Þjóðviljinn - 16.04.1987, Side 5

Þjóðviljinn - 16.04.1987, Side 5
nú á Þjóðminjasafni, Um skírdag úr nýrri hátíðabók Árna Björnssonar. sé orðið bein þýðing á latnesku heiti dagsins, t.d. dies lustricus, hreinsunardagur, þá var með öllu óþarft að troða sérheiti vikudags- ins inn í. Styttri myndin hlaut auk þess að vera þjálli í samsetning- um eins og skírdagsaftann, skírdagskvöld, skírdagsmorgunn og skírdagsnótt, svo sem víða má sjá í fomritum. Hvort orðið skíri- þórsdagur hafi borist frá Bret- landseyjum til Norðurlanda eða öfugt, skal hér látið liggja milli hluta. í katólskum sið hafa helgiat- hafnir á skírdag sjálfsagt verið sviplíkar á íslandi og annarstaðar miðað við stærð kirkna og safn- aða. Áður hefur verið minnst á tvö atriði úr orðubrotinu frá 15. öld, og skal hér nokkrum bætt við. Aðfarakvöld skírdags er táknrænt atriði haft í frammi, meðan lesið er úr píslarsögunni, um það þegar sólin formyrkvað- ist yfir Kristi á krossinum og for- tjald musterisins rifnaði í tvennt: Miðvikudaginn skal segja Flect- amus genua bæði ræði[ng] og pisti[l]. En þá er þú segir í passíu þessi orð: Et obscuratus est sol et velum templi scissum est [med]i- um, þá skal ofan falla tjald það, er upp var fest fyrir sönghúsi. Syngja aftansöng og kveldsöng festive sine precibus. Hér er um að ræða föstutjald það, sem á síðmiðöldum var siður að breiða fyrir kórdyrnar á föst- unni, svo að það huldi bæði prest og altari. Það var klofið í miðju og gat verið ýmiss konar bæði að lit og efni. Reyndar má sýnast eðlilegra, að slíkt sjónarspil færi fram á langafrjádag, en kaflar úr píslarsögunni munu oftar hafa verið lesnir í þessari viku. Síðan segir um óttusöng aðfaranótt skírdags, og er fellt úr nokkuð af latneskum upphöfum söngva: In cena Domini skal fyrst syngja cantica graduum, áður þú tekur til tíða. Þetta er upphaf óttu- söngs. - Þá lokið [er] Benedictus, þá hefi upp tveir sveinar Kyrie eleison, Christie eleison, Kyrie og allt eftir skipan. Eftir það falli allir á knébeð og syngi Pater noster hljóðliga með bænum, er til eru settar. - Eftir það er prest- ur hefur gefið þrjú signa, standi allir upp. - Og að loknum sálm- um segi þegar Kyrie eleison og Pater noster og Credo og Confit- eor. Og eftir það segi nökkuru hærra minore preces. - Með þessum hætti sé sungnar allar dagtíðir þessa þrjá daga, fyrir utan það að þú seg þar vers proprio fyrir sem langafrjádag, svo laugardag sem þú sagðir Christus factus fyrir sldrdag. Síðan kemur sjálf skír- dagsmessan með því atriði, sem fyrr var getið, að þaggað er niður í kirkjuklukkunum frá lofsöngn- um fram að lofsöng í messu að- faranótt páskadags. Skírdag skal samhringja til messu og knýta þá upp klukku strengi til Gloria in excelsis á laugardaginn. Síðan hefi upp officium. Síðan skal leggja fram oblacionem svo margar sem prestinum sýnist að vígja, tvær eður þrjár, og syngja þá lágasöngva eftir skipan. - Syngja þrjú Agnus dei og lúka öllum með Misrere nobis. En pax skal eigi gefa á þessum degi og eigi langafrjádag og eigi á laugar- daginn. Síðan skal hann neyta eftir venjuogskola kaleikinn. En hina vígðu oblacionem leggi í miðjan korpóralinn, svo eigi sé í brotunum, og