Þjóðviljinn - 16.04.1987, Qupperneq 7
Samstarf rœðst
af málefnum
- Gœtirðu jafnvel hugsað þér
þátttöku Alþýðubandalagsins í
ríkisstjórn, þar sem Borgara-
flokkurinn hefði oddaaðstöðu?
„Nei, og hér verð ég auðvitað
að benda á, að Albert Guð-
mundsson er enn í réttarstöðu
grunaðs manns í Hafskipsmáiinu.
Þátttaka í stjórn þar sem hann
kynni að verða ráðherra er því
óhugsandi nema hann hafi áður
hreinsað sitt borð gagnvart dóms-
kerfinu.
- Jón Baldvin Hannibalsson
talar um að eitt jysilegasta stjórn-
armynstrið að loknum kosning-
um sé samstjórn krata, Sjálfstœð-
isflokks og Alþýðubandalagsins.
Hvaða viðhorf hefur þú til slíkar
stjórnar?
„Jón Baldvin segir stundum
hluti sem hann er fljótur að
gleyma. Pað eru ekki nema
nokkrir dagar síðan hann vildi
hlaupa í ríkisstjórn með íhaldinu
og Kvennalista, þrátt fyrir að
hann hafi líka sagt að Kvennalist-
inn sé óstjórnhæfur. Sumir eru
nefnilega reiðubúnir til að skipta
oft og fljótt um skoðun ef það
gæti leitt til þess að þeim áskotn-
aðist ráðherrastóll. Mér kemur
því í sjálfu sér ekki á óvart þó
formaður Alþýðuflokksins vilji
nú kippa Alþýðubandalaginu inn
í stjórn til að verða sér úti um slíkt
húsgagn. En þannig mynstur er
að minni hyggju ólíklegt í stöð-
unni.“
Jafnaðarstjórn
- Hvernig ríkisstjórn viltu?
„Óskastjórnin er auðvitað
meirihlutastjóm Alþýubanda-
lagsins,“ segir Svavar og hlær.
„En það er víst ekki býsna ná-
lægur möguleiki dag. En ég vildi
gjarnan að hægt væri að mynda
jafnaðarstjórn af þeim toga sem
við í Alþýðubandalaginu höfum
boðað, með þátttöku okkar,
Kvennalista og kratanna. Það er
heldur alls ekki fráleitur kostur,
miðað við skoðanakannanir.“
Svavar er að öðra leyti þeirrar
skoðunar, að allt þetta tal ann-
arra stjórnmálamanna um stjórn-
armynstur og ráðherrastóla sé
harla fánýtt. „Það sem skiptir
okkur máli er auðvitað ekkert
minna en sigur Alþýðubanda-
lagsins, - eina flokksins sem er í
raun heilsteyptur flokkur vinstri
manna“.
Við spjöllum dálítið um Borg-
araflokkinn og Svavar segir að
með honum hafi hið pólitíska
landslag í rauninni gjörbreyst. „í
raun og veru höfum við aldrei
upplifað klofning á hægri væng
stjórnmálanna með jafn afger-
andi hætti og núna. Þegar Gunn-
ar Thoroddsen myndaði með
okkur stjórnina 1980 var þannig
ekki um að ræða klofning á sama
hátt. Gunnar hélt sig í raun alltaf
innan dyra Sjálfstæðisflokksins.
Hann tók til dæmis þátt í störfum
þingflokksins. En þrátt fyrir
sundrungu íhaldsins í dag skulu
menn samt sem áður ekki láta sér
detta í hug að hún vari mjög
lengi. Auðvitað rennur Borgara-
flokkurinn saman við Sjálfstæðis-
flokkinn eftir kosningar, enda er
bókstaflega enginn málefnamun-
ur á þeim.
Kvennalistinn
og Alþýðu-
bandalagið
- Borgaraflokkurinn breytir
hinu pólitíska landslagi, segirðu.
En annar flokkur hefur þó haft
meiri áhrif á vinstri vœngnum, -
nefnilega Kvennalistinn, sem
virðist seilast drjúgt til hefðbund-
ins fylgis Alþýðubandalagsins.
Hvaða munur er á honum og Al-
þýðubandalaginu?
„Það er von þú spyrjir. Menn
eiga sannast sagna ekki gott með
að átta sig á honum. Við höfum í
þinginu stutt þær eftir getu, og
þær raunar okkur líka enda mál-
efnin að verulegu leyti þau sömu.
