Þjóðviljinn - 16.04.1987, Qupperneq 2
FLOSI
Miku
skammtur
af titlinum
Þaö var víst í kreppulok, eða var þaö í stríös-
byrjun? ég man þaö ekki lengur - að íslenskt
skáld haföi orö á því aö þar sem jökulinn bæri
við loft, ríkti fegurðin ein ofar hverri kröfu.
Nú hefur þetta breyst og mér er nær að halda
aö nú sé það frekar á Broadway sem fegurðin
ríkir ofar hverri kröfu, en þar verður víst fegurö-
arsamkeppni íslands háð áður en langt um líð-
ur.
En fegurðarsamkeppnir eru ekki nema einn
þátturinn í fjölbreyttri menningarviðleitni þjóðar-
innar, menningarviðleitni sem væri unnin fyrir
gýg og félli raunar dauð, ef landsmenn sýndu
ekki brennandi áhuga á því sem fánaberar ís-
lenskrar menningar - fjölmiðlarnir - miðla fólk-
inu í landinu í vel útilátnum skömmtum.
Afstaðnar eru í sjónvarpinu keppnir í hár-
greiðslu, mælskulist og frjálslegri framkomu
barna, sem nær hámarki í keppni 13-15 ára í
„frístældansi”. Einhverjum siðapostulum kann
að finnast það smekklaust af ríkissjónvarpinu
að tromma upp með þrettán til fimmtán ára
telpukrakka og láta þær fáklæddar skekja sig á
klámfenginn hátt fyrir alþjóð líkt og væru þær
mannbærar, lostafullar, margreyndar, þraut-
þjálfaðar og útlærðar í rekkjubrögðum.
Ég er kannski orðinn svolítið kallalegur og
gamaldags, en ég gat ekki að því gert að mér
fannst frekar óþægilegt að horfa á þetta, og þó
mér ætti að sjálfsögðu að vera það Ijóst að þetta
er aðeins liður í þeirri menningarviðleitni ís-
lensku þjóðarinnar að ala upp fegurðardísir til
sýnis hér og erlendis og vekja með því athygli á
íslenskum fiski, þá leit ég eiginlega undan.
Nú dregur semsagt til stórtíðinda. Fegurðar-
samkeppni Íslandserísjónmáli. Undanrásireru
hafnar. Margur hyggur að þegar litríkur vefur
hins íslenska menningarsamfélags verði færð-
ur upp þá verði einmitt fegurðarsamkeppnirnar
snarasti þátturinn í voðinni, þó þeir séu að vísu
til sem annað hyggja.
Líktog Hallgrímur Pétursson orti Passíusálm-
ana guði til dýrðar, upphefja góðir og grandvarir
bísnessmenn í dag lofsöng eða ástaróð til æsku
og fegurðar árvisst með fegurðarsamkeppnum
og græða svolítið í leiðinni, sem auðvitað er
bæði gott og blessað, þegar haft er í huga að í
fegurðarsamkeppnum er dregið fram allt það
fegursta og besta og vinsælasta í íslensku þjóð-
lífi. Og það sem meira er. Fegurðarsamkeppn-
irnar endurspegla íslenskan tíðaranda með
þeim hætti sem verðugt er þegar kynna þarf
söguþjóðina á erlendri grund.
Líkt og ær og kýr eru ær og kýr hins gamal-
gróna íslenska bónda, eru fegurðardrottningar
ær og kýr kaupsýslumanna. Ungum, fallegum
telpum vart af barnsaldri er smalað saman eins
og fénaði í göngum á haustin, síðan er það
dregið úrlambfénu sem hæftertil ásetningaren
hinu slagtað. Þær af stúlkunum sem ná máli eru
keyrðar upp á pall, eins fáklæddar og velsæmið
leyfir, svo allir geti hér um bil séð hvernig þær
líta út berrassaðar. Síðan eru nokkrir útvaldir
menn úr hópi okkar karlrembusvína fengnir til
að dæma um það hverjar séu fallegastar og
hverjar Ijótastar í hópnum. Þegar svo dómurinn
hefur endanlega fallið grætur sú fegursta af
gleði yfir því hvað hún er falleg, en sú Ijótasta
grætur af sorg yfir því hvað hún er Ijót. Og allir
eru svo undur glaðir: áhorfendur vegna þess að
þeirfengu tækifæri til að kaupa sig inn á sýning-
una, þeir sem fyrir keppninni stóðu vegna þess
að þeir náðu aðgangseyrinum af áhorfendun-
um. Og íslenska þjóðin - já og væntanlega
heimsbyggðin öll, er himinlifandi þegar hún fær
að sjá alla dýrðina í sjónvarpinu, að ógleymdum
kaupsýslumönnunum sem auglýsa varning
sinn óspart í þessum hvellbjarta dýrðarljóma
æsku og fegurðar.
En við karlrembusvínin syngjum kjörorð
dagsins
- Fögur kona er fengur í ranni
en Ijót kona löstur á manni.
