Þjóðviljinn - 16.04.1987, Side 9
Leda Michaelangelos. Koparstunga eftir Nicola Beatricetto, gerð eftir málverki Michaelangelos frá því um 1530, sem nú er glatað. Talið er að einn af ráðherrum Lúðvíks XIII Frakkakonungs hafi
látið brenna málverkið fyrir siðsemi sakir.
EROS OG THANATOS
Nóttin, höggmynd Michaelangelo á gröf Giulio de Medici (Medici-kapellunni í
Flórens. Höggmynd þessi er ein af 4 sem Michaelangelo gerði á grafir Medici-
bræðranna, og eiga þær að tákna þá hringrás tímans sem líf mannsins er
undirorpið. Nóttin og kvöldið eru í konulíki en dagurinn og dagrenningin eru í
karlmannslíki. Nóttin er með stjörnu á enninu og náttugla stendur undir hnésbót
hennar. Myndin er hoggin í marmara í kringum 1530. Fyrirmynd styttunnar og
myndarinnar af Ledu er að finna í gamalli rómverskri lágmynd úr marmara sem
prýðir grafþró f rá keisaratímanum. Líkingin á milli Ledu og Næturinnar staðfest-
ir að Michaelangelo hefur einnig séð (mynd næturinnar í Ledu.
Um Ledu
og svaninn
effir Leonardo
og Michael-
angelo
Leda og svanurinn, olíumálverk á tré,
130x78 cm. Listfræðingar hafa getið
sér til að myndin sé unnin af læri-
sveinum Leonardo da Vinci eftir fyrir-
mynd eða teikningu, sem nú er
glötuð, og að Leonardo hafi hugsan-
lega haft eftirlit með vinnslu verksins.
Myndin var fyrst sýnd opinberlega
1874 í París, en komst svo í eigu
Spiridon-ættarinnarsem seldi mynd-
ina til Hermanns Göring, sem kom
henni fyrir í safni Adolfs Hitlers í Bæ-
heimi að ósk einræðisherrans. Mynd-
in komst (eigu ítalska ríkisins 1948,
og er nú varðveitt í safni helguðu Le-
onardoíVinci.
Eins og unginn skríður úr egg-
inu, þannig reis Kristur upp úr
gröfsinniápáska-
dagsmorgni. Þannig hafa
kristnir menn lagt þá merk-
ingu í páskaeggið, að það sé
eins konar tákn fyrir upprisu
Krists og sigur lífsins yfir
dauðanum. En löngufyrir
Kristni fékk eggið táknræna
merkingu endurfæðingar
meðal heiðinna þjóða, þar
sem eggið varð hluti þess
helgihalds þegar vorkomu og
endurlífgun gróðurs varfagn-
að. Og hliðstæða merkingu
getum við einnig lesið út úr
eggjum þeim, sem tilheyra
goðsögunni um Ledu og
svaninn.
Goðsagan um Ledu er grísk að
uppruna. Leda var eiginkona
Tindareo Spörtukonungs, en
Seifur lagði á hana ástarhug og
breytti sér í svanslíki til þess að ná
fram vilja sínum gagnvart henni.
Þar sem Leda var að baða sig
nakin á bökkum árinnar Eurota
kemur svanurinn syndandi og
gerir sér dælt við hana, þannig að
af mökum þeirra verða tvö egg.
Leda hafði þó sama daginn átt
mök við eiginmann sinn, Tindar-
eo, en úr eggjunum komu tveir
tvíburar, Castor og Pollux annars
vegar og Helena af Troju og Clit-
ennestra hins vegar. Samkvæmt
einni útgáfu sögunnar áttu þau
Castor og Clitennestra að vera
getin af dauðlegu sæði Spörtu-
konungs, en Pollux og Helena af
ódauðlegu sæði Seifs. En af-
kvæmi þessa undarlega getnaðar
höfðu jafnframt táknræna og
trúarlega merkingu: Castor og
Pollux voru óaðskiljanlegir
bræður og bjargvættir, og voru
reyndar dýrkaðir bæði í Grikk-
landi og Róm sem vemdarar far-
manna og bjargvættir Rómar.
Þeir voru tákn bróðernis, sam-
ræmis og farsældar, en þær He-
’ lena og Clitennestra voru tákn
sundrungar og stríðs: Helena or-
sakaði Trjóustríðið og Clitenne-
stra átti þátt í morðinu á Agam-
enon, eiginmanni sínum, og féll
síðan sjálf fyrir hendi Oreste
sonar síns.
Leonardo og
Michaelangelo
Goðsagan um Ledu og hinn
dularfulla getnað hennar hefur
verið listamönnum tamt yrkis-
efni, bæði í Grikklandi og Róma-
veldi til foma, en einnig á endur-
reisnartímanum og allt til þessa
dags. Ein þekktasta myndin af
Ledu og svaninum er sú sem
eignuð hefur verið Leonardo da
Vinci og hér skal gerð að umtals-
efni. Reyndar er myndin, sem
hér er birt á forsíðu, ekki talin
máluð af Leonardo, heldur er
hún annað hvort talin eftirlíking
af glataðri mynd, eða jafnvel enn
frekar gerð af nemendum hans
eftir teikningu og fyrirsögn
meistarans, en talið er að hún
hafi verið máluð skömmu eftir
aldamótin 1500. Þetta var jafn-
framt ein fyrsta „nútímatúlkun-
in“ sem gerð var á þessari heiðnu
goðsögn á endurreisnartímanum,
en síðan varð frummynd Leon-
ardos fyrirmynd ótal eftirlíkinga.
En yfirbragð þessarar myndar og
skissur og teikningar meistarans
sanna að hugmyndin að verkinu
er hans.
Aðra fræga mynd af Ledu og
svaninum gerði Michaelangelo í
kringum 1530, en hún er einnig
glötuð nema í eftirlíkingu. Hér í
þessari grein verður þess freistað
að gera grein fyrir túlkun þessara
meistara evrópskrar myndlistar á
þessari heiðnu goðsögn með að-
stoð fræðimanna sem um þær
hafa fjallað.
Leda og Nóttin
Þótt Leda Michaelangelos sé
ekki til nema í eftirlíkingu, þá
gefur sú eftirlíking nokkuð
sannfærandi mynd af því hvernig
Michaelangelo hefur túlkað sög-
una. Eftirlíkingin er kopar-
stunga, en frummyndin hefur
verið málverk. Á koparstung-
unni stendur að um eftirlíkingu af
verki Michaelangelos sé að ræða.
Mynd hans er að því leyti hefð-
bundnari við fyrstu sýn, að mál-
arinn leggur þar megináherslu á
fangbrögð Ledu og svansins, eins
og sjá má í gömlum rómverskum
lágmyndum, og reyndar er vitað
að Michaelangelo hafði ákveðna
lágmynd á rómverskri steinþró
að fyrirmynd þegar hann gerði
Ledu. En í myndinni sjást þeir
Castor og Pollux vinstra megin f
baksýn, en fremst í vinstra homi
er eitt óbrotið egg, og innan við
skumina má sjá móta fyrir He-
lenu af Tróju. Svanurinn þrýstir
sér þétt upp að Ledu sem gefur
sig honum fullkomlega á vald.
Leda er þarna vöðvamikil og
karlmannleg í vexti, eins og
reyndar gerist oft í konumyndum
Michaelangelos, til dæmis í hvelf-
ingu Sixtínsku kapellunnar í Róm
og í nokkmm höggmyndum
hans.
PÁSKAR 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9