Þjóðviljinn - 16.04.1987, Síða 11

Þjóðviljinn - 16.04.1987, Síða 11
Leonardo: Krjúpandi Leda. [ fyrstu teikningunum, sem Leonardo gerði af Ledu var hún í krjúpandi stellingu Kosmísk merking En um táknræna og kosmíska merkingu þessa ástarfundar þarf ekki að efast. Leonardo segir á einum stað að „svanurinn sé fölskvalaus og syngi sætlega í dauðanum og í þeim söng sé líf- inu lokið“. Einn helsti heimildarmaður minn að þessari samantekt, Al- essandro Vezzosi, segir að kjarni þessarar goðsagnar felist í því að Eros og Thanatos, tákn sköpun- arkraftsins og dauðans, sameinist í dauðanum til þess að öðlast ást Guðs. Svanurinn kemur af vatni, Leda er jörð. Þeir Castor og Poll- ux eru loft: þeir verða á endanum stjörnur á himinfestingunni, þar sem þeir mynda tvíburamerkið. Peir eru jafnframt tákn tryggðar og vináttu, sem lýsti sér í því að eftir að Castor hafði fallið fyrir vopni, þar sem hann var getinn af dauðlegu sæði Spörtukonungs, þá eyddi Pollux öðrum hverjum degi í Hades með bróður sínum, en hinum á Olympsfjalli meðal guðanna. Þeir bræður voru báðir teknir í guða tölu í Róm, og voru taldir sérstakir verndarar róm- verska ríkisins, og enn standa veglegar súlur úr hofi þeirra undir Palatínuhæð á sjálfu Forum Romanum, reistar fyrir um 2000 árum. Helena af Tróju og Clitenne- stra eru eldur: af þeim leiddi stríð og tortíming. Helena var ímynd kvenlegs yndisþokka og hégóma. Hún lét ginnast af fagurgala Pari- de og flúði með honum til Tróju, þangað sem bræður hennar urðu að sækja hana til að firra eigin- mann hennar skömm. Og það kostaði Trójustríðið. Clitenne- stra hefndi hins vegar fyrir fórn- ardauða dóttur sinnar með því að brugga eiginmanni sínum bana- ráð og var sfðan drepin sjálf af syni sínum í hefndarskyni. „Ást og stríð komu úr eggjum Ledu,“ segir skáldið Yeats á einum stað. Listin og valdið Það eru því margræð tákn, sem liggja að baki þessarar sögu, og langt því frá að öll séu þau degin- um ljósari. En mynd Leonardos hefur á sínum tíma verið ákaflega djörf í framsetningu. Út úr henni má lesa hyllingu til sköpunar- máttar hinnar jarðnesku móður í nakinni konumynd Ledu. Að baki myndarinnar liggur hugsun, sem er nær upplýstri algyðistrú en kreddubundinni skólaspeki mið- aldakirkjunnar. Mynd í þessari lfkingu var óhugsandi á miðöld- um og allt fram á daga Leonardo. Hún markar ásamt með al- legóríumyndum Botticelli þátta- skil í evrópskri myndlist, þar sem heiðnar goðsagnir verða mönnum tilefni til þess að rann- saka umhverfið og eðli tilverunn- ar út frá forsendum mannsins og hinnar jarðnesku tilvistar. Trúlega hefur þessi mynd ekki legið á glámbekk eftir að hún var máluð, en fáum sögum fer af henni í gegnum aldirnar. Hún kom fyrst fyrir almenningssjónir í París 1874. Hins vegar segir sag- an að einn af ráðherrum Lúðvíks 13. Frakkakonungs hafi látið brenna mynd Michaelangelos af Ledu fyrir siðsemi sakir á fyrri hluta 17. aldar, og að hertoginn af Orleans hafi skorið mynd, málarans Caravaggio af Ledu í parta af sömu ástæðu og að mynd eftir Paolo Veronese af