láti síðan í pung sinn og láti á patenu og seti kal- eikinn hreinliga í messufata kistu eða almarium, ef til er að ljós sé fyrir faranda og reykelsi, og beri þá enn yfir sæmiliga, er niður er sett. Má hann þetta gera eftir messu, ef hann vill. Síðan kemur altarisþvottur og fótaþvottur sem áður var getið. Ekki finnst getið um nein sér- stök fyrirmæli önnur, nema þau sem lúta að iðrun syndara og skriftamálum. Þannig segir í bannsakabréfi Jóns Skálholts- biskups Halldórssonar frá 1326: Bjóðum vér og fyrrsögðum pró- föstum, að þeir skrifti öllum þeim, sem héðan af verða opin- berir af tvíföldum hórdómi eða þaðan af meirum glæpum, að koma til Skálaholts að öskudegi og skírdegi og leiðast þar í kirkju og úr sem siður er til stórskrifta- manna. Það sama viljum vér um alla þá, sem út kasta húsfrúm sín- um og halda inni eða fylgja opin- berum hórkonum. Líka aðferð hafði Laurentius Hólabiskup um svipað leyti og hlífði ekki stórbokkum svo sem segir í sögu hans: Var það og merkjanda, að þá er Benedikt bóndi eður Rafn bóndi urðu opinberir í hórdómsspell- um, eður aðrir mikilsháttar menn, skyldu þeir koma að skír- degi til Hóla og vera leiddir til á bjamfeld sem aðrir skriftamenn. Hér er getið um bjamdýrsfeld, sem allmargar kirkjur áttu, eink- um norðanlands, og munu hafa átt að verja klerka fyrir gólfkulda á vetrum. í kirkjuskipan Kristjáns 3. við siðaskiptin vom þessi fyrirmæli um skírdag: Á skírdag skal útlagt vera sacra- mentum holds og blóðs Kristi, og séu þeir þá nokkurir, sem sig vilja láta þjónusta, skal allt fara eftir þeirri skikkan, sem fyrri er skrifað að vera skuli á sunnudög- um. Að eins skal fólkið áminnt vera, að það gangi ekki innar í þann tíma af vana einum fyrir tímans sakir. Um kveldið skal gjöra nokkura áminning, hversu að hann þvoði fætur sinna læri- sveina og af þeirri hryggðarfullu angist, er hann kenndi í grasgarð- inum, áður hann gekk í dauðann. Fátt er vitað um sérstaka skírdagssiði utan kirkju, nema lítilsháttar varðandi mat og drykk. Þótt langaföstu lyki strangt tekið ekki fyrr en á páska- morgun, töldu flestir á síðari öldum svo vera þegar á skírdag. Því var viðeigandi að halda ofur- lítið til á matborðinu. Eggert Ól- afsson getur fyrstur um sérstakan skírdagsgraut í Kjósarsýslu ná- lægt miðri 18. öld: Paa Skiirdag eller Skiærtorsdag skulle de have Meelgrod, kaagt med Mælk. Jón Árnason hefur svipað að segja einni öld síðar: Um páskavikuna og páskana kann ég fátt að segja, en hnausþykkum grjónagraut man ég gjörla eftir bæði á skír- dagsmorgun og páskadagsmorg- uninn og voru þeir kenndir við dagana og kallaðir skírdags- grautur og páskagrautur. Vera má, að þessi grautargerð hafi verið algengari sunnan lands en norðan; a.m.k. getur Skag- firðingurinn Símon Eiríksson þannig um veislukost á Suður- nesjum kringum 1870: Ámi [á Hvalsnesi] tók okkur mætavel og fengum við þar alls- konar veitingar, meðal annars mjólkurgraut og þótti mér það nýnæmi; það kölluðu Sunnlend- ingar „skírdagsgraut". Jónas frá Hrafnagili tekur nokkumveginn í sama streng og Jón Árnason, en gefur þó í skyn, að farið sér að draga úr grautaráti á skírdag um síðustu aldamót: Á skírdag var vant að skammta