftir sitja sanka að sér vopn- um og hóta að láta hart mæta hörðu ef stjórnin í Belgrað hristi ekki af sér slenið og taki í taumana. Ólíkt valdhöfum í Búlgaríu og Ungverjalandi reyna ráðamenn í Belgrað að hefta útbreiðslu þjóðrembings í landi sínu enda er tilvist ríkisins í húfi þar sem hvorki meira né minna en átján þjóðir og þjóðabrot byggja landið. Engu að síður hafa hags- munir minnihlutahópa oft verið bornir fyrir borð og hafa einkum Albanir löngum átt erfitt upp- dráttar í Júgóslavíu. byggt á Time -ks. 8 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. april 1987 Aðalheimild: REUTER

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.