Ledu hafi sömuleiðis verið látin hverfa. Ýmsir valdsmenn hafa þó sýnt Ledumyndum áhuga. Þannig komst Napoleon yfir eina slíka eftir málarann Kassel, og vitað er að hin nakta Leda vakti mikinn áhuga hjá málverkasafnaranum Adolf Hitler, því hann lét gefa sér myndina eftir Kassel, sem hafði verið í eigu Napoleons og lét Göring kaupa fyrir sig Ledu þá sem kennd er við Leonardo og hér er um fjallað. Það var árið 1941, og seljandinn var greifynja að nafni Spiridon. Eftir stríðið gekkst ítalski list- fræðingurinn Rodolfo Siviero fyrir því að endurheimta þá list- afjársjóði, sem nasistar höfðu sölsað undir sig frá Ítalíu, og Leda Leonardos var afhent með leyfi herstjórnarinnar í Bæheimi í nóvember 1948. Fyrir 3 árum stóð ítalska ríkið fyrir sýningu til heiðurs Siviero í gamla ráðhúsinu í Flórens,og voru þá sýnd öll þau listaverk sem hann hafði endur- heimt til Ítalíu frá Þýskalandi með mikilli fyrirhöfn og eytt til heilli starfsævi. Þar sá ég Ledu Leonardos í fyrsta skipti. Nú hef- ur myndinni verið komið fyrir til frambúðar á safni í fæðingarbæ Leonardos, Vinci, sem er í út- jaðri Flórens. - Ólafur Gíslason Heimildir: Leonardo e il leonardismoa Napoli e a Roma- Sýningarskrá undirrit- stjórn Alessandro Vezzosi, 1983. Lópera ritrovata -Omaggio a Rodolfo Sivi- ero, sýningarskrá útg. I Flórens 1984. Giorgio Lise: Lincisione erotica del rinasc- imento, Milano, 1975. Jame Hall: Dizionario dei soggetti e dei simboli nellárte, Milano 1974. New Larousse Encyclopedia of Mytho- logy, London 1959. Valerio Guazzoni: Michaelangelo Scult- ore,Milano1984. PÁSKAR 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11 AHUGAVERDIR ÞÆTTIR í PÁSKADAGSKRÁ UTVARPSINS RÁS 1 FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 20.15 „Sendiherrann" Pólitiskt ádeiluleikrit eftir frægasta núlifandi leikskáld Pólverja, Slavomir Mrozek. 22.30 Cecil B. deMille og Biblíon lllugi Jökulsson segir frá tilburðum kvikmyndajöfra Hollywood við að kvikmynda söguefni og boðskap Biblíunnar, þ.á m. myndum deMilles, „Konungur konunganna'' og „Boðorðin tíu“. 23.10 Sólumessa Mozarts Mótettukór Hallgrímskirkju, kammersveit og einsöngvar- arnir Sigríður Gröndal, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Garðar Cortes og Kristinn Sig- mundsson flytja þetta síðasta verk Mozarts á fyrstu tónleikum i Hallgrimskirkju 23. nóvember s.l. undir stiórn Harðar Áskelssonar. RÁS 2 16.05 Hringiðan Broddi Broddason og Margrét Blöndal miðla upplýsingum til þeirra sem verða á faraldsfæti um páskana, fylgjast með Skíðalandsmótinu á ísafirði og einnig koma félagar úr Kór Langholtskirkju í heimsókn. 20.30 í gestastofu Sigurður Valgeirsson ræðir við gesti sína, þá fómas R. Einarsson kontrabassaleikara oq Einar Kárason rithöfund. RÁS 1 FÖSTUDAGURINN 17. APRÍL FÖSTUDAGURINN LANGI 13.30 „Kern ég nú þínum krossi að" Þröstur Eiríksson fjallar um Jóhannesarpass- íuna eftir Johann Sebastian Bach sem flutt er seinna um daginn. 14.00 Islands riddari Arthúr Björgvin Bollason tekur saman dagskrá um þýska skáldið og íslandsvininn Friedrich de la Motte Fouqué. 