En allir flokkar hafa einhver góð
mál, meira að segja Borgara-
flokkurinn sem segir: komið til
mín allir, sem erfiði og þunga
eruð hlaðnir. En kosningar snú-
ast um grandvallaratriði og það
er oft erfitt að átta sig á afstöðu
Kvennalistans til hinna stærri
mála. Hver eru til dæmis viðhorf
þeirra gagnvart markaðshyggj-
unni? Gagnvart nýfrjálshyggj-
unni? Gagnvart hernum og
Nató? Það er oft erfitt að átta sig
á þessu.“
„En ég vil líka minna á að
klofningur og sundrang vinstri
manna í síðustu kosningum er or-
sök og undirsaða frjálshyggjus-
óknarinnar. Þessvegna þurfa nú
allir vinstri menn að sameinast
um einn lista, - G-listann. Ég skal
líka vera manna fyrstur til að
viðurkenna að Kvennalistinn
hefur leitt til þess að aðrir, flokk-
ar, þar á meðal Alþýðubandalag-
ið, hafa tekið verulega við sér í
málefnum sem tengjast stöðu
kvenna. Ég nefni, að við erum nú
með konu í efsta sæti á Suður-
landi, sem til þessa hefur verið
öraggt þingsæti. Það er í fyrsta
skipti sem kona á blönduðum
lista er í efsta sæti hjá þeim flokk-
um, sem stundum eru kallaðir
„gömlu" flokkarnir. Samt er það
staðreynd, nöturleg staðreynd,
að Kvennalistinn býður líka fram
í sama kjördæmi þó hann eigi
ekki neinn möguleika á að koma
þar að manni. Er það rétta leiðin í
kvennabaráttunni?“
„Það hlýtur líka að vera spurn-
ing hversu miklu menn vilja fórna
fyrir kynbundna lista og hversu
lengi. Vilja menn til dæmis fórna
þeirri vígstöðu sem vinstri væng-
urinn og verkalýðshreyfingin
hafa haft í gegnum Alþýðu-
bandalagið eða stöðu þjóðfrelsis-
hreyfingarinnar?“
Versti
viðskilnaðurinn
- Um hvað munu vœntanlegar,
stjórnarmyndunarviðrœður snú-
ast fyrst ogfremst að þínum dómi,
Svavar?
„Ég tel að hinn ótrúlegi halli á
rikissjóði, litlar 3000 miljónir,
muni verða það sem fjallað verð-
ur um fyrst og fremst í næstu
stjórnarmyndunarviðræðum,
hverjir svo sem taka þátt í þeim.
Þessi mikli halli er óvéfengjan-
lega versti viðskilnaður nokkurr-
ar ríkisstjómar í sögu lýðveldis-
ins. Hvernig verður tekið á hon-
um? - í því sambandi er rétt að
rifja upp glansmyndina, sem
brugðið var upp í upphafi kosn-
ingabaráttunnar af stjórnarflokk-
unum. Þar var sagt: við erum
búin að leysa verðbólguvandann,
við erum á réttri leið! Staðreynd-
in er samt sú, að verðbólgan er á
hraðri uppleið og verður komin í
30 prósent á seinni helming þessa
árs, - fyrst og fremst út af hallan-
um á ríkissjóði.“
„Okkur var líka sagt að ríkis-
stjórnin væri komin með hið al-
fullkomna skattakerfi. Samt sem
áður er ljóst, að skattakerfið er í
fullkomnu uppnámi vegna þess
að það er 3000 miljóna halli á
ríkissjóði, sem þarf að brúa.
Vitaskuld verður það gert með
því að leggja enn meiri álögur á
launafólk ef íhaldið ræður því.
Sjálfstæðisflokkurinn mun
auðvitað hlífa skjólstæðingum
sínum, þeim sem hafa það best
fyrir og mest hafa hrifsað til sín af
góðærinu.“
„Okkur var líka sagt að ríkis-
stjórnin væri búin að búa til hið
alfullkomna húsnæðiskerfi.
Staðreyndin er allt önnur. Það er
verið að vísa umsækjendum inná
árið 1990 og jafnvel 1991 með af-
greiðslu á umsóknum hjá Hús-
næðismálastofnun ríkisins.“
„Svona“, segir Svavar, „er
hægt að rekja sig í gegnum
glansmyndina sem ríkisstjórnin
veifar framan í kjósendur. Hún
er allt önnur en veruleikinn.“
Lokasóknin
„Ég er auðvitað sannfærður
um að með vinnu og aftur vinnu
getur Alþýðubandalagið rifið sig
upp á loksasprettinum. En til
þess verða allir flokksmenn og
stuðningsmenn þeirra hugsjóna
sem Alþýðubandalagið stendur
fyrir að leggja mjög hart að sér
síðustu vikurnar. Við þurfum að
nota maður á mann aðferðina, -
tala við félagana á vinnustöðun-
um, í fjölskyldunni, vinina. Vilji
menn á annað borð halda í það
velferðarkerfi sem verkalýðs-
hreyfingunni með stuðningi
vinstri flokka á borð við Alþýðu-
bandalagið hefur tekist að byggja
upp, þá verða menn að eflá Al-
þýðubandalagið. Vilji menn
vinna sig í áttina að meiri jöfnuði,
að réttlátari skiptingu góðæris-
ins, þá verður það aðeins gert
með einu: - með því að styðja
Alþýðubandalagið. Og félögun-
um segi ég þetta: Lokasóknin er
hafin. Nú er að nota hverja mín-
útu vel. Það er tekist á um grand-
vallaratriði. Alþýðubandalagið
er eini heilsteypti vinstri flokkur-
inn. Þjóðin þarf nýja stefnu, þá
stefnubreytingu í kjaramálum og
þjóðfrelsismálum getur Alþýðu-
bandalagið eitt knúið fram, -
sigur Alþýðubandalagsins!
-ÖS
SvavarGestsson: „Al-
þýðubandalagið er eini
vinstri flokkurinn sem við
getumtreyst. Þaðertil
vinstri.”
PÁSKAR 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7