Sumir halda því fram að fegurðarsamkeppnir
séu í dag mesta niðurlæging sem konunni er
búin, en aðrir segja:
- Það verður þá bara að hafa það. Þær vilja
þetta sjálfar.
En hvað um það. Undanrásir eru hafnar úti á
landi og dreifbýlisdrottningar hrannast upp,
bústnarog búlegar, fagrar, föngulegar, eiguleg-
ar, glaðlegar, getnaðarlegar og vænlegar til
undaneldis, eins og annað úrval úr kvikfénaði
landsmanna.
Og allar stefna þær að því að ná titlinum,
langþráða titlinum. Fyrst íslandstitlinum og síð-
an stærstatitlinum, og þegar honum hefurverið
náð þarf að vinna að því að íslenskar stúlkur
haldi titlinum. Sjálfum alheimstitlinum.
Því það er einu sinni bæði satt og rétt sem í
kvæðinu stendur:
- Ætli maður upp á toppinn
er um að gera að nota kroppinn.
Gulrótin
og asninn
Nei. Þessi mynd er ekki tekin
úr auglýsingu frá Ágæti, né
heldurtannlæknafélaginu, þó
ætla megi að hér sé verið að
hvetja menn til að éta gulræt-
ur og bursta vel í sér tennurn-
ar. Mynd þessi er tekin úr ár-
óðurspésa frá Framsóknar-
flokknum og undir myndinni
segir að Framsókn vilji að
jöfnuður og jafnrétti ríki.
Einn kjósandi, sem kynnst
hefur jöfnuði og jafnrétti ríkis-
stjórnar Steingríms Her-
mannssonar taldi myndina
mjög táknræna fyrir áróður
ríkisstjórnarflokkanna um
þessar mundir. Þeir halda að
þeir geti stööugt freistað þjóð-
arinnar með sömu gulrótinni;
að þeir geti stöðugt teymt
hana á asnaeyrunum. Hins-
vegar átti hann erfiðara með
að skilgreina hlutverk tann-
burstans á myndinni. ■
1. ALMENNT.
Framsóknarflokkurinn vill að jöfnuður og jafnrétti ríki,
hvar sem menn búa á landinu. Hann vill standa vörð
um velferð þjóðarinnar og frelsi einstaklinga til athafna.
Flokkurinn vill þjóðfélag án öfga til hægri eða vinstri.
Framsóknarflokkurinn mun í grundvallaratriðum leggja
áherslu á eftirgreind atriði:
1.1. Baráttugegn frumskógarlögmáli frjálshyggjunnar.
1.2. Baráttu gegn ofstjórn ríkisvaldsins og miðstýr-
ingu.
Hógvært svar
Ýmislegt skondið hraut af
munni frambjóðenda á kosn-
ingafundi DV í vikunni, þegar
þeir svöruðu fyrirspurnum
eftir að hafa haldið ræður
sínar.
Anna Kristjánsdóttir fram-
bjóðandi BJ bar þó af. Hún var
meðal annars spurð að því
hvers vegna BJ gæfist ekki
upp og gengi til liðs við Alþýð-
uflokkinn þar sem að flokkur-
inn hefði ákaflega lítið fylgi nú
um stundir. „Bandalagið hef-
ur nú ekki neitt fylgi," var hið
hógværa svar Onnu. Svo
bætti hún því við að BJ væri
svo sérstakt að það ætti ekki
samleið með öðrum.B
Greiðslu-
erfiðleikar
hjá Þorsteini
Á Selfossi eru uppi þær furður
að skrifstofa sjúkrasamlags-
ins, Sýslusamlags Árnes-
sýslu, eru lokaðar, og er um
það tilkynning á hurðinni;
„Lokað vegna greiðsluerfið-
leika". Þetta væri allt mjög
sorglegt ef ekki vildi svo til að í
sama húsi er persónuleg
skrifstofa Þorsteins Páls-
sonar, og skilti hans á sömu
hurð og tilkynningin. Fjármál-
astjórnin lifandi komin?B
Hún hikaði
Á kosningafundinum í Há-
skólabíói í vikunni var óspart
skotið á Borgaraflokkinn, en
fyrir hann talaði og svaraði
fyrirspurnum Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir formaður
Sóknar.
Hún var til dæmis spurð að því
hvaða stefnu flokkurinn hefði í
skattsvikamálum. Aðalheiður
kvaðst „búast við því að Borg-
araflokkurinn hefði sömu
stefnu og aðriríþeim málum."
Hún var einnig spurð að því
hvort að hún vildi að Lára V.
Júlíusdóttir sem skipar 4!
sæti Alþýðuflokksins, kæmist
á þing fremur en Benedikt
Bogason í 4. sæti Borgarafl-
okksins, stæði valið á milli
þeirra. Aðalheiður hikaði. Síð-
an svaraði hún því til að hún
óskaði þess að bæði næðu
þingsæti, en stæði valið á milli
Láru og Benedikts, þá veldi
hún Benedikt.B
2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN PÁSKAR 1987