15.00 Tónleikar í Langholtskirkju Kór Langholtskirkju, kammersveit og einsöngvar- arnir Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sólveig Björling, Michael Goldthorpe, Kristinn Sig- mundsson og Viðar Gunnarsson flytja Jóhannesarpassíuna eftir Johann Sebastian Bach undir stjórn Jóns Stefánssonar. 17.50 „Frið læt ég efftir hjó yður" Guörún Ásmundsdóttir tekur saman dagskrá um stríð og frið í bókmenntum. 19.25 „Kem ég til þín að lógu leiði" Hjörtur Pálsson tekur saman þátt um Hallgrím og Hallgrímsljóð í seinni tíma skáldsskap íslendinga. 22.20 Píanókonsert nr. 1 í d-moll op. 115 eftir Johannes Brahms Jónas ingi- mundarson leikur með Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Páls P. Pálssonar. RÁS 2 9.03 Morgunþóttur Fjallað um söngleikinn „Jesus Christ Superstar'' og talað við nokkra leikara sem tóku þátt í uppfærslu Leikfélags Reykjavikur á leiknum í Austurbæjarbíói á sínum tíma. 19.30 Að kvöldi föstudagsins langa Erna Amardóttir talar m.a. við séra Bernharð Guðmundsson og fleiri gesti. 21.00 Merkisberar Skúli Helgason kynnir tónlistarmenn sem fara ekki troðnar slóðir, að þessu sinni Mark Almond og hljómsveitina Soft sell. 22.05 Sænski píanóleikarinn Jan Johannson Fjaiiað um þennan þjóðlaga- og djasspíanista sem lést fyrir aldur fram árið 1968 og var þekktur fyrir óvenju næma túlkun sina á sænskum þjóðlögum. RÁS 2 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 11.00 Lukkupotturinn Bjarni Dagur Jónsson leggur getraunir og þrautir fyrir hlustendur. Dregið í tónlistargetraun og verðlaun veitt. 14.00 Poppgótan Gunnlaugur I. Sigfússon og Jónatan Garðarsson stýra spurninga- þætti um dægurtónlist. RÁS 1 SUNNUDAGUR 19. APRÍL PÁSKADAGUR 13.10 Bandamanna saga Leiklesin dagskrá sem Sveinn Einarsson tekur saman og byggir á handritum sögunnar í Konungsbók og Möðruvallabók. 15.00 Mynd af listamanni Sigrún Björnsdóttir bregður upp mynd af Árna Kristjánssyni píanóleikara. Rætt við Árna, fjallað um list hans og fluttar hljóðritanir með leik hans. 17.00 Carl Maria von Weber - 200 óra minning óperan „Euryanthe" á Óperu- hátíðinni í Munchen i fyrrasumar þegar þess var minnst að 200 ár voru liðin frá fæðingu þessa frumkvöðuls þýsku óperunnar. RÁS 2 14.00 Vesalingarnir, „Les Misérables" Siðari hluti samantektar Sigurðar Skúla- sonar á þessari þekktu skáldsögu Victors Hugo. Leikin eru lög úr samnefndum söngleik i uppfærslu Konunglega Shakespeare leikhópsins. 19.30 Ungæði Hreinn Valdimarsson og Sigurður Gröndal senda hlustendum tóninn og láta flest flakka. RÁS 1 MÁNUDAGUR 20. APRÍL ANNAR í PÁSKUM 13.20 Leikrit á Akureyri Hilda Torfadóttir tekur saman þátt á sjötugs ára afmæli Leikfélagsins. 14.20 Flugan ódauðlega Svavar Gests rekur sögu litlu flugunnar hans Sigfúsar Halldórssonar í tali og tónum, ræðir við höfundinn og Pétur Pétursson sem fyrstur kynnti lagið i útvarpsþætti sínum. 19.35 Hótiðarstund með Henríettu Hæneken Ógleymanleg stund með spili og söng, gleði og gríni.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.