rauðseyddan, hnausþykkan mjólkurgraut að morgninum, áður en menn fóru af stað til kirkjunnar. Þessi siður hélzt fram yfir miðja 19. öld, að minnsta kosti víða; hefir ein gömul kona sagt mér, að ekki hafi altént þótt þefgott í kirkjun- um þann dag - grauturinn þótti auka vind. Svipaður grautur sýnist lengi hafa þótt mikið lostæti hér á landi, og er hans ósjaldan getið sem sérstaks hátíðaréttar, t.d. við töðugjöld eða á jólum. Og enn var hann alsiða í Suðursveit á öðrum áratug þessarar aldar að sögn Steinþórs á Hala: Þetta var á skírdag, og á Reyni- völlum og líklega á fleiri góðum heimilum var það siður, að gera sérstakan graut á skírdag, graut- ur sem var þykkri heldur en venjulegur grautur, meira af hrísgrjónum í honum og lengur soðinn. í áðurnefndri frásögn Símonar Eiríkssonar af vertíðarlífi á Suðurnesjum kemur einnigfram, að sumir urðu alldrukknir í skír- dagsveislunni á Hvalsnesi. Þessi vísbending um sukk á skírdag kemur heim við frásögn Ólafs Ketilssonar af sjómannalífi í Höfnum um 1870-80. Hann segir m.a.: Man ég að aldrei var svo seint komið af sjó á miðvikudaginn fyrir skírdag, að ekki færu fleiri eða færri af hverju skipi að sækja á páskapelann til Keflavíkur. Var mörgum ekki svefnsamt á skírdagsnótt, en þó var það samt sjálfur skírdagur, sem setti met allra annarra hátíðisdaga í Hafnahreppi í þá daga, í algleym- isfylliríi, áflogum, kjaftshöggum og kinnhestum, glóðaraugum og gaulrifnum flíkum. Er mér enn þá minnisstæður skírdagsmorg- unn 1874, er ég ásamt fleiri strák- um komum að einni sjóbúðinni, sem var einstætt hús úr timbri, og nefnt Guðnahús; bjuggu í þeiri sjóbúð hásetar Gunnars Hall- dórssonar, sem áður er nefndur. Löngu áður en við vorum komnir að húsinu heyrðum við hávað- ann, brakið og brestina svo þilin, veggirnir og gaflar, gengu í bylgj- um út og inn. Var nú meiri en minni hugur í okkur strákum að komast sem næst kösinni, en ægi- legt var að heyra og sjá allt sem þar fór fram innan veggja, því þarna höfðu safnast saman milli '30 og 40 risar sitt frá hverju heim- ili, allir blindfullir og allir í einni áfiogabendu. Kvað við í húsinu er kjaftshöggin dundu, en orð- bragðinu, öskrinu og óhljóðun- um ætla ég ekki að lýsa hér. Loks barst svo leikurinn út fyrir sjó- búðadymar, og var þá áhrifamik- il sjón að sjá þessa blindfullu jötna, með lafandi svarta eða rauða lokkana á löðrandi enn- inu, lekandi í blóði, og sumir kannské með annað augað ein- hvers staðar inn í höfðinu, en hitt út úr því! - eða að minnsta kosti sýndist okkur strákunum svo, um leið og við lögðum á flótta, með hjartað í hælbeini, um leið og ris- arnir réðust til útgöngu og enn nú meiri áfloga. Margt fleira mætti skrifa skemmtilegt um áflogin og ein- vígi og hólmgöngur með löngum rekadrumbum að vopnum, sem allt er tengt við skírdagshátíða- haldið, en það yrði allt of langt mál að rekja ítarlega þá sögu hér í einni blaðagrein. Enda þótt þessi gleðskapur sé kenndur við skírdag, er greini- lega ekki verið að halda til hans í sjálfu sér, heldur upphaf páska- leyfis sjómanna, þar sem ekki var róið á helgu dögunum frá skír- degi til annars í páskum. PÁSKAR 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.